Alþýðublaðið - 30.09.1989, Blaðsíða 2
2
Laugardagur 30. sept. 1989
MMIUBLMÐ
Útgefandi:
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
Fréttastjóri:
Dreifingarstjóri:
Setning og umbrot:
Prentun:
Blað hf.
Hákon Hákonarson
Ingólfur Margeirsson
Kristján Þorvaldsson
Sigurður Jónsson
Leturval, Ármúla 36
Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
STÖÐVA
VERÐUR
AUKNINGU
RÍKISÚTGJALDA
Pað er flókið mál að leggja á
skatta og einatt ákaflega óvin-
sælt. Það er núverandi ríkis-
stjórn fullkunnugt. Almenning-
ur virðist ekki vera samkvæmur
sjálfum sér þegar til skattiagn-
ingar kemur, menn vilja ekki
borga skatta en vilja um leið
njóta óbreyttrar þjónustu frá
hinu opinbera, helst meiri ef
eitthvað pr. Hið opinbera verður
ekki rekið án skatta, allir gera
sér grein fyrir því en spurningin
sem menn hljóta að spyrja sig er
hversu umfangsmikill rekstur
hins opinbera á að vera og í
framhaldi af því hversu mikilla
tekna þarf ríkið að afla sér með
skattlagningu til að standa undir
rekstri sínum og útgjöldum. Sú
sjálfvirkni ríkisútgjalda sem hér
hefur þrifist verður ekki umbor-
in lengur.
r^að erkominri'tími tilað skera
niður í ríkiskerfinu. Um það eru
allir sammála. Ríkisstjórnin hef-
ur þegar rætt nokkrar tillögur
frá fagráðherrum um hvernig
hægt verði að skera niður í ríkis-
kerfinu. Ljóst er að umtalsverð-
ur niðurskurður tekur langan
tíma og fæst ekki framkvæmdur
nema með markvissum áætlun-
um sem unnið er að í tiltekinn
árafjölda. Skilgreina verður
markmið í upphafi og stefna að
því án hiks að þeim verði náð. ís-
lenska þjóðin þarf að fara að
skiigreina þau markmið sem
hún vill stefna að í ríkisrekstri og
gera upp við sig hversu víða hið
opinbera á að teygja anga sína.
Það gengur ekki það sleifarlag
sem ríkt hefur hér í langan tíma
að stöðugt sé verið að þenja út
starfsemi hins opinbera án þess
að nokkur maður hafi í raun og
veru séð til þess ástæðu, hvað þá
heldur nauðsyn.
r'egar rætt er um niðurskurð í
ríkisrekstri verða menn að leyfa
sér að fá djarfar hugmyndir.
Menn verða að horfa á ríkis-
reksturinn frá nýjum og ferskum
sjónarhornum og spyrja sig í
fullri einlægni varðandi ein-
staka þætti ríkisreksturs; er eðli-
legt að hið opinbera standi að
viðkomandi rekstri? Hvað á rík-
ið að eiga og hvað eiga einstak-
lingar og fyrirtæki að eiga?
Um leið verður hið opinbera
að átta sig á því að ef íslenskt at-
vinnulíf á að þrífast verða að
vera til peningar í landinu í eigu
einstaklinga og fyrirtækja. At-
vinnurekstur getur aldrei þrifist
til lengri tíma eingöngu fyrir fé
sem ríkið tekur að láni og lánar
fyrirtækjunum svo áfram. Það
sjá menn nú glöggt í sjávarút-
veginum. Margra ára óráðsía og
sjóðasukk hefur keyrt sjávarút-
veginn í kaf svo hann á sér ekki
lengur viðreisnar von. Svo ekki
sé minnst á landbúnaðinn en
langt er um liðið síðan bændur
landsins fylltu flokk opinberra
starfsmanna, bæði í eiginlegri
og óeiginlegri merkingu.
Pað er nauðsynlegt að gera
fjárfestingu í atvinnulífinu að
aðlaðandi kosti og viðskiptaráð-
herra hefur þegar lagt fram hug-
myndir þar að lútandi. Þeim ber
að fagna. Eitt af meginvanda-
málum íslensks atvinnulífs er lé-
leg eiginfjárstaða. Hún verður
ekki bætt með lánum úr opin-
berum sjóðum heldur aðeins
með fjárframlagi einstaklinga
og fyrirtækja. Það verður því að
gera einstaklingum og fyrirtækj-
um það kleift að leggja fram fé í
atvinnulífið og einkum og sér í
lagi í sjávarútveginn. Efling at-
vinnulífsins verður að vera væn-
legri kostur fyrir þá sem eiga fé
en að leggja það inn í banka eða
til fjármagnsfyrirtækja. Þessu er
vænlegast að finna Ieið gegnum
skattakerfið.
Samhliða þessari áherslubreyt-
ingu í íslensku efnahagslífi á að
koma til uppstokkun í ríkiskerf-
inu. Landsmenn verða að gera
sér grein fyrir því að það getur
ekki farið saman að lækka
skatta og auka opinbera þjón-
ustu. Það er verkefni stjórn-
málamanna að setja markmiðin
í niðurskurði ríkisrekstursins og
gera áætlanir til að þeim verði
náð. Um leið að hagræða hjá
hinu opinbera, laga skattheimt-
una að þeim umsvifum ríkisins
sem teljast eðlileg og með al-
mennum aðgerðum gera ís-
lenskt atvinnulíf að eftirsóttum
fjárfestingarkosti.
Tveggja heima sýn — Um kvenhyggju
kvennaframboösins
Frú Sigþrúður Helga Sigurbjarn-
ardóttir geystist nýverið fram í rit-
völlinn og boðaði þá feminísku
skoðun að konur og karlar lifi í sín-
hvorum hugarheiminum. „East is
east and west is west and those
twain shall never meet“ yrkir Kipl-
ing.
Kyn og sannleikur
Samkvæmt þessari speki er yrð-
ing, sem er sönn í augum kvenna
merkingarlaus fyrir körlum og öf-
ugt. En sá er galii á gjöf Njarðar
(eða réttara sagt Freyju) að stað-
haefingin „yrðing, sem er sönn í
augum kvenna, er merkingarlaus
fyrir körlum", er sett fram af kon-
um og hlýtur því að vera merking-
arlaus fyrir körlum. Staðhæfingin
fellur um sjálfa sig því ef sannleiks-
gildi staðhæfinga er afstætt þá er
afstæðishyggjan sjálf afstæð.
Nú eru vissulega til fræðimenn
sem varið hafa afstæðishyggju af
mikilli rökfimi. En meinið er að
þessir fræðaþulir eru karlkyns og
því útilokað fyrir frú Sigþrúði að
tileinka sér visku þeirra.
En ef karlar lifa í hugarheimi
sem er konum óskiljanlegur þá
vaknar sú spurning hvernig konur
geti vitað að karlar lifi yfirleitt í
einhverjum hugarheimi. Því ef
konur vita með vissu að karlar lifa
í hugarheimi þá hljóta þær að hafa
lágmarksskilning á þessum heimi,
annars gætu þær ekki vitað að
honum beri sæmdarheitið „hug-
arheimur".
Ef. ég segi „til er þjóð sem talar
tungumál sem engum er kleift að
skilja nema henni sjálfri" má ég
spyrja hvernig þessi þjóð hafi yfir-
leitt tungumál. Ef ég skil að þetta
fólk talar saman en gefur ekki
bara frá sér hljóð út í bláinn þá hef
ég altént skilið þónokkuð. Og ef ég
veit að einhver býr í hugarheimi
en er ekki bara sálarlaust vél-
menni þá hef ég lágmarksskilning
á viðkomandi.
Þannig má beita kenningum
bandaríska heimspekingsins Don-
alds Davidsons um tungumálið
gegn kvenhyggju samtímans. En
Davidson er náttúrlega bara karl-
maður og freðýsa í ofanálag. Við í
Kvennó tökum ekki gyðinga, ég
meina karlmenn, alvarlega. Karl-
menn eru fullir af einhverri leið-
inda skynsemi en við konur hugs-
um sko með blóðinu. „Ein Reich,
ein Geschlect, eine Fuhrerin!"
Konur og lýdræöi
Nasistar höfnuðu lýðræðishug-
sjóninni þótt þeir töluðu stundum
um „raunverulegt" sérþýskt lýð-
ræði sem aðallega fólst í tilfinn-
ingalegri samsömun þjóðar við
foringja sinn.
Kvennaframboðið heldur því
fram að til sé sérstakt kvenlýð-
ræði, sem er alls óskylt strýtulaga
lýðræði karla. Kvenlýðræði bygg-
ir á beinni þátttöku kjósenda, ólíkt
fulltrúalýðræðinu. Ákvarðanir
eru ekki teknar með atkvæða-
greiðslu, heldur með því að finna
málamiðlunartillögur sem allir
geta sætt sig við. Meinið er að
þetta lýðræðisform er hreint ekki
ættað úr kvenheimum heldur var
praktíserað af karlpungum hippa-
kynslóðarinnar. Reynt var að rit-
stýra skólablaðinu í M.R. með
þessum hætti fyrir tuttugu árum
að undirlagi Gests Guðmundsson-
ar sem var karlkyns síðast þegar
fréttist. Og eins og áður er getið í
þessum pistlum eru lýðræðishug-
myndir Jurgens Habermasar af
sama toga enda hafði hann mikil
áhrif á svonefnda 68-kynslóð. í
karlrembusamfélögum Austur-
Asíu hefur löngum tíðkast að taka
ákvarðanir með þeim hætti að
menn reyna að finna niðurstöðu
sem allir hlutaðeigandi geta sætt
sig við. Þannig er japönskum stór-
fyrirtækjum stjórnað enn þann
dag í dag, amerískum stjórnunar-
fræðingum til mikillar undrunar.
Heimspekingurinn Charles Taylor
segir að þessi háttur ákvarðana-
töku eigi sér rætur í hóp-hyggju
Austurlandabúa. Vestrænir menn
standa fremur á sínu og sætta sig
síður við málamiðlanir, því verða
þeir að beita afli atkvæða. Sumir
segja að atkvæðagreiðsla sé frið-
samleg styrjöld, „Vesturlandabúar
eru alltaf að berjast" segir japönsk
vinkona mín. Pólitík er því fram-
hald styrjalda með öðrum aðferð-
um, en ekki öfugt eins og Clause-
witz hélt.
Til marks um sáttahyggju Aust-
urlandabúa má nefna að í Japan
þykir sjálfsagt að stjórnarflokkur-
inn taki tillit til stjórnarandstöð-
unnar þótt hann hafi hreinan
meirihluta. í fyrra ráku japanskir
fjölmiðlar upp ramakvein þegar
„Frjálslynda lýðræðisflokknum"
láðist að sýna stjórnarandstöð-
unni slíka tillitssemi.
Kuenno og kommó
En víkjum nú aftur að grein frú
Sigþrúðar. Hún boðar þá skoðun
Kvennaframboðsins að stefna
þess sé hvorki til hægri né vinstri
heldur hafi sérkvenlegt inntak. En
síðan hvenær hefur haftastefna og
ríkishyggja verið eitthvað annað
en vinstristefna? Þær vilja koma á
innflutningshöftum líkt og sósíai-
istar í Burma sem tókst að gjör-
eyðileggja efnahagslíf landsins
með þessari kvenlegu stefnu. Og
skemmst er að minnast þess að
Svavar Gestsson boðaði hafta-
stefnu í áramótagrein fyrir nokkr-
um árum enda er stefna Kvenna-
framboðsins stefna Alþýðubanda-
lagsins — útvötnuð með tíðablóði.
Aftur á móti er það alveg rétt hjá
Sigþrúði að vinstrimenn hafa ekki
einkarétt á jafnréttishyggju og um-
hverfisvernd. Heimspekingurinn
frjálslyndi, John Stuart Mill, boð-
aði jafnrétti kynjanna á öldinni
sem leið. Og hagfræðingurinn E.J.
Mishan, sem manna fyrstur gagn-
rýndi hagvaxtarhyggjuna, var
blessunarlega laus við sósíalískar
grillur. Það fylgir svo sögunni að
hinn rammhægrisinnaði forsætis-
ráðherra Hollands, Ruud Lubbers,
hefur nýlega hafist handa við að
framkvæma einhverja víðfeðm-
ustu áætlun um umhverfisvernd
sem um getur.
Lokaorö
Þegar blökkumenn i Bandaríkj-
unum hófu réttindabaráttu sína
vildu þeir fyrir alla muni samlag-
ast hvítum. En seinna söðluðu
margir þeirra um og vildu sem
minnst af hvítum vita. Blökku-
valdsmenn sögðu að svertingjar
hugsuðu öðruvísi en hvítir menn
og ættu sína sérstöku menningu.
Ljóst er að vestræn kvennahreyf-
ing hefur þróast með svipuðum
hætti.
En að mínu mati er þessi „þró-
un“ vanþróun, kvenhyggja
Kvennaframboðsins stuðlar að
viðhaldi kvennagettósins. Aðeins
með því að rífa múra gettósins
munu konur öðlast jafnstöðu því
„kona og maður, maður og kona,
sameinuð eru þau Guði lík“.
Stefán Snævarr