Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 12

Tíminn - 09.01.1968, Blaðsíða 12
12 TÍMINN ÞRIÐJUDAGUR 9. janúar 1968. MINNING Jón Magnússon Framhald al bls. b annarlega fyrir sjónir fannst hon- uim leikur einn. Um það mætti seigrja rnargar skemmtilegar sögur. Þekktum útvarpsmanni varð það\ eitt sinn á að bera því við' að liann kynni ekki ónefnt tungumál sem hann þurfti að nota daginn eftir. „Þá er að læra það“, sagði Jón og stöbk varla bros. Stundum fannst okkur á fréttástofunni helzti ljóðurinn á ráði Jóns vera sá að hann gæfi ekki alveg nógu skýr fyrirmæli. En við gáturn sjálf um okkur um kennt. Skarpleiki Jóns var svo mikill að það sem honum fannst fullskýrt gat vafizt furðanlega fyrir ýmsum öðrum. Látlaus hógværð hans og stillimg - í allri umgengni var annað megin einkenni í fari hans. Erfitt var 1 að hugisa sér betri yfirmann. Hann stjórnaði ekki með hávaða og handa slætti og varð ekki uppnæmur fyr ir smámunum. Ég minnist pess naumast að cg heyrði hann brýna röddina verulega. Stóryrði voru e'kki til í hans orðabók. En í ýmis smáorð tungunnar kunni hann að leggja þann þunga með einni áherzlu sem fáum er lagið. Fyrir þá sök lék aldrei neinn vafi á því, hvort honum líkaði betur eða verr- Það er fáum gefið að geta næstum með návist sinni einni sarnan látið uppi vilja sinn eða stjórnað hópi á vinnustað. En þá list kunni Jón Magnússon. Sama hófsemin birtist í öllu sem hann gerði. Hún kom fram í mati bans á fréttum og meðferð þeirra, við- ræðum hans og áliti á mönnum og málefnum, fr^mkomu hans, dag- legri umgengni og öllum viðskipt um við kunnuga sem ókunnuga. Á hverjum stað og stund kunni hann að koma þannig fram að ekki varð að fundið, og ölium. fannst að ein mitt þannig ætti það að vera. Þetta olli því ásamt mörgum öðrum eðliskositum hans að Jón M'agnúisson var flesum betur fall inn til að gegna því starfi sem féll honum í hlut, þó að önnur störf befði hann eflaust getað leyst af hendi með sömu ágætum, ef þess hefði verið af honum krafizt. Fréttastjórastarfið er vafalítið er- ilsamt og þreytandi á stundum og ekki ævinlega vandalaust að sigia heiiu og höldnu framhjá öllum skerjum- En hæfileikar Jóns Magnússonar og heilbrigður metn aður enfust honum til þess, >jg það hlýtur að teljast gæfa útvarps ins að hamn skyldi veljast til þess að veita fréttastofunni forstöðu í rúman aldarfjórðung. Því miður hefur hún stundum orðið fyrir ó- drengilegu aðkasti úr hörðustu átt, en aldrei sannazt að það ætti vi.ð rök að styðjast og vopnirn vana lega snúizt í höndum þeirra sem fyrir aðförinni stóðu. Hlutleysi út- varpsins er margþvælt og misskilið hugtak. Oftar en einu sinni minnti Jón á þá staðreynd að hlutleysi og „fyllsta óhlutdrægni“ er tvennt ó- líkt, og síðari kvöðin en ekki sú fyrri, er útvarpinu á herðar lögð. Afstaða Jóns Magnússonar til frétta og meðferðar þeirra var yf- irleitt ekki tilfinningabundin, heldur studdist einungis við skyn semi og dómgreind. Hann vildi að þær væru eins réttar og föng voru á og byggðar á traustum heimild um, skýrar og skorinorðar. Um málalengingar var honum ekki gef ið, en vildi að sjálfsögðu að á hverri frétt væri eins gott mál og knstur var. Þetta eru sömu kröfur og hver vandaður fréttastjóri hlýtur ævinlega að gera Á þessu vildi auðvitað alltaf verða misbrest ur öðru hverju. Það vissi bæði Jón og aðrir. En þetta var markið sem að skyldi stefnt. Oft verður að birta ýmsar fréttir sem litlu skipta, en ýta öðrum fré eins og gengur og gerist. Hégómlegt auglýs ingaskrum og innantómar langlok ur voru Jóni Magnússyn, fjær skapi en flest annað. Og sama gilti um æsifréttir. En eðlisborinni hóg værð hans fylgdi nægileg ein- drægni og festa til að standa af sér allt slikt. Um hitt þarf ekki að fjölyrða, hve hann gladdist yfir því, þegar sagðar voru góðar frétt ir. Þó að Jón væri sjaidnast marg orður um einkahagi sína og ekki gjarnt að flíka tilfinningum sínum var hann a'llra manna skemmtileg- astur í vinahópi. Þá nutu þekking hans og gáifur sín vel. Hann var að vísu alvörumaður, en að jafn aði fljótur að sjá spaugilegu hlið arnar á hverjum hlut og gæddur harfínni kímnigáfu í ríkum mæii. Ég held að hún hafi verið eina /opnið sem hann beitti, en það gerði hann af þvílíkri snilld að sumar umvandanir hans og hnyttn ar athugasemdir af því tagi fyrn ast eflaust seint í minningunni.Það var oft glatt á hjalla á fréttastof- unni, þegar Jón gaf ser tíma til að líta upp irá ritvélinni eða hafði frið fyrir símanum, ég tala nú ekki um ei einhver kom í heim sókn sem hann hafði gaman af að hitta. Það voru þær stundir sem gáfu stofunni og starfinu Mf og lit. Og það eru þær sem við eigum eftir að sakna sárast Enn er ótalmörgu við að bæta, en sízt má það gleymasl að Jón Magnússon var einstakí lipur- menni, ef tíl hans var ieitað. Ailt af var hann reiðubúinn að hliðra til, ef starfsfólk hans hafði einhverj ar cskir fram að færa sem hann gat orðið við. Vandamál sín var got* að bera upp við hann. RSð bans voru hollráð- Þess vegna var hann aldrei eingöngu húsbóndi og yfirmaður, heldur vinur og félagi um leið. Og meira en það. Hann var kennari og fyrirmynd. Á frétta stofunni hefur oft unnið náms- fólk lengur eða skemur. Og ég veit að það minnist þess með ánægju, hve alltaf var gott til Jóns að leita. Mér eru heimilis- hagir hans lítt kunnir, en ég veit að hann var reglusamur og ást- sæll heimilisfaðif. Það er dálítið ertfitt, jafnvel fyr ir þá sem ekki eru Jóni Magnús syni vandabundnir, að sætta sig við að hann sé farinn. Við hefð um viljað kynnast honum betur og njóta hans miklu lengur. En eigi má sköpum renna. Nýja árið færði honum óvænta reynslu að höndum og breytti öllum ferða- áætlunum hans. Nú segir hann ekki framar fyrir verkum. Það þýðir ekki að bíða eftir því að 'hann kasti á okkur kveðju, stingi lyklinum í skrána og líti yfir nóa fróttirnar, áður en hann fer upp í kaffi. Og hann kemur ekki fram ar til að fylgjast með fréttunum til kvölds. Við hiðurr þess í síðasta sinn á þriðjudaginn var. En í hug um vina sinna og samstarfsmanna heldur hann ár>am að iifa. Ekkju hans, scnure og öðrum vandamönnum óska ég huggunar við v! minninganna Hjörtur Pálsson. t Jón Magnússon, fréttastjóri. Einn mesti heiðursmaður, sem ég hefi kynnzt á lífsleiðinni, Jón Magnússon fréttastjóri Ríkisút- varpsins, er fallinn í valinn, harm dauði öllum, er honum kynntust. •í dag er hann borinn til hinztu hvfldiar. Ég átti því láni að fagna að njóta meira og minna samskipta við Jón og vimáttu hans um 35 ára skeið. Við kynntumst fyrst í Stokkhólmi, skömmu eftir að hann kom þangað til náms síð- sumars 1932, er ég var þar við undirbúning „íislenzku vikunnar“, sem þar var haldinn um haustið. Ég hitti hann fyrst á heimili vin- ar okkar, dr. Gunnars Leijströms. En heimi'li hans hafði verið heirn- ili mitt öll þau ár, er ég dvaldi í Stokkihólmi. Heimili Leijströms var síðan griðastaður flestra ís- lendinga, sem nám stunduðu í 'Stokkhólmi um 2ja áratuga skeið. Þeir Jón og Gunnar áttu síðan langt og árangursríkt samstarf bæði við endurútgáfu kennslubók ar í sænsku og íslenzk-sænskrar orðabókar, er þeir gáfu út sam- eiginlega, mikið verk og vandað. Þegar Jón Magnússon kom heim frá námi að loknu FiL kand prófi frá Stokkhólmsháskóla 1937, hófust á ný samskipti okkar í Sænska klúbbnum, þar sem hann var fljótt kosinn í stjóm. Hann var og einn af stofnenduim fs- lenzk-sænska félagsins haustið 1956 og vonum við alla tíð síðan saman í stjóm þess félags. Það var jafnan ánægjulegt að vera með Jóni. Alltaif jafn rólegur, þægilega gam'ansamur, hnyttinn í svörum. Allt var gáfulegt og hugs að, sem hann sagði. Framúrskar- andi réttsýnn var hann og beið- arlegur, virkilegur „gentlemaður" í sjón og reynd. Þessi eiginleikar hans komu vel að notum í hinu vandasama starfi hans sem frétta- stjóri RíkisútvaiTpsins, þar kom sér sannarlega vel réttsýni hainis, ró og hin örugga matsgáifa haas. Um ævistarf Jóns og ætt ætla óg ekki að skrifa. Um það munu aðrir fjalla, sem betur kunna skil þar á. En ég vildi með þessum fáu orð um minnast þessa trausta og góða vinar og þakka h-onum fyrir langa og góða samleið og fliytja honum þökk okkar allra, sem með hon- um störfuðu að sameiginlegum hugðarmálum fyrir sænsk-íslenzk málefni, þar var hann heill og innilegur, eins og í öllu, er hann tók sér fyrir hendur. Konu Jóns, Rögnu Möller, og somuim þeirra flyt ég mínar innil'egU'Stu samúð- arkveðjur. Guðlaugur Rósinkranz. f Jón Magnússon. fréttastjóri Rík isútvarpsins, átti sæti í landsprófs nefnd miðskóla frá stofnun nefnd arinnar 1946 og allt til andláts síns fyrir aldur fram 2. janúar s.L Þessar fátæklegu linur eru rit- aðar til að þakka Jóni samistaitf- ið.. Þakka honum lipurð hans og sveigjanleifca, hnyttnar tillögur og glöggar athugasemdir, og ekki bvað sízt hiina launskörpu kímni gáfu, sem oft yljaði okkur sam- starfsmönnum hans um hjartaræt urnar. Það vakti mikla athygli mína, í stuttri, allt of stuttri samvimnu, hve Jón var afskaplega fljótur að átta sig á breyttum viðhorfum og nýjum hugmyndum, svo og hve aðdá'anlega fljótur hann var að vinna, að skila vandasömum verk- efnum gaumgæfilega unnum. Af fjölmörgum mönnum, sem ég hef átt samvinnu við, tel ég afar fáa hafa búið yfir jafnsérstökum verk hæfileikum sem Jón Magnússon. Skarðið eftir hann látinn mun enda vandfyllt, hvar sem verka haes hefur notið. Fyrir hönd samstarfsmanna Jóns Magnússonar í landsprófs- nefnd votta ég eftiriifandj ástvin um hans djúpa samúð. Andri fsaksson. Með Jóni Magnússyni, fréttastjóra Ríkisútvarpsins, er fallinn í valinn mikilhæfur forystumaður í íslenzkri blaðamennsku síðasta ald- arfjórðunginn, maður, sem með óvenjulega fjölþættum gáfum, ágætri menntun og frábæru starfi hefur átt ríkan þátt í því að breyta og bæta fréttaflutning og fréttamat. Flestir munu viðurkenna, að starf hans sem forstöðumaður hlutlausrar fréttastofu Ríkisúvarpsins á þessum mótunar og umbrotaárum hefur verið mjög viðurhlutamikið og krafizt óvenju skýrrar dómgreindar, yfirsýnar og sterkrar réttlætis kenndar. Jón Magnússon olli þessu hlutskipti alla tíð með þeirri reisn, sem lengi mun verða þökkuð og til vitnað sem frábærs afreks. Þetta starf hans verður ekki aðeins svo mikils metið af okkur samtíðar- mönnum hans í blaðamennskunni, heldur litið á það sem mikilvægt fordæmi um langa framtíð. Jón Magnússon lagði þjóð sinni margt og mikið annað af mörkum, þó að þetta eitt muni nægja til langrar minningar í óbrotgjamri virðingu. Frá því greina aðrir. Okkur þykir aðeins hlýða að minna á óeigingjamt og mikið félags starf hans í samtökum blaðamanna, þar sem hann var í senn hvers manns hugljúfi, traustur forystumaður, hvenær sem á reyndi, hell og álirifamikill málafylgjumaður, ekki sízt í menningarmálum stéttar sinnar. Við viljum einnig þakka af alhug ómetanleg kynni og persónulega vinsemd í öllu samstarfi og ekki sízt þá gleði sem hann gaf á góðum samræðustundnm. Við vottum eiginkonu hans, sonum og öðm venzlafólki hans djúpa samúð. Ritstjórar Timans. t 1 ■■ ' ' JÓN MAGNÚSSON frá Sveinsstöðum — In memorram — Andar köldu árið nýja; stofnar nötra í nístingsvindum. Hjarta gníst er heíjufleini; ' fellur að velii valrnmeimL Rofna tengslin trúrra vina; sárast í Langholti Ifkaböng ymur- ! Þrúðgan vang í Þingi norður hrtílir frá krosstré háabrestur. Augu klökkna góðum grönnum, — þögn slær á vini um Vatnsdal og Ása. Vítt um land stóð virð hans fótum, einnegin víst með öðrum þjóðum. AHsstaðar var hann ættjörð sómi, allsstaðar mun hans saknað sáran. Hnansakvfei ftellur hljóð mflli skara, fannbarðir Hólamir höfði drúpa. Helfeidda andar um árantótin; beðið er vors yfir veraldarslóðir. Baldur Páhnason. Nauðungaruppboð Eftir kröfu tol'lstjórans í Reykjavik og ýmissa lögmanna, verða neðangreindar bifreiðir og vél- knúin ökutæki seld á nauðungaruppboði, til lúkn- ingar lögtaks- og fjárnámskröfum, mánudaginn 15. janúar n.k- kl. 10 árdegis að Síðumúla 20 (Vöku h.f-). Greiðsla fari fram við hamarshögg. R 22 R 123 R 1609 R 3557 R 4047 R 4162 R 4180 R 4919 R 5370 R 5371 R 6345 R 6619 R 6688 R 6918 R 7090 R 7424 R 7620 R 9007 R 10200 R 10362 R 10823 R 10924 R 11281 R 11393 R 11554 R 11605 R 11860 R 13243 R 13279 R 13410 R 13468 R 14523 R 14933 R 15278 R 15524 R 15575 R 15610 R 15736 R 16051 R 16383 R 16490 R 17026 R 17089 R 17315 R 17928 R 17955 R 18174 R 18278 R 18395 R 19016 R 19318 R 19363 R 19428 R 19451 R 19643 R 19914 R 20044 R 20295 R 20372 R 20380 R 20425 R 20499 R 20521 R 20602 R 20728 R 22125 R 22136 G 2789 G 2869 L 944 Volkswagen Pick-up bifreið, árg. 1963,, jarðýta International D.T. 9, árg. 1957. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.