Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 2

Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 2
2 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 9. janúar 1968. s : vikunnar Hvaða jólabækur eru yður minnisstæðastar? Ógrynni nýrra íslenzkra bóka komu út á síðustu mánuðunum fyrir jól. Margir hafa það fyrW sið að gefa bækur í jólagjafir. Einnig eru jólin tnni bókalestnrs og heimilishlýju. Því langaði okk- ur að forvitnast um bókalestur manna um hátíðirnar. Blaðamað- ur Tímans átti tal við lítinn hóp fólks x síma og birtist hér það helzta úr þeim viðtölum. Ingibjörg Edda Edmundsdóttir stud. mag. Af þeim bókum, sem ég las nú um jólin, eru einkum tvær. sem hafa valdið mér heilabrotum. þ.e. Ástir samlyndra hjóna eftir Guð- foerg Bergsson og Íslandsvísa eft- ir Ingimar Erlend Sigurðsson. Ást ir samlyndra hjóna er mergjuð bók og sumir kaflarnir glettilega góðir. Þótt bókin hljóti að teljast ódeila, er hún þó frálbrugðin öðr- um slífcum að því leyti, að hún fjallar ekki um spillingu þeirra, sem landinu stjóma, en öllu frem ur um afleiðingar hennar og fólk ið, sem af slíkum aðstæðum mót- ast. Íslandsvísa gæti að • minurn dómi verið eins konar framhald af Borgarlífi eftir sama höfund. Með fáum einföldum dráttum bregður hann upp mynd af falli íslenzku þjóðarinnar, sem er bein afleiðing af valdagræðgi og spill- ingu framámanna og lágkúru al- mennings. Um þetta hafa sjálf- sagt margir hugsað, en ekki get- að fært í orð. Bjarni Bergsson, skipaSmiður. Ég las ekkert af hinum svo- nefndu jólaibókum um hiátíðarnar. Ég hef ekki enn náð í fsl'andsvísu Ingimars Erlends Sigurðssonar eða nýjustu bók Steinars Sigur- jónssonar, Blandað í svartan dauð ann. Hins vegar sat ég við að lesa Sívagó lækni eftir Pasternak um jólin. Þetta er merkisbók og fró?- legt að fá aðra mynd af Sovét- ríkjunum og þróun þeirra en þess ar venjulegu klisjur, sem boðið er uppá í Þjóðviljanum og Morg- unblaðinu. Gaman er að Pasternak skuli hafa orðið til að skrifa góða ást- arsögu, en lélegir rithöfundar hafa lagt læknastéttina í einelti og samið um þá vondar ástarsög- ur. Fasternak dregur í bók sinni upp mjög sannfærandi mynd af viðbrögðum slíks manns sem Sív- agó læknis í umróti hinnar miklu Ibyltingar. / Hefði byltingin hins vegar ekki rekið Sívagó frá sínu friðsama Ifi, hefði ef til vill einhver Slaughter Rússlands orðið til að skrifa um hann „læknabók". Einnig las ég Frú Bovary eftir Gustave Flauibert í þriðja sinn. lÉg er mjög hrifinn af þeirri bók eins og ráða má af því að ég íhef nú lesið hana þrisvar. Flau- foert segir í rauninni al’t. sem seinni höfundar segja. Sýnir það, að maðurinn er sá sami þótt ára- tugir eða aldir líði. Jakob Hafstein, forstjóri. Af bókum þeim, sem ég las um jólin, þótti mér ótvírætt mest gaman að bók Indriða G Þor- steinssonar. „Þjófur í Paradís“ kom á óvænt, og álít ég, að Ind- riði hafi með þessari bók tekið stórt spor fram á við í starfi sínu sem rithöfundur. Einnig hafði ég mifcla ánægju af bókinni Eirífcur skipherra, en ég hef áhuga á dulrænum efnum og mér finnst margar frásagnir í bókinni merkilegar. Þá er Haförninn falleg bók og á köflum Ijómandi vel skrifuð. Er fengur í því að bók þessi hef- ur bætzt við fyrri bækur okkar um slík efni. En að mínu álit.i erum við íslendingar sorglega fá- tækir að bókum um útilíf, _ nátt- úru og dýrrlíf landsins. Ýmsar þjóðir eins og t.d. Bretar eru mjög auðugar af bókum um þessi efni. Höfundur bókarinnar, Birg- ir Kjaran, hefur hér bætt mikil vægum skerf við fyrri ritverk sin. Bókina um séra Bjarna fékk ég nokkru fyrir jól og var hún mér ákaiflega kærkomin. Frlðfinnur Ólafsson, forstjóri. Mlér fannst tvær bækur, sem ég las um jólin, ágætar hvor að sínu leyti, þótt þær séu ólíkar. Önnur var Márus á Valshamii og meistari Jón eftir Guðmund Hagalín. Ég tel þessa bók eina þá allra beztu af sögum Hagalíns. Þetta er skáldsaga að einbverju leyti byggð á staðreyndum og ákaflega skemmtileg. Hin bókin er Eldur í æðum eft- ir Þorstein Thorarensen lögfræð- ing. Sú bók er mjög merkileg og vel samin. Ég er ekki dómbær á sagnfræðigildi hennar. en víst er um það, að bókin er fróðleg og mjög skemmtileg aflestrar. Árni BöðvarsSon, cand. mag. Ég á eiginlega erfitt með að Edda Edmundsdóttir svara þessari spurningu, las lítið samfellt. Ég var að glugga í ejtt og annað, Ijúka við bækur, sem ég átti ólokið við. En bók þeirra Sverris Kristjáns sonar og Tómasar Guðmundsson- ar er glettilega skemmtileg og góð á köflum. Ekki sízt tel ég það kost á bókinni hve frásögn- in er lifandi, og hve vel þeir lýsa umhverfinu og aldarandanum. Að dáunarvert er hve þeim tekst að segja frá hörmulegum atburðum á látlausan hátt. Einnig las ég bók Svövu Jakobs- dóttur, Veizla undir steinvegg. Þar eru býsna góðar sögur, eink- um ein þeirra, Saga handa böm- um. Þar segir frá móður, sem skorin er af stóratáin, síðan heil- inn og loks hjartað. Frá 45. ársþingi Ungmenna- sambands Kjalarnesþings 45. ársþing Ungmennasani- bands Kjalarnesþings var hald ið sunnud. 10. des. s.l. í Fé- lagsheimili Kópavogs, í boði Umf. Breiðablik í Kópavogi. 25 fulltrúar sóttu þmgið frá 7 sambandsfélögum. Hermann Guðmundsson framkv.stj. f.S.f. heimsótti þinjfið og flutti ávarp. Gestur Guðmundsson sain- bandsformaður setti þingið og bauð fulltrúa velkomna. Þing- forsetar voru Sigurður Geirdal og Jón M. Guðmundsson, og ritarar Björgvin Guðmunds- son og Guðmundur Þórðarson. Nýtt félag bættist í samiband- ið á árinu, er það íiþróttafé- lagið Grótta á Seljarnarnesi. sem stofnað var í fyrravetur, Samlbandsformaður og fram kvæmdastjóri þess Sigurður Skarphéðinsson skýrðu frá starfsemi sambandsins á árinu, sem var með mesta móti. > Héraðsmót í sundi fór fram, nú í fyrsta sinn í sögu sam bandsins og voru 47 pátttak- endur í mótinu frá tveimur fé- lögum, Breiðablik og Aftureld ingu. Synt var í sundlauginni á Varmá í Mosfellssveit. Keppt var um bikar sem Axel Jóns- son alþm. gaf til keppmnnar. er það farandgripur sem keppt verður um í nokkur ár. Béraðsmót í frjálsum iþrótt um fór fram að venju, og voru 38 þátttakendur í mótinu. sem. haldið var á fþróttaveUi Aft- ureldingar í Mosfellssveit. Þá var efnt til héraðsmóts i 4. og 5. flokki í knattspyrnu. með þátttöku þriggja samibandsfé- laga, Breiðablik í Kópavogi Stjarnan í Garðahreppi og Gróttu á Seltjarnarnesi. Breiðablik vann á báðum þess um flokkum, og hlaut félagið bikara fyrir, sem gefnir voru af Umf. Aftureldingu og Blikk smiðjunni Vogur í Köpavogi Eru það einnig farandgripir Handknattleiksstúlkur tóku þátt í undankeppni fyrir lands mótið að Eiðum næsta sumar. og báru sigur af hólmi, og keppa því á landsmótinu. Þá tóku knattspyrnumenn sam- bandsins þátt í undankeppn inni í knattspyrnu, þeim tókst ekki eins vel og stúikunum þar sem þeir töpuðu óvænt i úrslitaleiknum á móti H.S.Þ. Frjálsíþróttamenn voru þátt takendtir í fjögra-bandalaga- keppni, sem fram fór í Eyja- firði, og urðu þar í öðru sæti Þeir tóku þátt í flestum frjáls- íþróttamótum sem haldin voru í Rivík. Þar á meðal Bikar- keppni FRÍ. og meistaramóti íslands, þar sem ung stúlka úr Breiðaiblik, Kristín Jónsdóttir vann það afrek að sigra í 100 og 200 m. hlaupi, og jafnaði íslandsmetið í 200 m. hlaup- inu, hlaut sambandið því 2 meistarastig. Sett voru nokkur héraðsmet á árinu, í frjálsum íþróttum. Glímumenn tóku þátt í nokkrum mótum, þar á meðal fslandsglímunni, sem Ármann J. Lárusson vann - 15 sinn sem er frábært afrek Körfulbolti er í uppsiglingu á vegum Breiðabliks í Kópavogi og eru tíkur fyrir því. að sent verði lið í undankeppni fyrir landsmótið, sem fram fer eft ir áramótin. Sambandið stóð fyrir Bridge móti innan héraðs, með þátt- töku 3. sambandsfélaga, sigur- vegari varð Umf. Drengur i Kjós. Skákmenn sambandsins tóku þátt í skákmóti, sem U M.F.Í. stóð fyrir. S.l. sumar réði sambandið framkvæmdastjóra, Sigurð Skarphéðinsson úr Mosfells- sveit. Starfaði hann um þriggja mánaða skeið hjá sam bandinu, með góðum árangri. Þingið lagði áherzlu á, að ráða framkv.stjóra á næsta ári, sem starfaði a.m.k. hálft árið, verð- ur það að sjálfsögðu mikil lyftistöng fyrir samtökin. Aðalmál þingsins voru í- þróttamálin, þar sem áherzla var lögð á að undirfoúa sem bezt íþróttafólk sambands- ins fýrir næsta landsmót ung mennafélaganna. Gerðar voru margar samþykktir í þeim mái um. Fjármál samibandsins voru nokkuð rædd, og ákveð- ið var að leita til bæja- og sveitastjórna á sambandssvæð inu með fjárframlag til sam- bandsins, sérstaklega með ti! liti til launaðs starfsmanns sambandsins', sem óhjákvæmi- legt er, ef halda á uppi öflugu íþrótta- og félagslífi innan þess, eins og miálum er nú hát’ að. Framkv.stjóri sambandsins mun að sjálfsögðu aðstoða samibandsfélögin í þeirra í þrótta- og æskulýðssta~fi. Á árinu naut sambandið fjárstyrk frá þessum aðilum, sýslusjóði Gullhringu- og Kjósarsýslu. Kópavogskaup- stað og Búnaðarsambandi Kjai arnesþings, og sendir sam- bandið beztu þakkir fyri; þessa miklu aðstoð. Stjórn sambandsins er þann ig skipuð: formaður Gestur Guðmundsson Kópavogi vara form. Þórir Hermannsson, Sig urður Skarphéðinsson, Birgi) Guðmundsson, Stefán Ágústs- son, Jón L. Tryggvason, Hall grímur Sigurðsson. Gestur Guðmundsson, Meðalbraut 8 Kópavogi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.