Alþýðublaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 1
Minnihlutinn í borgarstiórn
SAMEINING KEMUR
STERKLEGA TIL GREINA
Fleslir borgarfulltrúar
minnihlutans sjá lítinn eða
engan málefnalegan
ágreining sem valdiA geti
því að flokkarnir bjóði
ekki fram saman við næstu
borgarstjórnarkosningar.
Málið er þó enn á viðræðu-
stigi. Bjarni P. Magnússon
borgarfulltrúi Alþýðu-
flokksins telur alla mögu-
leika á sameiginlegu fram-
boði til borgarstjórnar-
kosninga næsta vor og tel-
ur eðlilegt að boðinu verði
fram einn sameiginlegur
listi.
Samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins virðist
meirihluti innan Alþýðu-
flokks og Alþýðubanda-
lags fylgjandi hugmyndum
um sameiginlegt framboð.
Sigrún Magnúsdóttir
borgarfulltrúi Framsókn-
arflokksins segir skiptar
skoðanir innan síns flokks
og fram hefur komið á öðr-
um vettvangi, að meirihluti
sé jafnvel innan Kvenna-
lista gegn hugmyndinni.
Ástæður fyrir því eru að
mati Ingibjargar Sólrúnar
Gísladóttur, fyrrverandi
borgarfulltrúa Kvennalist-
ans, að konur eru hræddar
við að kvenpólitísk rödd
þeirra drukkni og hins veg-
ar það sem vegur sterkara:
Andstaða þeirra við núver-
andi ríkisstjórn og óttinn
um að sameiginlegt fram-
boð í borgarstjórn valdi þvi
að Kvennalistinn verði Iát-
in gjalda fyrir hugsanlegar
óvinsældir ríkisstjórnar.
Rætt er um hvort standa
eigi að einum sameiginleg-
um lista og hvernig velja
skuli á hann. Sú hugmynd
sem helst hefur verið rædd
er, að hver flokkanna eigi
tvo fulltrúa í 8 efstu sæt-
um. Líklegast myndi borg-
arstjóraefni verðapólitískt
valinn og ætti sæti á fram-
boðslistanum. Kristín Á.
Ólafsdóttir og Bjarni P.
Magnússon eru eindregið
þeirrar skoðunar.
Sjá nánar bls 3
Jón Sigurðsson
um fríverslunar-
málin:
Forsenda efna-
hagssamstarfs
á jafnréttis-
grundvelli
Jón Sigurðsson viðskipta-
og iðnaðarráðherra segir ís-
lendinga verða að Ieggja
áherslu á þýðingu þess að fá
frjálsan aðgang að mörkuð-
um í EFTA og EB fyrir mikil-
vægustu útflutningsvörur, en
til þess þurfi að stuðning
annarra Norðurlanda. Jón
segir að þetta hljóti að vera
forsenda þess, að við getum
tekið þátt í efnahagssam-
starfi Norðurlanda á jafn-
réttisgrundvelli. Sjá nánar „í
miðri viku“ bls 4.
Sparnaði hafnað
í húsgagnakaupum
Húsnœðisstofnun tók tilboðum í hús-
gögn fyrir um 9,6 milljónir króna, en
lœgstu tilboð hljóðuðu upp á 8 millj-
ónir.
Sókn
20 Sóknarkonur á atvinnuleysisbótum
Húsnæðisstofnun ríkis-
ins opnaði nýlega tilboð
vegna kaupa á húsgögnum
í nýtt húsnæði stofnunar-
innar við Suðurlands-
braut. Tilboðin sem tekin
voru hljóða samkvæmt
heimildum Alþýðublaðs-
ins upp á um 9,6 milljónir
króna, sem er nálægt
kostnaðaráætlun stofnun-
arinnar. Hins vegar bárust
lægri tilboð, allt niður í 7,9
milljónir króna.
Tilboð bárust annars
vegar í skrifstofuhúsgögn-
in í heild en hins vegar í
stólana einvörðungu. Af
Stjórnarfrumvörp
Enn óvíst
um meirihluta
Lánsfjárlög og launavísi-
tala virðast þau mál stjórnar-
flokkanna sem mest spenna
ríkir um að hafi meirihluta á
Alþingi þessa dagana.
Af samtölum sem Alþýðu-
blaðið átti við stjórnarþing-
menn í gær virðast líkur hins
vegar góðar að meirihluti
styðji frumvörpin um kaup-
leigu og verðbréfasjóði.
Stjórnarflokkarnir verða því
að hafa hraðan á við að
tryggja sér meirihluta, því
rætt er um að þinglok verði 6.
maí og páskafríið er eftir.
heildartilboðunum buðu
lægst Gamla Kompaníið
með 7.901.800 krónur og
8.298.200 krónur (tvær af
fjórum útfærslum), Penn-
inn með 7.948.828 krónur,
Kristján Siggeirsson með
8.299.000 krónur og
Á.Guðmundsson með
8.318.340 krónur. Lang-
hæsta tilboðið hljóðaði
upp á 15.432.991 krónur,
frá Eikinni.
Nokkur tilboð bárust í
stólana eingöngu. Lægstu
tilboðin komu frá Biro,
2.038.030 krónur og
2.536.850 krónur og annað
af tveimur tilboðum Form-
ax hljóðaði upp á
3.078.720 krónur.
Húsnæðisstofnun fór
hins vegar þá leið að taka
stólatilboði Stálhúsgagna,
sem bauð upp á þýska
Comforto stóla fyrir
4.121.040 krónur, en taka
að öðru leyti tilboði Á.
Guðmundssonar án stól-
anna. Nú er verið að semja
við Á.G. um verðið á hús-
gögnunum án stólanna og
er líklegt að umsamin upp-
hæð verði nálægt 5,5 millj-
ónum króna, en í tilboði
Á.G. var gert ráð fyrir Biro
stólum.
Uppi stendur stofnunin
með húsgagnakaup sem
höggva nærri kostnaðar-
áætlun, en á hinn bóginn
var ákveðið að taka ekki
tilboðum sem voru um það
bil 1,5 milljón krónum
lægri.
Félagsfundur í Starfs-
mannafélaginu Sókn tekur
afstöðu til kröfugerðar á
fimmtudagskvöld. Að sögn
Þórunnar Sveinbjörnsdóttur
formanns Sóknar eru rætt
um samflot, en jafnframt er
áhersla á ýmis sérmál. At-
vinnuleysi hefur bitnað á
Sóknarkonum og eru 20
þeirra á bótum að sögn Þór-
unnar. Þetta er langmesta at-
vinnuleysi sem Sóknarkonur
hafa þurft að þola síðustu
ár.
Kröfur Sóknar hafa að
undanförnu verið til um-
fjöllunar í stjórn og trúnað-
armannaráði. í megindrátt-
um er fallist á samflot, en
ennfremur er um að ræða
sérmál sem snerta ákveðna
vinnustaði öðrum fremur,
svo sem spitalana og borgar-
stofnanir. Meginkrafan er
hins vegar sú sama og hjá
mörgum öðrum, þ.e. að náð
verði aftur kaupmætti sem
var fyrir mftt ár í fyrra.