Alþýðublaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 25.08.1989, Blaðsíða 8
MMÐUMOIB Föstudagur 25. ágúst 1989 400 umsœkjendur um fjreiðsluerfidleikalán bíöa úrlausnar: Samband viðskiptabankanna neitar málaleitan ráðherra Vonir bundnar viö jákvœö viöbrögö sparisjóöa og bankaráöa Fulltrú&r Sambands ís- lenskra viöskiptabanka hafa synjaö málaleitan félagsmálaráðherra um að bankarnir kaupi skuldabréf af Húsnæðis- stofnun ríkisins tii að fjármagna greiðsluerfið- leikalán um 400 um- sækjenda hjá Húsnæðis- stofnun rikisins. Svar liggur ekki fyrir hjá Sambandi sparisjóð- anna, en Jóhanna Sig- urðardóttir segist vænta jákvæðra viðbragða af þeirra hálfu. Jóhanna hefur þegar ritað banka- ráðum sjð viðskipta- banka bréf og óskað eft- ir að þeir kaupi skulda- bréf Húsnæðisstofnunar í hlutfalli við það fé sem runnið hefur til að gera upp vanskil hjá bönkun- um á síðasta einu og hálfa ári. Félagsmálaráð- herra væntir svara eigi síðar en um mánaðamót- in. Jóhanna sagði að í raun hefðu viðræður staðið á annað ár við fulltrúa Sam- bands íslenskra viðskipta- banka og Samband ís- lenskra sparisjóða, um að taka þátt í fjármögnun greiðsluerfiðleikalánanna. A þann veg að bankarnir kæmu inn með því að kaupa skuldabréf af Hús- næðisstofnun ríkisins og með því að lengja skuld- breytingarlán úr átta árum í tóíf hjá þeim sem búa við mestu greiðsluerfiðleik- ana. Þetta hefur ekkert gengið hingað til og segir félagsmálaráðherra málið orðið mjög alvarlegt. Á tveimur fundum í sum- ar var farið yfir stöðuna. „Ég verð að segja að mér fannst undirtektirnar á þessum fundum mjög já- kvæðar, þannig að það olli mér miklum vonbrigðum að Samband íslenskra við- skiptabanka hefur synjað þessari málaleitan. En það hefur enn ekki borist svar frá Sambandi íslenskra sparisjóða um þeirra við- brögð," sagði Jóhanna. Jóhanna sagði að synjun- in kæmi sér ekki síst á óvart, vegna þess að þetta væri bæði hagsmunamál bankanna og viðskiptavina þeirra í greiðsluerfiðleik- um. Hún sagði að reynsla síðustu ára sýndi að u.þ.b. helmingur af greiðsluerfið- leikalánum færi til að greiða vanskil í bönkum og sparisjóðum. „Ég tel að hagsmunir banka séu aug- Ijósir þegar litið er til þess að vanskil, sem erfitt reyn- ist að fá innheimt, kæmust í skil með þessu móti. Bankarnir myndu hafa í staðinn trygga greiðslu- tryggingu í skuldabréfum Húsnæðisstofnunar ríkis- ins.“ Að sögn Jóhönnu segjast bankarnir fúsir að auka al- menna ráðgjöf fyrir við- skiptavini sína. Þetta segir Jóhanna til bóta. Þeir bera því hins vegar við að þeir hafi á undanförnum mán- uðum keypt spariskírteini ríkissjóðs fyrir verulegar upphæðir. „Ég get ekki séð hvers vegna þeir blanda þessu saman, því hér er fyrst og fremst um að ræða að koma til móts við við- skiptavini bankans." Jó- hanna benti ennfremur á að á árunum 1988 og ’89 hefðu 450 milljónir farið til greiðsluerfiðleikalána. Um helmingur þess fjár fór til að greiða vanskil í bönkum og sparisjóðum. Jóhanna sagði að fulltrú- ar bankanna hefðu enn- fremur bent á að það væri mál hvers banka fyrir sig hvernig tekið væri á þessu máli. „En við fórum fram á að þeir beindu þessum ósk- um til bankanna. Fyrst þeir urðu ekki við því hef ég skrifað öllum bankaráðum, þ.e. þeirra banka sem hafa fengið hluta af þessum 450 milljónum." Félagsmála- ráðherra óskar eftir því að kaup hjá Húsnæðisstofnun ríkisins miðist við það fjár- magn sem runnið hefur til að greiða skuldir þeirra við- skiptavina bankans sem hafa lent í miklum greiðslu- erfiðleikum á árunum 1988 og ’89. Sem dæmi nefndi Jóhanna að Landsbankinn hefði fengið 42 milljónir króna af þeim 250 milljón- um sem fóru í að gera upp vanskil hjá bönkunum. í ósk félagsmálaráðherra felst að þeir kaupi skulda- bréf sem samsvari þeim upphæðum sem runnu til þeirra. Um 400 umsóknir um greiðsluerfiðleikalán liggja hjá Húsnæðisstofnun og er talið að um 200 milljónir þurfi til að greiða úr þeim. Jóhanna benti á að mun fleiri umsóknir hefðu bor- ist. Reglur Ráðgjafarstöðv- ar Húsnæðisstofnunar væru hins vegar mjög strangar, þannig að greiðsluerfiðleikalán væru einungis veitt þar sem þau leystu raunverulega vanda viðkomandi. Umsóknirnar 400 eru því einungis þeirra sem stofnunin telur að séu verst staddir. „En það er ljóst að margir þeirra munu missa eigur sínar ef ekki verður komið til móts við þá í formi greiðsluerfið- leikalána. Staða ríkissjóðs er mjög þröng núna, enda hefur ríkissjóður komið inn í þetta dæmi með 450 millj- ónir á einu og hálfu ári. Þannig að nú tel ég að það sé komið að bönkunum, enda þjónar þetta bæði hagsmunum þeirra og við- skiptavinanna," sagði Jó- hanna Siguröardóttir fé- lagsmálaráðherra. Sverrir Hermannsson, bankastjóri Landsbankans, stærsta við- skiptabankans, vildi ekki tjá sig um málið í samtali í gær, sagði það ekki kom- ið á sitt borð. Meðalskuldir umsækj- endanna 400 eru 3,2 millj- ónir, en meðalvanskil um 700 þúsund krónur. Nýtt íslenskt leíkrit Á miðvikudagskvöldi& var frumsýnt nýtt íslenskt leikrit eftir Valgeir SkagfjörA á Hótel Borg sem nefnist Fangakapall. LeikritiA fjallar um konu og mann sem kynnast eftir aug- lýsingu f einkamáladálki svo og um son konunnar, sem er smáglaapamaAur. AAalhlutverk feika Hanna Marfa Karlsdótt- ir, ViAar Eggertsson og Steinn Ármann Magnússon. Leik- stjóri er Valgeir sjálfur. A-mynd/Björg. Niöurskuröartillögur Alþýöuflokks: Landakotsspítala breytt í öldrunarsjúkrahús „TiU&gur okkar miða engan veginn að því að tæma sjúkrahúsin, eins og sumir hafa látið skína í, heldur að lækkun læknis- kostnaðar vegna sérf ræði- hjálpar og endurskipu- lagningar heilbrigðisþjón- ustunnar," sagði Sighvatur Bjðrgvinsson alþingis- maður um tillögur Alþýðu- flokksins um sparnað í ríkisrekstrinum. „Þetta ásamt lækkun lyfjakostn- aðar eru stærstu málin. Inni í þeirri endurskipu- lagningu er verið að tala um að breyta Landakotsspítalan- um alfarið í öldrunarsjúkra- hús og auka samvinnu Borg- arspítala og Landspítala og vera ekki að gera ráð fyrir uppbyggingu bráðaþjónustu í spítölum sem eru í örskots- lengd frá stærstu og full- komnustu sjúkrahúsum landsins. I menntamálum erum við t.d. að tala um fækkun ára til stúdentsprófs, ásamt endur- skoðun skólagjalda o.fl." Um þá gagnrýni að Al- þýðuflokksmenn miðuðu sín- ar sparnaðartillögur ein- göngu við þá málaflokka sem önnur en þeirra ráðuneyti færu með sagði Sighvatur að þessu hefði á engan hátt ver- ið skipt niður með það í huga hvaða flokkur færi með hvaða ráðuneyti. „Þetta eru einfaldlega langstærstu mála- flokkarnir. Annars er það alrangt að við gerum ekki ráð fyrir nein- um niðurskurði i AJþýðu- flokksráðuneytunum." Samkomulag um sorpurðun Samkomulag milli borg- arstjórans í Reykjavík og oddvita Kjalarneshrepps um urðun sorps í Álfsnesi var samþykkt á fundi hreppsnefndarinnar í gær. Samkomulagið felur m.a. í «ér að gegn urðun sorps yfirtaki Hitaveita Reykjavíkur Hitaveitu Kjalarneshrepps. ISLAND Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag EVROPA, hitastig iborgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima. VEDRIÐ ÍDAG Hæg norðaustlæg átt norðanlands, en austan eða suðaustan sunnan- lands. Súldarvottur á an- nesjum norðanlands en annars léttskýjað eða skýjað með köflum og þurrt á landinu. Fremur kalt noröanlands, en 10—15 stig að deginum syöra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.