Alþýðublaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 29.09.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 29. sept. 1989 3 Hagvöxtur, umhverfisvernd og barátta gegn fátækt Kjarni stefnunnar í þróunarmálum er aö samtvinna þessa þœtti, sagdiJón Sigurösson á fundi Alþjóöabankans ogAl- þjóöagjaldeyrissjóösins. Samræming og um- bætur í stjórn efnahags- mála bæði í iðnaðar og þróunarlðndum, aukið viðskiptafrelsi, minnk- un eriendra skulda, þró- unarastoð og umhverfis- mál. Þetta er aðalum- ræðuefni á árlegum fundi Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins sem haldinn er þessa dagana í höfuð- borg Bandaríkjanna, Washington D.C. — Hag- vöxtur, barátta gegn fá- tækt og umhverfisvernd verða að fylgjast að. Kjarni stefnunnar í þró- unarmálum er að sam- tvinna þessa þrjá þætti. Norðurlöndin eru tilbú- in að mótun og fram- gangi siíkrar stefnu, sagði Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra í ræðu sem hann flutti fyr- ir hönd Norðurlandanna um málefni Alþjóða- bankans. Fundinn sitja fulltrúar 152 þjóða, sem aðild eiga að þessum stofnunum. Að- alfulltrúar ísiands eru Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra og Jóhannes Nordal, seðlabankastjóri.ásamt að- stoðarmönnum þeirra. Að- alfulltrúi Norðurlanda í stjórn Alþjóðabankans er nú Jónas H. Haralz, en Magnús Pétursson, er vara- fulltrúi í stjórn Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins. Að þessu sinni talaði Jón Sigurðsson viðskiptaráð- herra fyrir hönd Norður- landanna um málefni Al- þjóðabankans. Jón sagði að viðleitni tli að laga efna- hagslífið að breyttum for- sendum hefði borið árang- ur í ýsmum þróunarlönd- um. Ennfremur stæðu von- ir til að nýlegar aðgerðir til að létta skuldabyrði þess- ara landa myndu koma að haldi. Engu að síður væri svo ástatt í miklum hluta þriðja heimsins, einkum í ríkjunum sunnan Sahara og í rómönsku Ameríku, að viðskiptakjör væru óhag- stæð, fjármagn til fram- kvæmda ófullnægjandi og þjóðartekjur á mann færu enn lækkandi. Við þessar aðstæður væri það sérstak- lega miklvægt að sá tiltölu- lega öflugi hagvöxtur, sem héldi áfram í iðnríkjunum, kæmi þróunarlöndum til góða. Jón sagði m.a. að öfl- ugar aðgerðir iðnríkjanna til þess að ná betra jafnvægi í sínum eigin efnahag myndu stuðla að tryggara efnhagsástandi um heim allan, lægri vöxtum og auknum hagvexti. Þá taldi Jón Sigurðsson að það hefði úrslitaþýðingu fyrir þróunarríkin að tryggja varanlegan árangur af aðlögunarstefnu. í því skyni yrði með sérstökum aðgerðum að komast hjá því að skerða lífskjör þeirra, sem verst væru sett- ir í þessum löndum. Þá þyrfti að framkvæma minnkun skuldabyrði af styrkleika og í tæka tíð. í ræðu sinni tók Jón fram að hagvöxtur, barátta gegn fátækt og verndun um- hverfis yrðu að fylgjast að. Án hagvaxtar væru ekki fjárhagslegar forsendur til að ráðast gegn fátækt pg umhverfisspjöllum. Án þess að dregið væri úr fá- tækt og umhverfið verndað myndi hagvöxtur hvorki verða til góðs né standa lengi. Jón Sigurðsson sagði að kjarni stefnunnar í þróun- armálum væri að sam- tvinna þessa þrjá þætti. Ef horft væri til framtíðar, ætti Alþjóðabankinn að auka stuðning við menntun, heilbrigðisþjónustu, bætt mataræði og takmörkun barneigna. Bankinn þyrfti að marka grundvallar- stefnu í þessum efnum, sem fylgt yrði á næsta áratug. Norðurlönd væru reiðubú- in að stuðla með virkum hætti að mótun og fram- gangi slíkrar stefnu. Jón Sigurðsson flutti ræðu fyrir hönd Norður- landanna á fundi Al- þjóðabankans. FRÉTTASKÝRING íslenskt atvinnulíf á síöasta ári: Fjármagnskostnadurinn mergsýgur fyrirtækin Iflestum tilfellum eru rekstrartekjurnar vel hœrri en rekstr- argjöldin. Mikil fjárfesting og háir vextir valda taprekstri og rýrnun eiginfjár. Rekstrartekjur í sjáv- arútvegi voru í fyrra um 4.758 milljónum króna hærri en rekstrargjöld eða 7,1% hærri. Þetta er talsvert betri útkoma en árið áður, enda hafði fiskafli aldrei verið meiri og hefur verðmæt- ið í „þorskígildum" hækkað um þriðjung frá því 1983. Það sem hins vegar gerði útslagið með að sjávarútvegurinn kom í heild út með 6,7 milljarða króna tapi í fyrra var að fjármagns- gjöld umf ram fjármagns- tekjur urðu 11,5 millj- arðar á móti 1,4 milljörð- um árið áður. Á sama tíma rýrnaði eigið fé þessara fyrirtækja veiða og vinnslu úr 6,4 í 3,8 milljarða eða um 40,8%. Þessar upplýsingar koma fram í drögum að heildar- reikningi sjávarútvegsfyrir- tækja í riti Talnakönnunar hf og Kaupþings hf um ís- lenskt atvinnulíf á síðasta ári, en ritið var að koma á markaðinn. Óhætt er að fullyrða að um undirstöðu- rit er að ræða við alla um- fjöllun um þessi mál. En svo koma bölvaðir vextirnir I drögum að heildar- reikningi fyrir iðnaðinn (án fiskiðnaðar og ál- og kísil- járnframleiðslu) kemur fram í riti Talnakönnunar og Kaupþings að fjár- magnskostnaðurinn er enn svarti bletturinn. Bæði 1987 og 1988 voru rekstrar- tekjur um 4,5% hærri en rekstrargjöld, en rekstrar- tekjur urðu um 67,7 millj- arðar árið 1988. Fjár- magnsgjöld voru hins veg- ar 2,1 milljörðum hærri 1987 en 6,6 milljörðum hærri 1988 og því breyttist 420 milljón króna hagnað- ur í 3.543 miiljón króna tap milli ára. Erfiðleikar samvinnufyr- irtækja koma berlega í ljós í ritinu. Milli ára breyttust niðurstöðutölur SÍS úr 49 milljón króna tapi 1987 í 1.157 milljón króna tap 1988. Þó voru rekstrartekj- ur nærfellt þær sömu og rekstrargjöld. Fjármagns- kostnaður var hins vegar 61 milljón króna umfram fjármagnstekjur 1987 en mínusinn varð 837 milljón- ir í fyrra. Eigið fé rýrnaði um rúman milljarð eða um þriðjung. í ritinu eru einnig birtar rekstrartölur hjá Kaupfé- lagi Austur-Skaftfellinga, Kaupfélagi Borgfirðinga, KEA og Kaupfélagi Suður- nesja. Hjá þessum félögum til samans urðu rekstrar- tekjur um 11 milljarðar og 343 milljónum króna hærri en rekstrargjöldin (3,2% hærri). Fjármagnsdæmið breyttist milli ára úr því að vera neikvætt um 329 millj- ónir í að vera neikvætt um 691 milljónir. Um leið breyttist 39 milljón króna hagnaður í 404 milljón króna tap. Allt í sómanum hjá félögum fjármagnsins Ofangreindar upplýsing- ar koma ágætlega heim og saman við upplýsingar úr síðasta riti Verðbréfavið- skipta Samvinnubankans, þar sem segir að á árunum 1985—1988 hafi fjármagns- eigendur og fjármálastofn- anir tekið árlega 10—15 milljarða frá fyrirtækjum landsins. Þar var hins vegar niðurstaðan að vaxtaokrið ætti að bæta upp með tals- verðri lækkun kaupmáttar launafólks! Við eftir- grennslan viðurkenndi ábyrgðarmaður þess rits þó að samhliða þyrftu vextir eitthvað að lækka. í riti Talnakönnunar og Kaupþings segir um ástandið hjá 11 stærstu bönkum og sparisjóðum: „Mikill vöxtur hefur verið í bankakerfinu undanfarin ár og arðsemi mjög góð“. Rekstrartekjur 1988 urðu 10,9 milljarðar króna en rekstrargjöld 9,5 milljarðar, munurinn 1.351 milljónir. Hagnaður ársins eftir skatta varð 771 milljónir eða 7% af tekjum. Þá er rýnt í tölur fjár- mögnunarleigufyrirtækj- anna fjögurra, Fjárfestinga- félagsins, Kaupþings, Þró- unarfélagsins og Verð- bréfamarkaðar Iðnaðar- bankans. Hjá þessum 8 fjár- magnsfélögum jókst hagn- aðurinn eftir skatta úr 39 milljónum króna í 122 millj- ónir og eigið fé þeirra jókst úr 695 milljónum í 1.140 milljónir eða um 64%. FFUORIK ÞÓR ' guóm'Ondsson í riti Talnakönnunar og Kaupþings kemur meöal annars fram að hagnaður Flugleiða 1985—1988 hafi samtals orðið 2 millj- arðar króna að núvirði.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.