Tíminn - 19.03.1968, Side 9

Tíminn - 19.03.1968, Side 9
MfUÐJUDAGUR 19. marz 1968. TÍMINN Útgefandi: FRAMSÚKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: KristjáD Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb) Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Indriðl G. Þorsteinsson Pulltrúi ritstjórnar- Tómas Karlsson Aug- lýsingastjóri: Steingrimur Gislason Ritstj.skrifstofui t Eddu- búsinu. símar 18300—18305 Skrifsofur: Bankastræti 7 Af- greiðslusimi- 12323 Auglýsingasimi' 19523 ASrar skrifstofur. simi 18300 Askriftargjald kr 120.00 á mán. Innanlands — í lausasölu kr 7 00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Dýrasta verkfallið í gær lauk umfangsmesta og dýrasta verkfalli, sem hefur verið háð á íslandi. Sennilega hefur það valdið atvinnuvegunum tjóni, sem nemur hundruðum milljóna króna. Tjón launþega hefur einnig orðið mikið. Það mun taka atvinnuvegina langan tíma að fá þetta mikla tjón bætt. Þetta verkfall er á flestan hátt einstakt. Einstakast er það þó vegna þess, að það var ríkisstjórnin sem setti verkfallsskriðuna af stað. Það er hverju orði sannara, sem stóð í málgagni forseta sameinaðs Alþingis, Skutli, á hlaupársdaginn, að ekki hefði hér komið til neinna átaka ef ríkisstjórnin hefði ekki fellt lögin um verð- tryggingu launa úr gildi. Verkalýðssamtökin hefðu þá látið kyrrt liggja og ekki borið fram neinar nýjar kröfur. Atvinnurekendur hefðu þá heldur ekki farið að rjúfa það samkomulag, sem hafði haldizt milli þeirra og verkalýðs- hreyfingarinnar hátt á annað ár. Vinnufriður hefði þá haldizt ótruflaður og þjóðin í dag verið þeim hundruðum milljóna króna ríkari, sem tapazt hefur í verkfallinu. Þess munu ekki dæmi, að ríkisstjórn hafi farið að eins óviturlega og harkalega og núverandi ríkisstjóm, þegar hún felldi verðtryggingarlögin úr gildi. Fyrsta skilyrði til þess, að gengisfellingin bæri tilætlaðan ár- angur, var að tryggja vinnufriðinn. Undirstaða þess að vinnufriðurinn héldist, var að gera kjaraskerðingu hinna láglaunuðustu sem léttbærasta. í stað þess að gera ráð- stafanir 1 þá átt, felldi rikisstjórnin verðtryggingarlögin úr gildi, án þess að nokkuð kæmi 1 staðinn. Ailir, nema hinir sjö menn, sem sæti eiga í ríkisstjórninni, gerðu sér ljóst, að verkalýðsstéttin gat ekki tekið á sig kjara- skerðingu gengisfallsins algerlega bótalaust. Einhliða afnám verðtryggingarlaganna hlaut að leiða til stéttar- átaka og verkfalla. Ríkisstjórnin og þinglið hennar fengu aðvaranir úr ölium áttum. Þeim var ekkert skeytt. Þess vegna hefur þjóðin nú tapað hundruðum milljóna. Þung er sú ábyrgð, sem hvílir á herðum foringja Sjálfstæðisflokksins vegna forustu þeirra um afnám verðtryggingarlaganna. En þó er sekt ráðherra og þing- manna Alþýðuflokksins enn þyngri. Þeir telja sig enn fulltrúa launamanna. Þeir áttu því ekki að ljá máls á því að fella niður verðtryggingarlögin, án alira bóta til hinna láglaunuðu. Þeir gerðu þetta samt. Þeir bera þannig öðrum fremur ábyrgð á því, að láglaunastéttimar urðu að heyja hálfs mánaðar verkfall til að fá fram nokkrar réttarbætur. Þessar bætur hefðu þær getað feng- ið fram verkfallslaust, ef þingmenn og ráðherrar Al- þýðuflokksins hefðu haldið fram rétti láglaunafólksins á Alþingi. Láglaunafólkið veit nú betur en áður að á ráðherra og þingmenn Alþýðuflokksins getur það ekki treyst. Þess vegna hefur það orðið að heyja þetta langa og dýra verkfall. Það er hörmulegt til þess að vita, að á þeim tíma, þegar þjóðin má sízt við því að atvinnuvegirnir stöðvist, skuli láglaunafólkið þurfa að heyja tveggja vikna verk- fali til að fá lágmarkskröfum fullnægt. En svona dýrt er það að búa við ríkisstjórn, sem skortir bæði dóm- greind og réttsýni og nam því verðfestingarlögin úr gildi, án þess að nokkuð kæmi í staðinn til að bæta hlut hinna láglaunuðu. En því miður verður þetta ekki sein- asta tjónið, sem þessi stjórn mun vinna þjóðinni, ef hún hrökklast ekki fljótlega frá völdum, en það ætti hún sann arlega að gera eftir það stórtjón, sem hér hefur hlotizt af glámskyggni hennar og ósanngimi. Kiesinger gerist talsmaður sömu stefnu og de Gaulle Sjálfstæðisstefnan eflist stöðugt í Austur-Evrópu ÝMS mikilsverð tíðindi hafa gerzt þær tvær vikur, sem engin fréttaiblöð hafa komið út á íslandi, vegna verkfallsins. Mesta athygli hafa sennilega vakið gullkaupin mifclu, sem næstum voru búin að fella dollarann, og úrslit prófkjörs ins í New Hampshire, en þau hafa leitt til þess. að Robert Kennedy hefur gefið kost á sér sem forsetaefni. Banda- rí'kjastjórn hefur gripið til sér stakra ráðstafano vegna gull- æðisins og munu þær vafalaust nægja til að koma í veg fyrir 'iall dollarans, a.m.k. fram yfir forsetakosningarnar í Banda- tíkjunum. Framboð Kennedys gera úrslit þeirra kosn inga mifclu tvísýnni en ella. Erfitt er þó að spá nokkru endanlega um þetta, því að næstu miánuðina getur margt gerzt í Bandaríkjunum, er ger breyti viðhorfinu frá því sem það er nú. ÞÓTT þessir tveir atburðir hafi sennilega vakið einna mesta athygli seinustu dagana, eiga trúlega tveir atburðir aðrir eftir að hafa enn meiri sögulega þýðingu. Hér er ann ars vegar átt við yfirlitsræðu þá, sem Kiesinger kanzlari hélt í vestur-þýzka þinginu 10. þ.m., og kins vegar við þá viðleitni þjóða í Austur-Bv- rópu að gerast Óháðari stórveld inu í austri. f yfirlitsræðu sinni ræiddi Kiesinger kanslari bæði um inn anríkis- og utanrífcismál. Þau ummiæii hans sem mesta at- hjygli vöktu, hljóðuðu eitthvað á þessa leið: — Þrátt fyrir það, þótt tengsl okkar við Atlantshafs- bandalagið séu sterk og sambúð ofckar við Bandaríkin sé mjög vinsamleg, þá edgum hvorki við né sameiinuð Vestur-Eyróipa heima í framtíðinni innan þröngs Norður-Atlantshafs, „imperium". Slík skipan myndi tvískipta Þýzkalandi og Evrópu varanlega og gæti aukið kættu á sorgariegustu heimsátökum. Þótt orðið „impenum" geti verið nokkuð teygjanleg í þessu sambandi, þá túlfcuðu eriend hlöð þessi ummæli Kiesingers yffirleitt á þá leið, að hann liti á Nato sem bráðabirgðasamtök, en leita ætti í framtíðiinmi eftir annarri lausn, sem gæti trygg.t sameiningu Þýzkalands og víð tæikt sametarf í Evrópu. SXíkri lausn yrði ekki náð með þútt töfcu í Nato. Dansfca blaðið Berlingske Tidende valdi ræðu Kiesinger lífca fyrirsögnina „Nej til Nato-fremtid“, en Aktu elt valdi henni fyrirsögniina „Europas fremtid ifcke í Nato“. Mörg amerísk blöð, þar á með al „The New York Times“ deildu á Kiesinger fyrir það, að hamn væri genginn Gaull- ismanum aliveg á hönd. Fleiri atriði í ræðu Kiesing ers sýndu, að vestur-þýzku stjórninni er þáð full alvara að Kiesinger og de Gaulle leá'ta bættrar sambúðar við Austur-Evrópu. í fyrsta sinn fór Kiesinger viðurkenningar- orðum um þær efnahagslegu framfarir, sem hefðu orðið í A.ustur-Þýzk.alandi. Hann skýrði einnig frá því, að vest ur-þýzka stjórnin hefði í atlhug uu að oipna verzlunarskrifstof.u í Austur-Bertín. Þá kvaðst hann reiðubúinn tl að ræða við Witíi Stoph, forsætisráðhenra Aiuistpr-Þýzkalands, m. a. um, að þessi lönd gerðu með sér griðasáttmiála, en þó á þan.n hátt að ekki fætíst í því dipló matisk viðurkenning á Aust- ur-Þýzkalandi. Þó taldi hann nauðsynleigt, að emibæ.ttismenn ríkjanna ræddust við til að greiða fyrir samgöngum og við sikiptum miXli þeirra. RÆÐA Kiesingers verður ekki skilin á annan veg em að Vestur-Þýzkaland sé reiðu búið til að ganga úr Nato, ef það gæti orðið til þess að bæta sambúðina miXli Vestur- og Austur-Evrópu og auðveXda sameiningu Þýzkalands. Kiesing er sagðist skilja, að bætt sam búð í Evrópu og aufcin öryggis tilfinning þar væri lykiHinn að því að sameina Þýzkaland. í framhaldi af ræðu Kies- ingers, fóru fram aLmennar um ræður í þinginu. Einna mesta athygli vakti ræða Helmuth Sohmidits, sem er formaður þingflofcks Jaf.naðarmanna. Hann sagði m. a., að Þjóðverj ar yrðu að gera sér ljóst, að utan Þýzkalands væri hvergi að finna áhuga fyrir samein- inigu Þýzkalands. ÖIX nágranna níkin óttuðust sameinað Þýzka land, sem hefðu 75 mitíj. íbúa. Hivort sem Vestur-Þjóðverjum l'íkaði stjórnin i Austur-Berlín betur eða ver. vrði ekki kom izt hjá því að koma á einhverj- um samskiptum við hana, á.n þess þó að þurfa að viður- kenna Austur-Þýzkaland sem erient rjkL Hánn lýsti fyjgi sínú við þá tílíogu Kiesing'ers, að hann ræddi við forsætisráð- herra Austur-Þýzkalands um griðasáttmála. Þá lýsti hann ýmsum hugmyndum um, hvern ig sambúð þýzku ríkjanna ætti að verða háttað. í Austur-Berlin hefur ræð um þeirra Kiesingers og Schmidts verið misjafnlega tek ið, e.n þar er líka diplómatísk viðurfcenning Austur-Þýzka- lands sett á oddinn. Þótt þeir Kiesinger o.g Schmidt séu ekki reiðuibúnir til að ganga svo langt, gengu þeir miklu lengra í þessum ræðum sínum til móts við Austur-Þýzkaland en þeir hafa gert nokkru sinni áður. Margt bendir þó til, að meirihluti almennings í Vest- ur-Þýzkalandi vilji ganga enn lengra i þessa átt. Það er ekki sízt fyrir ábrif þessa meirihluta sem þeir Kiesinger og Schmidt ganga lengra til móts við Aust ur-Þýzkaland en áður. Þeir eru knúðir fram af almenningsálit inu. ÞÓTT Kiesinger færi í ræðu sinni mörgum fögrum orð um um Bandaríkin og legði á- herzlu á góða sambúð þeirra og Vestur-Evrópu í framtíð- inni, kom það eigi að síður glöggt í ljós, að tafcmark hans er Evrópa, sem er ekki í neiinu háð Bandaríkjunum, en hefur aðeins vinsamleg ski-pti við bau. Þess vegna segja amerísku blöðin, að hann sé á sömu leið og de Gaulle. Þótt ræða Kiesingers hafi því vakið litla ánægju vestra, geta Bandaríkjamenn hu.ggað sig við annað. Á sama tíma og Vestur-Þjóðverjar náigast Gautí ismann, er nliðstæð bróun að gerast í Austur-Evrópu, ein þar bednist hún gegn Rússum. Rúm enía hefur tekið u.pp enn sjáltf stæðari stefnu í sambúð sinni við Sovétríkiin en áður, m. a. með því að neita að fallast á s a mn in gs.uppk a s t i ð um barnn við útbreiðslu kj arnorkuvopna. Framhald á bls 15

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.