Tíminn - 31.03.1968, Síða 2

Tíminn - 31.03.1968, Síða 2
SUNNUDAGUfc 31. marz 1968. fella úr gildi lögin um seðstu stjórn fræðslumála og embætti fræðslumálastjóra, er gerð var að umtalsefni fyrr í þessum pistli. Ólafur Jóhannesson sagði m.a.: Lögin um embætti fræðslumálastjóra Það hefur áður þekkzt, að frest að væri um sinn framkvæmd ým- issa laga til að spara ríkisútgjöld og um það er þetta frumvarp, en svo kemur 7. gr. frumvarpsins eins og skrattinn úr sauðarleggn- um og fjallar ekki um neina lækk un á ríkisútgjöldum, heldur um ferbreytta skipun á stjórn fræðslu- og skóiamála. Nú er það kerfi, sem þarna á að breyta ekki neinn unglingur. Fræðslumálastjóraemtoættið er lík iega 60 ára gamalt og hefur að vísu verið eitithvað breytt skipan þeirra mála á því tímabili og þau lög sem um það fjalla nú, frá 1030. En með þessu á að fella niður lögin, sem gilda um skip- un þessara mála, og skipun þess- ara máia á að öllu leyti að verða ólögákveðin og þetta á aðeins að heyra uadir menntamáiaráðuneyt- ið, sem lí'ka er algerl. ólögákveðin stofnun, þannig að ráðh. á í fram- tiðinni að geta skipað þessum mál um algerlega að sinni vild og fræðslumólastjóri á væntanlega hér eftir að vera eða heita deild- arstjóri í menntamálaráðuneyt inu. Það er ekkert óeðlilegt við það, þó að gera þurfi breytingu á stjórn fræðslumála og það væri ekkert óeðlilegt við það, þó að þessi lagasetning, sem er orðin nœr 40 ára að aldri, þyrfti ein- hverra breytinga við. En breyting ar á stjórn fræðslumála eiga að fá eðlilega athugun og fá venju- lega þinglega meðferð og það á að bera fram frv. um það efni. Það frv. má ekki fjármrh. bera fram og hann á ekki að mæla fyrir því. Fyrir því frv. á mennta- mrh. að mæla. Iíann á að flytj* fram þau lög sem liggja til því- líkrar skipulaga breytingar á æðstu stjórm menntamálanna. Það er ekki fjárhagsnefnd sem á að fjalla um þau mál, heldur mennta málanefnd. Með því að hafa þann hátt á, sem hér er ætlazt til, er alveg gengið á svig við allar venju legar þingvenjur. Það er alveg ó- heyrilegt, þegar verið er að ræða um það að gerbreyta stjórnkerfi á fræðslumálum landsins að þá skuli memntamrh. ekki láta sjá sig. Hann hefur þó ekki talið eft- ir sér að mæla fyrir minni mál- um hér á þingi. En þetta er mál, sem honum kemur ekkert við. Hanm lætur fjiármrh. um það. Hér er ekki um neitt sparnaðarmál að ræða á þessu ári. Það er viður- kennt. Það ber þvi enga nauðsyn td þess að hafa þetta mál inni í þessu frv. Ef það er nauðsyn að gera þessa skipulagsbreytimgu, er tækifærið til að gera það með venjulegum hætti, bera fram laga frv. um það og fá það afgreitt hér á þingi en í þessum sparn- aðarbálki á það ekki heima, enda e” gerð grein fyrir því í athuga- semdum með frv. að þess murni ekki að vænta, að sparnaður verði af þessari skipulagsbreytingu á 'þessu ári. Þá má breyta fleiru Það getur vel verið, að þetta sé réttmæt skipun i framtíðinmi að færa þessa starfsgmi inn í menntamálaráðuneytið en sé svo hlýtur sú spurming að vakna hvort þær röksemdir eigi ekki við á öðr um sviðum einmig. En hvers vegna eru þá ekki aðrar stofnanir tekn- ar inn í þetta frv. og sameinaðar þeim ráðune.vtum, sem þær heyra undir? Ég nefni sem dæmi, íand- læknir og landlæknisskrifstofa. Ég h-ygg, að það væri ekkert fjarri lagi að sameina þá stofnun heil- forigðismálaráðuneyti og það stendur nú, að ég held, það bet- ur á í því efni, að ég held, að hún sé undir sama þaki og heil- torigðismrn. þannig að það væri hægt að láta þá framkvæmd koma til framkvæmda strax. Hvers vegrna er það þá ekki tekið hér í þetta frv. ef menn vilja fara að vinna að þessum málum á þenn- an hátt? Myndi það þykja braga- bót að færa vegamálaskrifsbofuna inn í samgöngumrn.? Vegamála- slrrifstofan kostar mikið fé. Kannski væri hægt að spara eitt- ihvað með þvd að sameina hana samgöngum'álaráðuneyt- inu? Þannig mætti lengi halda áfram. Það getur komið til abhug- unar, þegar verið er að tala um hagræðingu og sparnað að sam- eina ríkisstofnanir og færa sum millistigsstjórnarvöldin beint inn í ráðuneytin, en það á bara ekki að gera það með þessum hætti. Það á að gera með lögum sem fjalla um þær stofnanir. Það -er ákaflega erfitt að sjá, hvernig á að framkvæma þetta, því að í ýms um öðrum lögum, sem þarna er nú vitnað til í frumv. er gert ráð fyrir fræðslumálastjórn og gert ráð fyrir því, að hún hafi tiltekin hlutverk með hendi, t.d. á hún að vera ráðgefandi í ýms- um efnum fyrir menntamrn. og á að láta í té umsagnir um ýmis efni. Hvernig á að koma því fyr- ir, þegar hún er orðin deild í menntamrn.? Það þyrfti að vera eitthvað ákvgðið um það, hvern- ig ætti að skipa þeim mólum. Það kostar fjármrh. ekki nokkunn skapaðan hlut að láta str%a þetta ákvæði út úr frv., því að það er hvort tveggja, eins og sagt hefur verið, að það kemur ekki til með að spara neitt á þessu ári, en j’afnframt er þess kostur að koma lagasetningu fram um þetta í sér- stökum lögum á þessu þingi og má gera það með þeim hætti. Einsdæmi Bamdormar hafa að vásu séð hér dagsins ljós áður, t.d. var 1®40 sett lög um bráðabirgðaibreytingu nokkurra laga en sú breyting v'ar einungis um það að fresta fram- kvæmd þeirra á árinu 1940 og samsvarandi lög voru svo sett í árslokin 1940 um það að fresta framkvæmd nokkurra laga á ár- inu 1941. Ekkert ákvaeði finnst í þeim bandormum, sem svipi á nokkum hátt til þessa ákvæðis um fræðslumálaskrifstofuna og aðrar þær stofnanir, sem nefndar eru í 7. gr. þessa frumvarps. Ég ætia því, að það finmist alls engin for dæmi í lagasetningu hliðstæð því, sem hér á sér stað. Ég þekki þau ekki og ég bið þá hæstv. fjármrh. að benda á það, hvar þau séu að finna. Ég verð að beina fyrir- spurninni til hans enda þótt að rné'r fyndist nú, að það væri eðli- légfa,. að menntamrh. fengi að glíma við það viðfangsefni. Alþingi til vansæmdar Ég 'heíi ‘hér reynt að færa fram nokkur rök fyrir því, að þetta ákvæði úr frv. ætti að fella niður. Ég veit, að það þýðir ekk- ert að vera að reyna rökstyðja þetta frekar, því rök hafa hér ekkert að segja, en hims vegar vildi ég nú beina þvi til hæstv. fjármrh., sem ber nú ábyrgð á bessu frv., að reyna að koma vit- inu fyrir hæstv. menntarh., þann- u að hann fáist til þess að draga þetta ákvæði út úr frv., því það er hoinum ekki til sæmdar að skipa þessum málum á þennan veg og það er Alþingi til van- sæmdar að afgreiða málið á þenn- an veg. í ræðu sinni minnti Eimar Ágústsson einnig á utanríkisþjón- ustuna og þörfina á að endur- skipuleggja hana og nýta hana foetur til markaðsöflunar og við- skiptafyrirgreiðslu en nú væri gert. Las hann m. a. athyglisverða grein er birtist nýlega í brezku blaði um úrelta starfshætti í utan- ríkisþjónustum ríkja heims. Sýndi sú grein, sagði Einar, að það er víðar en hér á landi, sem menn velta fyrir sér að draga verulega úr sendiherraskiptum. Um þessi mál sagði Einar m.a.: Utanríkisþjónusta og sendiráS UtanríkisþjónU'stan og sendiráð íslendinga erlendis er auðvitað margrætt miái hér á hv. Alþiingi, það er eitt af því, sem mörgum hefur komið fyrst í hug, þegar þeir hafa ætlað sér að leggja fram sparnaðartill. við fjárlög, bæði nú og fyrr. Og það er mín skoðun, að við þurfum fyrst og fremst markaðsráðunauta. Við þurfum fyrst og fremst menn, sem afla okkur markaða og viðhalda þeim, og selja ísl. vörur erlendis og afla þeim álits. Hivort sem við köll- um þessa menn sendiherra eða eitthvað amnað er aukaatriði. Nú hefur verið upplýst, að komið hafi til tals, að leggja niður sendi- ráð í Óslo og Stokkhólmi. En þá hefðu komið upp ákveðin mót- mæli frá valdamönnum þessara þjóða, og þá alveg sérstaklega Per Borten, forsrh. Norðmanna. Frétt ir bárust jafnvel af því, að hug- mynd hef ði" skotið upp kollinum, að Norðurlöndin öll gætu og ættu að hætta að skiptast á sendiiherr- um. Ef ríkisstj. hinna Norður- landanna eru opnar fyrir þés-su, þá finnst mér að við ættum að taka þetta mál upp í fullri al- vöru. Það mundi henta okkar sparnaðarþörf, að geta lagt nið- ur 3 sendiráð á Norðurlöndum í fullri vinsemd við þær þjóðir. Við höfum Norðurlandaráð, það held- ur þing á hverju ári, og ákjósan- legt fyrir forystumenn Norður- landanna, að skiptast þar á skoð- ur.um. Auk þess eru samgöngur tíðar orðnar, milli þessara vina- og bræðraþjóða. Þetta er því at- hyglisverð hugmynd, sem ég býst fastlega við, að hæstv. ríkisstj. hljóti að taka tdi athugunar og reyna að koma í framkvæmd. Eh það eru fleiri, heldur en við og Norðurlöndin. sem hugleiða að fella niður sendiráð. Og mig langar til þess að sýna það og sanna og benda hér á grein, sem birtist þann 10. marz s.l. í blaðinu „Sunday Express" í London. Þar er verið að skrifa um nýgerðar breytingar eða skip- anir í sendiherrastöðurnar í Was- hington og París, sendiherra Breta. Það var hr. John Freeman, sem var skipaður sendiherra í Washington og tengdasonur Win- s'on'Churohill, Christopher Soames í París. Og þegar höfundur grein- arinnar er búinn ap gera þessum sendi'herrum nokkur skil segir hanm: Þetta segja Bretar „Sendiráðin höfðu einu sinni tilgang. Það var að koma á.fram- færi skilaboðum á milli ríkis- stjóra, sem ekki var hægt að skiptast á, eftir neinum öðrum leiðum. Einnig að gefa skýrslur um önnur ríki, og hvað þau væru að gera. Þessi verkefni eru nú ejns úrelt, eins og það mundi vera að geyma hesta þar í bíl- skúrnum. Ef hr. Wilson vill koma skilaboðum til Johnsons forseta, getur hann notað símann. Ef Wil- son, af einhverjum misskilningi, skyldi langa til að tala við de Gaulle, gæti hann flogið til Parisar og náð heim í kvöldmat- inn. Nú geta engin áríðandi boð farið í gegnum sendi'herrana og önmur skilaboð ei ekki ómaksins vert að senda. Ef hr. Wilson eða Framhald á bls. 33. ALLT Á SAMA STAÐ JEEPSTER — JEPPINN! JEPPAKAUPENDUR! Vegna sérstakrar fyrirgreiðslu verksmiðjunnar, getum við boðið yður örfáa JEEPSTER-JEPPA — með mjög hagstæðum greiðsluskilmálum, ef samið er strax. Bílarnir eru til afgreiðslu með ca. viku fyrirvara. Nú er tækifæri til að eignast jeppa með góðum skilmálum. Hafið strax samband við sölumenn okkar. EGILL VILHJÁLMSSON H.F. Laugavegi 118 - Sími 2-22-40

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.