Alþýðublaðið - 29.09.1989, Side 8

Alþýðublaðið - 29.09.1989, Side 8
MÞYBUBMÐll Föstudagur 29. sept. 1989 Virdisaukaskatturinn kynntur: Á EKKI AÐ AUKA TEKJUR RÍKISINS Fjármálaráðuneytlð og ríkisskattstjóri hafa hafid kynningarátak á virðisaukaskattinum sem tekinn verður upp um næstu áramót. Virð- isaukaskatturinn kemur til með að leysa sölu- skattinn af hólmi sam- kvæmt lögum sem voru samþykkt í maí 1988. Enn hefur ekki verið gef- ið upp hversu hár virðis- aukaskatturinn kemur til með að verða en talað hefur verið um að hann verði almennt um 25% en lægri á nokkrum helstu matvælum fram- leiddum hér á landi eða 15%. Gengið er út frá þeirri forsendu að hann gefi ríkissjóði því næst sem jaf nmiklar tekjur og söluskatturinn hefði gef- ið. Á blaðamannafundi í Rúgbrauðsgerðinni í gær kynntu þeir, Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráð- herra og Garðar Valdimars- son, ríkisskattstjóri, fyrir- hugaðan virðisaukaskatt (vsk.) og kynningarstarf á honum sem fyrir dyrum stendur. Auk þess að gefa út kynningarrit um vsk. verð- ur komið upp sérstökum upplýsingasíma til að svara fyrirspurnum um hið nýja skattkerfi. Það verða starfs- menn ríkisskattstjóra sem Kynningarátak fjármálaráöuneytisins og skattstjóra vegna upptöku virðisaukaskattsins hófst í gær með blaðamanna- fundi. Stefnt er að þvi að skatturinn taki gildi um áramót. munu svara í síma 91-624422 og gefa upplýs- inga sem snúa að þessari skattabreytingu eingöngu. „Sú breyting að taka upp virðisaukaskatt á íslandi um næstu áramót er mjög veigamikið skref í þá átt að færa ísland inn í þann nú- tíma og þá framtíð sem öll helstu viðskiptalönd okkar hafa lagað sig að á undan- förnum árum og áratug- um,“ sagði Ólafur Ragnar á fundinum í gær. Ekki vildi Ólafur Ragnar nefna nein- ar tölur varðandi skattkerf- isbreytinguna og sagði að þær kæmu í ljós þegar frumvarp þessa efnis yrði lagt fram í upphafi þings. Byggdastofnun: Hafnar beiðni Stal skipa um yfirtöku Afgreidsla málsins er hneyksli segir Karl Steinar Stjórn Byggðastofnunar afréð á fundi sínum á þriðjudaginn að hafna beiðni Stálskipa í Hafnar- firði, þess sem keypt hefur togarann Sigurey frá Pat- reksfirði, um að fá að greiða vanskil á lánum til Byggðstofnunar en yfir- taka síðan sjálf lánin. í stað þess hélt stjórnin fast við fyrri ákvörðun sína um að gjaldfella lánin. Sú ákvörðun var tekin af hálfu Byggðastofnunar áð- ur en til uppboðs á Sigur. eynni kom, þ.e. að ef skip- ið færi frá Patreksfirði yrðu lánin gjaldfelld. ,,Ég tel afgreiðslu Byggða- sjóðs á þessu máli algert hneyksli," sagði Karl Steinar Guðnason alþingismaður í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þessu verður að breyta. Þetta er einsdæmi og virðist byggt upp á hefndarhug gagnvart þeim Hafnfirðing- um sem hafa keypt skipið. Nú hefur ríkisstjórnin samþykkt að veita sérstaka fyrirgreiðslu til Patreksfjarðar til að leysa þennan vanda og þó ekki hefði verið nema vegna þess, er ástæða til að endurskoða þessa ákvörðun. Þessi mis- munun er óþolandi og geng- ur ekki lengur," sagði Karl Steinar Guðnason. Stjórn Byggðastofnunar af- greiddi málið nær samhljóða, allir stjórnarmenn utan Hall- dórs Blöndal sögðu já en Hall- dór sat hjá. Ragnar Arnalds var fjarverandi. Matthías lana Bjarnason, formaður stjórn- arinnar, lætur hafa eftir sér í Morgunblaðinu í gær að sam- þykkt eins og sú sem Byggða- stofnun gerði fyrir uppboðið, þ.e. að gjaldfelia lánin, hafi ekki verið gerð áður. Lánið sem Byggðastofnun ákvað endanlega á þriðju- daginn að gjaldfella hljóðar upp á 40 milljónir. . VEDRIÐ í DAG Suövestan stinnings- kaldi eöa allhvasst og súld á Suöur- og Vesturlandi, en hægari vestan- og suð- vestan og úrkomulítiö eða úrkomulaust á Noröaust-I iur- og Austurlandi. Hiti 17—15 stig. ÍSLAND Hrtastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag Hitastig iborgum Evrópu kl. 12 i gær að islenskum tima. Rafidnaöarmenn og ríkiö: Viðræður í strand Verkfall um 270 félaga í Rafiðnaðarsambandi ís- lands sem starfa hjá rík- inu, tók gildi á miðnætti sl. miðvikudagskvöld. Við- ræður fulltrúa rafniðnað- armanna og samninga - nefndar ríkisins sigldu í strand. Ríkið telur verk- fallið brjóta í bága við lög. Ekki hefur annar fundur verið boðaður. Rafiðnaðarmenn sem eru í verkfalli eru m.a. hjá Pósti og síma, Útvarpinu og Sjónvarp- inu, Ríkisspítölunum, Vita- og hafnamálastofnun, Flug- málastjórn og Hafrannsókn. Ríkisspítalarnir fengu hins vegar undanþágu. Að mati samninganefndar ríkisins, að fengnu áliti ríkis- lögmanns, brýtur verkfallið i bága við 35. grein laga frá ár- inu 1915. Samkvæmt skiln- ingi ríkisins er verkfall rafiðn- aðarmanna óheimilt þótt starfsmenn innan BSRB og BHMR hafi fengið slíka heim- ild. í samtali við blaðið i gær sagði Magnús Geirsson, for- maður Rafiðnaðarsambands- ins, að samkvæmt þessum skilningi samninganefndar ríkisins hlytu t.d. verkföll starfsmanna í ríkisverksmiðj- um og verkföil dagsbrúnar- starfsmanna hjá ríkinu á sín- um tíma að hafa verið verið ólögleg. Magnús sagði að megin- kröfur rafiðnaðarmanna hjá ríkinu væru knýja fram sömu laun og þeir hefðu haft fyrstu mánuði síðasta árs, þegar þeir fengu lög á sig með þeim afleiðingum að starfsmenn í sambærilegum störfum fóru fram úr. Meðal afleiðinga sem verk- fallið hefur er að dagskrá sjónvarpsins kemur til með að breytast og búast má við bilunum á síma og truflunum ýmiss konar er fram líða stundir. Tveggja milljarða hagnaður hjé Flugleiðum I riti Talnakönnunar og Kaupþings kemur meðal ann- ars fram að fyrirtæki tali gjarnan um hagnað þegar vel á við en ræði gjarnan um tap þegar vonast er eftir lánum eða styrkjum. Nýlega hafi t.d. forstjóri Flugleiða rætt um taprekstur fyrirtækisins og kennt lágum fargjöldum um og kæmi það því ýmsum vafalaust á óvart að hagnað- ur fyrirtækisins 1985—1988 hafi verið 2 milljarðar króna að núvirði. Sjá bls. 3

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.