Tíminn - 06.01.1968, Page 2

Tíminn - 06.01.1968, Page 2
2 LAUGAROAGUR 6. janáar lStíS. TÍMINN Vinsælustu enskukennararnir Enskukennsla sjónvarpsins' hefur mælzt mjög vel fyrir, og eru þeir, sem á hana hlýða og horfa yfirleitt á einu máli um. að form hennar sé sérlega skemmtilegt og vænlegt nem- eridunum til framfara. Þau heiðurshjónin Walter og Conn ie eiga hér sennilega drýgstan hlut að máli, og þar sem okk ur hér á Tímanum hefur bor izt um þau dálítili greinarstúf- ur, þykir okkur ekki úr vegi að kynna þau örlítið nánar fyr ir nemendum sínum. Rjéttum nöfnum heita þau Brian MoDermott og Ann Lawsom. Reyndar er hún ekki lengur Lawson, þar sem hún er nýgift og hefur samkvæmt siðum og venjum tekið upp eft irnafn eiginmannsins, sem heit ir Alexandér Davion. Ea 1 kennslukvikmyndunum er hán alltaf kölluð Lawson, enda var hún ógift, þegar þær voru tekn ar. Connie hefur eldrautt hár og stór blá augu. Walter er mjór eins og þvengur. i>au haía eitt sameiginiegt — mikla persónutöfra. í viðtali við danskan blaðamann fyrir skömmu, sögðust þau ekki hafa minnstu hugmynd um, hvers vegna þau voru valin til að leika í kenmslukvikmyndun- um. Þau voru þá mjög lítt þekfctir leikarar, en talið er, að góður aldur, útlit og fram sögn hafi ráðið miklu um val þetta. Þau bafa bæði írsk an máitoreim, en þau ólust að eintoverju leyti upp á Eyjunni grænu. Þegar Connie var yngri, dreymdi hana að sjiálfsögðu stóra og fagra framtíðardrauma og húm setti sér markið svo hátt, að hún ætlaði að verða önnur Garbo. En örlögin hög- uðu þessu á annan veg, hún er kunn um víða veröld og hefur getið sér góðan orðstír á sínu sviði, em sennilega verður Garbo - takmarkinu seint náð. Nú fyrir skömmu lék Connie í nýjum sjónvarpsmyndaflokki, sem náð hefur máklum vinsæld um í Bretlandi, og búizt er við, að sjónvarpsstöðvar víða um lönd muei hafa átouga á honum. Hlún var þá á brúð- kauipeferð og fór til fyrirheitna landains — ísrael, og hafði við dvöl á helgustu stöðunum þar. Einn aðalkostur Connieaa- er sá hversu lifandi og skemmtilegi Framhald á bls. 12. SS-liðþiálfí bendir á felustað Bormanns! EJ-Reykjavik, miðvikudag. í 22 ár hefur verið lcitað að Martin Bormann, erfðaprinsi Hitlers og æðsta manni Nazista- flokksins. Allt frá því stríðinu lauk í Evrópu hefur verið leit- að að sönnunargögnum fyrir því, að Martin Bormann væri á lífi. Nú hefur Þjóðverji, Erich Karl Wiedwald, sem var SS-lið- þjálfi á síðustu dögum stríðs- ins, lýst því yfir, að hann viti sannleikann um Bormann, hvernig hann komst undan herj um Bandamanna og hvar hann hefur dvalið frá stríðslokum, um fjármun; Bormanns og nú- verandi dvalarstað, sem hann lýsir ítarlega. Hann segir Bor- mann í dag óþekkjanlegan af gömlum myndum, en hann sé nú í forsal dauðans vegna krabbameins. Antony Terry, fréttaritari Sunday Times í Mið-Evrópu og fyrrverandi starfsmaður brezka hermálaráðuneytisins, en á þelm tíma hafði hann þann starfa, að yfirheyra þýzka stríðsfanga, hefur nú rætt ít- arlega við Wiedwald og reynt að sannreyna eftir megni, hvort staðreyndirnar séu í sam ræmi við fullyrðingar hans. Er niðurstaða hans, að frásögn Wiedwalds sé senmileg og í mörgum tilfellum nákvæm. Wiedwald hitti Bormann fyrst í Berlín á síðustu dögum stríðsins, þótt hann vissi þá ekki bver hann var, og þeir. ásamt nokkrum mönnum öðr- um, flvðu saman út úr borg- inni. Meðal þeirra var Rolf Sohwent, aðstoðarmaður Bor- manns, sem hefur verið hans hœgri hönd síðar. Wiedwald hitti Sohwenk 1946 og fékk þá að vita sannieikann í rnálinu, jafnframt sem þeir tveir fóru um ODESSA-línuna — leið sú, er SS-menn notuðu til að smygla stríðsglæpamönnum frá Evrópu — til Argentínu, þar sem þeir hittu Bormann. Wiedwald fór með Bormann, er hann flutti til núverandi dvalarstaðar síns „Kolonie Waldner 555“ og dvaldi þar til ársins 1058. Hann hefur hitt Bormann síðan, síðast í Monte- video í Uruguay í marz 1005, en Schwenk hitti hann í Hol- landi nú s. 1. sumar. Wiedwald gefur ítarlega lýs- ingu á þessum samastað Bor- mamns og nokkurra annarra nazistaleiðtoga, en vegna að- stæðna þarna er svo til von- laust að sækja að staðnum með t. d. lögreglulið. Lýsingar Wiedwalds á lífinu í Kolonie Waldner 555 sýna, að þar er enn lifað í liðinni tíð, og minna lýsingar hans stundum á ástandið í neðan- jarðarbyrgi Hitlers, þegar 'íða tók að lokum Þriðja ríkisins. Virðist ást.andið stundum bet- ur við hæfi geðveikrasjúkra- húss en samfélags manna úta>n slíkra stofnana. Næga peninga hefur Bor- mann, og veitir það honum, ásamt öðru, algert forystuhlut- verk meðal beirra Þjóðverja er „nýlendu" þessa byggja. Tal ið er, að þegar Bormann falli frá, muni Kolonie Waldner 555 einnig líða undir lok. Tvö þýðingarmikil atriði í upplýsingum Wiedwalds fjalla um núverandi ástand Bor- manns. Annað er, að Bormann er mu mjög ólíkur þvi, er sjá má á myndum af honurn frá stríðs Framhald á bls. 12. Kort þetta sýnir t. v. mestan hluta Suður-Ameríku, erru þar teiknaSir inn þeir staSir, þar sem nokkrir helztu strfSsglæpamennirnir, sem enn eru lausir, dvelja. T. h. er sfSan staekkaS upp svæSIS, þar sem Martin Bormann heldur sig, sySst f Brasilíu rétt viS landamæri Paraguay.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.