Alþýðublaðið - 08.03.1989, Side 7
Þriðjudagur 7. mars 1989
7
ÚTLÖND
Þoldi ekki þrýsting f jölmiðla
I Danmörku og viðast hvar annarsstaðar, er engin hefð
fyrir þvi, að fjalla opinberlega um drykkjuvandamál, fólks
sem er mikið i fréttum, svo kallað ,,þekkt“ fólk. Það þótti
þessvegna tiðindum sæta, þegar hinn þekkti danski rit-
höfundur Henrik Stangerup, lét uppskátt um drykkju-
vandamál sitt í sjónvarpi og blöðum. Sagðist hafa farið i
meðferð og væri búinn að kveðja hina daglegu whisky-
flösku sína.
í Bandaríkjunum, þrýsta fjöl-
miðlar hart að frægu fólki, um
einkalíf þess, þannig að erfitt er
Eftir ósigur eigin-
mannsins í forseta-
kosningunum,
komu upp vanda-
mál hjá Kitty
Dukakis, í samandi
við alkohol. í
Bandaríkjunum
færist það mjög í
vöxt að ,,viöra“
þessi mál opinber-
lega.
að fela vandamálin.
Þessvegna hefur Michael Du-
kakis, hinn sigraði forsetafram-
bjódandi valið þann kost, að efna
til blaðantannafundar og skýra
frá þvi, að Kitty eiginkona hans,
hefði farið á meðferðarstofnun. í
fréttatilkynningunni sagði Du-
kakis, að hún hefði aldrei áður átt
við vandamál af þessu tagi að
stríða, en það hafi komið eftir
ósigur hans.
„Þetta var samþjöppuð andleg
og líkamleg þreyta, eftir álagið
meðan á kosningabaráttunni og
kosningunum sjálfunt stóð, ásamt
vonbrigðunum yfir útkonru kosn-
inganna, sem kom þessu af stað.
Það var innan veggja heimilisins,
sem hún neytti nokkrum sinnunr
óhóflega mikils alkohóls".
Árið 1982, fór Kitty í meðferð
vegna misnotkunar á anfetamíni,
sem henni var upphaflega ráðlagt
sem leið til megrunar. Andstæð-
ingar Dukakis í kosningununt,
héldu þessu óspart á lol'ti í kosn-
ingabaráttunni, þeir reyndu einn-
ig líka að vefengja andlegan styrk
Dukakis. Kosningabarátta fylgis-
manna Bush, þótti með sóðaleg-
ustu kosningabaráttu fyrr og síð-
ar.
Tvær fyrrverandi forsetafrúr í
Bandaríkjunum, áttu reyndar við
sama vandamál að stríða. Það
voru þær Betty Ford og Patricia
Nixon og á Eisenhower-árunum
gengu fjöllununt hærra, sögur
um, að Mamie kona hans væri
„laumudrykkjukona“, en á þeim
árunt voru fjölmiðlar ekki eins
aðgangsharðir í sambandi við
einkalíf frægra persóna.
Það hvarflar því ósjálfrátt að
fólki, að þeir sent standa fremstir
í orrahríð stjórnmála geti hrisst af
sér persónulegar árásir, sem þeir
eru brynjaðir fyrir. Það eru
kannski þeirra nánustu, sem ekki
eru á vígveili stjórnmálanna, sem
harðast verða innst inni, fyrir
barðinu á persónulegum svívirð-
ingum, brotna því niður og leita á
náðir vímugjafa.
(Del fri Akluell.)
Kitty Dukakis,
stóð sem klettur
viö bak eigin-
mannsins i kosn-
ingabaráttunni,
það var ekki fyrr
en eftir kosning-
arnar, að hún
„drakk nokkrum
sinnum óhóflega
mikið magn'.
SJÚNVARP
Sigurður Richter.
Sjónvarp kl. 20.30
NÝJASTA TÆKNI
OG VlSINDI
Elsti þáttur rikissjónvarpsins,
umsjónarmaður er Sigurður Richt-
er en hann er aðeins annar umsjón-
armaður þáttarins frá upphafi,
hinn var Örnólfur Thorlacius. Al-
þýðublaðið sló á þráð til Sigurðar
og innti hann eftir efni þáttarins í
kvöld og örlitlum sögulegum fróð-
leik í framhjáhlaupi:
Sigurður: „I kvöld sýni ég fjórar
myndir, sú fyrsta myndin er kölluð
Bifreið framtíðarinnar. Hún er
frönsk og segir frá bifreið sem Re-
nault bifreiðaverksmiðjurnar hafa
smíðað, Megane heitir þessi bifreið.
í henni eru ýmsir hlutir sem menn
hafa vonast til að verði í bifreið
framtíðarinnar.
Önnur myndin er bandarísk og
heitir Hjartamyndataka í þrívídd
og segir frá nýrri tækni þar sem ger-
ir það kleift að teikna mynd af
hjartanu í þrívídd. Þetta kemur sér
mjög vel, sérstaklega þegar um
meðfæddan hjartagalla er að ræða
því að skurðlæknirinn getur skoðað
hjartað án þess að slíkt krefjist
neins inngrips í líkamann.
Þriðju myndina hef ég kallað
Linir ljósastaurar. Hún er sænsk og
Svíar hafa fundið út að mjög marg-
ir látast og slásast við það að aka á
staura, bæði ljósastaura og staura
nteð umferðarskiltum, þannig að
þessir staurar eru greinilega hættu-
legir fyrir vegfarendur. Nú hafa þeir
fundið upp staura sem gefa eftir
þegar keyrt er á þá.
Fjórða myndin er svo íslensk og
hún heitir Rannsókn á þorskanet-
um og segir frá rannsóknum sen
Hafrannsóknarstofnun og Hamp
iðjan hafa gert í samvinnu á veiðni
þorskaneta. Með hjálp neðansjáv-
armyndavéla er fylgst með við-
brögðum fiskanna gagnvart netinu.
Við segjum þarna aðeins frá sögu
þorskanetanna og sýnum svo
myndir teknar neðansjávar.
Síðastliðin tvö, þrjú ár höfum við
farið inn á þá braut að búa til ís-
lenskar myndir og stefnum á það
núna að vera helst með eina íslenska
mynd í hverjum þætti. Alls höfum
við framleitt um 20 ntyndir fyrir
þáttinn þar sem sagt er frá íslensk-
um rannsóknum. Jú, það má segja
að það sé helsta breytingin á þáttun-
um, framsetningin er að vísu svolít-
ið öðruvísi en í heildina hefur hann
lítið breyst.
Örnólfur byrjaði með þáttinn, að
vísu held ég að einhver annar hafi ef
til vill verið með hann í bláupphaf-
inu en síðan tók Örnólfur við. Við
vorum síðan saman um einhvern
tíma, að ég held frá 1973 í ein fjögur
ár. Síðan hef ég verið með þáttinn
einn þó ég líti alltaf á Örnólf sem
minn varamann þó hann hafi ekki
komið nálægt þessu í tíu ár.
Sumt af því sem vorum með í
elstu þáttunum hefur ræst, vissu-
lega og margt komið fram sem við
sýndum fyrst. T.d. sónarinn eða
hljóðmyndatæknin og önnur
myndatökutækni á spítölum. Hinu
er hinsvegar ekki að neita að margt
af því sem verið hefur i þáttunum
var á rannsóknarstigi og hefur svo
aldrei farið lengra eða breyst mjög
mikið. Það er fjarri því að allt slái í
gegn.“
0 STÖÐ 2
16.30 Fræðsluvarp. 15.45 Santa Barbara. 16.30 Miðvikubitinn. 17.25 Golf.
1800 18.00 Töfragluggi Bomma. Umsjón Árný Jóhannsdóttir. 18.50 Táknmálslréttir. 18.20 Handbolti. Sýnt verður frá 1. deild karla.
1900 19.00 Poppkorn. Umsjón Stefán Hilmarsson. 19.25 Föðurleifð Franks (20) (Franks Place). Bandariskur gaman- myndaflokkur. Þýó- andi Þorsteinn Þór- hallsson. 19.54 Ævintýri Tinna. 20.00 Fréttir og veður. 20.30 Nýjasta tækni og vísindi. Umsjón Sig- urður Richter. 20.55 Bundinn i báða skó. (Ever Decreasing Circles). Breskur gamanmyndaflokk- ur með Richard Briers í aðalhlut- verki. Þýöandi Ólaf- ur B. Guðnason. 21.25 Höfuðsmaðurinn Irá Köpenick. (Der Hauptmann von Köpenick). Þýsk sjónvarpsmynd 19.19 19.19. Fréttir og fréttaumfjöllun, íþróttir og veóur ásamt fréttatengd- um innslögum. 20.30 Skýjum ofar. Reach- ing for the Skles. Mjög athyglisverður myndaflokkur i tólf þáttum um flugið. 21.40 Af bæ i borg. Per- fect Strangers Nú hefst að nýju gam- anmyndaflokkurinn um fraendurna Larry og Balki og bráðskemmtilegt lifsmynstur þeirra. 22.05 Leyniskúffan. Tiroir Secret. Spennandi framhaldsmynda- flokkur í sex þátt- um. 2. þátt.ur. 23.00 Viðskipti. islenskur þáttum um viðskipti og efnahagsmál
2300 23.00 Seinni fréttir og dagskrárlok. 23.30 i skugga nætur. Nightside. Spennu- mynd í gamansöm- um dúr sem fjallar um hressar löggur á næturvakt í Los Angeles. 00.40 Dagskrárlok.