Tíminn - 05.01.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 05.01.1968, Blaðsíða 1
Gerist ás'krifendur að TÍMANUM Hringið í síma 12323 Adgiýsing í TÍMANUM kemur daglega fyrir augu 80—100 þúsund lesenda. 3. tbl. — Föstudagur 5. jan. 1968. — 52. árg. Fjármagn skortir til birgða- sofnunar vegna hafíshættu! ( wmm ( Xv ■ >•’ §fefcv>*:\ x . .. Hús stálskipasmíSastöSvarinnar Stálvíkur. (Tímamynd: GE) Stálvík ney ðist til að segja upp þjálfuðu liði i vegna skorts á verkefnum og rekstrarfé EJ-Reykjavík, fimmtudag. ic Stálskipasmíðastöðin Stál- vík í Arnarvogi, Garðahreppi, hefur sagt upp hluta af starfs- fólki sínu — 10 ófaglærðum að stoðarmönnum og þremur járn iðnaðarmönnum — vegna verk efna- og rekstrarfjárskorts. Jón Sveinsson, framkvæmdastjóri Stálvíkur, tjáði blaðinu í dag, að leitað hefði verið til ráð- herra um hugsanlegar ráðstaf anir, en ekkert hafi komið út úr því enn þá, þótt málaleitan inni hafi verið vel tekið og hafi því miður þurft að segja upp hluta starfsliðsins. if Ólafur G. Einarsson, sveit arstjóri í Garðahreppi, sagðist telja það þjóðarskömm, ef fyrirtæki sem Stálvík sé ekki sköpuð viðhlítandi rekstrarskil yrði. Það yrði sveitarstjórninni mikil vonbrigði, ef Stálvík yrði að hætta starfsemi sinni- Væri þetta alvarlegt mál frá sjónar- miði sveitarstjórnarinnar og ætti einnig að vcra það frá sjónarmiði þjóðarinnar allrar. ★ Guðjón Jónsson, formaður Félags járniðnaðarmanna, sagði í viðtali við ’daðið i dag, að stjórn félagsins hefði þegar 14. des. ritað tveimur ráðherr- um bréf, óar sem sérstaklega var minnzt á Stálvík og bent á, að svo gæti tarið að þar þyrfti að segja upp þjálfuðum starfs mönnum. Þetta væri nú orðið að raunveruleika, og gcysialvar legt mál fyrir stálskipasmíða- iðnaðin nog járniðnaðinn í land inu. Framhald á bls. 14. ED-Akureyri, FB-Rvík, fimmtudag. Hafís og langvarandi frost- hörkur virðast ætla að hafa alvarieg áhrif á líf fólks á Norðurlandi í vetur, ekki síð- ur en oft áður á undanförnum árum. Vörubirgðir eru af skornum skammti víðast hvar fyrir norðan, enda hafa kaup félögin ekki fjármagn til þess að birgja sig nægilega upp að haustinu svo þau geti verið örugg um að geta séð við skiptavinum sínum fyrir helztu lífsnauðsynjum, ef sigl ingar teppast vegna íss, og vegir á landi eru ófærir lang tímum saman vegna snjóa. Menn eiga víða von á skipum með vörur nú næstu daga eða vikur, en í dag sneri fyrsta skipið við, Mælifellið, sem var á leið til Akureyrar með vöru farm. Skipið var að koma að vestan, en sá sér ekki fært að halda áfram ferðinni, þegar það kom að Kögri, en þar var ís landfastur í dag- f dag var ihaft samband við átta kaupfélagsstjóra á Norðunlandi, og fórust þeim orð á þessa leið: Skagaströnd: Sigmar Hróbjartsson segir: Hér mun vera til allmikið af olíu og fóðurvörur munu endast í tvo mánuði eða svo. Mér sýnist horfa uggvænlega á meðan við getum ekki vegna fjármagnssborts keypt verulegar birgðir af helztu nauðsynjum fyrir veturinn, því þrótt fyrir allar framfarir erum við á sama stað á landinu og í næsta nágrenni við hafísinn, eins og við höfum sorglega reynslu af |frá fyrri tímum. Jakastrjálingur ar ís er á vestanverðum Húnaflóa, <M Framhald a bls 14 ÆTLA ABHÆKKA RAFMAGNUM 13.6% IGÞ-Reykjavík, fimmtudag. í dag var til umræðu í borg arstjórn að hækka rafmagns- verð um 13,6%, og nær sú hækkun bæði til mæialeigu og heimtaugagjalda. Hækkunin nemur í krónutölu þrjátíu mill jónum króna á þessu ári. Eins og menn rekur minni til, þá, hækkuðu hitaveitugjöld fyrir áramótin um sem nemur fimmtíu milljónum króna á árinu 1968. Þannig ætlar meirihlutinn I borgarstjórn að láta Reykvik- inga greiða áttatíu milljónum króna meira fyrir rafmagn og hitaveitu á þessu nýbyrjaða ári en hinu fyrra. Hækkun þessi var til fyrri umræðu i borgarstjórninni í dag, en hafði áður verið til með ferðar í borgarráði. Borgarfull trúarnir Guðmundur Vigfússon og Kristján Benediktsson báru fram svohljóðandi tillögu á borgarstjórnarfundinum í dag: „Með því að lagaákvæði um greiðslu verðlagsuppbótar til launþega hefur verið afnumið og alger óvissa er ríkjandi um. hvort samningar um verðtrygg ingu launa eða sambærilegar launauppbætur náist milli laun þega og atvinnurekenda, telur borgarráð ekki fært að hækka að svo stöddu rafmagnsverð fram yfir það, sem heimilt er i gildandi gjaldskrá vegna launa breytinga, og ákveður því að fresta afgreiðslu á fram kom inni tillögu um hækkun raf- magnsverðsins.“ En til vara lögðu þeir til að hækkunin kæmi ekki á al- mennum heimilistaxta. Auðheyrt var á borgarstjóra að þessar tillögur áttu ekki upp á pallborðið hjá meirihlutan- um, en þeim var vísað til ann- arrar umræðu ásamt hækkunar tillögunni.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.