Alþýðublaðið - 06.12.1989, Síða 6

Alþýðublaðið - 06.12.1989, Síða 6
6 Miðvikudagur 6. des. 1989 BÓKAFRÉTTIR Almenna bókafélagið hefur gefið út bókina Fransí biskví eftir Elínu Pálmadóttur sem fjaliar um sögu frönsku íslandssjómannanna um þriggja alda skeið. í bókinni rekur Elín áhrifamikla sögu sem ekki hefur áður verið rak- in og fyllir upp í stóra eyðu í sögu sjósóknar við íslandsstrendur. Heimildasöfnun og ritun bókarinn- ar hefur tekið níu ár. Húsið með blindu glersvölunum eftir Herbjörgu Wassmo er fyrsti hluti sagnabálksins um stúlkuna Þóru sem höfundur fékk bók- menntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir árið 1987. Sagan gerist á eyju í Norður-Noregi. Þóra er barn þýsks hermanns úr hernámsliðinu og hún og móðir hennar verða báðar að líða fyrir það. Höfundur lýsir draum- um og angist Þóru á naerfærinn hátt og sagan geislar af Ijóðrænni fegurð þrátt fyrir voveiflega atburði. Hann-, es Sigfússon skáld þýddi söguna. Út- gefandi er Uglan. Bók Thors Vilhjálmssonar, Folda, kom fyrst út árið 1972 og seldist þá upp. Nú kemur hún út í nýrri kiljuút- gáfu. Bókin hefur að geyma þrjár frásagnir, kallaðar skýrslur, sem all- ar eru þjóðlegar ferðasögur og um leið nýtt vín á gömlum belgjum. Sú fyrsta er ævintýraleg hrakninga- saga, íslenskir bændur á eftirleitum á fjöllum. Önnur skýrslan segir af sendinefnd að skoða sósíalismann í Kína með sérstæðri blöndu af sveitamennsku og forvitni. Loka- skýrslan lýsir sólarlandaferð ís- lenskra hjóna. Útgefandi er Uglan. Út er komin „Árni í Hólminum — engum líkur!“ eftir Eduard Ing- ólfsson. Eðvarð hefur skráð ævi- þætti Árna Helgasonar í Stykkis- hólmi, fyrrum póstmeistara og sýsluskrifara. Margir þekkja hann einnig sem höfund bráðskemmti- legra og landsfleygra gamanvisna — og skemmtikraft. Halkkr Stefamson Sögt^ Bókaútgáfa Máls og menningar hef- ur sent frá sér bókina Sögur eftir Halldór Stefánsson. Þetta er „Stór- bók“ og geymir öll smásagnasöfn Halldórs, en þau eru í fáum drátt- um (1930), Dauðinn á þriðju hæð (1935), Einn er geymdur (1942), Sögur og smáleikrit (1950), þar sem leikritunum er þó sleppt, og Blakkar rúnir (1962). Út er komin bókin Eyktir eftir Gunnar Kristinsson, tón- og mynd- listarmann. í bókinni eru á þriðja tug Ijóða og jafnmargar myndir sem höfundur hefur skorið í dúk og þrykkt. Ljóðin eru myndræn og túlka sterkar tilfinningar og óvenjulegt, erótískt innsæi í heim minninga og skynjunar. • Krossgátan □ 1 2 3 n 4 5 6 n 7 s 9 10 □ 11 □ 12 13 □ _ □ Lárétt: 1 skaöi, 5 örva, 6 skyn, 7 tvíhljóöi, 8 hraðanum, 10 eins, 11 látbragö, 12 fugl, 13 lifir. Lóðrétt: 1 brigðull, 2 færni, 3 umstang, 4 tæpir, 5 biturt, 7 fé, 9 friður, 12 kind. Lausn á siðustu krossgátu Lárétt: 1 smána, 5 svöl, 6 ker, 7 km, 80lgeir, 10 11,11 iða, 12 ær- ir, 13 auðan. Lóðrétt: 1 svell, 2 mörg, 3 ál, 4 aumrar, 5 skolla 7 kiöin, 9 eira, 12 æð. Straumar og stefnur... Framh. af bls. 5 inni Oppstigning fra det usynlige (Upprisa frá því ósýnilega), sem hefur verið kölluð „lykilróman frá sýndarmenntalífi Oslóborgar." Hér er ekki beinlínis um ofbeldi að ræða, heldur um hvernig nútíma- maðurinn verður að aðlaga sig stjórnarvélhyggju þjóðfélagsins. Bókin fjallar um afskipti einstakl- ingsins af hugmyndafræði og öðr- um tískufyrirbærum á hégóma- legri fiflaöíd okkar, þar sem kjána- skapurinn er að svæfa okkur. Aðalpersóna bókarinnar er von- svikinn róttækur rithöfundur. Rót- tækni hans er i raun og veru ein- ungis félagsleg siðvenja, arfleifð frá æskuárum þegar hann ólst upp með borgaralegri metorðagirnd jafnaðarmanna. Með skrípalegum hætti er hann talinn á að skrá ævi- sögu íhaldssams og drykkfellds ut- anríkisráðherra. Þetta ritstarf hef- ur i för með sér að hann kynnist viðbjóðslegum undirferli heims- stjórnmála með CIA-njósnurum, dularfullum morðingjum og vafa- sömum tvíförum. Nokkrir rithöfundar segja frá hegöun manna í óumflýjanlegu öngþveiti. Þetta á t.d. við um 0y- stein Lonn, sem hefur lýst auö- valdskreppum og sálrænum af- leiðingum þeirra í mörgum bók- um, m.a. i Tom Rebers siste retrett (Síðasta undanhald Toms Reber) frá því í fyrra. Þessi skáldsaga fjall- ar um útgerðarmann sem er hótaö gjaldþroti og um viöbrögö um- heimsins. Þegar fer aö halla undan fæti, falla virkismúrarnir og ófyrir- sjáanlegir kraftar öðlast gildi. Hér er um bók í úrvalsflokki að ræða og er hún hin skemmtilegasta af- lestrar. Frásagnarlist Oystein Lonn er stuttorð, ástríðulaus og spör á upp- lýsingar sem beina lesandanum að ákveðinni túlkun. Hún minnir stundum á stíl Tarjeis Vesaas eða Roys Jacobsen, sem einnig fara frekar huldu höföi en skrifa opin- skátt í bókum sínum. Sálfræðileg glæpasaga Síðasta skáldsaga Roys Jacob- sen, Virgo, er efnislega skyld bók- um 0ysteins Lonn. Roy Jacobsen, sem heimsótti ísland í boði Nor- ræna hússins í mars sl„ stendur í fremstu víglínu þeirrar rithöf- undakynslóðar sem kvaddi sér hljóðs í byrjun 9. áratugarins. Hann hefur fullt vald á hinni erf- iðu list aö ympra á i staö þess aö segja beint frá í lýsingum sínum á afkimum tilverunnar, þ.e.a.s. á mönnum og samskiptum þeirra sem leiða í Ijós skyldleikann á milli svokallaðs heilbrigðs lífs innan samfélagsins og svokallaðs sjúk- legs afbrigðileika fyrir utan. Dagblaðið Verdens Gang í Osló kynnti Virgo sem hátind síðustu bókauppskeru í Noregi. Bókin fjallar um flókna togstreitu á milli föður og dóttur, einkum og sér i lagi um æðisgengna baráttu dótt- urinnar gegn föðurlegu valdboði. Faðir hennar er látinn laus eftir 20 ára fangelsisvist, sennilega vegna misþyrmingar og kynferðislegs of- beldis gagnvart henni. Á fullorð- ins árum á hún í miklum erfiðleik- um í samskiptum sínum við karl- menn og hvernig hún á að bregö- ast við girnd þeirra. Hún ber taum- laust hatur til föðurins, en þaö reynist vera fyrirsláttur. Þrátt fyrir misgerð hans á æskuárum hennar er hann eini maðurinn sem hún hefur haft áhuga á. Þetta leiðir til þess að atburðir fortíðarinnar endurtaka sig meö hörmulegum afleiðingum. Virgo er hátt hafin yfir samfé- lagslegar raunsæisskýrslur og væminn ádeiluskáldskap. Hún á heima í bókmenntagrein sem mætti kalla sálfræðilega glæpa- sögu. Sama má segja um skáldsög- una hans frá hitt í fyrra, Det nye uannet (Nýja vatnið). Sakamála- sagan virðist vera vel valin tján- ingaraðferð í bókum Roys Jacob- sen, sem er ekki fyrst og fremst að reyna að lýsa því augsýnilega, en heldur að afhjúpa hið ósýnilega. Nýja uatnid er aðalverk hans hing- að til og kemur út í íslenskri þýð- ingu hjá Almenna bókafélaginu áriö 1990. (Höfundur er norskur sendikennari við Háskóla Islands). RAÐAUGLÝSINGAR Símaskráin 1990 Tilkynning til símnotenda Undirbúningur að útgáfu símaskrár 1990 er nú haf- inn. Breytingar og viðbætur, svo sem ný aukanöfn, þurfa að hafa borist eigi síðar en 15. desember nk. Nota má eyðublaðið á bls. 849 í núgildandi síma- skrá. Breytingar á heimilisfangi þarf ekki að tilkynna sér- staklega. Ritstjóri símaskrár Kratakaffi í kvöld kl. 20.30 í Félagsmiðstöð jafnaðarmanna Hverfisgötu 8—10. Verði ekki kvöldfundir á Alþingi munu þingmenn flokksins mæta. Þetta er síðasta KRATAKAFFI fyrir jól. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur Utanríkismálanefnd S.U.J. Við eigum okkur draum. En þú? Vikulegur morgunverðarfundur utanríkismála- nefndar S.U.J. verður haldinn nk. laugardag 9. des. kl. 9.56, að Hverfisgötu 8—10. Mætið stundvíslega og brosið í umferðinni. Hinir ofuraktífu Alþýðuflokkurinn hlustar Stefnuskrármál Málstofa um stefnuskrármál, miðvikudaginn 6. des. kl. 20.30 í Alþýðuhúsinu, Strandgötu 32, Hafnar- firði. A þessum fundi verður rætt um stefnuskrármál. 1. Hver er staða Alþýðu- flokksins í litrófi ís- lenzkra stjórnmála? 2. Hvernig ber að setja fram í stefnuskrá hug- myndafræði jafnaðar- stefnunnar? 3. Hvernig verður hug- myndafræði komið í framkvæmd? Hópstjóri: Gísli Ágúst Gunnlaugsson. Alþýðuflokkurinn Alþýðuflokkskonur Desemberfundurinn verður haldinn í Félagsmið- stöð jafnaðarmanna að Hverfisgötu 8—10, laugar- daginn 9. des. kl. 12.00—14.00. Rannveig Guðmundsdóttir segir frá dvöl sinni á þingi Sameinuðu þjóðanna. Mætum allar. Stjórn S.A. Alþýðuflokksfélag Garðabæjar og Bessastaðahrepps Jólafundurinn verður föstudaginn 8. des. og hefst kl. 20.30. Góðir gestir mæta. Mætum öll. Stjórnin = Viðvörun Gera aukaverkanir lyfsins sem þú tekur þig hættulegan í umferðinni? Rauður: þríhymingur

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.