Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 8

Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 8
8 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 9. janúar 1968. MINNING Jón Magnússon f Aí öllam dyggðunum er hugrekk ið m'erkiLeigast. Án þess eru hinar dyggðirnar ónýtar og vizkan sjálf gerir göfugmennið að dáðleysingja ef þorið brestur. Eitt af því fyrsta, sem ég heyrði til Jóns Magnússonar, vorið 1946 er ég kom til starfa á fréttastofu útvarpsins, var stutt og alþýðleg yfirlýsing um gildi hugrekkis. Hann sagði: „Það finnst mér ekki mannkostur að þora að gera vit- leysu- En mér finnst alltaf lofs vert þegar maður þorir að gera það sem hann telur vera rétt“. Eng um manni hef ég kynnzt sem væri það eiginlegra en Jóni Magnússyni að gera það sem hann taldi rétt. Það segja mér kunnugir, að Jón Magmússon hafi fengið greind ina og hjartahlýjuna í veganesti heima á Sveinsstöðum í Þingi, en frá Stokklhólmshásk61 a kom hann með Fil. kand. próf í norrænum máluim, ensku og bókmenntasögu árið 1937, starfaði þá fyrst í fjögur ár hjá Menntamálaráði en réðist til Ríkisútvarpsins í starf frétta- stjóra árið 1941. Óviða á vesturhveli jarðai- mun hafá verið öllu brýnni þörf fyrir óháða fréttastofnun en á íslandi cr Ríkisútvarpið tók til starf a. Dag blöðin voru þá öll, eins og þau eru raunar enn, málgögn stjórn málaflokka, og fréttaflutningur að verulegu leyti miðaður við hags muni þeirra. Ekki þarf heldur að blaða lengi í gömlum fréttaimöpp um Ríkisútvarpsins til þess að komast að raun um að fréttastofa stofnunarinnar var nokkuð lengi að þróast frá landlægri nesja- mennsku til mennilegri viðhorfa í fréttaflutningi. Að fyrri stanfsmönn um hennar ólöstuðum leyfi ég mér að staðhæfa að það hafi ekki ver ið fyrr en Jón Magnússon tók þar við starfi að fréttastofan frétta- stofa Ríkisútvarsins byrjaði að gegna því hlutverki að flytja ó- mengaðar frásagnir af atburðum samkvæmt beztu heimildum, án tillits til hagsmuna einstakra stjórnmálaflokka. Áhrif fréttastofu Rikisúvarpsins á fréttaflutning dagblaðanna sið- asta aldarfjórðunginn hafa orðið bæði mikil og góð. Blöðin fe’.a ekki lengur stórfréttir sem koma sér illa fyrir einstaka stjórnmála- flokka og viðleitni til að hagræða staðreyndum er sjaldséðri í blöð- unum nú en hú» var fyrir röskum tveimur áratugum_ Þeir sem telja það æskilegt að íslendingar viti nokkuð í sinn haus hljóta því að þakka Jóni Magnússyni af ein- lægni fyrir stórvirki í þágu ís- lenzkrar menningar. 1 tuttugu ára samstarfi við Wfón Magnússon á fréttastofu út- varpsins varð mér býsna ljóst hversu tvíeggjuð sú ánægja er sem menn hafa af þvi að segja fréttir. Fréttir eru ekki allar góð- ar. Allar fréttir snerta tilfinning ar manna eða hagsmuni, og er þá komið undir greind og öðru inn- ræti einstaklinganna hvort hinar verri fréttirnar bitna ekki á þeim sem segir þær af heiðarleika og fullkominni kurteisi. Þrátt fyrir áð urnefnd áhrif fréttastofu ríkisút- varpsins á íslenzka blaðamennsku i átt tii menningar, mun hvergi vera stundaðux annar eins mold- viðrablástur í lýðræðisriki og hér á landi í því skyni að fela óþægi- legar fréttir, og hvað sem greind inni annars líður, þá hafa þeir ekki reynzt andstuttir íslenzku stjórn- málamennirnir, sem að þeim veðr um starfa. Knud Rasmussen segir eiivhvers staðar um dauða á hjarni: Það er vandalaust að láta Úfið uppi á jöklinum og dauðinn þar er ekki frásagnarverður. En það er karl mannsverk að leggja út í hríðina dag hvern, berjast gegn henni til kvölds, og hefja sama leik að morgni, dögum, vikiun og ef til vill mánuðum saman og keppa að settu marki án þess að eiga nokkra vissu um að ná þvi. Hvert einasta fótmál á slíkri vegferð er merkileg ur áfangi, og sá sem lætur lifið í slíkum leiðangri deyr hetju- dauða. ' Nú, þegar.ég minnist vinar míns Jóns Magnússonar að leiðarlokum, hvarflar það að mér, hvort það muni svo fjærri lagi að líkja bar áttu hans gegn fáfræði og heimsku við áratuga vegferð á hjami gegn uppstyttulausri hríðinni. Það veit ég manna bezt að ekki brast hann hugrekkið á vegferðinni. Ég vil svo að lokum votta sér- legum förunautum Jóns Magnús sonar samúð mína, . Ragnheiði Möller, eigimkonu hans og sonum þeirra, Magnúsi Hrafni Eðvald og Friðriki Páli. Reykjavik 9. janúar 1968. Stefán Jónsson t Sumir menn eru eins og sól- skinsdagar. Á minningu þeirra fellur aldrei s'kúr eða ský, þó að veður mörg séu válynd.1 Yfir þeim ■: er Mka alltaf bjartur og hressandi blær. Þeir láta oftast lítið yfir sér, en gjarnan þvi meir til sin taka, er á reynir, og gleymast ekki frekar en góðviðrið, sem vér mun um, þrátt fyrir allt, miklu lengur en hitt, sem á móti blæs. Við engan, sem ég þekki, á þetta fremur en Jón Magnússon. j Mér varð nafn hans fyrst kunnugt norður í Húnavatnssýslu, þar sem ég dvaldist urn skeið á þrítugsaldr inum, og góðkunningi minn, æsku vinur Jóns, lauk á hann miklu lofsorði í mín eyru. Ekki datt mér þá í jiug, að við ættum eftir að kynnast, sem löngu síðar varð og af einsbærri tilviljun. En við þau kynni staðfestist sú einkunn, er vinur Jóns forðum gaf honum norð ur þar, á svo fagran hátt, að mér er nú sérstaklega ljúft að minn- ast hans, þegar hann er allur. Jón Magnusson fæddist að Sveinsstöðum í Þingi, Austur- Húnavatnsssýslu, 1. janúar 1910. Voru foreldrar hans Magnús Jóns son, bóndi þar, Jónssonar, bónda sama stað, Ólafssonar, og kona hans, Jónsína Jónsdóttir, bónda í Hrísakoti á Vatnsnesi, Jónssonar. Jón gekk menntaveginn, eins og margir gáfum gæddir sýslungar hans hafa gert fyrr og síðar, fór í menntaskólann á Akureyri og tók stúdentspróf þaðan vorið 1931, sigldi síðan til Sviþjóðar og varð fil. kand. í norrænum málurn, ensku og bókmenntasögu frá há- skólanum í Stokkhólmi 1937. Hann var starfsmaður Menntamála ráðs, eftir að heim kom, frá 1938 til 1941, er hann gerðist frétta- stjóri Ríkisútvarpsins. En því starfi gegndi hann síðan til dauða dags, 2. janúar s. 1. Var því Jón aðeins degi betur en 58 ára, þegar ann lézt. Auk aðalstanfs síns, annaðist Jón Magnússon stundakennslu við Menntaskólann í Rvík 1938— ’55 og enskukennslu við Bréfaskóla SÍS frá störfum hans, var í lands- prófsnefnd frá upphafi, prófdóm ari við B. A.-próf i sænsku við fréttastjóri Háskóla íslands, reit íslenzk- sænska orðabók (ásamt Gunnari Leijström), bók um Svilþjóð (Lönd og lýðir II.) þýddi Böðulinn eftir Par Lagerkvist (ásamt Sigurði Þórarinssyni), Sálkönnun eftir Alf Ahlberg og bók um Gunnar Gunnarsson eftir Stellan Arvids- son. Af félagsstörfum Jóns^Magnús- sonar má nefna, að hann var for maður Félags íslenzkra stúdenta í Stokkihólmi 1934, öðru hvoru í stjórn Blaðamannafélags íslands síðan 1942 og í stjórn Sænsk-ís- lenzka félagsins. Hann var dóm- túlkur og skjalaþýðandi í sænsku. Jón kvæntist 1. maí 1938 Ragn- heiði Eðvaldsdóttur Möllers, kaup manns á Akureyri, og konu hans, Pálinu Jóhannesdóttur. Lifir hún mann sinn, ásamt þrem sonum þeirra, en þeir eru Magnús, er stundað hefur leikstjórnamám í Moskvu, Hrafn Eðvald og Friðrik Páll, sem báðir hafa stundað nám í Frakklandi. Samskipti okkar Jóns hófust árið 1944 og stóðu fjögur ár, með an ég veitti forstöðu Reykjanes- skóla við ísafjarðardjúp og var jafnframt fréttaritari Ríkisúvarps ins. þar í héraðinu að beiðni Jónas ar" Þorbergssonar, þáverandi út- varpsstjóra, en Jón Magnússon var þá fyrir nokkru orðinn fréttaritari útvarpsins, fyrstur manna. Gengu fréttir, sem ég sendi, gegnum hend ur Jóns, nýjungar og merkísatburð ir af ýmsu tagi. Eitt sinn sendi ég fregn af sextugsafmœli bónda nokkuirs, en henni var aldrei út- varpað. Féll mér það miður og gerði bréflega fyrirspurn til Fréttastofunnar um, hverju gegndi. Svaraði Jón þegar um hæl og kvað bóndann eigi hafa fullnægt þeim skilyrðum, sem gerð væru af hálfu Ríkisútvarpsins, til þess að sextugsafmeelis manna væri getið í fréttum þess. Auð- vitað hafði hann rétt fyrir sér, og sýnir þeta smáatvik Skyldurækrii Jóns og nákvæmni í störfum. Hitt fannst mér þó enn meira um vert, hvað hann gerði fram yfir skyldu sína og ég sannfærð ist um miklu seinna, einnig af tilviljun. Þá bar riiér að höndum sá vandi að flytja ræðu fyrir sænskumælandi hlustendum aust- ur í Finnlandi. Samdi ég hana fyrst á íslenZku, hringdi svo til Jóns og bað hann snúa erindinu á sænskt mál. Tók hann því þeg ar vel og innti þýðinguna af hönd um með ágætum, en vildi engan eyri taka fyrir starfið, þó að hann væri mér ekkert sktrtdugur- í sambandi við og eftir síðast nefndan greiða vorum við hjónin svo lánsöm að koma nokkrum slnn um gestir á heimili Jóns Magús- sonar og hans ágætu konu, frú Ragnlheiðar. Þar var gott að homa. Salarkynnin voru reyndar ekki sérstaklega víð, en hjartarúm ið var þvi mejra. Lítið sá ég inn an dyra af nýtízkuibúsgögnum, en það var sem hver hlutur byði okk ur velkomin. Mér hefur orðið sið asta koman okkar á þetta heimili mjög minnisstæð. Auk hjónanna voru þá stödd þar tengdadóttir þeirra úr fjarlægri álfu og barn hennar ungt, bæði svo ólík ís- lendingum á yfirbragð og í skap- lyndi Sem hugsazt gat. Þau blátt áfram léku við hvern sinn fingur. Svo glöð voru þau og hamdngju söm, aðeins yfir því að vera til og hafast við undir verndarvæng heimilisins. Móðirin unga talaði mál alls ólí'kt okkar tungu. En þó var eins og hver skildi annan til fyllstu hlitar. Allt var eðlilegt, þrungið samúð, yndisleiika og feg urð. Mér dettur ekki í hug að gera lítið úr hlut frú Ragnheiðar við að sfcapa hughrif og hlýju inn an veggja. Oftast er það líka svo, að húsfreyjan á drýgri þátt en maðurinn í að setja svip á heimil- ið. En ég sannfærðist um það þetta kvöld, að Jón Magnússon var ekki einimgis samvizkusamur fréttastjóri, frábær skjalaþýðari og sérsaklega greiðvikinn, heldur einnig sá heimilisfaðir, sem bók staflega bar fjölskýldu sína á hönd um sér. Um Baldur hinn góða segir Snorri svo í Eddu sinni, að „hann er beztr, ok hann lofa allir.“ Mér kemur sú lýsing í hug, þegar ég nú minnist Jóns Magnússonar fréttastjóra. Jón lofuðu allir, sem ég heyrði á hann minnast, og mest þeir, er þekktu hann bezt. Ég hef fyrir satt, að áreiðanleiki og sannleikshollusta Fréttastofu RíkisútVarpsins, sem öllum, bæði hér heima og erlendis er svo mik ils virði, að ómetanlegt má telj- ast, sé honum meir að þakka en nokkrum manni öðrum. Og mér er kunnugt um, að vinsældir hans og virðing innan útvarpsins og meðal hlustenda, sem fágætar máttu teljast, náðu langt út fyrir Fréttastofuna og þjónustu hans innan hennar. Það er ómetanlegt fyrir þessa stofnun að hafa notið starfa hans undanfarna áratugi, en autt og ófyllt skarð fyrir skildi nú, þegar hann er horfinn. Jóns Magnússon ar er og verður þvi sárt og lengi saknað, líkt og sólskinsdaganna frá liðnu sumri, en auðvitað sár- ast og lengst af sínum nánustu, er mest höfðu að minna. Ég votta eftirlifandi ekkju Jóns fréttastjóra, börnum þeirra og öðrum vandamönnum innilega sam úð mína og fjölskyldu minnar með kærri þökk fyrir ógleymaniega samfylgd. Þóroddur Guðmuudsson. t • Það er altítt að fólki verði þá fyrst Ijósir kostir manna, þegar þeir eru allir. Hitt er sjaldgæf- ara, að kynnast mönnum sem eru svo vandaðir til orðs og æðis og hlotið hafa í vöggugjöf svo ríkan skerf þeirrar kurteisi sem kemur að innan að enginn man til af- hafa heyrt þeirra minnz' í lifanda lífi öðruvisi en aí hlýhug og virð ingu. Allt annað hefð: verið kall að stáksskapur. Einn þessara fá- gætra manna var Jón Magnússon. Það var hamingja að kynnast hon um, og þegar ég lít nú til baka yfir ky.-irn okkar um nokkurra ára skeið sé ég þar hvorki ble t né hrukKu. og ég þykist vita að ég sé ekkr einn um það. Að rokcu náskólanámi í Stokk- hólrr '937 varð hann s’arfsmaður Menningarsjóðs. Fréttastjóri Ríkis útvarpsins varð hann 1941 og gegndi því starti til dauðadags. Ævistirf hans var því lengst af helgað útvarpinu sem honum þótti vænt um, þótt óhjáfcvæmUega hlæðust á hann félagsmála- og trúnaðarstörf og hann stundaði kennslu og ritstörf jafnframt um nokkuæt skeið. Annars ætla ég ekki að rekja hér uppruna og æviferil Jóns Magnússonar. Það gera eflaust aðrir, að svo miklu lejdi sem ástæða þykir til um jafn kunnan mann. Þó að mestur harmur sé nú kveð inn að vandafólki hans, sakna margir vinar í stað og þá ekki sízt við sem áttum hann að húsbónda á fréttastofunni. Skyndilegt frá fall hans fyrir aldur fram mitt í önnum dagsins kx>m okkur öllum jafnt á óvart. Fyrir noikkrum ár- um hafði hann reyndar kennt hjartaisjúkdóms og verið frá störf um um tíma. Eftir það varð hann að gæta heilsu sinnar eftir föng um í erfiðu og erilsömu starfi, en hvorki hann né aðra mun nú um áramótin hafa grunað að svo skammt væri til leiðarloka. Hann var að undirbúa ferð til fjarlægs lands eftir nokkra daga og hlakk aði til hennar. Jóladagarnir liðu með fjölskyldunni, og 58. afmælis dagurinn hans var á nýársdag. Morguninn eftir kom hann fréttastofuna, glaður og reifur aó vanda. Hann var nýstiginn úr strætisvagni á leið til vinnu eftir hádegið og átti skammt eftir ó- farið þegar hann hneig niður örendur. Sú frétt skyggði á allar a'ðrar. Jón Magnússon var um margt einstæður maður, þó að sjálfsagt sé það ekki öllum Ijóst sem höfðu af honum stundarkynni, vegna þess að hann var hlédrægur og bar ekki tilfinningar sínar á torg Þrátt fyrir það var hann gæddur slíkum persónuletka að allir sem með honum störfuðn báru til hans fullt traust, virðirigu og einlægan hlýhug. Margt í fari hans verður þeim minnisstætt en tvennt kom að jafnaði óvenju skýrt í ljós: skarpleiííi hans og hcfstilling í orði og verki. Hann var tvímælalaust exnn skarpgáfað 9sti maður sem ág hef kynnzt, eid fijótur að átta sig á öllu sem að hördum bar, og virtist þar að auki jafnvigur á flest eða öll viðfangr efni. Við þetta bættist að menntun hans var alhliða og traust og áhuga sviðið vítt eins og iðulega koæ fram. Margt sem starfsmonnum hans óx í augum eða kom þeinr Framhald á bls. LZ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.