Tíminn - 31.03.1968, Blaðsíða 10
22
TÍMINN
SUNNUDAGUR 31. marz 1968.
KVENNASiÐAN
Framlh'aild af bls. 18.
húsgögn, fallegust finnast
henni Msgögn úr furu. Þau
getur hún líka sjálif miálað í
hvaða lit sem er, ef hún ósk-
ar þess. . . ekki æpandi lit-
um, nei aðeins hlýjum vina-
legum litum. Að lokum vill
hún svo geta haft hjá sér hluti
sem hún hafði í hertoerginu
sínu, á meðan hún enn var
heima í foreldrahúsum.
— Allt úr tré, segir Rolf. —
Það verður þó að vera að
mmosfca kosti einn þægilegur
stóll, sem hægt er að láta fara
vel um sig í. — Já, svarar
stúlkan — en það er ekki
nauðsynlegt að borga þúsund-
ir króna fyrir þægilegan stól. .
það er hægt að fá eitthvað ein
faldara og ódýrara. Annars er
l'íka hægt að sitja á gólfinu. . .
það getur komið sér vel, ef
maður vill breiða úr einhverju
í kringum sig, sem maður er
að vinna við.
— En gólfteppi út í horn,
það vilt þú þó hafa, segir
Rolf. — Nei, ég hef ekki hugs
i að mér það er svarið. — Fal-
leg gólfteppi, ef til vill, annars
eru teppi bara til trafala, þeg-
ar verið er að hreinsa til. Og
svo verða börnin að fá að vera
í stofunni, án þess alltaf sé
verið að ávíta þau. Vilt þú
leyfa þeim það líka?
— Mér finnst hlutirnir eigi
að vera þannig, að þeir þoli,
að þeir séu notaðir, segir stúlk
an, — sér í lagi það, sem dýr-
ast er. Annars vil ég efcki hafa
það heima hjá mér, það bind-
ur manin of föstum böndum
við heimilið sem slíkt, ef of
miklir peningar hafa verið
lagðir í það. Ég vil geta far-
ið burt, ferðazt, búið annars
staðar í stuttan eða langan
tíma. Kannski vildi ég leigja
húsið, og þá má ekki þurfa að
hugsa um, að allt verði eyði-
lagt fyrir manni. Heimilið, á
að vera þannig, að það sé
skemmtilegt að vinna og búa
í því. . . það á að henta mér
og mínum smekk, lífca þegar
hann breytist. . . Máluð hús-
gögn, þau get ég t.d. málað
aftur...
Lotta er enn róttækari en
Tína, hún hefur látdð sér
nægja að kaupa borð á forn-
sölu, sem ekki kostaði nema
hundrað krónur, en þó þjón-
ar það sínum tilgangi, sem
borð.
það
næst bezta
nægirekki
ÞESS VEGNA BJÓÐUM VIÐ VANDLÁTUM VIÐSKIPTAVINUM VERÐLAUNABÍLINN
VAUXHALL
VICTOR '68
í Morgunblaðinu 21. nóv. s.l. segir blaðamaður frá stærstu bílasýningu Bret-
lands í Earls Court í London og m. a. þetta um nýja Victorinn:
Sú enska bifreið, sem mesta
athygli héfur vakið á sýning-
unni í Earls Court, er Vaux-
hall Victor 1600 og 2000. Þessi
bifreið er eins ný og bifreiðar
gerast, þ.e.a.s. hún hefur verið
byggð upp frá frumatriðum, án
iþess að stuðzt hafi verið við
eldri gerðir af Vauxhall nema að
mjög litlu leyti.
Sýningargripur Vauxhall í
Earls Court vakti fyrst -áthygli
sýningargesta vegna nýrra út-
lína. Yfirbygging bifreiðarinnar
hefur verið teiknuð upp á nýtt
undir greinilegum áhrifum frá
General Motors.
Á sýningarpalli Vauxhall voru
sýnishorn af ýmsum atriðum í
undirvagni og stjórntækjum bif-
reiðarinnar, sem segja má að allí
sé nýtt. Vélin er til dæmis al-
gjörlega ný af n'álinni og er ár-
angur af fimm ára undirbún-
ingsrannsóknum. Uppbaflega
var markmið framleiðendanna að
byggja vél, sem framleitt gæti
50% meiri orku en þáverandi vél
ar Vauxhall, en væri samt ekki
þyngri en þær.
Þetta hefur þeim tekizt með
ýmsum lagfærir.gum og nýjung-
um. Nýjungar í vélinni eru m.a.
þær, að kambásinn hefur verið
fluttur upp fyrir ventlana til
þess að losna viS undirlyftu-
stengur. Vélinni hefur verið hall
að um 45 gráður til þess‘ að
losna við hristing og fjölda-
margt annað hefur verið gert
til þess að gera vélina sem bezt
úr garði.
Gírkassi Vauxhall Victðr er
tekinn úr eldri gerðum, en
tengslin og allt, sem þeim fylg-
ir er nýtt.
Fjöðrun á framhjólum er svip-
uð og í eldri gerðum, en aS
aftan eru fljótandi öxlar festir
við skúffuna með örmum. Ofan
á tengiörmunum eru gormar og
höggdeyfar. Hemlar á Vauxliail
2000 eru diskahemlar að fram-
an, en skálar að aftan. Á Vaux-
hall 1600 eru skálar að aftan
og framan.
Að innan hefur Vauxhall Vict-
or tekið gjörbreytingum, sem
flestar miðast við að fulinægja
kröfum Bandarikjamanna um
öryggi.
Undirritaður óskar eftlr nánari upplýsingum um NÝJA VICTORINN '68
NAFN
HEIMILISFANG
Nýi Victorinn er að verða metsölubíll í Evrópu.
Sýningarbíll á staðnum.
VAUXHALL- BEDFORD UMBOÐIÐ
Ármúla .‘í, súni ’.ttt .900.
Það er líka ásætt að sofa á
gólfinu á þykkri dýnu, a.tn.k.
til að byrj'a með. Ef maður
klæðir dýnuna í sterk efni, er
engin þörf að kaupa rúm lengi
vel. Svo gæti dínan breyzt í
sófa, ef áklæðinu væri breytt,
hver segir að sófinin verði að
standa á fótum?
Lotta segir, að lífið hafi upp
á svo margt að bjóða, sem er
þýðingarmeira en húsgögn.
Að minnsfca kosti á meðan
tiægilegir peningar eru ekki
fyrir hendi. Lotta neitar sér
um húsgögn, og lætur pening
ana þess í stað fara í annað,
sem er henni dýrmætara, bæk
ur, vinnuefni og ferðalög.
Þetta eru skoðamir ungs
dansks fólks. Gaman væri að
heyra, hvernig, ungir íslend-
ingar hugsa. í flestum tilfell-
um býst ég við, að skoðanir
þeirra samræmdust fremur
skoðunum Rolfs, en skoðun-
um stúlknanna tveggja.
VÖRUGÆÐUNUM MÁ ÆTÍÐ TREYSTA
Nýr
kennslubréfa-
flokkur
á vegum Bréfaskóla SÍS & ASÍ
BETRI VERZLUNARSTJÓRN, fyrri fl.
Húnbogi Þorsteinsson, kennari við Samvinnuskólann,
Bifröst, hefur þýtt kennslubréfin og heimfært til ís-
lenzkra aðstæðba, en hann annast jafnframt kennslu
í námsgreininni.
Flokkurinn er 8 bróf. Hér er um að ræða fyrsta bréfa-
námskeiðið í verzlunarstjórn á íslandi.
Byggt er á reynslu færustu kennara við menntastofnanir
Samvinnuhreyfingarinnar á Norðurlöndum.
BRÉFASKÓLI SÍS & ASÍ
BADMINTON
Úrslitaleikir Reykjavíkurmótsins í badminton fara
fram í dag (sunnudag) í íþróttahúsi Vals og
hefjast kl. 2,00.
Allir beztu badmintonleikarar borgarinnar í
spennandi keppni.
MÓTANEFNDIN
Tilboð óskast í
Opel Record fólksbifreið árgerð 1962 1 því ástandi sem
bifreiðin nú er í eftir árekstur.
Bifreiðin verður til sýnis i bifreiðaverkstæðinu Múla,
Suðurlandsbraut 121 á mánudag og þriðjudag n.k.
Tilboðum sé skilað í skrifstofu Samvinnutrygginga,
Tjónadeild, fyrir kl. 17 á þnðjudag 2. apríl 1968.