Alþýðublaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.03.1989, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 8. mars 1989 3 FRÉTTASKÝBING Borgarstjórnarframboö Enginn málefnalegur ágreiningur Að undanförnu hefur nokkuð mikil umræða skapast um sameiginlegt framboð minnihluta- flokkana til borgarstjórnar. Samstaða virðist vera a11 nokkur. Efasemdir um gildi þess helst- ar hjá Kvennalistanum eftir því sem viðmæl- endur Alþýðublaðsins segja. Enda má kannski segja að Kvennaiistinn missi marks ef hann gengur til sliks samruna, missi kraft sinn sem mótvægi. Því verður þó ekki mótmælt að mikil og náin samvinna minnihlutaflokkanna í borg- arstjórn hefur gefið þessum orðrómi byr undir báða vængi. Borgarfulltrúar minnihlutans hafa unnið mjög vel saman og marglýst þvi yfir að milli þeirra ríki í engu málefnaágreiningur. EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON Þessa samvinnu er at- hyglivert að skoða í sam- ræmi við annað sem er að gerast á vinstri væng ís- lenskra stjórnmála. Ríkis- stjórnin er skipuð þeim sömu flokkum, fyrir utan Kvennalista, og það þykir ýta heldur undir tilraunir í þá átt að mynda einhvers- konar blokk gegn alræði Davíðs Oddssonar og borgarstjórnarmeirihluta Sjálfstæðisflokksins. Einn viðmælenda Alþýðublaðsins sagði að þessi samruni væri einung- is hluti af miklu meiri gerj- un á vinstri vængnum, hún væri hinsvegar lengst kom- in í borgarstjórninni. Enda kannski andstæðingurinn lang skýrast skilgreinan- legur þar. Afhverju sameiginlegt framboð Allir viðmælendur Al- þýðublaðsins bentu strax á gífurlega góða og mikla samvinnu minnihluta- flokkanna sem stökkpall til enn frekara samstarfs og þeir borgarfulltrúar sem rætt var við tóku undir það. Málefnalegur ágrein- ingur er lítill, a.m.k. óveru- Iegur. Hinsvegar er sam- starf sem það sem náðst hefur kannski jafn mikið til komið vegna þeirra ein- staklinga sem að því stóðu. Ingibjörg Sólrún Gísla- dóttir: „Þetta er ekki bara spurning um einstaklinga, h'eldur lika um flokka en ég held að þetta góða sam- starf hafi fyrst og fremst byggst á þeim einstakling- um sem hlut áttu að máli.“ Sigurjón Pétursson: „Ég veit ekki hvernig það er í öðrum flokkum en hjá okkur er það þannig að borgarmálaráð mótar stefnuna í borgarmálum. Það gefur því augaleið að þegar kemur að því ólíkir hópar með ólík sjónarmið koma saman þá grundvall- ast samstarfið á því að menn sýni ákveðna tillits- semi, skilning og virðingu hver fyrir öðrum.“ Það er því í sjálfu sér engin trygging fyrir því að Ljóst virðist að sameiginlegt framboð minnihlutaflokk- anna til borgarstjórnar i Reykjavik virðist fýsilegur kostur. þessir flokkar geti starfað saman ef ogjregar nýtt fólk tekur við. A hinn bóginn kom það skýrt fram hjá öllum þeim sem rætt var við að málefnaleg samstað væri mjög mikil og t.d. Kristín Ólafsdóttir nefndi sérstaklega vinnu við fjár- hagsáætlun sem dæmi þessa. Afhverju ekki Enn er alls ekki ljóst hvort af sameiginlegu framboði verður. Málið er á viðræðustigi eins og það heitir. Hinsvegar þykir mönnum sem Alþýðublað- ið talaði við næsta öruggt að meirihluti sé fyrir fram- boðinu í Alþýðubandalagi og Alþýðuflokki. Sumir segja að vaxandi fylgi sé við hugmyndina i Fram- sóknarflokki en Sigrún Magnúsdóttir borgarfull- trúi flokksins segir að hún viti það að skiptar skoðan- ir séu innan hans. Hún seg- ist sjálf alls ekki hafa tekið endanlega afstöðu til máls- ins og vildi taka skýrt fram að málin væru enn langt frá því afgreidd. Bæði Sig- urjón Pétursson og Kristín Ólafsdóttir eru eindregið fylgjandi hugmyndinni, Bjarni P. Magnússon sömuleiðis en Elín Ólafs- dóttir, borgarfulltrúi Kvennalistans, lýsti því yfir á fundi á vegum Þjóðvilj- ans á laugardag að hún teldi meirihluta innan Kvennalistans vera andsnú- inn sameiginlegu fram- boði. í samtali við Alþýðu- blaðið sagði lngibjörg Sól- rún að vissulega væri and- staða innan Kvennalistans. Bæði væri það að sumar þeirra óttuðust að hin kvennpólitíska rödd þeirra myndi drukkna og það svo þetta: „Annað er það hvort það er fýsilegt að fara í samstarf við þessa þrjá flokka sem allir eru í ríkis- stjórn og ef hún situr þegar borgarstjórnarkosningar fara fram gætum við þurft að súpa seyðið af einhverju af því sem hún stendur fyr- ir. Mjög margar konur velta því líka fyrir sér hvort þessir flokkar muni ekki jafnt guggna á sínum prinsÍRpum í borgarstjórn eins og þeim þykir þær hafa gert í ríkisstjórn. Ég hugsa að þetta vegi hvað sterkast." Það virðast óskráð lög í Reykjavík að Sjálfstæðis- flokkurinn stjórni borg- inni einn eða alls ekki. Engum virðist detta i hug að þeir muni mynda meiri- hluta með öðrunt flokki el' slík staða kæmi upp. Sigur- jón Pétursson sagði t.d. að hann væri hlynntur sam- eiginlegu framboði, „ein- faidlega vegna þess að nái þessir flokkar meirihluta hver í sínu lagi þurfa þeir hvort eð er að starfa sam- an, þar af leiðandi er ekk- ert verra fyrir þá að taka ákvörðun um það fyrir- fram en eftirá." Elín Ólafs- dóttir lýsti því yfir á áður- nefndum fundi á laugar- daginn að hún vissi alveg með hverjum hún vildi starfa í meirihluta. Túlkun þessara orða er að mati flestra sú að Kvennalistinn vilji vinstra samstarf. Listauppstilling og borgarstjóri_____________ Þó svo flokkarnir kom- ist að þeirri niðurstöðu að bjóða fram saman er margt sem huga þarf að. Hvernig á að stilla upp listanum og hvernig á að velja borgar- stjóra? Sú hugmynd sem helst er nefnd er að hver flokkur eigi tvo menn á þeint lista sem ætlað er að mynda meirihluta. Kristín Ólafsdóttir segir það sína skoðun að þannig sé rétt farið að. Alþýðubandalag- ið mun því ekki fara frani á að njóta þeirra yfirburða sem flokkurinn hefur haft miðað við hina minni- hlutaflokkana. Kristín sagði einnig að sín skoðun væri að borgarstjóraefnið ætti að vera pólitískt skip- að. Bjarni P. Magnússon sagði það hreinar línur af sinni hálfu að fólkið ætti sjálft að kjósa sér borgar- stjóra, hvort hann yrði svo í fyrsta eða áttunda sæti Iistans væri annað mál. Þetta er þó ekki atriði sem enn hefur mikið verið rætt. Að auki kemur það til senr er í allri pólitík. Menn vilja fá völd til að fram- kvæma sin pólitísku stefnumið. Það er ekki hægt nema að komast að í stjórn borgarinnar. Og við- horfið er skýrt: Frekar sameiginlegt framboð en að láta Sjálfstæðisflokk- inn stjórna áfram. En samt. Ekki nema vera viss um mikið fylgi. Spurningin er hvort menn hrökkva eða stökkva. Sameining banka Þrýstingur úr öllum áttum Alvarlegar viðræður eiga sér stað um þessar mundir um aukna samvinnu og helst samein- ingu viðskiptabanka. Þar þrýsta á rekstrar- erfiðleikar, minnkandi vaxtamunur inn- og út- lána og ekki síst það skilyrði ríkisins á sölu hlutar sins i Útvegsbankanum að bankasam- steypa geri tilboð. Eigendur Iðnaðarbankans og Verslunarbankans eru nánast í formlegum viðræðum, en Búnaðarbankinn virðist einna ánægðastur með óbreytta stöðu sina. Hlutafé ríkisins í Út- vegsbankanum er 764 milljónir króna af 1.000 milljóna króna heildar- hlutafé. Framkvæmda- sjóður á 200 milljónir og einstakir aðrir hluthafar eiga 36 milljónir. Á mark- aðinum hafa hlutabréf í Útvegsbankanum verið sögð 30-40% virði yfir nafnvirði, en einnig hefur heyrst talað um að með öllu megi tvöfalda nafn- virðið. Salan á hlut ríkisins er sem stendur í höndum sér- stakrar nefndar viðskipta- ráðherra, undir for- mennsku Björns Frið- finnssonar. Björn sagði í samtali við Alþýðublaðið að hlutverk nefndarinnar væri að tryggja gott verð fyrir hlutabréfin, að stuðla að sameiningu banka og stuðla að dreifðari eignar- aðild. Rikið knýr á um_______ sameiningu____________ „Með hliðsjón af þessu höfum við tekið þá afstöðu að gera það að skilyrði, að ef tilboð eigi að skoðast þá verði þau að koma frá sam- steypu banka. Nefndin er um leið í biðstöðu á meðan bankarnir ræða sín á milli um þá möguleika. Fyrst er að sjá hvað út úr slíkum viðræðum kann að koma, síðan má fara að tala um verð og skilmála“ sagði Björn. Af samtölum Alþýðu- blaðsins við ýmsa banka- menn má ráða að það séu einkum Iðnaðarbankinn og Verslunarbankinn sem nú ræða um samvinnu og hugsanlega sameiningu og á borðinu eru einnig sam- eiginleg kaup á hlut ríkis- ins í Útvegsbankanum, öllum eða hluta hans. í þessu sambandi hefur Al- þýðubankinn einnig verið nefndur. Á yfirborðinu er raunar fátt sem virðist mæla gegn samtvinnun Iðnaðarbankans og Versl- unarbankans, enda eru fjölmargir eigendanna hin- ir sömu. I Alþýðubankan- um og Verslunarbankan- um er einnig stór sameigin- legur eigandi, Lífeyrissjóð- ur verslunarmanna. Útvegsbankamenn virð- ast mjög áfram um kaup á þessum nótum. Hallgrím- ur Snorrason formaður bankaráðs sagði í samtali við Alþýðublaðið að hluta- bréfasalan væri formlega ekki í höndum bankaráðs- ins, heldur áðurnefndrar nefndar. „En bankaráðs- menn hér eru sammála um að sameining bankastofn- ana sé af hinu góða og get- ur Útvegsbankinn skipt þar höfuðmáli. Við höfum átt ágæt samskipti við þá banka sem þú nefndir. Út- vegsbankinn er gamalgró- inn banki, þótt hann sé nýr sem hlutafélagsbanki, hann er með útibú víða um landið, meðal annars á stærstu útgerðarstöðun- um. Ég hygg að með sam- einingu megi ná góðri hagræðingu, ekki síst í málefnum útibúanna og ekki fæla frá góð við- skiptasambönd bankans erlendis." í leit að hagnaði og hagræðingu_____________ Davíð Scheving Thor- steinsson iðnrekandi og formaður bankaráðs Iðn- aðarbankans staðfesti i samtali við Alþýðublaðið að óformlegar viðræður hefðu átt sér stað að und- anförnu milli Iðnaðar- bankans og Verslunar- bankans um samvinnu, en sagði orðum aukið að þær snérust um kaup á hlut rik- isins í Útvegsbankanum sérstaklega og kannaðist ekki við að Alþýðubank- inn væri inni í myndinni. „Við höfum skrifað bankaráði Verslunarbank- ans bréf og óskað eftir við- ræðum um samvinnu þessara banka. Þessu bréfi hefur verið svarað og fund- ir hafa átt sér stað. Þetta er mál sem verður að taka skref fyrir skref. Þessar viðræður eru fyrsta skrefið og ef þessum aðilum tekst að koma sér saman þá er hægt að tala um að taka næsta skref, sem gæti verið kaup á hlutafé í einhverj- um öðrum banka. Fyrst verðum við að læra að skríða áður en við förum að hlaupa. Galdraorðin í þessu öllu eru hagnaður og hagræðing. Ef menn sjá í þessu fýsilegan kost fyrir eigendurna og starfsmenn- ina þá verður þetta gert. Aðalfundir bankanna standa fyrir dyrum og ég á ekki von á því að neitt ger- ist fyrr en eftir þá.“ Verslunarbankinn og Iðnaðarbankinn hafa ekki áður ræðst formlega við um samvinnu eða samein- ingu með svo ákveðnum hætti og sagði Davíð að það sem nú ýtti öðru frem- ur undir slíkar viðræður væru breytt viðhorf og breyttar aðstæður í rekstri bankanna. „Það er fyrir- sjáanlegur minnkandi vaxtamunur milli innlána og útlána og við því verða bankarnir að bregðast. Málið er ekki flóknara en það. Þessar viðræður okk- ar eru enn tiltölulega óformlegar, en ég á per- sónulega von á því að þær verði formlegar í lok mán- aðarins.“ Samvinnubankinn upp í skuld? Um tíma var rætt um að Útvegsbankanum yrði hreinlega skipt upp á milli annarra banka, en þær raddir heyrast ekki um þessar mundir. Einnig hafa lognast út af raddir um að sparisjóðir landsins sam- einist um að kaupa hlut ríkisins í Útvegsbankan- um. Á hinn bóginn hefur erfiður rekstur Samvinnu- bankans nokkuð verið til umræðu og jafnvel nefnt opinberlega sá möguleiki að Landsbankinn tæki Samvinnúbankann upp í skuld Sambands islenskra samvinnufélaga, sem á ásamt dótturfyrirtækjum sínum þrjá fjórðu hluta í Samvinnubankanum. Þessu neita talsmenn Sam- vinnubankans alfarið. Einnig hefur verið nefnt til skjalanna að Samvinnu- bankinn og Búnaðarbank- inn sameinist, en Haukur Helgason bankaráðsmað- ur í Búnaðarbankanum sagði ekkert slikt hafa komið upp á borð banka- ráðsins. ÍO| FRIÐRIK ÞÓR * GUOMUNDSSON,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.