Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.04.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 18. apríl 1989 5 maður setið síðasta klukkutím- ann og spurt sig í þaula um ferðir til íslands. „Ég neyðist til að selja honurn ferð þangað,“ sagði sá í símanum, „þú verður að hjálpa mér um upplýsingar.“ Þetta er viðhorfið. Ástæðan er sú að þeir sem áhuga hafa á íslandsferðum taka sér góðan tíma til þess að kynna sér land og þjóð. Þeir koma síðan sprenglærðir inn á næstu ferðaskrifstofu og taka til við að sýna viðkomandi afgreiðslu- manni hvað þeir viti mikið um þetta afskekkta og óþekkta land í norðri. Þeir geta þess vegna hald- ið honum uppi á snakki timunum saman til þess að sýna honum yf- irburði sína. — Það er þetta sem er svo illa þokkað því það fer svo mikill tími í að selja einn farseðil til íslands. Á meðan ferðaskrif- stofan selur kannski 50 ferðir til Spánar, selur hún ef til vill ekki nema eina til íslands og þá með ærinni fyrirhöfn. Ef við tækjum okkur hins vegar til og reyndum að lyfta þessum krossi af ferða- skrifstofunum og selja ferðirnar sjálfir, þá yrði allt vitlaust.“ islands dýrasta land__________ i Evrópu En er ekki erfitt að hvetja fólk til að koma til íslands vitandi hvað verðlagið þar er mikið á skjön við það sem þekkist til dæmis í Þýskalandi? „í rnorgun hringdi til dæmis einn íslandsvinurinn hingað, en sá hefur farið til íslands á hverju einasta ári um árabil ásamt eigin- konu sinni. Hann var harðákveð- inn í að fara einnig í ár, en að þessu sinni án konunnar. Þegar ég spurði hann að því hverju þetta sætti, svaraði hann því til að hann hefði ekki lengur efni á því að fæða tvo munna í þessu dýra landi. Raunin er sú, að ísland er tví- mælalaust orðið dýrasta landið í Evrópu. Það segir sína sögu að Þjóðverjar fá aðeins 50 pfenninga fyrir markið sitt á íslandi. í Nor- egi fá þeir aftur á móti 80 pfenn- inga, — og þykir Noregur mjög dýrt land. Til samanburðar fá þeir eitt mark og 16 pfenninga fyrir markið sitt í Júgóslavíu. Þegar við hófum að selja ferðir til íslands var flugfargjaldið lang- stærsti hluti ferðakostnaðarins. Núna er það ekki nema um 25% af honum.“ En skyldi fólk kynna sér hið ís- lenska verðlag áður en það leggur upp i ferðalag til íslands, eða kemur það kannski skítblankt og vonsvikið þaðan aftur? Dieter kveðst ekki verða mikið var við það að fólk aflaði sér upp- lýsinga um þetta áður en lagt væri af stað. Samt væri í raun ekkert um það að fólk kvartaði við Ferðamálaráð yfir einhverju er varðaði dvölina á íslandi, þó svo þvi brygði vafalaust í brún þegar það kynntist dýrtíðinni. „Það eina sem virðist koma fólki verulega á óvart er hversu mikið það kostar að taka bíl á leigu á íslandi. Það er þrisvar til fjórum sinnum dýrara en í Þýska- landi. Þetta kemur í veg fyrir að margir nýti sér þennan ákjósan- lega ferðamátaí1 Þjónustan batnað mikið Dieter kveðst þeirrar skoðunar að á undanförnum árum hafi þjónustan batnað til mikilla muna, til dæmis á veitingahúsum og mætti það vafalaust þakka fjölgun þeirra og aukinni sam- keppni. Verð á hinum betri hótel- um segir hann að sé í lagi en á hinn bóginn sé það oft allt of dýrt á hinum lakari. „Við hjónin vorum á ferðalagi um landið í fyrra sumar og okkur blöskraði oft verðlag á mat á hin- um ýmsu hótelum úti á landi. Gjarnan var það svo, að gæðin voru líka fyrir neðan allar hellur. Ég hefi barist fyrir því á undan- förnum árum að tekinn verði upp samræmdur matseðill á sumrin fyrir ferðamenn. í gær fékk ég bréf frá Sambandi veitinga- og gistihúsaeigenda þar sem þeir eru að kynna slíkan matseðil sem ein- ir 35 matsölustaðir um allt land ætla að bjóða upp á til reynslu í sumar. Að vísu ráða staðirnir hvað þeir hafa á matseðlinum en þeir verða að hafa þar almennileg- an mat á verði innan ákveðinna marka. Ég vona svo sannarlega að þetta eigi eftir að gefa góða raun.“ Þegar hér er komið sögu ákveð- ur Dieter að setja sjálfvirka sím- svararin í samband svo hann fái smáfrið, enda komið hádegi. Við afráðum að ganga niður i bæ úr því sólin var farin að skína á ný eftir hellirigningu sem staðið hef- ur yfir síðustu tvær stundirnar. „Reyndar var veðrið svö hlýtt og bjart í morgun að ég fór í sumar- jakkann minn,“ segir Dieter og hlær, „þegar ég lagði bílnum mín- um hérna fyrir utan var aftur á móti komið úrhelli og ekki hundi út sigandi. Við röltum í veðurblíðunni sem leið liggur fram hjá dómkirkj- unni, þar sem keisarar þýska ríkis- ins voru krýndir fyrr á öldum, og höldum niður á hið nafntogaða Römer-torg. Þar er búið að koma fyrir borðum og stólum utan við kaffihúsin. Við pöntuðum okkur og héldum spjallinu aðeins áfram, úr því að enginn er síminn. Hann fer að tala um hvað þýskum ferða- mönnum hafi fjölgað á íslandi á síðustu árum og koma þeir nú að fjölda til næstir á eftir Norður- landabúum. Lengja ferðatímann____________ í báðar áttir_________________ „Áhugi Þjóðverja á íslandi er alltaf að aukast,“ segir hann, „og reyndar hafa þeir alltaf verið mjög áhugasamir um ísland. Áður fyrr voru þetta helst ýmiss konar menntamenn, til dæmis náttúru- fræðingar, sem ferðuðust um landið og skrifuðu digrar bækur um upplifun sína, sem síðan tugir þúsunda landa þeirra lásu. — En talandi um fjölgun ferða- manna til íslands þá gerist það helst með því að ferðamannatím,- inn verði lengdur í báða enda, — og reyndar höfum við verið að því að undanförnu. Okkur tókst að fjölga ferðamönnum umtalsvert í september og október á síðasta ári. Nú í vor er það sama að ger- ast. Flugleiðir hafa boðið upp á ákaflega ódýrar pakkaferðir til dæmis frá Frankfurt í allan vetur og hafa þær gefist mjög vel. Ég held að vaxtarbroddurinn sé ein- mitt fólginn í þessu. Mér hefur líka dottið í hug að brydda mætti upp á ýmsum nýjungum og bjóða fólki upp á eitthvað annað en venjan hefur verið. Ég nefni til dæmis ódýra silungsveiði í vötn- um. Fjöldi fólks hér um slóðir er að dorga í skítugum ám og vötn- um þar sem varla veiðist nokkur branda. Hér í Frankfurt er það að renna fyrir fisk í ánni Main og veiðir einhver kvikindi sem eng- inn veit hvað heita, þetta eru hálf- gerð afstirmi. — Þessu fólki fynd- ist aldeilis spennandi að komast í silungsveiði i blátærum vötnum norður á íslandi.“ Það er kominn glampi áhuga og bjartsýni í augu Dieters. „í þessu sambandi má einnig geta þess, að ef Ferðaþjónusta bænda væri ekki eins dýr og raun ber vitni þá myndu miklu fleiri notfæra sér þann skemmtilega möguleika. En til þess að svo megi verða þarf verðið að lækka um allt að helmingi. Ef marka má all- ar þær fyrirspurnir um þennan valkost, þá er áhuginn mikill, — en fólki finnst þetta ansi dýrt. Á meðan nóttin fyrir manninn ásamt morgunverði kostar um 20 mörk í suður Þýskalandi, kostar hún allt að 70 mörkum á íslensk- um bóndabæ.“ Klukkan á dómkirkjunni slær eitt. Dieter tekur viðbragð. Hann hefur mælt sér mót við þýskan ferðamálafrömuð eftir fimmtán mínútur. Við kveðjumst og hann hleypur af stað léttur í spori — enda útlærður íþróttakennari frá Heidelberg. ÞANKAR Á ÞRIÐJUDEGI „Fjármagn hefur lengst af verið stjórnmálalegt tæki fremur en hagrænt...“ Framleiðni fjármagns Hagvöxtur á Islandi hefur verið vel yfir meðaltali OECD ríkjanna nú um allnokkurt skeið, eða 5,2% á móti 3,2 hjá OECD ríkjunum á timabilinu 1970 til 1987. Verð- mætaaukning útflutnings hefur einnig verið meiri hér en meðaltal OECD segir til um, eða 5,9% á móti 5,1% á sama tíma. Við höf- um m.ö.o. staðið okkur vel. Meðaltöl eru vandmeðfarnir mælikvarðar. í þessu tilfelli segja þau ekki til um þær hagsveiflur sem við höfum orðið að búa við. Verg landsframleiðsla minnkaði um nærri 1,5% á árinu 1988 en slíkt hefur ekki gerst síðan 1983. Samt sem áður var 1988 gott ár hvað varðaði verð á sjávarafurð- um erlendis og almennt verð á öðrum útflutningsvörum s.s. áli og járnblendi. Þjóðartekjur á mann eru með því hæsta sem þekkist. Kúlurnar koma í kassann og ytri skilyrði hafa verið og eru jafnvel enn með eindæmum hag- stæð. Þrátt fyrir velgengnina ríkir vandræðaástand í landinu. Fyrir- tæki standa illa og þá sérstaklega útflutningsfyrirtækin. í fyrsta skipti í langan tíma eru atvinnu- leysistölur farnar að telja í prós- entum á landsvísu. Viðvarandi viðskiptahalli og erlend skulda- söfnun er vandi af þeirri stærðar- gráðu að við eigum erfitt með að hugsa í slíkum tölum. Klúðrið er heimasmíðað um það er vart deilt en lausnarorðið, gengisfelling með hliðarráðstöf- unum, er farið að missa slagkraft- inn. Fullyrðingaflóðið er oft á tíð- um æði þverstæðukennt. Vil- hjálmur Egilsson heldur því t.d. fram að allt að 90% af þeim ér- lendu lánum sem tekin eru séu með einum eða öðrum hætti tekin af ríkinu Ríkið, hálfopinberar stofnanir og sjóðir, taka lánin beint eða í gegnum ríkisábyrgðir. Þetta er í rauninni stórmerkileg staðreynd og rétt hjá honum þó framsetn- ingin sé villandi. Ef við er bætt að stór hluti innlends sparnaðar eru lífeyrissjóðspeningar þá fá hug- tök eins og „finanskapítal" nokk- uð sérstæða merkingu hérlendis. Reyndar má segja að eitt mikil- verðasta sérkenni íslenska hag- kerfisins sé að hér hafi aldrei orð- ið til eiginlegur fjármagnsmark- aður. Fjármagn hefur lengst af verið stjórnmálalegt tæki fremur en hagrænt og, ef marka má tölur Vilhjálms, er það enn í dag. Ef fjármagnið er ríkisins og sjóðanna og fyrirtækin standa nú ekki undir fjármagnskostnaði hver á þá fyrirtækin? Hér er það ekki formlegt eignarhald sem er aðalatriði heldur sú merking sem reksturinn hefur m.ö.o. hvar ábyrgðin liggur. Ef eigið fé fyrir- tækjanna þurrkast út á nokkrum árum eins og fjölmörg dæmi eru um þá getur rekstur þeirra orðið merkingarleysa fyrir formlega eigendur. Þeir eru þá farnir að vinna fyrir fjármagnseigendur. Eða það sem verra er; fjármagnið er tekið að láni í nafni ríkisins til fjárfestinga sem ekki standast til- ætlaðar arðsemiskröfur. Ég veit ekki hvort pilsfalda- kapítalismi er réttnefni á þeirri sérkennilegu blöndu ríkisforsjár og fjáls markaðskerfis sem ís- lenska hagkerfið er að verða en tvö atriði eru athyglisverð. í fyrsta lagi er hægt að reka fyrirtæki við núverandi skilyrði með hagnaði og er hægt að benda á dæmi í því sambandi. Hitt er að dýrara fjár- magn virðist ekki hafa leitt til aukinnar framsýni í „endurdreif- ingarstjórum" til „fjármagnseig- enda“ en ábyrgðin er enn sem áð- ur lántakandans. Auðvitað er ekki til patentlausn á íslenska efnahagsvandanum, en ef hún er til þá er það ekki „geng- isfelling með hliðarráðstöfunum“ heldur framleiðni fjármagns. Framleiðni fjármagns er annað hugtak fyrir ábyrgð og samá- byrgð. „Skuldari er ekki ábyrgur rekstraraðili fremur en „vaxta- fursti“ góður bankamaður. Aftur á móti verður umræðan um aukið frelsi markaðarins dálítið sér- kennileg þegar haft er í huga að ríkisstimplaðir peningar virðast vera einu peningarnir sem menn eru tilbúnir til að spila með. ÖRN D. JÓNSSON

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.