Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 29.11.1989, Qupperneq 2
2 Miðvikudagur 29. nóv. 1989 MMJMÐIII Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. MATVÆLI OG VIRÐISAUKASKATTUR Umræðurnar um virðisaukaskattinn leiða æ betur í Ijós, að mál- flutningur Alþýðuflokksins um eitt þrep skattsins er réttur. Um- ræðurnar og þrýstingur áhrifamikilla samtaka og þjóðfélagshópa um að matvara verði sett í annað og lægra skattþrep við gildis- töku virðisaukaskatts, hafa verið meira af tilfinningalegum toga en rökrænum. Sé málið skoðað til hlítar, kemur í Ijós, að tvö þrep fela ekki einungis í sér útþynningu á sjálfu viröisaukaskattskerf- inu, heldur kemur til með að skila hærra matvöruverði til neyt- enda að öðrum forsendum óbreyttum! rram hefur komið í fréttum, að hagdeild fjármálaráðuneytisins hefur reiknað út áhrif þess ef matvara verði sett í lægra skattþrep. Þannig sýna niðurstöður fjármálaráðuneytisins, að ef allar mat- vörur yrðu settar í 15 prósenta skattþrep í virðisaukanunm, myndi ríkissjóður tapa um 3.5 milljörðum króna. Til að mæta því tekjutapi ríkissjóðs yrði að hækka hærra skattþrepið upp í 28.5 prósent. Framfærsluvísitalan stæði hins vegar í stað. Hagdeildin reiknaði ennfremur út hver áhrifin yrðu ef innlend matvara lenti ein í lægra þrepi virðisaukaskatts. Tekjutap ríkis- sjóðs yrði þá 2.2 milljarðar króna. Almenna þrepið yrði að hækka upp í 27 prósent til að mæta tekjumissi ríkissjóðs og áhrif á fram- færsluvísitölu yrðu hverfandi. Athyglisvert er ennfremur að embættismenn fjármálaráðuneytisins telja fráleitt að láta ein- ungis innlenda matvöru í lægra þrepið. Auk þess að vera brot á öllum viðskiptasamningum er talið óframkvæmanlegt að inn- heimta slíkan skatt og auk þess myndi hann bjóða heim umtals- verðum skattsvikum. Virðisaukaskattsfrumvarpið er liður í fjárlögum. Minnkandi tekj- um ríkissjóðs með lægra skattþrepi yrði að mæta með hækkun efra þreps eins og fram kemur að ofan eða leggja á aðra skatta eða skera enn frekar niður niðurgreiðslur. Jón Baldvin Hannibals- son formaður Alþýðuflokksins segir í viðtali við Alþýðublaðið í gær, að niðurstaðan verði trúlega sú, að ríkið bæti sér tekjutapið með því að skera niður niðurgreiðslurnar. Orörétt segir Jón Bald- vin: 'Þá höfum við minna fé í niðurgreiðslur sem leggst á miklu breiðari stofn og munar því minna á hverja vöru, fyrir utan að nið- urgreiðslur minnka á þeim hefðbundnu afurðum íslensks land- búnaðar sem áður nutu þeirra mest." Af þessu leiðir að hefð- bundnar afurðir hækka um 7 prósent í verði þrátt fyrir lægra skattþrep! I framhaldi af þessu segir Jón Baldvin í viötalinu við Alþýðublað- ið: „Þetta þýddi að matvælaliðurinn í heild, í útgjöldum meðal- fjölskyldunnar, myndi ekki lækka mikið meira, ef nokkuð, umfram núverandi kerfi með samræmdum skatti en endurgreiðslum. Eitt dæmi sem menn hafa verið að reyna að reikna er hvort ekki megi takmarka niðurgreiðslur við færri vörur, þ.e. endurgreiðsluliðina sem við völdum. Meö öðrum oröum að segja: Við höfum minni pening til niðurgreiðslna og ætlum bara að verja þeim til brýn- ustu lífsnauðsynja eins og mjólk. Jú, þá myndi mjólk lækka um 8%, en þá hefðir þú ekki pening til að greiða niður aðrar landbún- aðarvörur. Ostarnir myndu hækka um 12%, smjörið myndi hækka um 200% og dilkakjötið myndi hækka um 5%. Þetta er nú alslemman þegar búið er að leggja spilin á borðið. Mér er spurn: Ætli það verði mikill fögnuður hjá bændasamtökunum þegar þetta liggur fyrir? Hvernig ætli undirtektirnar verði hjá þjóðkórn- um, sem var farinn að trúa áróðrinum um að þetta væri patent- lausnin?" Hað er mikið þjóðþrifamál að lækka verð á matvælum. Það verð- ur ekki gert með tilfinningastríði og vanhugsuðum áróðri, heldur haldbærum og raunsæjum aðgerðum eins og afnámi einokunar- kerfis innlendra landbúnaðarafurða, aukinni samkeppni og frjáls- um innflutningi á öllum matvörum. ÖNNUR SJONARMIÐ ÞAÐ hefur vakiú talsverða athygli að Jón Ottar Ragnarsson hafi hlotið gullverðlaun norræn fyrir að vera hesti markaðsmaður Norðurlanda í ár. Sérstaklega ef hafðar eru í huya fréttir undanfarinna daga að verð- launafyrirtækið og forstjóri þess eru að þokast undir hamarinn ef ekki koma nýir hluthafar til sögunnar. Þeir sem ekki lesa Tímann, misstu að smellnum hugleiðingum aðstoð- arritstjóra blaösins, Odds Ólafsson- ar, í gær um verölaunaveitinguna. Oddur skrifar: „Markaðssnillingur Norður- landa hefur að sögn selt löndum sínum hátt í 40 þúsund afruglara og eru þónokkrir þeirra í not- kun við að afrugla metnaðarfull- ar sjónvarpsútsendingar. Mark- aðssetning afruglaranna er áreiðanlega norðurlandamet, gott ef ekki heimsmet miðað við höfðatölu og er sjónvarpsstjór- inn vel að upphefðinni kominn. Að vísu ganga einhverjar leið- indasögur um að eitthvert rugl sé í peningamálum verðlaunuðu stöðvarinnar og er verið að reyna að fá afruglara frá banda- rískum og frönskum stöðvum til að koma lagi á ruglið. En slíkt kemur norrænu mark- aðsnefndinni ekkert við, aðal- málið er nefilega að markaðs- setja og breiða sig yfir allan- markaðinn en aukaatriði hvor- um megin veggjar hagnaðurinn liggur, nú eða þá tapið. Það er sem sagt markaðssókn- in sem gildir en ekki hvort fyrir- tækin eru rugluð eða afrugluð, enda gildir það einu. Það er reglulega upplífgandi að einhver athafnamaður stend- ur upp úr öllu baslinu og eymd- inni og þeim hörmungarsöng að allt sé að fara á hausinn og þess verður að hengt sé á hann sam- norrænt gull.“ Kannski að aðstoðarritstjórinn voni í hjarta sínu að framkvæmda- stjóri Tímans, Kristinn Finnbogason verði næsti verðlaunahafi Samnor- rænu samtakanna um markaðsmál. SPAUGILEG ritdeila hefur sprottið upp milli Ólínu Þorvarðardóttur fyrrum sjónvarpsfréttamanns og Ól- afs Hannibalssonar fyrrum ritstjóra Helgarpóstsins og núverandi rit- stjórnarfulltrúa Heimsmyndar. Deil- an sem farið hefur fram á síðum Morgunblaðsins snýst um það, hvort ritstjórnarfulltrúinn hafi haft rétt fyrir sér þegar hann skrifaði klausu um Ólínu þess efnis að hún væri á leiö í framboð á Vestfjörðum fyrir Framsóknarflokkinn. Ólína skrifaði grein í Morgunblaðið nýverið og bar af sér fréttina. í gær skrifaði rit- stjórnarfulltrúinn svargrein í Morg- unblaðiö þar sem hann ber hönd fyrir höfuð sér og segist hafa gengið of langt í fréttaflutningnum og biður Ólínu afsökunar á fullyröingunni að hún sé á leiö á þing. En Ólafur bætir við, aö framsóknarmenn á Vest- fjörðum hafi mikinn áhuga á að fá Ólínu á þing fyrir flokkinn: „Eg vona ad það sé auðsætt af klausunni að ekki var þetta af ill- girni mælt. Fjölmiðlafólk, og einkum sjónvarpsfólk, sem dag- lega er eða hefur verið heima í stofum okkar, verður að sæta því að margt sé um það rætt og að stjórnmálaflokkar kunni að hafa á því áhuga að fá það til liðs við sig, enda hefur reynslan sannað, að oft er í því efni gagn- kvæmur áhugi. Ég hafði öruggar heimildir fyrir því að slíkur áhugi væri fyrir hendi hvað þig snerti meðal framsóknarmanna á Vestfjörðum. Með orðalaginu: Ólafur Hannibalsson: Framsóknar- menn vilja Ólínu — en Ólína vill ekki framsóknarmenn. „Altalað er að Ólína stefnir nú á þing . ..“ gekk ég hins vegar lengra en heimildir mínar leyfðu og þeirra hugmyndir urðu að þínum fyrirætlunum. Bið ég þig hér með afsökunar á því.“ ,,Þá er bara að sjá hvort heimildir Heimsmyndar reynist réttar og Ólínu verði boðið í framboö fyrir hönd vestfirskra framsóknar- manna. Einn meö kaffinu Spurning: — Hvers vegna eru lögregluþjónar klæddir í svart og hvítt? Svar: — Það er vegna þess að það er of dýrt að senda þá út í lit! DAGATAL Vaskurinn í vaskinn í*etta eru undarlegir dagar. Frostið kom og fór og nú er aftur sumar. Sprengjurnar voru þagnað- ar í Reykjavík en eru aftur farnar aö springa. Hlutirnir koma og fara. Ég held að ég sé að veröa skáldlegur í dag. Þessar hugleiðingar eru festar á pappír vegna virðisaukaskattsins. Ég er satt að segja alveg hættur að botna upp né niður í virðisauka- skattinum. Hérna áður fyrr og reyndar enn — búum við við sölu- skattskerfiö. Það er bæði götótt, óréttlátt og flókið. Þess vegna var ákveðið að taka upp nýtt kerfi. Þaö heitir virðisaukaskattur sem er þýðing úr dönsku á MOMS sem er stytting á „merverdi- og mad- skatt." Að ég held. En hvað er nú virðisaukaskatt- Virðisaukaskatturinn er stundum nefndur Vaskur, ekki vegna þess að það sé vaskur skattur, heldur vegna þess að styttingin á virðis- aukaskattur er VSK. Það sér hver heilvita lslendingur að ekki er hægt að bera fram „VSK" svo land- ar vorir hafa bara stungið inn. nokkrum bókstöfum svo út kemur „Vaskur." Þetta er sem sagt orö- sifjaleg skilgreining. Efnisleg út- skýring á fyrirbærinu Vaskur þvælist hins vegar fyrir mér. Vaskurinn er skattur sem er þannig gerður að hann felur í sér aðeins eitt prósentustig sem leggst á allar vörur. Eða þannig var Vask- urinn hugsaður í upphafi. En síðan fóru allir þrýstihóparnir að og krefjast undanþága. íþróttafélögin vildu undanþágu á íþróttir. Það var veitt. Laxveiðiaðallinn vildi undanþágur á laxveiði á stöng. Það var veitt. Leikhúsfólkið vildi undanþágur á leiksýningar. Það var veitt. Tónlistarfólkið vildi eng- an virðisaukaskatt á tónleikahald. Það var veitt. Rithöfundar, ritstjór- ar og útgefendur vildu undanþágu á bækur, blöð og tímarit. Það var veitt. Og svona hélt boltinn áfram að rúlla. Að lokum nefndi einhver að sniðugt væri að matvælin væru einnig undanþegin virðisauka- skatti eða alla vega sett í lægra skattþrep. Þá var sagt nei. Nú fór ýmislegt að ske. í fyrsta skipti í sögunni féllust samtök vinnuveitenda og launþega í faðma. Þeir vildu ekki skatt á mat- inn. í hópinn bættust Neytenda- samtökin, G-samtökin, og G-sam- tök til sveita sem nefnast bændur. Og að sjálfsögðu fylgdi Sjálfstæðis- flokkurinn og önnur stjórnarand- staða á þingi í kjölfarið. Þegar allir voru orðnir sammála um að búa til annað skref á Vaskinn, stóðust for- menn stjórnarflokkanna — nema Jón Baldvin — ekki mátið. Auðvit- að voru þeir alltaf á móti virðis- aukaskatti á mat, sögðu Stein- grímur og Ólafur Ragnar. Það voru bara þessir fjárans kratar þeir vildu skattleggja mat alþýðunnar. Og ekki tauti komandi við þessa menn — og það versta var að for- mennirnir voru bundir samkomu- lagi við kratana sem þeir gátu bara ekki slitið. Þegar hér var komið sögu var orðið Ijóst að öll þjóðin vildi lægra skattþrep á mat en á móti stóðu tíu þingmenn í Al- þýðuflokknum. Einir gegn öllum. Þetta gekk auðvitað ekki. Svo kratarnir sögðu bara sem svo: Ekki ætlum við að standa gegn vilja alþjóðar. Fyrst að fjármála- ráðherra treystir sér að búa til tveggja þrepa VSK-frumvarp sem tryggir óbreyttar tekjur ríkissjóðs, lækkar verð á matvælum og hindrar nýjar skattaálögur og kemur i veg fyrir skattsvik — þá samþykkjum við það frumvarp með brosi. Og samtímis voru lögð fram dæmi sem sýndu að lægra skattþrep lækkaði ekki matinn, heldur hækkaði hann. Og Ólafur Ragnar hætti að brosa og Steingrímur varð fölur og fár og nær allir urðu sammála um að Vaskurinn væri farinn í vaskinn. Við þjóðinni blasir því að hún verði enn um sinn að sætta sig við söluskattinn — sem er bæði göt- óttur, óréttlátur, óskilvirkur og flókinn. En þannig er pólitíkin — og kannski lífið.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.