Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 02.09.1989, Blaðsíða 6
6 Laugardagur 2. sept. 1989 RAÐAUGLÝSINGAR Starf með unglingum í vímuefnavanda Haustönn 1989 Innritun í prófadeildir Aðfaranám: Jafngilt námi í 7. og 8. bekk grunnskóla (1. og 2. bekk gagnfræðaskóla). Ætlað þeim sem ekki hafa lokið ofangreindu eða vilja rifja upp og hafa fengið E (1—3) á grunnskólaprófi. Fornám: Jafngildir grunnskólaprófi og foráfanga á framhaldsskólastigi. Ætlað fullorðnum sem ekki hafa lokið gagnfræðaprófi og unglingum sem ekki hafa náð tilskildum árangri á grunnskólaprófi. (Fengið D eða 4 í einkunn). Sjúkraliðabraut — Heilsugæslubraut: Forskóli sjúkraliða, 2 vetur. Uppeldisbraut: 2 vetra nám með hagnýtum val- greinum. Viðskiptabraut: 2 vetra nám. Brautinni lýkur með verslunarprófi. Menntakjarni: Þrír áfangar kjarnagreina, íslenska, danska, enska og stærðfræði auk þess þýska, hol- lenska, félagsfræði, efnafræði og eðlisfræði. Fram- haldsskólastig. Ætlað þeim sem eingöngu óska eft- ir þessum greinum. Nám í prófadeildum er allt frá 1 önn í 4 annir, hver önn er 13 vikur og er kennt 4 kvöld í viku. Kennsla fer fram í Miðbæjarskóla og Laugalækjar- skóla. Skólagjald fer eftir kennslustundafjölda og greiðist fyrirfram mánaðarlega. Kennsla hefst 18. september. Innritun fer fram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkju- vegi 1, 4. og 5. sept. nk. kl. 16—19. Nánari fyrirspurnum svarað í símum 12992 og 14106. Skrifstofa Námsflokkanna er opin virka daga kl. 13—19. Innritun í almenna flokka (tungumál og verklegar greinar) fer fram 20. og 21. sept. nk. Nánar auglýst síðar. Forstöðumaður Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði Stjórn verkamannabústaða í Hafnarfirði auglýsir hér með eftir umsóknum um íbúðir í verkamanna- bústöðum í Hafnarfirði. Þeir sem koma til greina þurfa að uppfylla eftirtalin skilyrði: 1. eiga lögheimili í Hafnarfirði þegar sótt er um. 2. eiga ekki íbúð eða samsvarandi eign. 3. hafa ekki haft hærri meðaltalstekjur árin 1986,87 og 88 en 927.000 kr. á ári auk 87.000 kr. á hvert barn innan 16 ára aldurs. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Stjórnar verkamannabústaða, Móabarði 34, sem er opin mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga frá kl. 16 tíl 18. Sérstök athygli er vakin á því að endurnýja þarf eldri umsóknir. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. og ber að skila umsóknum á skrifstofuna í síðasta lagi þann dag eða í pósthólf 272 í Hafnarfirði. Rauður: þríhymingur = Viðvörun Gera aukaverkamr lyfsms sem þú tekur þig hættulegan í umferómm? 1186™" Á næstunni hefst á vegum Unglingaheimilis ríkisins starfræksla meðferðarheimilis fyrir unglinga í vímu- efnavanda. Staðsetning: Verið er að skoða nokkra staði í næsta nágrenni Reykjavíkur. Mannaráöningar: Sem fyrst þarf að ráða 3—4 manna kjarna sem sendur verður utan í starfsþjálfun og verður síð- an virkur í lokaundirbúningi fyrir opnun heimilisins. — Þegar nær dregur opnun verða fleiri starfsmenn ráðnir. Hvers konar fólk? Við leitum að deildarstjóra með háskólamenntun í sálarfræði, félagsráðgjöf eða með hliðstæða menntun og reynslu af meðferðarstarfi. Við leitum líka að öðru starfsfólki og kemur ýmiss konar menntun og starfsreynsla til greina: sálar- fræði, félagsráðgjöf, kennaramenntun, uppeldis- fræði, hjúkrunarfræði, iðjuþjálfun, iðnnám o.fl. Loks leggjum við áherslu á að hluti starfshópsins hafi persónulega reynslu af vímuefnavandanum og hvernig sigrast megi á honum. Hafir þú áhuga á að taka þátt í því brautryðjanda- starfi sem framundan er, þá hafðu samband við skrifstofu Unglingaheimilis ríkisins, Grófinni 1, sími 19980. Þar færðu nánari upplýsingar og umsóknareyðu- blöð. Umsóknarfrestur er til 1. október nk. Forstjóri Unglingaheimilis ríkisins Menningarsjóður íslands og Finnlands Tilgangursjóðsinserað efla menningartengsl Finn- lands og Islands. I því skyni mun sjóðurinn árlega veita ferðastyrki og annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir einstaklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur einnig til greina ef sérstaklega stendur á. Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir árið 1990 skulu sendar stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands fyrir 30. september nk. Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands 30. ágúst 1989 Norska/sænska á grunnskólastigi Innritun ferfram í Miðbæjarskólanum, Fríkirkjuvegi 1, mánudaginn 11. sept. nk. sem hér segir: 5. bekkur 6. bekkur 7. bekkur 8. bekkur 9. bekkur kl. 17 kl. 17.30 kl. 18 kl. 17 kl. 18 Nemendur eru beðnir að mæta með stundaskrá úr sínum skóla. Umsjónarkennarar Laus staða Staða lektors í tannvegsfræði við tannlæknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyr- ir að staðan verði veitt frá 1. janúar 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 1. októ- ber nk. Menntamálaráðuneytið, 30. ágúst 1989 ''//v/W Utboð Olafsvíkurvegur, Borg — Langá Vegagerð ríkisins óskar eftir tilboðum í ofangreint verk. Lengd vegarkafla 3,8 km, fyllingar 81.000 m3, berg- skeringar 9.000 m3. Verki skal lokið 1. ágúst 1990. Útboðsgögn verða afhent hjá Vegagerð ríkisins í Borgarnesi og Reykjavík (aðalgjaldkera) frá og með 5. september nk. Skila skal tilboðum á sömu stöðum fyrir kl. 14.00 þann 18. september 1989. Vegamálastjóri ■ ■ Oldungadeild Menntaskólans við Hamrahlíð Frumkvöðull fullorðinsfræðslu Öldungadeild M.H. var stofnuð 1972 og síðan þá hafa þúsundir karla og kvenna stundað þar nám og nokkur hundruð lokið stúdentsprófi. Þarft þú að rifja upp, bæta við eða hefja nýtt nám? í Öldungadeild M.H. er boðið upp á menntaskóla- nám á 6 brautum. Kennarar skólans eru vel þjálfað og menntað úrvals- lið sem tryggir gæði náms og kennslu. Þú getur stundað nám í mörgum greinum eða fáum eftir því sem þér hentar. Þú getur lært: Tungumál: Raungreinar: Félagsgreinar Ensku Dönsku Þýsku Frönsku Latínu ítölsku Rússnesku Spænsku Stærðfræði Eðlisfræði Efnafræði Líffræði Jarðfræði Félagsfræði Lögfræði Stjórnmálafræði Hagfræði Sálfræði Auk þess er í boði fjölbreytt nám í tölvunotkun bæði grunnnám og einnig fyrir lengra komna (P.C. og BBC tölvur). Boðið er upp á nám í íslensku, ritþjálfun og bók- menntalestur, almennar bókmenntir, fjölmiðlun, vélritun, heimspeki, trúfræði, o.m.fl. Er þetta eitthvað fyrir þig? Ef svo er þá er innritun og val nýnema og eldri nema á haustönn 1989 dagana 5., 6. og 7. september milli kl. 16—19. Skólagjald á haustönn 1989 er kr. 8500. Rektor

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.