Tíminn - 29.02.1968, Side 8

Tíminn - 29.02.1968, Side 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 29. febrúar 1968. Sá orðrómur hefur verið á kreiki um hríð, að finnskar konur selji börn sín til ættleið ingar í Danmörku. Ýmislegt þykir styðja þennan grirn, en þrátt fyrir víðtækar rannsókn- ir hefur ekkert það fundizt, sem getur staðfest hann. Nú hefur eftirlit með ættleiðing- um finnskra barna til Danmerk ur mjög verið hert. Verzlunarmaður frá Árósum var nýlega fundinn sekur hjá hæstarétti fyrir að hafa annazt milligöngu við ættleiðingar finnskra barna. Maðurinn og kona hans höfðu auglýst í finnsku blaði eftir barni, sem þau vildu ættleiða. ÞeLm bárust mörg ti'lboð frá finnskom mæðrum, og þegar þau höfðu valið úr þeim, komu þau hiij- um tilfooðunum á framfæri við barnlaus hjón í Danmörku, sem einnig vildu ættleið-a börn. Þetta er ólöglegt. Samkvæmt lögum frá árinu 1914 verður að fá opinbert leyfi til að ann- ast milligöngu um ættleiðingu barna. Eigi að síður var verzl- unarmaðurinn sýknaður, þar eð fullvíst þótti, að honum hefði verið ókunnugt um þessi ákvæði, og einnig þar eð hann h-afði ekki tekið greiðslu fyrir milligöngu sína. Samt sem áður ákváðu stærstu dagblöð Finnlands, að taka ekki við ættleiðingaraug- lýsingum frá Danmörku, vegna orðróms um ólöglega barna- sölu. Það var fullyrt, en ósann að þó, að mæður, sem létu börn sín af hendi við danskar fjölskyldur, fengju ríflega borg un fyrir bragðið. Dagblöðin lýstu því yfir, að þau vildu ekki eiga nokkurn hlut að þes-su máli. En nýlega var frá því skýrt í sænsku vikublaði, að ung ónafngreind kona h-efði fengið 400 krónur danskar fyrir að láta barn sitt af hendi við dön-sk hjón. Unga konan hafði s-varað auglýsingu í finnsku blnfft þar sem rlanc-V”- • - fræðingur og kona hans, vel efnum búin, óskuðu að komast í samband við u-nga barnshaf- andi konu, sem mundi ekki geta a-lið önn fyrir barni sínu. Skömm-u síðar var hringt til konunnar frá D'anmörku. Það var Finni, sem við hana ræddi og kvaðst hann mundu veita h-enni aðstoð í sambandi við ættleiðinguna, og koma því til leiðar, að verkfræðingurinn og frú tækju að sér barnið. — Þetta er mjög indæl, józk fjöl- skyld-a, sagði hann. — Konan er óibyrjia, en þau eiga bæði þá ósk heitasta að taka barn og ala upp sem sitt eigið. E(f til vi-11 get ég komið því þannig fyrir, að þér fáið einhverja greiðslu fyrir barnið, — svona ein-s og smyrsl á sárið. Konunni gafst ráðrúm til að hugsa rnálið. Faðir barnsins Eru börn frá Finnlandi seld til Danmerkur? var maður, sem hún ti-afði hitt á dansleik, en hvorki hún né hann höfðu nokkurn áhuga á hjón-abandi. H-ún bjó með for- eldrurn sín-um og tveimur syst kinum í tveggja herbergja íbúð í Aabo, og þar var ekkert rúm fyrir einn fjölskyldumeð- lim í viðfoót, né heldur hafði stúlkan ráð á að eiga barn. Hún var við n-ám og vildi nauð ug hætta því. Þess vegna tók hún tilboðinu. Þeg-ar k-om að því að hún skyldi verða léttari, var hún lögð inn á sjúkrahúsið í Aafoo. Fimm dögum síðar komu dönsku hjónin í heimsókn til hennar, og þegar þau kvöddu tóku þau litla drenginn með sér. Hins vegar greiddu þau stúlkunni 400 krónur danskar. Sæns'ka blaðið heldur því frarn, að slík „viðskipti" , séu mjög algeng, þótt ólögleg séu. Þessi stað-hæfing er meðal annars byggð á því, að í fyrra hafði Finni nokkur. búsettur í Danmörku hafði sam-band við finnsku barn-averndarnefndina og skýrði frá því, að kaup barna frá Finnlandi væru stunduð í stórum stíl í Dan- mörku. Sagði hann að þeim væri stjórnað af þrem persón- um, sem allar byggju í Dan- mörku. Þær sendu auglýsingar í finnsk blöð og n-æðu þannig sambandi við u-ngar ógiftar mæður, sem ekki gætu séð börnum sínum farborða. Þeg- ar stúlkurnar svöruðu auglýs- ingunu-m, hefðu milligöngu- mennirnir samband við þ-ær fjölskyldur í DanmörW, sem vild-u taka kjörb-arn. Finnirin skýrði frá því. að milligöngu- mennirnir fengju vel i aðra hönd fyrir aðstoð sína, en ekki væri vitað hversu há upphæð- in væri að j-afnaði. Yfirvöldin í Finnlandi létu rannisaka málið, en gátu ekki fundið nein-ar sannanir. Hins vegar tókst náið samiband við dönsk jrfirvöld, í þessu máli. Þess var farið á leit við dag- blöðin í Finnlandi, að þau gættu varkórni m-eð birtingu auglýsinga varð-andi ættleið- ingu, og tvö stærstu blöðin, höfnuðu síðan slíkum guglýsing u-m algjörleg-a. Ættleiðingarlögin í Finnlandi heimila ógiftum mæðrum að láta ættleiða börn upp á ein- dæmi. Þær þurfa ekki leyfi yfirvaldanna til að lá-ta börn sín til kjörforeídr-a, þegar eftir fæðingu. Það er fyrst, þegar ættleiðingarskjölin eru útfyllt, að yfirvöldin koma til skjal- anna. Þetta gerir það að verik- um ,að folk sem að ýmsum or- sökum er ekki fært um að ala up-p börn, getur auðveldlega fengið ættleidd böm frá Finn- landi, ef samþykki móður fæst. Þannig er dönskum hjónum fyllilega heimilt að sækja til Finnlands barn, sem þau ætla Til skamms Hma hefur lítið sem ekkert eftirlit verið með ættleiðingu finnskra barna til Danmerkur. að ættleið-a með fullu samþykki móðurinnar. Danska dómsmálaráðuneytið hefur tekið upp náið samstarf við barnaverndaryfirvöld Finn lands, og áður en ættleiðing getur farið fram, eru ástæður viðkomandi fjölskyldu rann-sak aðar til hlítar. Danskir aðilar sjá um þessar rannsóknir og senda niðurstöður s-ínar til f innsku b arn a vern da-rnef ndar- innar. Ef allt virðist í stakasta lagi, er ekke-rt því til fyrir- stöðu, að ættleiðing geti farið fram, en séu einhverjir mein- baugir á, verður ekki af henni. Kjör og aðstæður fjölskyldna, sem þegar hafa tekið og ætt- leitt fin-nsk börn hafa einnig verið könnuð, og séu þau ekki fullnægjandi, gengur ættleiðing in til baka, h-ver svo sem vilji móðurinnar er. Áður en gengið er frá ætt- leiðingu, eru viðkomandi að- ilar, móðir ann-ars vegar, og tilvonandi kjörfoneldrar hins vegar krafin um skriflega yfir lýsingu þess efnis, að þau hafi hvorki greitt né t-ekið á móti greiðslu vegna ættleiðingarinn- ar. — Þetta er það ein-a, sem við getum gert til að st-emma stigu við „bamasölu", sem álitið er að eigi sér stað, sagði Tage Bœkgaard, fulltrúi danska dómismálaráðuneytinu í viðtali við danskt blað fyrir skömmu. — Hugsazt getur, að eitthvað af þessum skriflegu yfirlýsing- um, sé falsað, en það er mjö-g erfitt að sanna. Við höfum komizt að raun -um, að nokkrar m-æður h-afa tekið á móti þókn- un fyrir börn sín, og þær ætt- leiðingar höfum við umsvifa- laust ólöggi-l-t. — Það kemur oft fyrir, að mæður vilja £á börn s-ín aftur, eftir þriggja mánaða reynslu- tíma. Það hafa þær að sjálf- sögðu leyfi til, end-a þótt kjör- foreldrunum þyki skiljanlega súrt í broti. En hafi móðirin gefið si-tt endanlega samþykki til ættleiðingarinnar eftir reynslutímann, getur hún auð- vitað ekkeft tilkall gert til barnsins. Orsök þess, að dan-skar fjiöl- skyldur sækjast æ meira eftir að ættleiða finn-sk börn« er sú, að þar gengur þetta miklu fljót ar og auðveldlegar fyrir sig, svo se-m að framan greiúir. f Danmörku getur tekið mjög Framhald á bls. 12. Þessi litli umdeilrii snáði, er aðeins nokkurra daga gamall. Móðir hans gaf hann dönskum hjónum, Sum- ir vilja þó halda því fram, að hún hafi selt hann.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.