Alþýðublaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 11.04.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. apríl 1989 sjónum er varpað fyrir róða og hentistefnan tröllríður húsum á kostnað verkalýðsstéttarinnar. Það var heldur ekki að skapi Stef- áns, sem alla tíð barðist að alefli gegn hernámi Bandaríkjamanna á Islandi þegar Samtök hernáms- andstæðinga töldu sig knúin fyrir tilstilli hentistefnunnar að breyta nafni í Samtök herstöðvaand- stæðinga. Stefán gekk heill og óskiptur til verka og var hug- sjónamaður fram í fingurgóma það átti því afar illa við hann að sjá annars ágæt samtök verða fórnarlömb hentistefnu, enda vissi hann að slíkt bitnaði fyrst og síðast á málstaðnum og þeim sem honum er ætlað að verja. Vinur minn og félagi, Stefán er dáinn. Ég verð lengi að átta mig á því, ef ég geri það þá nokkurn tíma. Stebbi og Ella verða alltaf i huga mér og fyrir það er ég þakk- látur. — Magnús Einar Sigurðsson, prentari. Stefán Ögmundsson er fallinn. Ég minnist þess ekki hvenær ég kynntist honum fyrst. Hitt man ég vel að hann var einn af þeim mikilvægu mönnum í verkalýðs- hreyfingunni, sem oft var talað um í Fylkingunni á sjötta áratugn- um. Hann var það sem þá var kall- að okkar maður í verkalýðssam- tökunum, en það hafði alveg sér- stakan hljóm. Við trúðum því að í verkalýðsfélögunum væri fólkið afl sem þyrfti til að koma á rétt- látu þjóðfélagi á íslandi. Þar væri að finna það lið sem til þyrfti. í þeirri liðsveit var Stefán Ög- mundsson. Þegar ég svo kynntist honum náið árið 1967 kom hann mér á óvart, næstum því í opna skjöldu. Hann var einn þeirra manna sem skipulagði þátttöku íslenskra launamanna í árlegri verkalýðs- ráðstefnu í Austur-Þýskandi. Þar hittist, og gerir enn, fólk af ýmsu sauðahúsi til að bera saman bæk- urnar um leiðir til friðar og auk- ins skilnings milli þjóða. Þá þótti þeim sem mest hugsuðu í vestur ekki par fínt að horfa í austur, eins og nú er. Ég var eins og hver annar ungl- ingur í hópi íslendinga sem þarna var á ferð en Stefán meðal þeirra sem mestrar virðingar naut. Hann var sneisafullur af gamansemi og skoplegum sögum. Við iðkuðum orðaleiki um elli og æsku sem sumir félagar okkar botnuðu ekk- ert í, stöku manni leist ekki á blik- una. Það var meira en þrjátíu ára aldursmunur á okkur, en lífsgleði Stefáns og kostulegar sögur brú- uðu það bil á undraskjótan hátt. Þetta voru dýrðlegir dagar fyrir mig og afar Iærdómsríkir. Þá var lagður grunnur að vináttu og samstarfi okkar sem stóð óslitið síðan. Árið eftir dró til tíðinda. Al- þýðubandalagið var stofnað og Sósíalistaflokkurinn Iagður nið- ur. Um það vorum við ósammála. Hann taldi að hreyfingu okkar sósíalista myndi farnast betur með áframhaldandi starfi Sósíal- istaflokksins og gekk ekki í Al- þýðubandalagið. Leiðir skildu með honum og ýmsum fyrri fé- lögum í pólitík en um svipað leyti fór hann fyrir hópi manna í Al- þýðusambandinu, sem vildi taka menningar og fræðslumál verka- lýðshreyfingarinnar nýjum tök- um. Stofnun Menningar- og fræðslusambands alþýðu, hins síðara, var undirbúin á þingi ASÍ haustið 1968. Árið eftir var því formlega komið á laggirnir. Þar með hófst nýr kafli í starfsferli Stefáns, sem vafalaust á eftir að halda nafni hans Iengi á lofti. Hann varð fyrsti formaður hins nýja sambands, og síðar fram- kvæmdastjóri þess til ársins 1980. Með honum í stjórn voru Óðinn Rögnvaldsson, Magnús L. Sveins- son, Sigurður E. Guðmundsson og sá er þetta ritar. Þegar MFA óx fiskur um hrygg komu margir til starfa á vegum þess. Stefán eignaðist með öðrum orðum nýja kynslóð samstarfs- og bandamanna. Flestir voru miklu yngri en hann, létu nokkuð að sér kveða í verkalýðshreyfingunni, sumir í pólitík, og margir fjarri því að vera honum sammála í þeim efnum. Hann hafði lag á að fá menn til verka, gat einbeitt kröftunum að því sem áhuga- mönnum um verkalýðsmál var sameiginlegt þó þeir væru ósam- mála um flest annað. Eins og títt er um brautryðj- endastarf var smátt byrjað í starfi MFA. Litlir fjármunir, starfsað- staða ekki beysin. Hægt og síg- andi þokaðist þó í áttina. Stefán var hvort tveggja gætinn og ýtinn, stundum mæddur yfir því að við stæðum okkur ekki nógu vel, og lét okkur finna það. En aldrei fann ég að það hvarflaði að hon- um að leggja árar í bát, eða stíga skref aftur á bak þó að á móti blési. Hann var hugmyndamiður, stöðugt með hugann við að halda fram gildum menningar og mennta innan verkalýðshreyfing- arinnar, sannfærður um að stétt- arsamtök launafólks hefðu skil- yrði til mikilla átaka á því sviði. Á þeim tæplega tuttugu árum sem liðin eru frá stofnun MFA hefur starfsemi þess vaxið úr því að hafa 20-30 nemendur á ári í 1.700-2.000 nemendur. Nám- skeiðahald hefur breytst úr örfá- um námskeiðum sem bundin voru starfsemi verkalýðsfélaga í menntastofnun sem býður árlega á annað hundrað mismunandi námskeið. Menningar- og fræðslusambandið rekur nú Fé- lagsmálaskóla, trúnaðarmanna- fræðslu, Sögusafn, Tómstunda- skóla, er í norrænum og alþjóð- legum fræðslusamtökum og á hlutdeild í tveimur skólum með systursamtökunum á Norður- löndum. Er þá alls ekki allt talið. Vissulega hafa margir komið við þessa sögu en ekki er ofmælt þó sagt sé að enginn einn maður eigi drýgri þátt í þróuninni en Stefán Ögmundsson. Eftir að Stefán lét af starfi for- manns MFA urðu fundir okkar stopulli, en áhugi hans var samur og oft áttum við tal saman um pólitík og menningarmál. Ég þáði hjá honum ráð. Árið 1986 kom Stefán enn á vettvang og nú í nýjum hópi fólks. Þar voru á ferð ungir sagnfræð- ingar og áhugamenn úr verkalýðs- hreyfingunni um sögu samtak- anna. Þessi hópur beitti sér fyrir stofnun Félags áhugafólks um verkalýðssögu. Stefán var kosinn í fyrstu stjórn félagsins og var í henni þegar hann lést. Enda þótt starfsþrekið væri minna en á MFA árunum var áhuginn sá sami, hugurinn sífellt vakandi við það að halda til haga því sem skipti máli í sögulegum efnum og síðast en ekki síst: gamla góða gamansemin var á sínum stað. Síðustu orðaskipti okkar, þegar ég keyrði hann heim eftir stjórn- arfund í félaginu, voru á þeim nótum. Kátlegar athugasemdir um lystisemdir heimsins. Hann var einn af þeim mönn- um sem veitti vel af nægtabrunni visku sinnar, gaf okkur yngri mönnum holl ráð og tók þátt í baráttu fyrir betri heimi til síðasta dags. Dagana áður en hann and- aðist tók hann þátt í að minnast 40 ára afmælis NATO, ekki til að fagna heldur til að andmæla. Hann var í hópi þeirra sem djarf- lega mótmæltu inngöngu íslands í bandalagið fyrir fjórum áratug- um. Ég tel mér til happs að hafa átt þess kost að starfa svo lengi með Stefáni Ögmundssyni og hefði viljað njóta samvista við hann í mörg ár enn. Elínu, afkomendum og vensla- fólki þeirra hjóna sendi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Guðnmndsson. írsk tónlist á Hótel Borg og í Sjallanum írska hljómsveitin Diar- muid 0‘Leary & the BARDS heldur ferna tónleika hér á landi á næstunni. Miðvikudaginn 12. apríl og sunnudaginn 16. apríl leikur hljómsveitin á Hóte) Borg í Reykjavík, en fimmtudaginn 13. apríl og föstudaginn 14. apríl í Sjallanum á Akureyri. Diarmuid 0‘Leary & the BARDS leikur þjóðlagatónlist með nútímalegu ívafi. Hljóm- sveitin nýtur mikilla vinsælda á írlandi, þar sem plötur með lögum hennar á borð við „Lanigan’s Ball“ og „The Olde'st Swinger in Town“ hafa náð því að verða meðal sölu- hæstu hljómplatna nokkru sinni. Þessi írska hljómsveit hefur mörgum sinnum komið fram í írsku og bresku sjón- varpi, auk þess sem hún hef- ur farið í margar hljómleika- ferðir m.a. til Bandaríkjanna og Kanada. í kompaníi við Þórberg Bókin í kompaníi við Þór- berg eftir Matthías Johannes sen er komin út hjá Almenna bókafélaginu. En sunnudag- inn 12. mars var öld liðin frá fæðingu Þórbergs Þórðarson- ar. Þórbergur Þórðarson, sá mikli stílsnillingur, var kallað- ur sérkennilegur, af því að hann fór sínar eigin leiðir í flestu. Matthías Johannessen átti við hann samtöl 1958 og 1959 og þau komu út í bók, þegar meistarinn varð sjötug- ur. Bókin heitir í kompanii við allífið og vakti mikla hrifn- ingu. Fullyrða margir, að eng- inn hafi, hvorki fyrr né síðar, komist jafnnálægt persón- unni Þórbergi Þórðarsyni og Matthías I þessari bók. Tókst með þessum tveimur skáld- um mikil vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. I kompaníi við allífið var fyrsta samtals- bókin á íslensku. Hún kemur nú, þegar öld er liðin frá fæð- ingu Þórbergs, út í annað sinn sem fyrri hluti þeirrar bókar, sem hér birtist, og hef- ur hlotið nafnið í kompanii við Þórberg. Síðari hlutinn er samtöl, sem skáldin áttu seinna, og löng ritgerð, þar sem Matthías segir frekar frá hinum skemmtilega meistara og kynnum sínum við hann. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföður og afa Finnboga Rúts Valdemarssonar Hulda Jakobsdóttir Auöur Rútsdóttir Elín Finnbogadóttir Sveinn Haukur Valdimarsson Gunnar Finnbogason Guðrún Finnbogadóttir Sigrún Finnbogadóttir Styrmir Gunnarsson Hulda Finnbogadóttir Smári Sigurðsson og barnabörn Skil á staðgreiðslufé: EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum", blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- I um krónum. | Geríð skll tímanlega ! RSK FtfKISSKATFSTJÓRI Sfc»'agrelí vegna,'Jg®rra 9hlda _J^*íaur>agreidslna

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.