Alþýðublaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 29.11.1989, Blaðsíða 7
Miövikudagur 29. nóv. 1989 7 Minning Jónina Margrét Guðjénsdóttir f.v. formaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar F. 2. ágúst 1899 — D. 24. nóvember 1989 Þrátt fyrir hækkandi meðalald- ur fólks almennt, fer þeim nú óð- um fækkandi, sem fæddust um og eftir aldamótin síðustu. Um aldamótakynslóðina verður vart sagt ,,að mulið hafi verið und- ir hana". Sú kynslóð varð sjálf aö ryðja hina grýttu braut, „götuna fram eftir veg". Vegurinn til bættra lífskjara var hvorki sléttur né auð- farinn. I orðsins fyllstu merkingu var sú braut vart sjáanleg. 1 þeim efnum varð að byrja á byrjuninni og mikið lá við að grunnurinn væri réttilega fundinn. Allt fram- hald og öll framtíðarsýn var undir því komin að fyrstu skrefin væru rétt stigin. í þessum hópi aldamótakyn- slóðarinnar var sú forystukona fé- lagslegra umbóta í landinu, sem hér er kvödd. Jónína Margrét Guðjónsdóttir var fædd að Maríubakka, Hörgs- landi Síðu í Skaftafellssýslu, 2. ág- úst 1899, dóttir hjónanna Guðrún- ar Guðmundsdóttur og Guðjóns Benediktssonar. Faðir Jónu lést þegar hún var 2ja ára gömul, en 9 ára fluttist hún með móður sinni og systkinum til Reykjavíkur. Það kann að virðast umhugsunarefni fyrir fólk sem er örlagatrúar, að fyrsta heimilið, sem Jóna gistir hér í Reykjavík, var heimili Jóhönnu Egilsdóttur, en heimatún þeirra lágu saman austur í Skaftafells- sýslu. Hvoruga þeirra mun hafa grun- að að í hönd færi áratuga langt samstarf á vettvangi verkalýðs- og þjóðmálabaráttu. Sú varð þó raun- in. Á unglingsárum gekk Jóna til al- mennra starfa íslenskra verka- kvenna við fiskverkun á hinum ýmsu fiskverskunarstöðvum í Reykjavík, en lengst starfaði hún í Defensorsstöðinni. Jóna var því ekki gömul, þegar hún skipaði sér í sveit verka- kvenna, sem þá höfðu myndað verkakvennafélagið Framsókn, undir forystu Jónínu Jónatans- dóttur, eins af merkustu frum- kvöðlum íslenskrar verkalýðs- hreyfingar. Undirritaður heyrði Jónu m.a. eitt sinn skýra frá þátttöku sinni í fyrstu 1. maí kröfugöngunni 1922 og þeim móttökum, sem göngu- fólkið þá fékk, og takmörkuðum skilningi var að mæta. Verkakvennafélagið Framsókn hafði að sjálfsögðu kjaramálin efst á sinni málefnaskrá, en jafnframt og ekki síður, voru jafnréttismálin í öndvegi, því að ójafnréttið í kjaramálum brann hvergi eins um- búðalaust meðal vinnandi fólks, eins og hjá verkakonum. Jóna þreyttist ekki á því að segja frá dæmum um að konur hefðu á fiskreitnum haldið á sömu fiskbör- unum á móti karlmönnum, — bor- ið sömu byrðarnar, en við launa- greiðslur að loknu verki, ekki ver- ið hálfdrættingar. Þetta hróplega ranglæti og misrétti birtist ekki að- eins i launagreiðslunum einu, heldur einnig í almennt niðurlægj- andi framkomu við konur. Hér er e.t.v. að leita höfuðástæð- unnar fyrir því, að konur sáu sig knúnar að stofna sérstök verka- lýðsfélög. Sérstaða kvenna i launa- og kjaramálum var á þess- um árum öllum svo augljós, sem verða má, og ef vilji var, að kynna sér staðreyndir. Þrautseigjan og eljan í verkakvennafélaginu í þessari mannréttindabaráttu ís- lenskra alþýðukvenna, mun hæst gnæfa í sögu þessa tímabils i ár- dögum aldarinnar. 1 þessari oft vonlitlu baráttu stóð Jóna Guð- jónsdóttir í fylkingarbrjósti um hálfrar aldar skeið. Þegar, er Jónína Jónatansdóttir lét af formennsku verkakvennafé- lagsins, tók hin kunna valkyrja al- þýðusamtakanna, Jóhanna Egils- dóttir, við forystu, en við hlið sér sem varaformann valdi hún Jónu Guðjónsdóttur. Þetta samstarf þeirra Jóhönnu og Jónu varaði samfleytt í 28 ár, þar til Jóhanna kaus að hætta, og var Jóna þá valin formaður félags- ins i hennar stað, og gegndi því starfi í 12 ár. Þessum trúnaðarstörfum gegndi Jóna af trúmennsku og festu og skörungsskap, eins og öðrum verkum, er hún gegndi. Þegar líða tók á starfsdag Jónu Guðjónsdóttur, en íélagsstörfin kröfðust enn krafta hennar, tók hún til starfa hjá Vinnumiðlunar- skrifstofu borgarinnar og síðar hjá Tryggingastofnun ríkisins, en þar vann hún svo lengi sem starfsald- ur opinberra starfsmanna leyfði. Jóna Guðjónsdóttir var glæsileg kona ásýndum, fasmikil og rösk- leg í íramgöngu allri. Ekki dró það úr glæsimennsku Jónu, að hún gekk til allra daglegra starfa sinna á íslenskum búningi. í fjölmenni velktist enginn í vafa um hver var á ferð, þar sem Jóna fór. Á gleöistundum var hún glöðust allra, en sveigöust umræður að baráttu lítilmagnans, varö hún al- vörugefin og hleypti þá brúnum til áherslu orða sinna. Að hennar mati var sú barátta ekki til um- ræðu á gleði- og skemmtistund. Auk forystuhlutverks í verka- lýðshreyfingunni og Alþýðu- flokknum, átti Jóna sæti í ýmsum ráðum og nefndum á vegum heild- arsamtakanna. Hún varð m.a. fyrsta konan, sem tók sæti í banka- ráði Alþýðubankans, við stofnun hans. Þeim, sem þessar línur ritar, var vel kunnugt um ófáar ferðir Jónu á heimili þeirra, er áttu við tíma- bundna eða langvarandi erfið- leika að etja, þeim sem í hlut áttu, til styrktar og hjálpar. Þessar hjálparferðir Jónu voru farnar í kyrrþey og voru ekki til umræðu við aðra en þá, sem málin varðaöi. Á þennan hátt kaus Jóna m.a. að þjóna sínum hugsjónum i einkalífi. Allir, sem við erfiðleika áttu að stríða, voru henni viðkom- andi. Jóna Guðjónsdóttir giftist aldrei og eignaðist heldur ekki aíkorn- endur, í venjulegri merkingu. Væri hinsvegar hægt að hjálpa eða greiða götu einhvers, sem í erfið- leikum átti, þá voru hinir sömu óð- ara orðnir hennar nánustu. Jóna Guðjóns, eins og hún var kölluö í vinahópi, safn.aði ekki á langri ævi neinum veraldarauöi, og sem þversögn þeirrar hugsun- ar, sagði hún oft í gamahtón; ,,Mig vantar allt, nema peninga". Henni var tamara aö gefa en þiggja. Um áratuga skeið var Jóna heimlisföst hjá Guðrúnu Halldórs- dóttur frá Sæmundarhlíð og eigin- manni hennar, Guðmundi Hall- dórssyni, togarastýrimanni. Eftir lát þeirra hjóna hélt Jóna heimili í 22 ár með Þórunni Valde- marsdóttur, að Sigtúni 27 i Reykja- vík. Þegar Jóna haföi setið í stjórn Verkakvennafélagsins Framsókn- ar i 40 ár, og óskaði eftir að verða leyst frá störfum, tók Þórunn við formennskunni. Áriö 1982 óskaöi Jóna eftir vist á Hrafnistu í Hafnarfiröi, og dvald- ist þar til æviloka, 24. nóvember sl. Löngum og merkum ferli ís- lenskrar alþýðukonu er lokið, — konu, sem aldrei brast þor eða kjark í baráttunni fyrir betra og bjartara mannlífi, — konu, sem aldrei hlíföi sér í baráttu fyrir aðra. Útför Jónu verður gerð frá Víöi- staöakirkju í Hafnarfirði fimmtu- daginn 20. nóvember 1989 kl. 12.20. Eggert G. Þorsteinsson Sjónvarpiö kl. 20.40 Á TALI HJÁ HEMMA GU m Enn heldur Hemmi Gunn áfram að vera upptekinn og fær til sín góða gesti af öllum stærðum oggerðum. Að þessu sinni verða þeir mest- megnis úr tónlistarheiminum, ýms- um geirum þess heims reyndar, því þarna verða t.d. Valgeir Guöjónsson sem er alíslenskur poppari, hljóm- sveitin Síðan skein sól sem er líka ís- lensk hljómsveit, óperusöngkonan Margarita Haverinen sem hér hefur sungið Toscu í samnefndri Operu Pucinis í Íslensk/Norsku óperunni. Að auki spurningaleikur, bros- keppni og falin myndavél. Og svo auðvitað Hemmi sjálfur. Stöö 2 kl. 21.05 SADAT Bundarísk sjónuarpsmynd, gerö 1983, leiksljóri Richards Michaels, adalhlutuerk Louis Gossell jr., John Rhys-Dauies, Madolyn Smilh, Jer- emy Kemp. Myndin byggir á ævi egypska forset- ans fyrrverandi, Anwar Sadat, sem var einn af helstu leiðtogum Araba. Louis Gossett fer nokkuð vel með hlutverk sitt sem Sadat, þrátt fyrir að hann virðist ekki vera hið aug- ljósa val í hlutverk sem þetta. En Jóna Guðjónsdóttir fyrrverandi formaöur Verkakvennafélagsins Framsóknar, lést að Hrafnistu í Hafnarfirði 24. nóv. síöastliöinn. Jaröarförín fer fram frá Víðistaðakirkju fimmtudaginn 30. nóvember kl. 13.30. Fyrir hönd vina og ættingja Þórunn Valdimarsdóttir Kristín Bjarnadóttir þannig er að þrátt fyrir að saman- lagt taki þessir þættir tveir, 200 mín- útur í sýningu, er ekki hægt að tala um að kafað sé í efnið á nokkurn hátt. Þarna er vatnið rétt gárað ef svo má komast að orði og þaö auö- vitað dregur myndina töluvert niö- ur. Anwar Sadat var einn merkileg- asti stjórnmálamaður Araba á síðari árum og virtist nokkuð óhræddur við að stíga skref sem öðrum Araba- leiðtogum var gjörsamlega fyrir- munað að stíga. Enda slitu mörg þeirra stjórnmálasambandi við Eg- yptaland og Sadat þegar hann und- irritaði friðarsamkomulag við ísra- el. Sadat var myrtur eins og svo margir aðrir góðir menn í þessum heimshluta. Síðari hluti myndarinn- ar verður sýndur annað kvöld. Sjónvarpið kl. 21.45 MAYERLING ★★★ Frönsk bíómynd, gerö 1936, leik- stjóri Anatole Liluak, adalhluluerk Charles Boyer, Danielle Darrieux, Jean Dax, Suzy Prim. Ekki beint ný þessi mynd, rúmra fimmtíu vetra gömul en þó ekki gengin sér til húðar eins og fólk fær að kynnast býsna vel. Þetta er róm- antísk mynd af gamla skólanum, segir frá einu frægasta ástarsam- bandi sögunnar, nefnilega því þegar Rúdolf krónprins, sonur Franz Jós- efs Austurríkiskeisara, vogar sér að verða ástfangin af stúlku sem ekki er af nægilega góðum ættum. Svo sem klassískt þema að fjalla um en sannsögulegheit myndarinnar gera hana sterkari en ella. Myndin var endurgerð árið 1969 með Omar Sharif og Catharine Deneuve í aðal- hlutverkum en sú gerð jafnast eng- an veginn á þá upprunalegu. ^jjjíSTÖD2 17.00 Fræösluvarp 1. Bakþankar 2. Frönsku- kennsla 17.50 Töfraglugginn 15.15 Harry og félag- ar Biómynd meö Donnu Sommer og fleirum. 17.00 Santa Barbara 17.45 Klementina 1800 18.50 Táknmálsfréttir 18.55 Yngismær (35) 18.15 Sagnabrunnur 18.30 í sviösljósinu 1900 19.20 Poppkorn 19.50 Tommi og Jenni 20.00 Fréttir og veöur 20.40 Á tali hjá Hemma Gunn 21.45 Mayerling Frönsk bíómynd frá árinu 1936. Leikstjóri Anatole Litvak. 19.19 19.19 20.30 Murphy Brown 21.05 Sadat Fram- haldsmynd i tveimur hlutum um Sadat, for- seta Egyptalands. Fyrri hluti. 22.45 Kvikan Viö- skiptaþáttur 23.15 1 Ijósaskiptun- um 2300 23.00 Ellefufréttir 23.10 Mayerling fram- hald. 23.35 Dagskrárlok 23.40 Flugslysið Flug- vél hlekkist á i lend- ingu. Leikstjóri er Tom Toelle. 01.15 Dagskrárlok

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.