Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 18. apríl 1989 3 FBÉTTIN BflK VIÐ FHÉTTIHA Stöð 2: ÚTVÖRÐUR ÍSLENSKRAR MENNINGAR? Það er slæmt að ekki skuli hafa orðið meiri um- ræða um hið andvana útvarpslagafrumvarp sem menntamálaráðherra lét semja en var hafnað i ríkisstjórninni. Misheppnaður umræðuþáttur á Stöð 2 varð engan veginn til að skýra þann ágreining sem uppi er um frumvarpið og hefði verið nær að Sjónvarpið hefði reynt að efna til umræðna um málið á vitrænum grundvelli þar sem frumvarpsdrögin fjölluðu að miklu leyti um framtíð Ríkisútvarpsins. En yfirstjórnin á þeim bæ virðist sem minnst vilja vita af málinu sem hefur nú verið lagt i salt og allt óákveðið um hvernig staðið verður að framhaldinu. „Endalausar lögreglu-, leynilöggu- og lögfræðingaþættir frá Ameríku á Stöd 2 eiga ekkert skylt við menningu, heidur eru aðeins íslensk innstunga í öskuhauga amerískrar verk- smiðjuframleiöslu. Þá er alveg eins gott aö fá yfir okkur gervihnattasjónvarp svo hver og einn geti valið sjálfur," segir Sæmundur Guövinsson í grein sinni um Stöö 2 og íslenska menningu. Menntamálaráðherra segir að ágreiningur sé um þrjú atriði. Það er hinn svonefndi fjölmiðlasjóður, yfirstjórn Ríkisútvarpsins eða skipulag hennar og svo sé einnig deilt um með hvaða hætti afnotagjald Ríkisútvarpsins verði inn- heimt. Aðrir segja að ágreiningurinn sé mun víð- tækari. Frumvarpið hafi verið samið í flýti og út- varpslaganefndin hafi klofnað þvers og kruss í ýmsum atriðum frum- varpsins. Málið hafi þvi alls ekki verið komið á það stig að hægt væri að smíða frumvarp sem samstaða næðist um. Skrýtnar umræður á Stöð 2 Eftir að útvarpslaga- nefnd menntamálaráð- herra hafði skilað til hans sínu frumvarpi birtust slit- ur úr því í fjölmiðlum en málið lítt kynnt eða reifað í heild. Stjórnendur dag- blaða voru lítt hrifnir af þeirri hugmynd að prent- miðlar skyldu greiða skatt af auglýsingum sem rynni í sérstakan sjóð sem fjöl- miðlar ættu siðan að sækja peninga í til að geta gert menningarefni. Dagblaða- menn sögðust hingað til hafa birt sitt efni á íslensku án þess að hafa þurft að leita til menningarsjóða og hissuðust á því að nefnd sem átti að setja ný út- _ varpslög færi að kássast upp á prentmiðla í landinu. Það var einkum þessi fyrir- hugaði fjölmiðlasjóður sem varð tilefni til blaða- skrifa en lítið fjallað urn önnur atriði frumvarpsins. Hinn galvaski sjón- varpsstjóri á Stöð 2, Jón Óttar Ragnarsson brá þá á það ráð að efna til um- ræðuþáttar í sjónvarpinu sínu þar sem málið skyldi krufið til mergjar. Þar mætti menntamálaráð- herra og þar máetti fulltrúi Framsóknarflokks item formenn Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks. Stjórn- andi var sjónvarpsstjórinn sjálfur. Ekki hafði umræðan staðið lengi þegar skrýtnir hlutir fóru að koma i ljós. í fyrsta lagi að stjórnand- inn játaði með semingi er á hann var gengið að hann hefði átt sæti í útvarpslaga- nefndinni og gat því alls ekki talist hlutlaus i þess- um umræðum. í öðru lagi reyndist fulltrúi Fram- sóknarflokksins einnig hafa setið i umræddri nefnd og varð því að tala á víxl fyrir hönd nefndarinn- ar og flokksins þótt engin samstaða sé í þeim flokki frekar en í öðrum flokkum unt þetta frumvarp. Menntamálaráðherra tal- aði að vanda eins og sá sem valdið hefur, vitið og þekk- inguna og þau þrjú ntynd- uðu eins konar þríeyki gegn Þorsteini Pálssyni og Jóni Baldvin sem voru greinilega mjög andsnúnir mörgu í fruntvarpinu þótt ekki færi fram hjá neinum að þeir höfðu kynnt sér það mjög takmarkað. Sjónvarpsstjórinn og ráð- herrann féllust þarna í faðma og voru sífellt að tönglast á því að þátttak- endur væru í raun og veru sammála um flest það sent kæmi fram í frumvarpinu. Fór svo að Jóni Baldvin var nóg boðið og hann Iýsti því yfir að þessu væri þveröf- ugt farið. Grundvallará- greiningur væri um flest meginatriði. Hvað með auglýsingamálió? I umræðunum var nteð- al annars drepið á fjöl- miðlasjóðinn og yfirstjórn Ríkisútvarpsins. Varsvolít- ið skondið að hugsa til þess að menntamálaráðherra Alþýðubandalagsins skuli hafa falið sjónvarpsstjóra Stöðvar 2 að hafa hönd i bagga nteð þvi hvernig Rík- isútvarpinu væri stjórnað. Umræður um þessi atriði voru ekki þess eðlis að þær upplýstu áheyrendur að nokkru marki um tilgang frumvarpsins hvað þetta snertir. En það var ekki minnst á önnur atriði frumvarpsins sem ekki síð- ur var ástæða til að fjalla um. Til dæmis auglýsinga- málin. Mér skilst að nefndin, eða að minnsta kosti hluti hennar, hafi lagt til að allar auglýsingar yrðu bannaðar í útvarpi og sjónvarpi ríkis- ins. Ríkisútvarpið eigi ekki að leggjast svo lágt að standa í stríði á auglýsinga- markaðinum til að ná inn tekjum, heldur sé það verð- ugt hlutverk einkastöðva sem þannig geti setið einar að feitum tekjustofnum. Rekstur Ríkisútvarpsins verði tryggður með öðrum hætti, enda verði hlutverk þess fyrst og fremst að flytja menningarefni en ekki afþreyingu af neinu tagi. Þessi tillaga er auðvit- að út i hött og nægir að benda á að auglýsingar eru ekki bara til að selja varn- ing heldur er þar að finna margs konar auglýsingar um hina og þessa viðburði á sviði menningar og lista. Vitaskuld eiga auglýsendur að hafa frelsi til að velja sér vettvang fyrir sínar auglýs- ingar hér eftir sem hingað til. En þá erum við komin að menningunni. Er Stöð 2 útvörður menningarinnar? Ég sé ekkert athugavert við það að menn stofni út- varps- eða sjónvarpsstöðv- ar að uppfylltum þeint skil- yrðum sem krafist er. En ég get ómögulega fallist á þá skoðun Jóns Óttars að Stöð 2 hafi menningu að leiðarljósi þegar dagskrá er valin. Hann heldur því fram í grein í blaði Stöðvar- innar að ef RÚV hefði haldið einokun sinni þá hefði „. . . ísland orð'ið ennþá eitt fórnarlamb gervihnattanna og allar vonir um innlendan sjón- varpsiðnað orðið að engu.“ Sjónvarpið hefur svo sannarlega ekki siglt undir fullum seglum í menning- arhafinu heldur þvert á móti slóað undan veðri og vindum með þeirri afsök- un að menning kosti pen- inga sem ekki séu til. Engu að síður hefur þar ýmislegt vel verið gert og ber að þakka það. En að halda því fram að íslensk menning nánast standi og falli með Stöð 2 er auðvitað tómt rugl. Þar hafa þó sést heimasmíðaðir þættir sem eru Stöðinni til sóma en fé til þeirra hefur verið grenj- að út úr einkaaðiium. Endalausir lögreglu- leyni- lögreglu- og lögfræðinga- þættir frá Ameríku eiga hins vegar ekkert skylt við menningu, heldur eru að- eins íslensk innstunga í öskuhauga amerískrar verksmiðjuframleiðslu. Þá er alveg eins gott að fá yfir okkur óheft gervihnatta- sjónvarp svo hver og einn geti valið sjálfur. En ég bíð enn eftir alvöruuntræðum um hlutverk og framtið ís- lenskra ljósvakamiðla. FBÉTTASKÝBING Atvinnulevsið Fer skólafólk á hreppinn ? Ef að líkum lætur sækja hétt i 12 þúsund nem- endur út á vinnumarkaðinn næstu mánuði. At- vinnuástandið gefur þessu fólki ekki tilefni til mikillar bjartsýni, þvi skráðir atvinnuleysisdag- ar hafa ekki verið fleiri síðan mánaðarleg skrán- ing hófst árið 1975. Fullvist er að atvinnu verður ekki að fá fyrir nánda nærri alla. En hvað tekur við? Á þetta fóik rétt á atvinnuleysisbótum og verða til einhverjir peningar? Margir nemendur hafa fengið vinnu við garðyrkju yfir sum- artimann. Eins og nú horfir í atvinnumálunum má búast við að mikill fjöldi sæki i slík störf, þvi mjög svo hefur dregið úr eftirspurn eftir vinnuafli í þjónustu- og frumatvinnu- Atvinnuleysistrygging- arsjóður er þegar að verða búinn að greiða svipaða upphæð í bætur og allt ár- ið í fyrra. Árið 1988 voru greiddar 345 milljónir, en fyrstu þrjá mánuði þessa árs voru greiddar 288 millj- ónir, eða tæplega 100 millj- ónir á mánuði. Sjóðurinn ekki_________ ótæmandi Samkvæmt upplýsing- um hjá Tryggingarstofnun eru 282 milljónir í sjóðnum þessa stundina. þar vilja menn engu spá um hvort sjóðurinn endist ef at- vinnuleysi verður við- varandi. Fjármagnið sem sjóður- inn hefur úr að spila kemur frá, ríkinu, atvinnurekend- um og sveitarfélögum. At- vinnurekendur greiða sérstakt iðgjald og er sveit- arfélögunum gert að greiða samtals sömu upphæð og kemur úr iðgjöldum fyrir- tækjanna. Ríkið greiðir hins vegar tvöfalda þá upp- hæð sem frá atvinnurek- endum kemur. Skertar bætur til skólafólks______________ Grundvallarreglan um rétt til atvinnuleysisbóta er að viðkomandi hafi unnið að lágmarki 425 tíma á sl. 12 mánuðum. Skólafólk, eldraen 16 ára í framhalds- skólum, þarf líka að hafa unnið þennan lágmarks- tíma. Ef það hefur lokið námi þá bætast 520 tímar við vinnutímann, sem þýð- greinum. ir að það getur að hámarki náð 1040 tímum. Þetta er réttur þeirra sem eru að ljúka námi. Ef ein- sýnt þyki að viðkomandi hafi hætt námi, þá gildir sami réttur, en greiðslur geta ekki hafist fyrr en skólar hafa byrjað aftur og sýnt þyki að viðkomandi hafi ekki skráð sig í nám. Lágmarksbætur, fyrir þá sem hafa unnið 420 tíma sl. tólf mánuði, eru 419 krónur á dag. Hámarks- bætur eru 1676 krónur. Með hverju barni eru greiddar 67,07 krónur. Bótatimabilið 9________ mánuðir Nokkuð hefur verið rætt um að alvarlegt ástand kunni að skapast þegar bótatímabili lýkur hjá fólki á svæðum þar sem at- vinnuleysi hefur verið við- varandi. Hámarkstími bótagreiðslna er I80dagar, þ.e. vinnudagar, sem sam- svarar um 9 mánuðum. Samkvæmt upplýsingum hjá vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneytisins virðist ekki vera mikill fjöldi sem fullnýtir bóta- tímabil. Málið hefur verið til um- fjöllunnar í nefnd og þar telja menn, samkvæmt heimildum blaðsins, að ekki hafi enn skapast al- varlegt ástand. Alþýðu- blaðinu er þó kunnugt um einstaklinga á Akranesi, Ólafsfirði og á Suð- ur-Austfjörðum sem kunni að vera að missa bótarétt- inn eftir viðvarandi at- vinnuleysi í 9 mánuði. Sveitarfélögin__________ framfærsluskyld Einstaklingur sem full- nýtir bótatímabilið getur haldið áfram að láta skrá sig hjá vinnumiðlun. Þegar eitt ár er liðið frá upphafi bótatímabilsins getur hann byrjað aftur á bótum. Það sem tekur við hjá fólki eftir bótatímabil er framfærsla sveitarfélag- anna, sem eru framfærslu- skyld undir slíkum kring- umstæðum. Hingað til hefur ekki þótt eftirsókn- arvert að fara á hreppinn, en slíka raun gætu æ fleiri átt eftir að þola ef fram heldur sem horfir.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.