Alþýðublaðið - 14.03.1989, Síða 5

Alþýðublaðið - 14.03.1989, Síða 5
Þriðjudagur 14. mars 1989 5 Menntun og endurmenntun Umskiptin kalla á átak í mennt- un og endurmenntun þeirra sem starfa í iðnaðinum og er þegar farið að vinna á þeim vígstöðvum. Almennt má segja að þróunin sé í átt til meiri fjölbreytni þar sem tæknivæðing, vöruþróun og auk- in áhersla á markaðsþáttinn fer saman. Stærsti óvissuþátturinn í vænt- anlegri þróun er aukin menntun landsmanna. í mörgum nágrannalandanna hafa menntamenn í ákveðnum greinum ekki fengið vinnu og hef- ur í vissum löndum verið um lang- varandi atvinnuleysi að ræða og jafnvel talað um ofmenntun þjóð- anna. Samt sem áður hefur þörfin fyrir menntun aukist gífurlega í iðnvæddu löndunum og þá sér- staklega millimenntun. Hérlendis, hefur enn sem kom- ið er, verið umframeftirspurn eftir menntafólki en á þessu ári hafa verið teikn á lofti um að sú staða væri að breytast. Þó má vera ljóst „Menntamönnum fjölgar stöðugt en samt sem áðúr hefur þörfin fyrir menntun aukist gifurlega i iðnvæddu löndunum og þá sérstaklega iðn- menntun,“ segir Óm D. Jónsson m.a. í grein sinni um tækniframfarir og þjóðfélagsbreytingar. EINBÝLISHÚS — TIL SÖLU Ríkissjóður leitareftirkauptilboðum í fasteigninaSafamýri 18 í Reykjavík. Húsið er 2 hæðir og kjallari, u.þ.b. 290 fermetrar að stærð. CNIN FERÐINNI? að ekkert einhlítt svar er til við hvað sé hagnýt menntun og hvað ekki, það breytist á fáeinum ár- um. Þau þjóðfélög sem hvað lengst eru komin í iðnvæðingu leggja mesta áherslu á menntun og það hefur sýnt að þar er þörfin mest. Spurningin er því hvort menntunin skapi ekki sína eigin þörf. Bæði í þeirri merkingu að þeir sem hafa sérhæft sig á ákveðnum sviðum sjái nýsköpun- armöguieika sem öðrum eru duld- ir (gott dæmi er tölvutæknin og nú líftæknin) og hitt að í þjóðfé- iagi þar sem menntað fólk er orð- ið í nokkrum meirihluta sé þarfa- samsetning önnur en í þeim þjóð- félögum þar sem menntunarstig er lágt. ÖRN D. JÓNSSON Sérstaða íslensks atvinnulífs er mikill fjöldi smárra og millistórra fyrirtækja. Um eiginlegan stórat- vinnurekstur er vart að ræða ef orkufrekur iðnaður er undanskil- inn, aftur á móti eru til öflug sölu og dreifingarfyrirtæki á sviði sjávarútvegs og samgöngufyrir- tæki eru einnig nokkuð öflug. Sú almenna regla gildir því að minni fyrirtæki velji viðráðanlega markaði sérstaklega ef leggja á stund á útflutning. Skýr vöru- og markaðsstefna er forsenda góðrar samkeppnisstöðu. Fjölmörg fyrirtæki hafa gert stórátak í vöruþróun og verður hún meira áberandi í atvinnulíf- inu á komandi árum. Samhliða vöruþróuninni verða gæðamál og skiplögð markaðsstarfsemi í brennidepli. unnar að þörfum markaðarins. Ætla má að hér verði ekki veru- legt atvinnuleysi, og því verður meginþunginn lagður á að efla þá atvinnustarfsemi sem skilar mik- illi framlegð. Þá kröfu verður að gera til nýiðnaðar. Atvinnutæki- færi er ekki sjálfstætt markmið. Hátækni er þegar orðin nokkur og hún hefur áhrif á allar atvinnu- greinar: tölvutækni má nota alls staðar, auknar kröfur eru gerðar til efnisnotkunar og líftæknin set- ur mark sitt á allan lífrænan iðn- að og ræktun. Fyrirtæki á íslandi Fyrirtæki eru að laga sig að breyttum starfsskilyrðum; harðn- andi verðbólgu, breytingum á fjármagnsmarkaði og harðnandi erlendri samkeppni. Mörg fyrir- tæki eru að stíga fyrstu skrefin í markaðsfærslu erlendis. Reynslan sýnir að umskipti í framleiðslu og markaðsfærslu verða að fara sam- an. Lykillinn að velgengni er sam- hæfð fjármála- og framleiðslu- stjórnun samhliða áherslu á vöru- þróun. linn jónum ræktarframlög og enginn geti reiknað með framlagi fyrr en hann hafi fengið skriflegt svar þar um. Með breytingunni yrði loforð um framlög greitt út samkvæmt nýsam- þykktum fjárlögum, sem gerir þar með kleift að greiða framlög mjög fljótt eftir að framkvæmdum lýkur. Meðal breytinga sem lagt er til, er að fella niður framlag á vélgrafna skurði og plógræsi, þ.e. vegna ný- ræktar, á girðingar um ræktunar- lönd. Þá er gert ráð fyrir að lækka framlag ríkissjóðs úr 70% kostnað- ar í 40% kostnaðar við framræslu vegna endurræktunar. Felld verði niður framlög til nýræktar en fram- lög til endurræktunar lækkuð. Framlög til korn- og fræakra hækka, samkvæmt frumvarpinu, þegar um frumræktun er að ræða. Samkvæmt frumvarpinu hækka framlög til korn- og fræakra þegar um frumræktun er að ræða. Tilboð óskast send eignadeild fjármálaráðuneytisins, Arnarhvoli, 150 Reykjavík, í lokuðu umslagi, merkt „Tilboð-Safamýri“, fyrir kl. 17.00, miðvikudaginn 22. mars 1989.' Fjármálaráðuneytið _____*____Skil á staðgreiðslufé:____ EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tfmanlega RSK RÍKiSSKATTSTJÓRI

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.