Tíminn - 19.03.1968, Síða 16

Tíminn - 19.03.1968, Síða 16
Heiðursgestinum gekk illa að komast á Pressuballiö! GÞE-ReykjavJk, mánudag. Hið árlega Pressuball Blaða- mannafélags íslands var haldið í Súlnasal Hótel Sögu s.l. föstu- dagskvöld, og þótti takast með ágætum. Svo sem kunnugt er af fréttum var heiðursgesturinm á ballinu Per Hækkerup fyrrum menntamálaráðherra Dana og frú hans. Mjótt var á mununum, að þau kæmust til landsins vegna erfiðra veðurskilyi'ða, en allt fór þó vel, og þau gengu inn í sal- inn einni klukkustund eftir að danslcikurinn átti að hefjast. Meðal gesta á ballinu voru for- seti íslands, dönsku sendiherra- hjómin og Gylfi Þ. Gíslason, menntamálaráðherra og frú. Krist ján Bersi Ólafsson, formaður Blaðamamiafélaigs íslands setti hófið, þá filutti Per Hæikkerup aðalræðuna, og var hann bráð- skermmitilegur eins og vænta miátti. Elín Sigurvinsdóttir og Eramhaid á bls 15 HeiSursgestur Blaðamannafélags ísiands, Per Hækkerup gengur inn í salinn ásamt Sigríði Bjarnadóttur, eigin. konu Kristjáns Bersa Ólafssonar. Á eftir koma þau Kristján Bersi ogf frú 'Hækkerup og þá Gytfi Þ. Gíslason og frú hans, Guðrún Vilmundardóttir. (Tímamynd Gunnar) Sjónarvottur lýsir Vietnam-óeirSunum í London á sunnudaginn: HESTUM 06 KYLFUM BEITT GEGN FÓLKI VID SENDIRÁDID FB-Reykjaváik, mánudag. Víða hefur borið á mikilli andstöðu manna gegn stefnu Bandaríkjanna og Vietnam að undanförnu, og nú síðast kom til mikilla átaka í London á sunnudaginn fyrir framan sendiráð Bandaríkjanna þar í borg. Hófust óeirð*rnar með útifundi um 20 þúsund stúdenta á Trafalgar-torgi, en þaðan fóru fundarmenn í hóp- göngu til sendiráðsins. Blaðið hafði samband við Ólaf Ragn- ar Grímsson, sem staddur var á staðnum, þar sem fréttarit- ari blaðsins í London var hér í Reykjavík. Báðum við Ólaf að lýsa þvi, sem fyrir augun bar, og fer lýsing hans hér á eftir. — Brezka Vietnam-in'efndin, sem í eru Stúdentafélög um allt Bretland, stúdentafélög frj'álslvndra vinstri sinnaðra og svo róttækra sósíalista efnd'i til fjöldatumdar á Tra- falgar-torgi í gær, su,nnudag, tii þess að mótmæla stefnu Bandaríkj.amanna í Vietnam. Þátt tóku í fundiinum um 20 þús. stúdentar og voru þeir úr flestum háskólum Bretland'S. Ræðumenn voru margir, meðal þeirra var Vanessa Redgrave, einhver þekktasta unga leik- kona Breta, sem flutti fundar mönnum kveðjur frá ýmsum heimsfrægum mönnum í kvik- myndaheiminum, m.a. Antoni- oni og Marcello M'astroianni. — Að fundinum loknum hóíst ganga að bandaríska sendiiráðinu, sem fór að mestu mjög friðsamlega fram, þótt gönigumeun þyrftu að brjót- ast í gegn um umiferð á Ox- ford stræti. Þegar gangan ætl- aði að halda inn á Grosvenor torgið, þar sem bandarísika sendiráðið stendur, voru þar fyrir rúmlega eitt þúsund lög- regl'umenn, þar á meðal nokkr ir tugir þeirar á hestum, vopn- aðir kylfum. Ilafði einnig ver- ið raðað u,pp fimm gríðarstór- um lögregilu'Vögnum fyrir fram an sendiráðið, sem eins kon- ar varnarveg.g. Lögreglumeinn- irnir mynduðu mjög þéttar rað ir og vörnpðu göngumönnum vegarims inn á torgið Forystu menn göngunnar höfðu áður tilkynnt, að þeir vildu afhenda bandariska sendiráðimu áiykt- un fundarins, en sendiráðið hafði tilkynnt lögreglunni, að það neitaði að taka við á'lykt- uninni. Neitaði lögreglan þess vegna forystumönnum göng- unnar m. a. Vanessu Redgrave, um að komast að anddyri sendi ráðsins til þess að afhenda á- lyhtunima. — Göngumeinn lögðust mjög þétt á vegg lögreglu- mannanna og brutust í gegn um hann og komust in.n í garð á miðju torginu og stefndu. að sendiráðinu til þess að for- ystumenniirnir gætu afhent á- lyktum fu-ndarinis. Lögreglan myndaði þá nýjan varnargarð og lögreglumennirnir á hest- unum riðu í hóp göngumanna og hröktu þá með hestunum og kylfuinum til baka. Brut- ust þá út gíifurleg átök, sem urðu blóðuig, milli lögreglunn- ar og göngumanna. Stóðu þessi átök í rúmilega eina og hálfa klukkustund. Særðuist rúmlega 150 manns allveruilega og voru 50 þeirra fíiuttir í sjúkrahús. þar af 25 lögreglumenn alvar- lega særðir. Göngumenn rufu oft skarð í vegg lögreglumnar, en var aLltaf hrint tdil baka af hinum ríðandi lögreglumönn- um, sem beittu óspai’t kylfun- um og hestunum gegn göngu- mönnum. — Stundum náðu göngu- menn takd á einistaka hesti og gátu hrint lögreglumönnunum af baki. Þogar átökin stóðu sem hœst, vpni handalögmál miili löereglumanna og göngu- manna um næstum allt torgið, og tapaði fjöldi lögroglumanna hjáilmum sinum. í átökunum voru notaðar reyiksprengjur, spjöld, torf, sem riifið var upp í garðinum og ýmislegt ann- að. Þessi átök eru mestu álök, sem nokkru sinni hafa orðið í Bretlandi, og einn þin.gmanna Vestamannaflokksins lýsti því vfir í gær að bað hefði aðal lega verið fantaleg framkoma hinna ríðandi iögreglumanna, sem orsakaði, að átökin urðu svona ailvarleg. — Andúðin gegn Vietnam- stríðinu magnaist óðum hér i Bretlandi, eins og sést á því, að rúmlena 20 þúsund stúdent- Framhald á bls. 14. Úlafsvíkur- bryggja hvarf á 60 til 70 metra kafla ASÓ-lafsvík, mánudag. Stórskemmdir urðu á hafnar- mannvirkjum í Ólafsvík í óveðri sem þar gerði á laugardagskvöld. Nýendurbyggð trébryggja brotn- aði í spón á 60—70 metra kafla. Einnig gróf undan uppfylling- unni inni I höfninni og eyðilagð- Framhald á bls. 14. Útvarp og sjónvarp: SAMBANDIÐ "*V» ROFNAR VIÐ SMÁ GUST IGÞ-Reykjavík, mánudag. Á föstudag siðdegis gerði nokkurn vcðurhvell hér sunnan lands, með beim afleiðingum að útvarp og sjónvarp féll niður. Er það svo sem engin nýlunda, vegna bess að útsendingar út- varpsins á Iangbylgjum hafa öðru nverju verið að falla nið ur í allan vetur, en þegar svo Framhaild á bls. 15. ÓSinn Rögnvaldsson SATU A SATTAFUNDUM í 200 KLUKKUSTUNDIR EJ-Reykjavík, mánudag. Langir og strangir samninga fundir hafa verið haldnir þann hálfa mánuð, sem verkfallið hef ur staðið. Voru samningamenn þreyttir og syfjaðir í dag um hádegisbilið, þegar samningar voru undirritaðir. Eimn fuilltrúi í 18 manma samninganefnd Alþýðusambands ins var Óðinn Rögnvaldsson, varaformaður Hins ísl. prentara félags. Átti blaðið stutt spjail við hann eftir að samnin'gar höfðu verið undirritaðir. — Við héldum nokkra fundi áður en verkfallið hófst, — sagði Óðinn. — Fyrst mætti öll 18 manna nefndin á fundi með atvinnurekeuidum. og þar var bilið eins mikið og það gat verið. Við héldum fast við kröfuna um fullar vísitölu bætur 1. marz, en atvinnurek- endur sögðust ekkert geta borg að. Á þessum fundi var kjörin sjö manna undirmefnd hjá okk ur, sem átti nokkra fundii með atvinuure'kendum. Var fljótlega ákveðið að vísa málinu til sáttasemjara, og 18 manme nefndin hefur setið þá sátta- fundi alla fyrir hönd ASÍ. Með- an verkfailið stóð víir wru haldnir sáttafundir svo til dag lega, en þeir mumu samtals haf'a staðið i um 200 klukku- stundir — Ekki hafa þessar stóru nefndir deiluaðila alltaf setið á fundum saman? — Nei, það var bara á fyrsta fumdinum. Síðar voru það umdirnefndir. „sem áttu fnndi saman - vpnjulesa 3—4 menn frá hvorum aðila. — FramliaJd á bls. 15.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.