Tíminn - 05.01.1968, Blaðsíða 14

Tíminn - 05.01.1968, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. janúar 1968. Stúdentafélag Reykjavíkur Stofnað 1871 ÞRETTÁNDAVAKA verður haldin á morgun, laugardaginn 6. janúar 1968, í Sigtúni við Austurvöll Skemmtiskrá: i ■ 1. „Jólagleði fyrr á öldum“: Árni Björnsson cand. mag. rifjar upp. 2. Gamlar vísur og nýjar í léttum dúr; RÍÓ-tríó syngur og lei'kur. 3. „Núþáleg tíð“ — aldamótastúdent og bítill ræðast stuttlega við; Ásgeir Sigurgestsson samdi- 4. Dans til M. 2 eftir miðnætti; hljómsveit Björns R. Einarssonar. 0 — Auk þess almennur söngur. % Hljómsveitin leikur frá kl. 8. Skemmtiatriði hefj- ast M. 9,15. — Borðapantanir og miðaafhending í Sigtúni í dag, föstudag, kl. 5—7 e. h- (miðapantanir í síma 12339) og laugardag kl. 2—4. e. h.: einnig við inn- ganginn, ef eitthvað verður eftir. Stjórnin. Bakarar athugið! Af sérstökum ástæðum er bakari í fullum gangi til sölu, á góðum stað í Reykjavík. Bakaríið er í leiguhúsnæði, sem er tryggt í nokkur ár. Eitthvað af vélum er hægt að fá keypt eftir ósk kaupanda. Verð og greiðsluskilmálar hag- stæðir. Fasteignasala Sigurðar Pálssonar, byggingameistara, og Gunnars Jónssonar, lögmanns, Kambsvegi 32. Símar 34472 og 38414. Hey til sölu Tilboð óskast í 1 til 2 hundruð hesta af töðu. Til- boð sém, miðast við kólóverð á staðnum má senda til Árna Guðmundssonar K. Á. Selfossi. Móðir okkar, Valgerður Jónsdóttir, sem andaðist á Elli- og hjúkrunarheimilinu Sólvangi 2. janúar s. I. verður jarðsungin frá Fossvogsklrkju, fimmtudaginn 11. janúar kl. 10.30. Fyrir hönd ættingja og vina, , Anna G. Bjarnadóttir, Steinar Bjarnason. Útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Guðmundar Ásmundssonar, fyrrum bónda, Efra-Apavatnl, fer fram frá Fossvogskirkju, 8. janúar kl. 1.30 e. h. Böm, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Gunnars Jónssonar Svínafelli. *>. Sólveig Pálsdóttir, börn, tengdabörn o gbarnabörn, ______TÍMINN___________________ STÁLVÍK Framliais af bls 1 Stálvík er ein bezta og full- komnasta stálskipasnvíðastöð landsins, og er áætlað að hún geti sjósett um 1000 rúmlestir á ári, ef allt gengur eðlrlega. Hafa stjórnarvöld mikið hrósað sér af uppbyggingu fyrirtækis- ins, og því ekki hægt að hugsa sér að þau láti það viðgangast að Stálvík. „hrynji" vegna verk efna- og rekstrarfjárskorts. 13 mönnum sagt upp — Þ/í miður, er það rétl. að við urðum að segja upp nokkvu starfsliði nú um áramótin, — sagði Jón Sveinsson, framkv. stjóri Stálvíkur, í viðtali við TÍMANN. — Eru þetta 13 menn, allir aðstoðarmenn okk- ar og nokkrir járniðnaðarmenn. — Og hverjar eru ástæðurn- ar? — Það er verkefnaskortur og rekstrarfjárskortur, en hið síð arnefnda er raunar afleiðing af hinu fyrnefnda. Það er íægð í verkefnum nú og erfiðleikar með rekstrarfé. Má jafnvel segja, að á þessu stigi sé skort ur á rekstrarfé höfuðástæðan. Málið stendur þannig, að við höfum bundið fé í verðmætum til skipa, og sömuleiðds höfum við þurft að lána fjármagn, sem okkur hefur ekki tekizt að ná inn. Þetta eru því vandamál in í dag, en þessi vandamál væru ekki fyrir hendi, ef verk efnin væru næg — þá hefðum um við þolað hvort tveggja. Það má benda á margar m.inni ástæður, en höfuðástæð an er verkefnaskortur, og af- leiiðngin af honum er rekstrar fjárskortur. — Hafið þið leitað eftir ráð stöfunum ykkur til aðstoðar? — Já, það er í fullum gangi. Við höfum rætt við ýmsa ráð herra, og máli okkar hefur verið vel tekið. Þetta er allt í athugun, en ekkert ákveðið hef ur komið út úr þessum viðræð um enn sem komið er. — En þetta er eikkert einka mál stöðvarinnar Stálvikur, — sagði Jón, — oð það er heldur ekki aðeins mál starfsmann- anna, og heldur ekki bara mál sveitarinnar, þetta er mál, sem varðar alla þjóðina. ‘ Jón sagði, að starfslið Stál- víkur væri nú vel þjálfað eftir fimm ára starf, og gætu afköst in því verið mikil. Á síðasta ári hefði stöðin sjósett 930 rúm- lestir, og „ef að vel er á haldið, og allt gengi snurðulaust, ætti stöðin að geta skilað 1000 rúm lestum á ári. Þjóðarskömm ef svona fyrirtæki leggst niður. Þá hafði blaðið samband við Ólaf G. Einarsson, sveitarstjóra í Garðahreppi, en Stálvík er að sjálfsögðu geysilega þýðingar- mikið fyrirtæki fyrir sveitarfé- lagið- — Stálvík er að verða eitt stærsta fyrirtækið hér í iireppn um, —■ sagði Ólafur, — og hef ur árlaga velt upp á tugi millj óna króna. Fyrirtæki sem þetta hlýtur því að verða með helztu gjaldendum hér í sveitarfélag inu, fyrir utan það, að það veit ir fjölda manrjs vinnu — en hér vinna allt of margir utan síns byggðarlags. Þess vegna leggur sveitarstjórnin áherzlu á að efla iðnaðinn hérna og það hlýtur því að verða okkur mjög mikil vonbrigði, ef svona fyrir tæiki verður að hætta sinni starfseimd. Aftur á móti tel ég að það snerti miklu fleiri en Garða hrepp einan, ef Stálvík hættir störfum, og I sem fæstum orð- um myndi ég segja að það væri þjóðarskömm ef fyrirtæki sem þessu eru ekki sköpuð vifl hlítandi rekstrarskilyrði. — Getur sveitarfélagið haft einhver álhrif á að slíkur grund völlur skapist? — Við berum að sjálfsögðu hag svona fyrirtækis fyrir brjósti og gerum það, sem við getum. En hins vegar eru sveit arfélögán sjálf ekki fær um að veita aðstoð í svona málum; þau eiga við nógu ramman reip að draga og eru alls ekki aflögu fær. Það er kannski til of mikils ætlazt, að ég geti svarað því svona á stundinni, hvað hægt væri að gera til að bjarga svona fyrirtæki. En hins vegar finnst mér, að málið sé ósköp ein- falt. Ef að það er samróma álit manna, að það sé þjóðhagslega hagkvæmt að byggja fiskiskip hér heima, þá ætti að vera hægt að leysa það, finnst mér, með því að veita i. útgerðarmönnum frekari fyrirgreiðslu, ef þeir vilja láta byggja skip sín hérlandis, eða kannski með öðrum orðum, að minnka fyrirgreiðsluna, sem að þeir fá til að byggja þau erlondis. Þetta sýnist manni vera ósköp einfalt, en það kunna að vera eiin hverjir vankantar á því, sem mað- ur þekkir ekki. , Frá sjónarmiði syeitarstjórniar- innar er þetta alvarlegt miál, og ætti að vera það frá sjónarmiði þjóðarinnar allrar, sagði Ólafur að lokum. Höfðu æskt ráðstafana m. a. vegna Stálvíkur. Atvinnuástandið í járniðnaðin- um hefur farið hríðversnandi á síðasta ári, og hefur Félag járn- iðnaðarmanna bemt á þetta í bréf- um til ráðherra, og jaínvel bent á Stálvík sérstaklega og æskt ráð stafanna skipasmíðastöðvuTium til aðstoðar. Guðjón Jónsson, formaður Pé- lags járniðnaðarmamnia, skýrði blaðinu frá því í dag, að félagjð hefði ritað sérstakt bréf til tveggja ráðherranna — iðnaðar- málaráðherra Jóhanns Hafsteins og félagsmálaráðherra Eggerts G. Þorsteinssonar — út af atvinnu- ástaindinu í járniðnaðinum og rekstrarfjárskorti járniðnaðarfyr- irtækja 14. desember s. 1. „f bréfi þessu“, — sagði GuíS- jón, — „er lýst afleitu atvinnu- ástandi og rekstrarfjárskorti, sem hefur komið niður á launþegum í járniðnaðinum þannig, að launa- greiðslur hafa farið úr skorðum. Við vikum sérstaklega að Stálvík í þessu bréfi, og beintum á, að samkvæmt frásögn trúnaðarmanna okkar hjá Stálvík væri mjög slæmt ástand hjá því fyrirtæki, og hætta á uppsögn þjálfaðra starfsmanna. Við endum bréfið á því, að við væntum þess að stjórn völd greiði sem fyrst úr rekstrar- fjár- og verkefnaskorti járniðnað- arfyrirtækja og stálskipasmíða- stöðva þainnig, að því ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum ljúki sem fyrst. Þetta bréf var sent 14. desemiber, svo að þetta kemur okkur ekki á óvart, fyrst engar ráðstafanir hafa verið gerðar. Guðjón sagði, að þetta væri það mikið stórmál, að stjórnarvöld gætu ekki látið það afskiptalaust. Búið væri lað byggja þetta fyrir- tæki upp, og væri þetta sennilega langbezta og fullkomnasta stál- skipasmíðastöð á landinu. — „Það er geysialvarlegt mál fyrir stál- skipasmíðaiðnaðinn og járniðnað- inn, ef svona fyrirtæki verður drepið með verkefna- og rekstrar- fjárskorti. Stjórnvöld eru búin að ’hæla sér mj'ög vegma uppbygg- ingu þessa fyrirtækis, þau geta ekki l'átið það hryinja niður“. FJÁRMAGN Framtials af bls. 1. en hór við höfnina aðeins nokkrir jakar. Blönduós: Ólafur Sverrisson: Við erum sæimilega birgir af fóðurvörum næistu tvo mánuði, ef skip kemst með vörur tU okkar næstu viku samkvæmt áætlun.Hér aðið er ærri olíulaust, og litlar birgðir eru til af bensíni. Kola- skip er hér í dag. D'ísarfell, sem kom í dag, sigldi í gegnum ís- hroða á Húnaflóa á hádegi. Við höfum séð ís héðan út af Vatns nesi. Þjóðartoúið hefur ekki veitt okkur aðistöðu til þess að kaupa mikið magn af vörum til að liggja með. Til þess að gera slíkt þarf mikið fj'ármagn, sem er lítt fáan legt. Hagnanesvík: Eiríkur Ásmundsson Fóðurbætir er hér enginn til eins og stendur en næg oiía og af almennum vörum höfum við nóg fyrst um sinn. ístoroði hefur fyllt víkina, og virðist sjórinn mjög kaldur. Sauðárkrókur: Svcinn Guðmundsson: Við erum olíulausir, en eigum að fá olíu til fárra vikna með Litlafelli, sem nú liggur á Akur eyri. Landið er nær kjarnfóður laust, og er ástandið líkt hvað snertir erlent kjarnfóður og olíuna. Rússar sviku okkur um olíuna, en verkföllLn hjá okkur og fleira seinkuðu fóðurbætisflutn ingum til landsins. Við eigum kjarnfóður til eins mánaðar eða tæplegá það. Kjarnfóðursending, sem átti að endast okkur fram undir vorið, seinkaði af framan- greindum ástæðum, og kemur ekki fyrr en 20. janúar, ef ísinn verður þá -ekki búinn að loka leið um. Tveir' ísjakar komu hér upp í fjöru í morgun og minnti hinn forni fjandi þannig á sig. / Húsavík: Finnur Kristjánsson: Við eigum mánaðartoirgðir af fóðurvörum, en kjarnfóðurnotkun in hefur verið mjög mikil í vet- ur, enda bændur sérstaklega til þess hvattir, að setja að einhverju leyti á kjarnfóður. Von er á skipi með fóðurvörur innan fárra daga, og annað enn síðar í mánuðimum, síðan í febrúar og eigum við þá að hafa fengið magn, sem nægir til aprílloka. Vörusendinguni hef ur seinkað eins og allir vita, vegna verkfalla og fleiri ástæðna. Hlut- verk kaupfélaganna er m. a. það, að tryggja fólki nauðsynlegustu vörur á eins hagstæðu verði og unnt er, við þyrftum 10 milljónir króna, til að geta keypt það vöru magn að hausti, sem nauðsynlegt er. Það fjármagn fáum við hvergi. Fjármálastjórninni þarf því að breyta. Við höfum gert bænda- samtökunum grein fyrir þörfum fólks í þessu efni, og munu þau Skattaframtöl Reykjavík og nágrenni, annast skattaframtai fyrir einstaklinga og ársuppgjör og skattaframtal fyrir smærri fyrirtæki. Upplýsingasími 20396 dag j lega kl. 18—19.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.