Tíminn - 31.03.1968, Qupperneq 1
BLAÐ (I
iþess að aðstæður hefðu svo mik-
ið breytzt frá því, að gengislækk-
un var ákveðin þangað til aðstoð-
in við sjiávarútveginm kom til og
m.a. hefði afkoma hraðfrystihús-
anna mikið breytzt á þeim tíma.
Ég get nú ekki fallizt á, að þarna
geti verið um mikla breytingu að
ræða vegna þess fyrst og fremst,
hversu stuttur tími þarna líður á
milli.
Afgreiðslustofnun
Heimdellingar ræddu á fundi
hj'á sér fyrir skömmu spurning-
una: Er Alþingi orðin afgreiðslu-
stofnun? Bragð er að þá barnið
finnur. En hafi einhver verið í
vafa um niðurlægingu Alþingis í
þessu efni, hefði sá vafi horfið,
ef þeir hefðu fylgzt með störfum
þess síðustu daga. Þar sannaðist
rækilega að Alþingi er ekki orðið
annað en hrein afgreiðslustofn-
un ríkisstjórnarinnar, sem beitir
auðsveipu þingliði sínu til að nið-
urlægja lögg.jafarsamkomuna á
hinn herfilegasta hátt.
Efri feild Alþingis afgreiddi
frumvarp ríkisstjórnarinnar um
breytingu á fjárlögum 1'968 sem
lög frá Alþingi síðdegis á föstu-
dag. Þetta var þriðja útgáfa ríkis-
stjórnarinnar á fjárlögum þessa
árs. Samkvæmt skipulagi Alþingis
og þingsköpum skal það vera ein
mikilvægasta nefnd þingsins, fjár
veitinganefnd, sem grannskoðar
fjárlög ríkisins og á að fylgjast
sem gleggst með ríkisútgjöldun-
um. Þessi þriðja útgáfa fjárlag-
anna 1068 kom alls ekki til kasta
fjárveitinganefndar. Ef vel ætti
að vera ætti fjárveitinganefnd að
vera fastanefnd sem starfaði allt
árið og eiga þess kost að fylgj-
ast sem gleggst með öllum ríkis-
rekstrinum. Fulltrúar í nefndinni
ættu að vera sérstakir eftirlits-
menn þeirrar stofnunar sem með
fjérveitingavaldið fer.
Niðurlæging
í þessu frumvarpi um þriðju út
gáfu fjlárlaga 1068 var skiotið inn
sérstakri grein, 7. grein um skipu-
lagS'breytingu á stjórn fræðslu-
mála í landinu og felld úr gil'di
lög um emibætti fræðslumálastjóra
og fræðslumálaskrifstofu. Viður-
kennt var að þetta mundi ekki
hafa neinn sparnað í för með
sár á þessu ári en talið æskilegt
að færa þessa starfsemi inn í
menntamálaráðuneytið. Öll sú
starfsemi, ■ sem fræðslumála-
skrifstofan og fleiri embættis-
menn fræðslumála hafa haft með
höndum á því að vera ólögákveð-
in og er orðin það eftir samþykkt
þessara laga og allt sett í ein-
dæmi menntamiálaráðherra.
í báðum deildum þingsins eru
starfandi menntamálanefndir.
Þessi gjörbreyting á stjórn
fræðslumála kom ekki til kasta
þeirra, heldur voru það fjárhags-
Ólafur Björnsson
— ÞaS voru ekki útreikningnrnir
cem voru rangirl
nefndir sem um þett'a mál fjöll-
uðu. Þessi máismeðferð er algert
einsdæmi og lýsir takmarkalausri
fyrirlitningu á Alþingi og lítil eru
geð þeirra þingmanna sem ljá lið
sitt til slíkra verka. Slíka breyt-
ingu átti að gera með sérstöku
frumvarpi er fengi venjulega þing
meðferð, frumvarpi er hefði verið
lagt fyrir af menntamálaráð-
herra en ekki fjármálaráðherra
og yrði tekið til meðferðar í
menntamálanefndum þingsins.
Menntamálaráðiherrann lét ekki
einu sinni sjá sig í efri deild og
tók engan þátt í umræðum þar
um þetta stórmál. í neðrideild
hafði hann sagt að í þessu fælist
aðeins viljayfirlýsing um breyt-
ing á lögum síðar! En þegar bor-
in var fram breytingartillaga um
að ríkisstjórnin léti undirbúa
frumvarp um breytingar á æðstu
stjórn fræðslumála fyrir næst’a
þing, því vel mátti þetta bíða þar
sem það hafði engan sparnað í
för með sér, var sú tillaga felld
af stjórnarliðinu eins og aðrar til-
lögur stjórnarandstöðunnar.
Útreikningarnir
Ég mun hér á eftir geta ræðna
tveggja ræðumanna Framsóknar-
flokksins við umræður um þetta
frumvarp í efri deild, þeirra Ólafs
Jóhannessonar, __ formanns flokks-
ins og Einars Ágústssonar, vara-
fonnanns Framsóknarflokksins.
Fjármálaráðherra hafði óskað eft-
ir hraðri afgreiðslu málsins og
að menn styttu mál sitt, en við
2. umræðu hélt framsögumaður
meirilhlutains Ólafur Björnsson,
langa og dæmalausa ræðu, sem
ekki var unnt að láta ómótmælt,
svo úr umræðunum teygðist. Var
Ólafur að reyna að telja mönn-
um trú um að útreikningarnir á
afkomu atvinnuvegamna í sam-
bandi við gengisfellinguna og af-
greiðslu fjárlaga hefðu ekki ver-
ið svo rangir, þegar allt væri
skoðað! Ennfremur að stefna_ rík-
isstjómarininar í efnahagsmálum
væri hin eina rétta og stjórnar-
andstæðingar vildu taka upp
gamla hafta og leyfakerfið svo
þeim tækist betur að innheimta
F.okksgjöldin og fá peninga í út-
gláfu blaðanna!
Er ekki kominn tími til
að fariS sé að stjórna?
Það, sem Einar Ágústsson hafði
sagt um nauðsyn þess að farið
væri að stjórna þessu landi og
varð tilefni hinnar löngu hafta-
og úthlutunarræðu Ólafs Björns-
somar var m.a. þetta:
Ríkisstjórnin neitar oú
sem löngum fyrir að
kannast við þá óhrekjanlegu
staðreynd, að efnahagsstefna
hcnnar hefur ekki ráðið við það,
að leysa vanda ísl. efnahagsmála.
Meðan góðærið hélzt, meðan afla-
brögð jukust ár frá ári og verð-
lagið erlemdis fór yfirleitt hækk-
andi á útflutningsvörum okkar,
gat þetta gengið, en strax og fór
á móti að blása, þá strandaði skút
an.En þrátt fyrir þennan mótblást
ur, þá eru kjör hér og þjóðar-
tekjur enmþá mjög háar.
Misskipting
Skv. skýrslum Efnahagsstofunn
ar í París vorum' við árið 1066
með 18110 dollára néýzlu á mann
og í öllum þeim mörgu löndum
sem þar er greint frá og neyzlan
rakim, þá er aðeins eitt, Bandarík-
in, sem er hærri, öll hin sem er
vitnað í, eru lægri og sum þeirra
mikrfi lægri, Noregur t.d. með
1100 doilara á mann. Mig minnir,
að Efnahagisstofnunin hér, áætli
þjóðartekjurnar 24 milljarð og
meðaltekjur hverrar f.jölskyldu þá
um % millj. kr. á ári. Meðain
þessu fer fram er alvarlegt að at-
vinnuvegirnir skuli standa á helj-
Einar Ágústsson
— Er ekki kominn tími til a8 fara
að stjórna?
arþröminni og að alþýða manna
skuli þurfa að fara í löng og erfið
verkföll, til þess að fá skerta vísi-
tölu á 10 þús. kr. mánaðarlaun.
Er ekki eitthvað bogið í slíku
þjóðfélagi aninað en það, að verka
fólkið fái of há laun? Og er ekki
kominn tími til þess að draga eitt
'hvað úr þeirri óhófseyðslu, sem
hækkar meðaltal eyðslunnar
svona gífurlega, að við erum næst
hæstir af öllum þeim þjóðum, sem
þessi stofnun hefur at'hugað? Er
þá ekki kominn tími til þess, að
hér sé stjónnað í staðinn fyrir, að
láta reka á reiðanum, eins og gert
hefur verið? Ég er viss um, að
bæstv. ráðh. muni ekki aðeins
skapa sér aukið álit og vinsæld-
ir. sem þeir gætu nú vel kannske
'bætt svolitlu á sig af, heldur
mundu þeir einnig vinma landi og
þjóð ómetanlegt gagn, ef þeir
spyrntu nú við fótum, og viður-
kenndu það, - sem allir vita, að
stefna þeirra er röng og skaðleg
og færu að framkvæma það sem
þeim var falið í kosningunum í
vor, þ.e. að hafa forystu, og hætta
þessum fálmkenndu bráðabirgða-
ráðstöfunum, sem m.a. lýsa sér í
þessari 3. útgáfu fjárlaga fyrir
árið 1068.
Útreikningarnir
Er Einar svaraði ræðu Ólafs
Björnssonar sagði hann m.a.:
Ólafur Björnssoin sagði að ég
hefði gert mikið úr því, að út-
reikningar, sem lagðir voru til
grundvallar nýafstaðinni gengis-
fellingu, hefðu verið rangir.
Hann taldi, að þessi ummæli míin
væru mjög orðum aukin og raun-
ar úr lausu lofti griipin. vegna
Hvað voru þeir
að reikna?
í framhaldi af þessu sagði Ól.
Björnsson atihyglisverða setningu.
Hann sagði að jafnvel þótt þess-'
ar breyttu forsendur hefðu verið
fyrir hendi, þegar gengislækkun-
in var ákveðin, mundu memn hafa
ákveðið gengislækkunina þá, sem
hún var, og talaði um', að það
hefði verið nógu erfitt að fá fólk
til aö sætta sig við þessa gengis-
lækkun, þó að bún hefði ekki ver-
ið höfð meiri, og minni gengis-
laékkun hefði vitainlega kallað á
meiri aðstoð úr opinberum sjóð-
um. Mér er þá spurn. Hvað var
verið að reikna þessa viku, sem
Alþ. mátti ekki minnast á gengis-
lækkuinina? Hvað var verið að
reikna? Var verið að reikna hvað
fólk mundi sætta sig við, að geng
islækkunin yrði? Það er í fyrsta
skjptið, sem ég heyri þá skýringu.
Nei. Það var verið að reikna, hvað
útflutningsatvinnuvegirnir kæm-
ust af með minnsta gengisfellingu
og það eru þeir útreikningar sem
voru skakkir. Útreikningarnir
voru bandvitlausir, eins og sýnn
sig á því, að hálfum öðrum mán-
uði eftir að gengislœkkuinin er
framkvæmd á þessum grundvelli,
þarf að ákveða 320 millj. kr. nýja
aðstoð til einnar greinar útflutn-
ingsframleiðslunnar.
Kjaraskerðingin
Ólafur Bjömsson sagði að hamn
skildi það bara alls ekki hvað það
væi-i, sem ég ætti við, þegar ég
talaði um að stjórna. Það er slæmt
ef það eru fleiri í þingliði hæstv.
rí'kisstj. sem skilja ekki þetta hug
tak.
Ólafur Björnsson, sagði að
kjarni boðskapar ríkisstj. undan-
fama mánuði hefði einmitt verið
það að skerða kjörirn eða minnka
eyðsluna, og ég er alveg sammála
því, að kjarni boðskaparins hef-
ur verið sá að skerða kjörin og
framkvæmdin hefur lika stuðlað
að því, og hv. þm. nefndi þau
tilvik, sem þessu valda, gengis-
lækkun og skerðingu á vísitölu
auk ýmissa fleiri smærri atriða,
sem þarna skipta einnig máli. Ég
hef aldrei neitað því, að erfiðleik
ar þeir, sem þjóðin hefur orðið
að þola undanfarna mánuði vegna
verðfalls og minnkandi afla,
hljóta að baka lamdsmönnum
k.iaraskerðingu. Og það er alveg
i ljóst, að talsverð kjaraskerðing
var þegar komin.
En til viðbótar þessari kjara-
skerðingu kom svo kjaraskerðing
hæstv. ríkisstj. með þeim tveimur
i hagstjórnartækjum, sem síðast
j var beitt, gengislækkun og afnámi
vísitölu kaups. Það er ekki um það
að deila að kjaraskerðingin verði
einhver en hvar á kjaraskerðingin
að lenda, hverjir eigi að taka á sig
kjaraskerðiinguna. Ég er þeirrar
skoðunar að kjaraskerðingin eigi
ekki að vera fyrst og fremst fólg-
in í því, að fólk, sem hefur 10
þús. kr. mánaðarlauin og þar fyr-
ir neðan, fái ekki fulla vísitölu-
uppbót á laun sin. Ég tel, að
kjaraskerðingin eigi að lenda ann
ars staðar og það eru til ráð, sem
geta beint kjaras'kerðingunni
þangað. Það er það, sem ég átti
Ólafur Jóhannesson
— Til vansæmdar, hvernig Alþingi
er tekiS að afgreiða mál.
við þegar ég talaði um að það
ætti að fara að stjórna.
Höft „frelsisins"
Ólafur Björnsson segir að ekki
megi kvika frá stefnu ríkisstjórn
arinnar því að þá komi höft, en
rétt er að mimna á, að þrátt fyrir
gvokallað frelsi, sem við höfum
búið við megum við ekki gera
hvað, sem vera skal. Það er ýmis-
legt bannað. Það eru ýmis höft
á samskiptum manma þrátt fyrir
svokallað viðskiptafrelsi. Það er
stórkostleg fjármagnsskömmtun
sem er framkvæmd í bönkum
landsins og ekki eftir neinum regl
um. Það er úthlutað lóðum og
við þekkjum^það svolítið sumir.
Það er verðlagseftirlit og það er
ekki heimilt að flytja inn sumar
tegundir af varnimgi. Það er t.d.
ekki heimilt að flytja inn land-
búnaðarvörur. Ég er ekki að segja
að við höfum neitt við það að
gera, en það er bannað. Það er
bamnað í viðskiptafrelsimu. Og
hver segir það, hvað á að vera
bannað og hvað leyft? Er nokk-
uð meira að banna að flytja inn
tertubotna en banma að flytja inn
k.'iöt eða osta? Hvaða munur er
á því? Þannig mætti náttúrlega
lengi telja? Þetta er allt saman
matsatriði og það verður engin
ríkisstj. svo vel stæð, að hún geti
leyft öllum allt. Það þekkist
hvergi.
Spillingin
Ólafur Björnsson sagði að það
hefði verið mikil spilling, sem
fylgdi leyfakerfinu. Það má vel
vera. En finnst mönnum engm
spilling vera í þjoðfélagimu'i dagr
Er þjóðfélagið hér algerlega laust
við spillingu? Ég held ekki Eg
held, að sumir' hv deildarmenn
(Pét. Ben) meira að segja hafj
talað um mjög mikla spillingu og
jafnvel heila bófafiokka. sem þrif
ust hér undir þessu frelsi, sem við
búum við. Það er vafalaust alveg
rétt. Það er rangt að halda því
fram, að öll spilling hafi horfið
um leið og hætt var að úthluta
leyfum fyrir gjaldeyrinum. Það
getur vel verið, að eitt aí því,
sem fylgdi leyfakerfinu hafi verið
það, að menn hafi ekki hugsað
neitt um að gera hagstæðari .inn-
kaup. En óg held, að innkaup
séu nú upp og ot'an enn þann
dag í dag. Og ég held, að ýmis-
legt sem hér liggur í haugum í
vörugeymsluhúsum skipafélag-
anna t.d. hefði alveg eins mátt
vera ókeypt.
í ræðu sinni um 3ju útgáfu fjár
laga fyrir árið 1068 gerði Ólafur
Jóhannesson nokkur skil 7. grein
frumvarpsins, er fjallar um að
Framhald á bls. 14.