Alþýðublaðið - 29.11.1989, Side 8

Alþýðublaðið - 29.11.1989, Side 8
Nýr Baldur af stokkunum: Þjóðvegur til sunn- anverðra Vestfjarða Nýrri Breiðarfjardar- ferju verdur hleypt af stokkunum á Akranesi á laugardag. Hún mun vænt- anlega eins og hinar sex á undan hljóta nafnið Bald- ur, en ferja þessi er sú veg- legasta hingað til, tekur um 200 manns og allt að 25 fólksbíla. Að sögn Guðmundar Lár- ussonar framkvæmdastjóra fyrirtækisins um Baldur er rými hinnar nýju ferju helm- ingi meira en þeirrar sem hún leysir af hólmi og með helm- ingi meiri afköst í ferðum. „Hún mun verða að mínu mati eini raunverulegi kost- urinn sem alltaf verður opinn til Vestfjarða sunnanverðra og þjóðvegurinn þangað eft- irleiðis. Hún sparar um 200 kílómetra akstur og fólk losn- ar um leið við erfiða vegi um firðina við noröanverðan Breiöafjörö.' FUJ í Reykjauík: Júlíus Haf- stein dragi sig í hlé Féiag ungra jafnaðar- manna í Reykjavík hefur samþykkt ályktun þar sem megnri vanþóknun er lýst á vinnubrögðum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn í sambandi við „lóðabraskið í Lágmúl- anum.“ Félagið krefst rannsóknar á málinu, sem snýst um lóðar- úthlutun til fyrirtækis Júlíus- ar Hafsteins. „Sekum ber aö refsa og saklausa að hreinsa, til þess að fyrirbyggja frekara gróðabrask með byggingar- lóðir í Reykjavíkurborg. Fé- lag ungra jafnaðarmanna krefst þess jafnframt að við- komandi borgarfulltrúi Sjálf- stæðisflokksins dragi sig i hlé frá störfum sínum í borgar- stjórn uns sekt hans eða sak- leysi verður sannað." VEÐRIÐ ÍDAG Sunnan átt, stinnings- kaidi eöa alihvasst, 6-7 . vindstig og rigning vestan ' til á landinu en hægari og að mestu þurrt norðaust- anlands. MÞYBUBllÐH Miövikudagur 29. nóv. 1989 Fœdingardeild Landspítalans: Rúmanýting 100% að meðaltali! — ekki heppileg lausn aö stytta vistunartímann, segir landlœknir sem telur aö nýta eigi allar hœöir Fœöingarheimilisins áfram Nýting legurúma á Fæðingardeild Landspít- alans í Reykjavík, var ná- lægt því að vera 100% að meðaltali á síðasta ári. Þetta þýðir að þegar mest var að gera hefðu legurúmin þurft að vera talsvert miklu fleiri, enda kom fyrir að senda þurfti konur heim þegar á þriðja degi eftir fæð- ingu. IJndir venjulegum kringumstæðum fara konur heim af deildinni á fimmta degi, að því til- skildu að alit sé með felldu og móður og barni heilsist vel. Á síðasta ári voru fæðing- ar á fæðingardeild Land- spítalans alls um 2.800 tals- ins. Legurúmin á deildinni eru samtals 43 og má því auðveldlega reikna út að hver kona hefði að meðal- tali getað dvalist á deildinni fimm og hálfan sólarhring. I þeim tilvikum sem allt er eölilegt fara konur heim á fimmta degi. Fæðingar- deild Landspítalans tekur hins vegar við áhættutilfell- um af öllu landinu og t.d. keisaraskurðir munu nær einvörðungu framkvæmdir þar, þannig að talsvert er um að konur þurfi að liggja lengur. Þegar tekið er tillit til þessa, virðist láta nærri að nýting legurúmanna, sé nálægt 100% að meðaltali. Þetta hefur í för með sér að á álagstímum hefur deildin ekki undan. Undan- farin ár hefur Fæðingar- heimili Reykjavikur verið lokað á sumarleyfistíma, en að sögn Kristínar Tómas- dóttur, yfirljósmóður á Fæðingardeildinni, verða flestar fæðingar einmitt á sumrin. „Eg veit ekki hve- nær á að tala um neyðar- ástand, en ef fæðingafjöld- Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag inn helst og þetta á að verða eini staðurinn á höf- uöborgarsvæðinu, þá verð- ur ástandið mjög slæmt", sagði Kristín í samtali við Alþýðublaðið í gær. Olafur Olafsson, land- læknir sagði i samtali við Alþýðublaðið i gær að meðalvistunartími á Fæð- ingardeildinni væri nú 4—5 dagar. Ljóst væri hins vegar að fæðingum færi fjölgandi og ef plássum fjölgaði ekki væri liklegt að enn þyrfti að stytta vistunartímann. „Það er ekki heppileg lausn". sagði Ólafur, „sér- staklega með tilliti til þess að það eru fæðingar kvenna yfir þrítugt sem fjölgar mest og þær fæðing- ar eru taldar áhættusam- ari.“ Ólafur kvaðst telja heppi- legast að flestar fæðingar færu fram á Fæðingardeild- inni en Fæðingarheimili Reykjavíkur yrði rekið áfram og þangað mætti flytja konur eftir barns- burð. Hann sagði hins veg- ar að núverandi stærð Fæð- ingarheimilisins, 10 rúm, væri óhagkvæm rekstrar- eining og því mætti fjölga rúmum töluvert án mikils viðbótarkosnaðar. Besta lausnin væri sú að taka báðar neðri hæðirnar aftur í notkun, þannig að þarna yrðu í framtíðinni 28 rúm. „Það verður líka að segj- ast eins og er, að það hefur orðið gífurleg breyting á at- vinnuþátttöku kvenna á síðustu tuttugu árum", sagði Ólafur. „Þá unnu 15—20% kvenna úti en nú nú er þetta hlutfall komið upp í 90%. Auk þess er nú enga eða litla hjálp að hafa á heimilunum. Vinnutími kvenna er líka mjög langur og lengri en karla. Konurn- ar þurfa hvíld eftir fæðingu og i mörgum tilvikum er vistunartíminn á fæðingar- deild, eina fríið sem þær fá." Konur fjölmenntu á borgarafund sem haldinn var á Hótel Borg í Reykjavík i fyrradag til að mótmæla áformum um að leigja út tvær hæðir af þrem í Fæöingarheimili Reykajvíkur. Land- læknir tekur undir sjónarmið sem fram komu á fundinum og vill að Fæðingarheimilið verði nýtt áfram í fullri stærð. A-mynd/E.ÓI. ÍSLAND Hitastig iborgum Evrópu kl. 12 i gær að íslenskum tima. Adalsteinn Asbertf Sigurösson Skáldakvöld verður haldið í Listasal Nýhafn- ar, Hafnarstræti 18, í kvöid kl. 20.30. Átta skáld lesa úr verkum sín- um og er þar um að ræða bæði nýútgefið og eldra efni. Þau eiga það flest sammerkt að hafa ekki lesið upp opinberlega í nokkurn tíma og er þetta því kærkomið tækifæri til að hlýða á þau. Skáldin sem fram koma eru Adalsteinn Ásberg Sigurdsson, Birgitta Jóns- dóttir, Gunnar Kristins- son, Jón Dan, Kjartun Arnason, Steinunn Av- mundsdóttir, Steinunn Sigurdardóttir og Stefán Höröur Grímsson. Pál! Eyjólfsson gitarleikari mun flytja sígilda tónlist og kynnir er Sigurdur Arnarson. Púll Eyjólfsson ★ Eftirfarandi klausa birt- ist í Vestfirska fréttablað- inu nýlega og megum við til með að endurbirta hana: „Ólafur Helgi Kjartans- son, skattstjóri með meiru, strengdi þess heit á sínum tíma að láta ekki skerða hár sitt meðan nú- verandi ríkisstjórn sæti að völdum. En þar fór í verra. Á laugardaginn var hann staddur í fertugsaf- mæli ásamt miklum fjölda gesta. Veitt var vel af mat og drykk. Allir munu hafa skemmt sér hið besta, og það gerði - Ólafur Helgi einnig þar til að honum vatt sér kona ein gunnreif með skæri að vopni. Áður en grandalaus skattstjórinn náði að forða sér, tókst konunni með eldingar- hraða að klippa stóran lokk úr hári hans, þannig að verulega sást á. Þeir sem gerst þekkja til, herma að skattstjórinn hafi kunnað konunni litl- ar þakkir fyrir gjörning- inn, og lái honum hver sem vill.“

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.