Tíminn - 09.04.1968, Blaðsíða 16

Tíminn - 09.04.1968, Blaðsíða 16
ísinn kominn vestur fyrir Hornafjörð Sigurjón sýnir í Unuhúsi OÓ-Reykjavík, mánudag. Á morgun, þriðjudag, verður opnuð í Unuhúsi við Veghúsa- stíg sýningu á 28 myndum eft- ir Sigurjún Ólafsson, mynd- höggvara. Eru nú þrjú ár liðin síðan Sigurjón hélt sjálfstæða sýningu, en 'þá sýndi hann i vinnustofu sinni á Laugarnes- tanga. Síðastliðið haust tók listamaðurinn þátt í samsýn- ingu í Charlottentoorg í Kaup- mannahöfn og sýndi þar 15 myndir. Myndirnar, sem sýndar eru í Unuhúsi eru flestar nýjar af nálinni, gerðar á tveim til þrem síðustu árum. Ein mynd er frá árinu 1037 og ein er frá 1958. Aðrar myndir eru nýleg- ar. Myndirnar eru unnar í ým- iss konar efni, en mest ber á eir og trémyndum, en einnig eru á sýningunini myndir úr gipsi og bronsi. Ein myndin ber nafnið Barnakarlinn og er af Eiinari Sigurðssyni útgerðar- manni, og er nafnið ekki út í loftið, því að Einar er barn- margur og hefur Sigurjón gert lágmyndir af börnum hans, að því yngsta undanskildu og eru þær myndir á sýningunni, ásamt mynd af eiginkonu út- gerðarmannsins. Nokkrar myndanna eru til sölu og er verð þeirra frá 6 þús. kr. og upp í 40 þús. kr. Hægt er að kaupa myndir þess- ar með afborgunum, eins og á öðruim listsýnimgum, sem haldnar eru í Unuhúsi. Sýning Sigurjóns verður op- in fram yfir páska, og muin óþarfi að minna listunnendur á að láta þessa listsýningu ekki fram hjá sér fara, því að það er ekki oft sem kostur gefst á áð sjá höggmyndasýningar, miðað við allt það myndsýning- arfióð, sem yfir dynur. 72. tbl. — Þriðjudagvr 9. apríl 1968. — 52. árg. Sáu ísbjörn nærri landinu í dag þegar Esjan var á suður leið, var svipazt um eftir ísbirn- inum á þeim slóðum sem hann sást í gær. Var hann hvergi sjá anlegur, en á nokkrum jökum sáust spor eftir björninn, en Tryggvi sagði að ekki hefði verið gott að átta sig á þeim í hvaða stefnu björninn hafi farið, því laust var um ísjakana og höfðu þeir rekið nokkuð og snúizt. Flugvél frá Flugsýn flaug yfir þetila svæði í dag og lengra út á haf en þeir sem í henni voru komu hvergi auga á bjarndýrið, sem þó skar sig vel úr ísnum, vegna þess hve gulur feldur hans er. Er hér sennilega gamalt dýr á ferðinni og feldurinn farinn að láta á sjá, og voru slíkir birnir áður fyrr kallaðir rauðkjammar, og þóttu hættulegri mönnum, en yngri bjarndýr, og var sagt að rauðkjamim,ar væru mannætur. En sjálfsagt þarf enginn að óttast þennan björn, því auðisjáanlega er hann fuillfær um að ná sér í sel. Fréttaritari Trrnans í Höfn I Hornafirði, sagði í dag að is lægi nú að Vestra-Horni. í giaer lá Is- spöng þarna að lamdi en síðari hluta dags í dag var ísinn dreifð ari en jakar og íshröngl vaeri út um allan sjó og væri ísinin ná kominn mun vestar. Eru nú jafear á reki fyrir Hornafj arðarósi, og muna menn ekki eftir að þar hafi hafís nokkru sinni sézt fyrr. Er nú ísinn kominn á mið Homa Framhald á bls. 14. Birgir Kjaran stjórnarformaður FÍ og Örn O. Johnson forstjóri við koniu nýju vélarinnar. (Tímam. GE) NYR FB-Reykjavík, mánudag. I ship-vél, sem er sameign Flug-1 Henning Bjarnason, en Örn O. Síðdegis á laugardaginn kom félags íslands og SAS. Flugstjóri Johnson forsljóri FÍ var meðal hingað til lands ný Fokker Friend I í fyrstu ferðinni til landsins var farþega. Þiggja heimboð — ræna húsráðendur OÓ-Reykjavík, mánudag. Tvær ungar stiilkur, 15 og 16 ára, hafa undamfarnar vikur iðulega lcikið þann leik, að taka boði karhnanna um að fara heim með þeim á siðkvöid- um, tekið þar þátt í meiri eða minni gleðskap og rænt síðan því, sem hönd á festi í húsa- kynnum þeirra, þegar þær yfir- gefa þau. Sýnist svo sem þær fari helzt, þegar menn eru sof- andi, því að auk peninga eru útvarpstæki og plötuspilarar uppáhaldsránsfengur þeirra. Hafa stúlkur þessar oft verið kærðar fyrir rannsóknarlögregl- unni undanfarnar vikur fyrir gripdeildir í híbýlum skyndi vina sinina. Síðasta afrek sitt, svo vitað sé, unnu síúlkurnar aðfaranótt s. 1. laugardags. Þá biðu þær utan við eitt af danshúsum borgarininar, þegar dansleik var lokið og fengu þar auð- velda bráð, eins og oft áður. Tveim ungum mönnum virtust stúlkukindunnar einmanalegar, þar sem þær hímdu utan við danShúsið og buðu þeim saim- fylgd, sem slúlkurnar þáðu. Farið var heim til anmars mannsims og fara ekki sögur af samskiptum ungmennanina F'ramhiio a ols lö A fiimmludaginn í síðustu viku lauk í Stokkhólmi samningafundi FÍ og SAS um áframhald á sam vinnu fólaganna um flugferðir miilli Færeyja, Bergen og Kaup mannahafnar. Samkomulag gildir frá 1. apríl s. 1. í þrjú ár, eða til 31. marz 1971. í samkomulagi félaganna felst meðal annars, að SAS er nú virk ur þátUakandi í kaupum á flug vél til ferða á þessum ílugieiðum í sambandi við nýja Fokker Friendsliip flugvél sem Flugvél sem Flugfólag fslandis átti í pönt- un. Flugfélag íslands mun sjá um rekstur og viðhalÖ flugvélarinnar. Samkomuilag Flugfélagsins og SAS er gert með það fyrir augum að hægt só að bjóða aðilum í Færeyj um þátttöku í flugrekstrinum. Þá er ákveðið að milli Færeyja og Skandinavíu verði fiman ferðir í viku á sumrin, en að aufei flognar aukaferðir eftir því sem þurfa þykir, Að vetri til eru áællaðar þrjár ferðir. OÓ—Reykjavík, mánudag. Hafísinn er nú kominn vestur fyrir Hornafjörð og virðist liann enn á reki suður á bóginn og er nú kominn á mið Hornafjarðar- báta. Fyrir norðan og austan land er ísinn á svipuðum slóðum og fyrir helgi, því virðist liann lield ur vera að iosna frá Norðurland- inu- Skömmu áður en F.sjan kom til Norðfjarðar í gær sáu skips menn ísbjöm, sem var að éta sel skammt frá landi. Siglt var í nær 400 metra fjarlægð frá birninum og lét liann skipið ekki trufla matarfrið sinn, og sáu skipverjar að þarna var svonefndur rauð- kjammi á ferð, en áður fyrr voru slíkir birnir álitnir mannætur, en þessi leit varla við skipinu eða góðgætinu innanborðs. f dag sigldi Fsjan suður aftur og á svipuðum slóðuin sáu skipverjar spor eflir björninn á ísnuni, en bangsi sjálf ur var á bak og burt. Blaðið tailaði í dag við Tryggva Blöndai skipstjóra á Bsju. Var skipið þá á leið írá Neskaupstað suður með fjörðuim. Samkvæmt áætlun átti það að fara til Seyð isfjarðar, en ísinn norðan Norð fjarðar var svo þóttur að ómögu legt var að komast gegn um hann. Sagði Tryggvi að ísinn á siglinga- leiðinni suður með fjörðum væri víða svo þéttur ?ð skipið kæmist ekki nema eina sjómílu á klukku stund. En á milli voru lænur sem hægt var að sigla eftir á meiri ferð. Þegar skipverjar sáu ísbjörninn í gær var Esjan stödd út af Gerpi. Var dýrið um 500 metra frá landi og sigldi skipið utan við það. Reynt var að komast eins náilægt birninuim og kostur var og komst Esjan naast í um 400 metra fjar lægð frá dýrinu. Björninn var gulur á feldinn og sennilega gam all. Var hann að éta sel sem hann hafði veitt og vék hann ekki frá bráðinni þótt skipið nálgaðist. Hins vegar voru nokikrir hrafnar heldur nærgöngulir við bangsa og glefsaði hann til þeirra öðru hvoru. Tíminn harmar að þurfa að tilkynna, að vegna vax- andi þrengsla í blaðinu er ómögulegt að ábyrgjast að minningar- og afmælis- greinar birtist þá daga, sem höfundar þeirra óska. FOKKER BÆTIST

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.