Tíminn - 21.03.1968, Blaðsíða 5

Tíminn - 21.03.1968, Blaðsíða 5
FMMTUDAGUR 21. marz 1968. TÉMINN Náttúruvernd og skógarnir okkar G.G. skrifar: „Ég hef áður í þessum þátt- um minnst á hveriíig Vegagerð ríkisins hefur leikið skógana hér í Vatnsfirðinum. Á Hellu- hlíð var fallegur birkiskógur. Þar var ruddur vegur fyrir nokkrum árum og gerði sá veg- ux ærin sár í skóginn. Svo fyrir þremur árum var lagður um hlíðina mikiil upphleyptu> veg ur, utanhjá gamla veginum, og nú er Helluhlíðin óskaplega skemmd vegna þessarar vega- gerðar. Ekkert hefur verið gert til að græða þessi vegasár. Svo s.l. vor var byrjað á að leggja veg frá ánni Pennu út eftir. Þar endurtók sig sama sagan, skógurinn var miskunnariaust rifinn niður undir veginn, og það svo stórkostlega að í þenn- an vegarspotta, sem mun vera 2,5 km., munu hafa farið um 10 ha. af fallegum birkiskógi. Verði nú haldið áfram á sömu braut, og hvergi hlífzt við að eyðileggja skóginn, þar sem vegurinn á að koma — við austanverðan Vatnsfj., Kjálka fjörð og Mjóafjörð — þá verð ur orðið ljótt um að litast, þvi varla fara minna en 100—150 ha. af skógi undir þann veg allan. Megum við í þessu skóg- lausa landi, virkilega við svona aðförum við skógana? Ég held varla. Mér finnst það fullkom- ið fánýti, að vera að eltast við að hafa 'vegina þráðheina og með því móti fara yfir hvað sem fyrir er. Hitt virðist mér ætti að skipta meginmáli að vegurinn sé vel lagður, þótt á honum þyrftu að vera nokkrar beygjur. Þær eru það hvort sem er, kannski eitthivað færri. Ömurlegt að sjá skóginn deyja Það er ömurleg sjón að sjá fallegar birki- og reynihríslur veslast upp og deyja, af því búið er að grafa frá rótum þeirra .sem liggja að vegun- uim, og veita vatninu burt, sem hefur vökvað þær. Svo kemur frostið og sprengir ræturnar upp úr jarðveginum. Stormur- inn blæs moldinni burtu, og eftir 1—2 ár í mesta lagi, feliur þessi fallega hrísla. Og svo held ur það áfram koll af kolli. Upp blásturinn. sem byrjaði í vega sárinu, heldur áfram ár eftir Bæjarhjúkrunarkona óskast til starfa í Kópavogi. Til greina kæmi að skipta starfinu. Laun samkvæmt 16l launaflokki. Allar frekari upplýsingar veitir Sigurður Ólafsson skrifstofustjóri á bæjarskrifstofunum í Kópavogi. Umsöknir sendist undirrituðum fyrir 1. apríl n.k. BÆJARSTJÓRINN í KÓPAVOGI Westinghouse ofninn ÁRA REKVSLA! VANDLÁTIR VELJA WESTINGHOUSE TÆKIN Ekki aðeins vegna þess a5 Westinghouse er leiðandi í heiminum í dag í tækniþróun og framleiðslu heimilistækja heldur einnig af því að á (slandi er þegar fengin 20 ára reynsla af gæðum og endingu tækjanna frá Westinghouse. ALLUR SAMANBURÐUR ER WESTINGHOUSE í VIL Nánari upplýsingar, myndalistar og sýnishorn í nýjtnn íiUvsileffutn si/nitifjarseif s ár. Og eftir bannski 50—100 ár segir fólkið, sem um veginn ekur: „Hér hvað hafa verið skóg ur“. Já. skógurinn er orðinn þjóðsögn. Þetta getur ekki gengið svona lengur. Það verður að krefjast þess, að eitthvað sé gert til að græða vegasárin. Það hefur aldrei verið sýnd minnstia við- leitni til þess hér, svo ég viti til. Porfeðrum okkar hefur ver- ið legið á há'lsi fyrir meðferð þeirra á skóginum. En það var lifsnauðsyn þeirra að nota sér skóginn bæði til húsagerðar og eldiviðar, og jafnvel til fóðurs fyrir skepnur sínar, sem annars hefðu fallið úr hor og hungri. Vegfarandi! Þú sem ekur bif reiðinni þinni eftir veginum í leit að skjólsælum skógar- lundi til að dvelja þar með fjölskyldu þinni nokkra daga í sumarieyfinu. viltu ekki hjáipa til að skapa almennings álit, sem fordæmir svona gá- lauslega meðferð á þeim skógar leyfum, sem enn eru eftir. Hvort sem í hlut á einstakling- ur eða ríkið sjálft? f fyrsta lagi verður að krefjast þess, að leitast sé við að leggja vegi þar sem þeir gera minnst spjöil, en koma þó að svipuðum not- um. Og í öðru lagi verður að krefjást þess. að sáð sé áburði 8 og grasfræi í brúnirnar á vega 1 sárunum, til að reyna að koma 1 í veg fyrir uppblástur. Pil i hvers er „Náttúruverndarráð“ | ef það á ekki að láta svona É mól til sín taka. Og til hvers E er ,.Skógræktarfélag“ ef það 1 skiptir sér ekkert af þessu? g Óvíða hér á landi a.m.k. á Vestfjörðuim, munu vera fal- legri skógarleyfar en hér í Vatnsdal. Þó er ekkert fyrir þetta gert“. Orðsending til G.Þ. „Herra Landfari í Tímanum. Má ég biðja þig fyrir orð- sendingu til G.Þ. sem í dálkuim þínum laugardaginn 2. marz skrifaði nokkur vingjarnleg orð um Bréf — mitt — til bænda og neytenda. í Andvara vor- hefti tímaritsins 1967, sem ekki kom út fyrr en í ársiok 1967. G.Þ. telur að betur hefði farið á, að „Bréfið“ hefði kom- ið í Búnaðarritinu fremur en Andvara. Ekki mæli ég á móti því, sérstaklega með tilliti til þess. að búið er að eyðileggja vinsældir Andvara með óbæfi- lega óreglulegri útkomu tíma- ritsins. — En, „mikil er trú þín“ G.Þ., ef þú gerir ráð fyrir að ég hefði getað fengið rúm fyrir ,.Bréfið“ í Búnaðarritinu Þvílík fjarstæða. Og loks þetta: Ég bið þig, || G.Þ. að lesa grein mína: Til- i raunir á villigötum. sem kom I í Ársriti Hf. Nl. 1967, hún er að nokkru leyti framhald af ,.Bróf inu“ og árétting um það sem þar segir um ræktunarmálin. Vinsamilegast Árni G. Eylands". Tvær reglusamar íjölskyldur í Reykjavík, óska eftir húsnæði til leigu yfir sumarið austan fjalls. Upplýsingar sendist til I blaðsins, merkt: „Sumar í sveit“. | Á VÍÐAVANGI ISpyr sá, sem ekki veit? AlþýSublaðið hefur í gær smáviðtal við Jón Sigurðsson, formann Sjómannafél. Reykja- víkur, ,,einn þeirra fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar, sem staðið hefur í erfiðum samn- ingum" eins og blaðið kynnír hann nú. Þetta er vel tU fund- ið hjá Alþýðublaðinu og áreið- anlega vinsælla hjá flokks- mönnum en ræða Gylfa hjá kaupmönnum, þar sem barizt var á móti leiðréttingu til p verkafólks. Alþýðublaðið spyr 1 Jón: „Hver hcfur ávinningurinn Í orðið af þessu hálfs mánaðar þ verkfalli, mesta verkfalli, sem sögur fara af á íslandi?" | Og Jón svarar þessari spurn- | ingu vafningalaust: I „Að sjálfsögðu hefur verk- | fallið kostað atvinnutaip fyrir marga, sem þátt tóku í því, en þar var hnekkt þeirri ákvörð- un ríkisstjórnarinnar að fella úr gildi verðlagsuppbætur á laun, en sá var einmitt tilgang- urinn með aðgerðum verkalýðs hreyfingarinnar". Þannig befur Alþýðublaðið fengið greið svör hjá Jóni Sig- urðssyni. Verkfallið var háð til að „hnekkja ákvörðun ríkis- stjórnarinnar", og það tókst, enda var það „einmitt tilgang- urinn með aðgerðum verkalýðs- hreyfingarinnar". Þá geta menn lesið það svart á hvítu í Alþýðublaðinu, að Jón Sigurðs- son og með lionurn mikill hluti Alþýðuflokksins fór í „mesta verkfall, sem sögur fara af á íslandi'V til þess að hnekkja gerðum ráðherra Alþýðuflokks- ins og þingmanna hans innan við múrinn og forða alþýðu manna frá afleiðingum af skemmdarverkum þessara manna. Ög þetta tókst Jóni Sig- urðssyni og samherjum hans góðu heilli. Ég skora á íslenzka {afnaSarmenn" Njörður P. Njarðvík, sem situr úti í Svíþjóðu um þessar í; mundir, skrifar Helga Sæmunds syni ágæt kuniiingjabréf í Al- þýðublaðið. Eitt þessara bréfa birtist þar í gær, og er m.a. rætt um afstöðu sænsku rf ís- lenzku ríkisstjórnanna til her- foringjastjórnarinnar í Grikk- landi, og segir þar m.a.: „Papandreou lýsti þvi yfir hér í Stokkhólmi að flokkur sinn væri sósíaldemokratískur flokkur og hann kvaðst hafa tekið að sér forystu í baráttunni gegn herforingjaklíkunni i Grikklandi. Sænska ríkisstjóm in hefur lýst vfir að hún muni aldrei viðurkenna herforingja- stjórnina i Grikklandi: gefi Papandreou heimild til að stjórna andspyrnuhreyfingu sinni héðan úr Svíþjóð og boðið honum embætti gistiprófessors í hagfræði við Stokkhólmshá- skóla. Auk þess hefur Tage Erlander lýst því yfir að jafn- aðarmannaflokkurinn sænski muni styðja andspyrnuhreyfing una með fjárframlögum. Þetta er ótviræð stefnuyfirlýsing og ber vott um djörfung og und- anbragðalausa tryggð við hug- sjónir lýðræðisjafnaðarmanna. Utanríkisráðherra fslands er líka jafnaðarmaður og við al- þýðuflokksmenn eigum hlut að t'ramhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.