Alþýðublaðið - 30.09.1989, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.09.1989, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 30. sept. 1989 SMAFRETTIR IÞROTTAVIÐBURÐIR FYRRITIMA 29 mismun- andi námskeið á vegum RKÍ Fræðslumiöstöö Rauða kross íslands hefur gefið út námsskrá fyrir haustönn 1989 og vorönn 1990. Boðið er upp á 29 mismun- andi námskeið og eru þau ýmist ætluð almenningi eða sjálfboða- liðum Rauða krossins auk þess sem haldin eru nokkur starfs- menntunarnámskeið. Fjölmörg námskeið í skyndi- hjálp verða i boði um land allt en deildir Rauða krossins eru nú 47 talsins. Rauði kross íslands leit- ast við að setja upp námskeið í skyndihjálp fyrir einstaka hópa og sníða þau að þörfum þeirra og óskum. Boðið verður upp á námskeið í skyndihjálp fyrir for- eldra og er þar sérstaklega fjall- að um slysahættur og leiðir til að koma í veg fyrir slys, einnig námskeið sem ætlað er ferða- mönnum innanlands. Mörg ný námskeið eru í boði fyrir unglinga í Ungmennahreyf- ingu RKÍ svo sem fjölmiðlanám- skeið, félagsmálanámskeið, nám- skeið fyrir ungt fólk sem er á far- aldsfæti og fólk sem hefur áhuga á sjálfboðaliðastörfum bæði innanlands og utan. Allar nánari upplýsingar eru gefnar á skrifstofu RKÍ, í síma: 91-26722. •ii Næstu syningar oUVEíC- 28/9fi. kl. 20, 3. sýn. uppselt 29/9 fö kl. 20, 4. sýn. uppselt 30/9 la kl. 20, 5. sýn. uppselt 1/10 su kl. 15, aukas. uppselt 1/10 su kl. 20, 6. sýn. uppseit 5/10 fi kl. 20, 7. sýn. uppselt 6/10 fö kl. 20, 8. sýn. uppselt 7/10 la kl. 15, 9. sýn. uppselt 8/10 su kl. 20, 10. sýn. uppselt 8/10 su kl. 15, uppselt 11/10 mi kl. 20 12/10 fi kl. 20, uppselt 13/10 fö kl. 20, uppselt 14/10 la kl. 20, uppselt 15/10 su kl. 20, uppselt 18/10 mi kl. 20 19/10 fi kl. 20 20/10 fö kl. 20, uppselt Sýningum lýkur 29. október nk. Áskriftarkort Þú færð 20% afslátt af almennu sýningarverði kaupir þú áskriftarkort. Fáðu þér áskriftarkort og tryggðu þér fast sæti. Sölu áskriftarkorta lýkur 1. október n.k. Miðasalan Afgreiðslan í miðasölunni er opin alla daga nema mánudaga frá kl. 13-20. Síminn er 11200. Tekið er á móti p<>ntunum í síma 11200 á eftirtöldum tinnim: Mánudaga kl. 10-12 og 13-17. Þriðjudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga kl. 10-12 og 13-20. Laugardaga og sunnudaga kl. 13-20. Greiðslukort. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ íslenzkir Ólympíufarar 1908. Frá vinstri: Jóhannes Jósefsson i forníslenzkum viðhafnarbúningi, Hallgrímur Benediktsson, Guðmundur Sigurjónsson, Sig urjón Pétursson, Páll Guttormsson, Jón Pálsson og Pétur Sigfússon. Áhorfendur voru forviða yfir snarleik glímumannanna í síðustu frásögn okkar um íþróttaviðburði fyrri tíma varð meinleg villa í formála greinar- innar. Þar stóð að íslendingar hefðu í fyrsta skipti sent íþróttamenn á Ólympíuleika 1912 í Stokkhólmi. Það er rangt, ísland var með i fyrsta sinn, er leikarnir voru haldnir í London 1908. Jóhannes Jós- efsson keppti í grísk-róm- verskri glímu, miðþungaflokki og sjö ungir og vaskir glímu- menn sýndu þjóðaríþróttina í Ólympíuborginni. Aftur á móti var í fyrsta skipti tekið þátt í frjálsíþróttakeppni Ólympíu- leikanna í Stokkhólmi 1912. í framhaldi af þessu er rétt að segja frá þátttöku okkar og sýningum í tengslum við Lond- onleikana 1908. Það mun hafa verið haustið 1907 að frumkvæði Þórhalls Bjarnarsonar prentara á Akureyri og tekið var að undirbúa för á Ólympíuieikana í Lundúnum, fyrst og fremst til að sýna þar ís- lenska glímu. Til fararinnar voru valdir eftirtaidir glímumenn: Jó- hannes Jósefsson, Jón Pálsson frá Akureyri, Pétur Sigfússon úr Þing- eyjarsýslu, Guðmundur Sigurjóns- son (síðar Hofdal), Hallgrímur Benediktsson, Sigurjón Pétursson úr Reykjavík og Páll Guttormsson (síðar Þormar) frá Seyðisfirði. Jó- hannes Jósefsson var foringi og fararstjóri flokksins. Glímumenn- irnir æfðu af miklu kappi um vet- urinn, en samskota var leitað um allt land til styrktar ferðinni. Glíma sýnd á Ólympíuleikvanginum í Lundúnum sýndu þeir íslenska glímu, daginn áður en sjálfir Olympíuleikarnir hófust. Þá var haldin mikil hátíð á Ólympíuleik- vanginum og m.a. sýndar ýmsar íþróttir. Margar myndir voru tekn- ar af glímumönnunum og komu þær í Lundúnablöðunum næstu daga á eftir. Hér á eftir munum við birta kafla úr grein, sem Sigurjón Pét- ursson skrifaði í Eimreiðina og segir frá dvöl þeirra félaga í stór- borginni: „Meðan á Ólympíuleikunum stóð urðu glímumennirnir að halda kyrru fyrir í Lundúnum, því að síðasta dag leikanna áttu þeir að sýna glímuna aftur. Þá var verðlaunum úthlutað og sund háð, hlaup og glímur. En ekki þurftu glímumennirnir að vera iðjulausir meðan á biðinni stóð, því stjórn- endur leikhússins „Ólympíu" föl- uðu þá til þess að sýna glímuna þar, og tóku þeir því með ánægju. Glímdu þeir svo í leikhúsi þessu á hverju kvöldi í heila viku og buðu áhorfendum til leiks. Beljakarnir lágu flatir_____ á góifinu J ' ■ — Ymsir urðu til að reyna sig, en enginn gat staðið þeim snúning, og þótti mörgum nafnkunnum glímukappanum í útlendum glím- um súrt í broti að verða að detta á svipstundu og skilja ekkert í þeim brögðum, sem beitt var, eða af- leiðingum þeirra, því þeir vissu ekkert fyrr en þeir lágu á bakinu á gólfinu og hristu höfuðið yfir öllu saman. Það er óneitanlega skemmtilegt augnablik fyrir glímumanninn, er hann stendur þannig frammi fyrir þúsundum manna. Það er kallað frammi í salnum: „Getur maður fengið að reyna?“ — „Guð veikom- ið,“ er svarað, og svo þrammar heljarstór beljaki upp á leiksviðið, tekur tökum og býðst til að standa og verjast, þegar merkið er gefið. En áður en varir er komið á hann gott klofbragð og hann flatur á gólfið. Og sömu ferðina fara þeir svo hver af öðrum, allir sem reyna. En áhorfendur verða forviða af undrun yfir snarleik glímumann- anna og þeim fítónskrafti, sem þeir hafa í fótunum". Jóhannes fékk heiðursskjal frá drottningu Auk glímusýningar þeirra sjö- menninga keppti Jóhannes Jósefs- son á sjálfumpiympíuleikunum — fyrstur allra íslendinga. Hann tók þátt í grísk-rómverskri glímu, mið- þungaflokki, og voru keppendur þar 24. Jóhannes stóð sig afburða- vel í keppninni. En í úrslitaglím- unni vildi honum til það óhapp að brákast illa í axlarlið. Var þá sýnt, að sigurinn var genginn honum úr greipum, en þó varð hann ekki að velli lagður, og gat hann lokið þeirri glímulotu þrátt fyrir meiðsl- in. Hreysti Jóhannesar var mjög rómuð, og þá er verðlaunum var úthlutað, afhenti Alexandra drottning honum heiðursskjal fyr- ir frækilega framgöngu. Óhætt er að fullyrða að þessi fyrsta Ólympíuför Islendinga hafi tekist með miklum ágætum. Örn Eiösson skrifar Jóhannes Jósefsson keppti fyrstur atlra fslendinga á Ólympíuleikunum. Hann tók þátt í grísk-rómverskri glímu á Ólympiuleikunum í Lundúnum 1908.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.