Alþýðublaðið - 29.09.1989, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 29.09.1989, Qupperneq 2
2 Föstudagur 29. sept. 1989 MMIUBLMÐ Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Flákon Flákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakiö. EFLUM FLOKK JAFNAÐARMANNA Stundum snúast stjórnmál meira um hagsmuni en málefni og fólk. íslenskir stjórnmálaflokkar voru stofnaðir fyrr á öldinni sem samastaður stétta sem áttu í erjum. Stefnur flokkanna voru til hægri ef þær tóku upp hanskann fyrir burgeisa en til vinstri ef barðist var fyrir réttinum til brauðs. Enn í dag nota stjórnmála- fræðingar sama mælikvarða um hvað sé til vinstri og hvað til hægri. Islensk þjóð er að búa sig undir að fletta upp á árinu 2000, en það er eins og margir yfirskoðunarmenn stjórnmálaflokka eigi bara gömul dagatöl. Ráðamenn til „vinstri" í pólitík halda til dæmis að fólk sem er til vinstri eigi að vera á móti peningum og sólarferð- um og að þeir hafi samkvæmt hefð einkarétt á að vera félagslega þenkjandi. Þeir halda líka að sjálfstæðismenn berjist ekki fyrir rétti þeirra sem minna mega sín. Þegar Alþýðuflokkurinn gekk í eina sæng með Sjálfstæðisflokki og myndaði Viðreisnarstjórnina í upphafi sjöunda áratugar urðu margir vinstri menn glaðir innst í hjarta. Þar sannaðist að kratar stæðu ekki með alþýðunni. Öll þau ár sem liðin eru hafa vinstri menn lifað góðu lífi á að berjast hverjir gegn öðrum. Fyrir bragðið hefur Sjálfstæðisflokkur átt auðvelt með að leika hlutverk flokks allra stétta. í hans röðum eru allskyns stefnur ríkjandi, allt frá hægri villu um algjört frelsi mark- aðarins og til hefðbundinnar framsóknarmennsku sem hvílir á ríkisafskiptum. í Sjálfstæðisflokknum eru í dag samankomnir fleiri krataren í Alþýðuflokki, ef marka má síðustu skoðanakann- anir. I fyrrakvöld var í Ríkisútvarpinu fjallað um velferðarsamfélagið í umræðuþætti. Ólafur Davíðsson, framkvæmdastjóri Félags ís- lenskra iðnrekenda taldi að meginlínur í stjórnmálum lægju milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks annarsvegar og Framsóknar- flokks, Alþýðubandalags og Kvennalista hinsvegar. Allir stjórn- málaflokkar á Islandi hneigðust að vestrænu velferðarkerfi en það sem greindi þá að væri stefnan í efnahagsmálum. Skoðanir sjálfstæðismanna og alþýðuflokksfólks væru hér svipaðar. Al- þýðuflokkurinn hefur aðhyllst sem mest frelsi í hagkerfinu en vilj- að standa dyggan vörð um réttlæti og jöfnuð í samfélaginu. Vinstri menn hafa átt erfitt með að kyngja því að jafnaðarmanna- flokkur skuli gefa eftir á efnahagssviðinu. Alþýðuflokknum bæri samkvæmt hefð að skipa sér í flokk með þeim sem vilja sem mest afskipti ríkisvaldins á öllum sviðum. Á allra síðustu tímum má þó greina stefnubreytingu. Félagið Birting sem enn hefur að- setur í Alþýðubandalagi hefur orðið málsvari nýrrar hugsunar í sósíalistaf lokki. Peir tímar eru framundan að jafnaðarmenn hvar í flokki sem þeir standa verða að ákveða hvar eða hvort þeir hyggjast starfa sam- an. Það er brýnt að á íslandi ef list stór og sterkur jafnaðarmanna- flokkur. Alþýðuflokkurinn stendur öllum opinn og þar er góður vettvangur fyrir fólk sem vill efna jöfnuð og réttlæti en er laust við vinstri efnahagskreddur. Ekkert hefur farið eins illa með efna- hag þessarar þjóðar og afskipti stjórnvalda sem hafa byggt á verndunarsjónarmiðum jafnframt því sem stjórnmálamenn hafa skarað eld að eigin köku. Kröflurnar og flugstöðvarbyggingarnar hafa komið í veg fyrir að þjóðin hafi getað notið lífskjara af eðli- legum vinnudegi. Lífsgæðin hafa fengist með óheyrilegri vinnu vegna þess að jafnhliða því að vinna fyrir eigin framfærslu hafa menn stritað til þess að þjóðin ætti fyrir afborgunum af gælu- verkefnum stjórnmálamanna. ONNUR SJONARMIÐ í þjóðviljanum á miðvikudag birtist viðtal við Ólaf Ragnar Grímsson fjármálaráðherra um „skatta, skuld- ir og moldviðri". Þar víkur Ólafur meðal annars orðum að frétt Al- þýðublaðsins þess efnis að komandi fjárlagafrumvarp verði hugsanlega afgreitt með að minnsta kosti 4 en allt upp í 7 milljarða króna halla. í þjóðviljanum segir hann: „Nýjasta vitleysan er forsíðu- frétt í Alþýðublaðinu um 7 millj- arða halla. Það hefur aldrei stað- ið til og enginn nefnt þá tölu og aiger samstaða um það í ríkis- stjórninni að slíkur halli væri of mikill. Við höfum lagt til mun minni halla. Eg ætla ekki að nefna þá tölu hér, en hún verður undir bæði lægri og hærri mörk- um sem sett eru fram í Alþýðu- blaðinu. Það er satt að segja ekki mjög gott að fjölmiðlar sem vilja vera ábyrgir, birti slíkar rang- fréttir." ÞAÐ er satt að segja ekki mjög gott þegar ráðherrar láta svona. Alþýðu- blaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að fyrir skömmu hafi Ólafur lagt fram tillögur þar sem fram kemur að ekki sé raunhæft við svo búið annað en að næstu fjárlög verði af- greidd með um 4 milljarða króna halla. I téðri forsíðufrétt Alþýðublaðsins segir: „Stjórnarflokkarnir munu vera samála um að ekki sé unnt að eyða halla ríkissjóðs á einu ári og er nú reiknað með að af- greiða fjárlög næsta árs með 4 milljarða króna halla að minnsta kosti, en jafnlíklegt talið að hann verði 6—7 milljarðar." Alþýðublaðið veit til þess að Ólaf- ur hafi lagt til að hallanum yrði eytt á 2—3 árum. Flann gerir ráð fyrir halla. Alþýðublaðið hefur öruggar heimildir fyrir því að Ólafur hafi lagt fram ákveðnar tillögur sem gætu lækkað hallann frá því sem stefndi að óbreyttu niður í 4 milljarða. Og Alþýðublaðið þykist vita að eins og staðan var þegar greinin var rituð þá var ekki samstaða komin um minni halla og að þá átti eftir að leysa dæmið sem þá stóð í 6—7 milljörðum. Ef Ólafur hefur fyllt úr einhverjar ávísanir síðan þá er hon- um óskað til hamingju með það. RÖÐ atburða virðist flækjast fyrir Ólafi. í „nýjasta brennivínskauþa- málinu" hefur Ólafur látið hafa eftir sér að það sé ekki innan ramma þeirra reglna sem ríkisendurskoðun hefur sett fram. Hitt var látið ósagt 'að reglur þessar voru settar fram mörgum mánuðum eftir að viðkom- andi atburður átti sér stað. Og svona var það þegar hann bauð heiðurs- gestinum Lúðvík Jósepssyni og 24 öðrum Allaböllum í veislu í ráð- herrabústaðnum sl. febrúar. Það var haldið upp á 30 ára afmæli útfærsl- unnar í 12 mílur, segir í DV. En tíma- setningin passaði ekki því miður. „Eg hef ætlað að gera þetta dá- lítið lengi en vegna ýmissa ástæðan hefur þetta dregist" sagði Ólafur. Voru það bara Alla- ballar sem færðu út landhelg- ina? Voru þeir einir verðugir 50 þúsund króna veislunnar á sér- kjörum? En mikið er talað um að siðferði stjórnmálamanna hafi hrakað og meira segja er vitnað til urrimæla Steingríms Hermannsonar um Seðlabankann sem dæmi um það. Það hlýtur því að gleðja hug og hjörtu allra þegar rýnt er í glóðvolg Fjármálatíðindi Seðlabankans, þar sem sjálfur Jóhannes Nordal segir: „í stað þeirrar drottnunar- girni, sem fylgir þeim, sem þykj- ast hafa fundið lausn allra vandamála, er heiminum nú í vaxandi mæli stjórnað af mönn- Hallinn hans Ólafs. Verður hann 4 eöa 7 milljaröar? Reynslan leiöir það í Ijós. um, sem gera sér grein fyrir tak- mörkum visku sinnar og valds og eru því hógværari í ákvörð- unum sínum og fúsari til þess að hlusta á og vinna með öðrum.“ Einn með kaffinu Nýi sveinninn hjá múrara- meistaranum vann á fullu allan daginn. Hann hljóp fram og aft- ur með hjólbörur fullar af steypu. Að lokum spurði einn múrarinn sveininn hvers vegna hann legði svona hart að sér. — Uss, ég er bara að plata meistarann, sagði sveininn. Ég legg ekkert hart að mér, þetta eru sömu steypubörurnar sem ég hleyp með fram og aftur! DAGATAL Bank, bank, glugg, glugg Bank, bank. „Sæll Jón Helgason dómsmála- ráðherra, við erum hérna frá Orat- or, félagi laganema, og við ætluð- um að ræða við þig um árlega brennivínsveislu sem ráðherra heldur okkur. Okkur datt í hug hvort þann sautjándi væri ekki í lagi þín vegna?" „Kemur ekki til mála. En þið er- uð velkomnir ef þið viljið mysu og lambaket." „Eh ... við höfum samband." Bank, bank. „Sæll Matti Matt. Heyrðu held- urðu ekki að hann Jón bóndi hafi neitað okkur um brennivínsveisl- una árlegu, þú veist. Heldurðu ekki að þú gætir græjað þetta í staðinn fyrir okkur." „Sagði Jón þetta, já? Það er auð- vitað engin hemja að láta svona við tilvonandi þingmenn flokks .. . lögfræðinga þjóðarinn- ar. Auðvitað fáið þið veisluna frá mér.“ „Er sautjándi í lagi? Við verðum svona 150 stykki". Flett, flett. „Nei, þá verð ég með stóra veislu út af Flugstöðinni. Atkvæð- in þar eru fleiri, þó ykkar séu auð- vitað góð. Segjum þann átjánda." Ring, ring. „Ólafur, þetta er Lúlli. Ég sé að það eru 30 ár liðin frá útfærslu landhelginnar í 12 mílur. Eigum við ekki að halda upp ájretta?" „Vitaskuld Lúlli minn. Á kostnað ríkisins eðlilega. En ætlið það flokkist ekki undir sjávarútvegs- ráðuneytið eða hugsanlega utan- ríkisráðuneytið?" „Ja, eins og þú veist Ólafur þá eiga kratar og frammarar þau ráðuneyti og ég treysti þeim ekki fyrir slíkri veislu." „Kórrétt Lúlli minn. Við björg- um þessu. Eigum við ekki að hafa það veislu með nánustu samstarfs- mönnum?" „Jú, endilega. Það vill svo til að það voru einungis flokksbundnir alþýðubandalagsmenn sem stóðu að þessu, svona tvær tylftir. Þessir íhaldsforkólfar í embættisstólun- um gerðu auðvitað ekki neitt." Ring, ring. ,,Frikki Soph? Þetta er Siggi Páls, þú veist, við vorum samstúdentar. Heyrðu það eru 25 ár síðan við út- skrifuðumst. Geturðu ekki haldið veislu af því tilefni, þú veist eins og alltaf er verið að gera fyrir félagið okkar Orator?" „Auðvitað vinur, þetta var nú helvíti fjölmennur og skemmtileg- ur árgangur! Eigum við að segja , kokteilboð í Rúgbrauðsgerðinni og svo ball á eftir?" Bank, bank. „Blessaður Halldór. Ég færi þér kveðju frá fulltrúaráði framsókn- arfélaganna. Okkur datt í hug að gott væri að hitta þig á léttu nótun- um og ganga frá nokkrum kjör- dæmismálum." „Ég er nú hræddur um það. Ég býð heim til mín." „Er . . . það gæti verið nokkuð fjölmennt. Er einhver sjens að þú getir græjað nokkrar flöskur á þú veist hvaða prís?" „Sama og gert. Ég tala við þig þegar ég er búinn að sinna grát- kórnum." Bank, bank. Ring, ring. Glugg, glugg. Skál, kling.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.