Tíminn - 20.04.1968, Blaðsíða 2
TIMINN
LAUGARDAGUR 20. apríl 1968
P j ’ r’ p () C P rt * ' ' ' ■ i i''’") o/V® <\í ! r fj' i'i A v,.n/) -f| ' )' *'r <
2
Tónlist í sjónvarpi.
,’tfirleitt er lítið flutt af tón
list í sjónvarpi, ég á við þá
tónlist ,S€im flutt er utan hinna
venjulegu tónlistarþátta. En
fcomi göt í dagskrána, eða verði
ófyrirsjáanlegar bilanir, er
oft gripið tii plotuspi'larans og
eins er flutt tónlist í notekrar
mínútur fyrir dagskrá og eftir.
Þessi lög eru yfirleitt sæmilega-
valin, þau eru létt og þýð og
yfirleitt í mjög góðum útsetn-
ingum, en þau eru þó talsvert
eimhæf, og meiri ti'lbreyting
mætti eiga sér stað í ýáli' þeir-ra
en verið hefur. Talsverðum
hluta hljóðvarpsdagskrárinnar1
er varið til að flytja léttklass
íska tónlist, og oft og iðulega
heyrum við þar nákvæmlega
sömu lögin og í sjónvarpinu.
Þessari tegund tónlistar, er
jaskað of mikið út, og það ér
með hana eins og annað. að
hún fær á sig leiðinlegan keim
af of mikilli natkun. Það cr
líka atveg óþarfi að láta nálina
stöðugt hjakka á sömu plötun
um„ því að nóg er til af alls
konar tónlist, og hver hefur
sinn smekk á henni eins oe
öðru. Ég á ekki við, að það
eigi að nota háklassísk tón-
verk sem uppfyllingarefni í
sjónvarpinu. elektróníska tón-
list-og annað, sem talar aðeins
til lítils þorra manna. Hins veg
ar eigum við mörg ágæt íslenzk
lög sem jafnan njóta mikilla
vinsælda, m. a, sum lögin hans
Emils Thoroddsen. sem þó heyr
ast sorglega sjaldan, og ekki
væri heldur úr vegi að leika
stundum vinsæl klassísk verk,
t.a.m. sum verk. þeirra Sdhu-
berts og Mozarts, og fleira
mætti nefna. í þessu’verður að
vera tiíbreytni eins og öðru,
sem sjóuvarpið flytur okkur.
Dagskrár um merka
íslendinga.
Ég minntiSt á það hér ekki
alls fyrir löngu, að sjónvarpið
mætti gera méira að því að
láta semja dagskrár um ýmsa
ísléníka • ILstamenn og aðra
merkismenn. Síðan það var
skrifað hafa yerið ■ fluttir tveir
slíkir þættir, annar um Sigur
ión Ólafsson myndhöggvara og
hinn um Sigurð Þórðarson. Ég
• hef áður, minnzt á .þáttinn um
Sigurjón, en báðir þessir þætt-
ir éiga það sámmerkt, að ekki
hefur verið nægilega að þeim
unnið, og hálfleiðinlega hefur
verið farið með gott efni. Upp-
bygging þeirra beggja var
klaufaleg oe spyrjendur voru
ekki starfi síriu vaxnir.
Þorkell Sigurbjörnsson hef-
ur annazt marga tónlistarþætti
fyrir sjóilvarpið og farizt það
skínandi vel úr hendi. Bæði
er hann sérlega veí að sér um
tónlist, og einnig'hefur hánn
Óyenju s1<érnrrj’tÍ3éwa ,og_ ' aólað
andi framkomu. Hins vegar
var Þorkell ekki alveg í essmu
sínu sem spyrjandi og umsjón
armaður þáttarins um Sigurð
Þórðarson fónskáld, enda var
farið dálítið út fyrir svið haos.
Það er nefnilega tvennt að
kunna skil á tónlist, og að
byggja upp góðan þátt um
tónlistarmann. Fyrst að þáttur
inn bar nú einu sinni nafn
Sigurðar Þórðarsonar, hefði
hann átt að fjalla um hann
fyrst og fremst, og hefði Þor-
kell átt að leitast við að fá
langt og greinargott viðal við
tónskáldið um tónlistarstörf
þess og tónsmíðar í stað þess
að blanda öllum þessurn söngv
urum í málið. En úr því að
það var á annað borð gert,
hefði átt að gera þeim skemmti
legri skil, heldur en láta þá
alla svara nákvæmlega sömu
spurnirigunum, eins og þéir
væru við prófborð eða lögregiu
yfirheyrslur.
Erlent og innlent um
hátíðarnar.
Dagskrá sjónvarpsins um
páskahátíðarnar var um margt
góð, og var þar merkilega litið
um guðrækilegt efni, nánast
ekki neitt. Meðal beztu dag-
skrárliðanna fannst mér er-
lendu myndirnar tvær, Meistar
inn, sem sýnd var á laugárdag,
og Gestaboð eftir sögu T. S.
Elliot. Var einkum sú fyrrl
áhrifami'kil og listræn, og ætti
sjónvarpið endilega að endur
taka hana við tækifæri.
Franska kvikmyndin um Skytt
urnar var mjög spennandi en
er ekki dálítið óviðeigandi að
sýna slíka æsikvikmynd á si'álf
an páskadag? Dagskráin um
norsku . skautadrottninguna
Sonju Heine var að sumu leyti
góð, en nokkuð langdregin á
köflum.
. Af innlendu þáttunum, sem
sýndir voru um, páskana bar
helzt að nefna, Skrallið í Sköta
vík með Ólafi Gauk og félög-
um, Spurningakeppni sjónvarps
ins, Muni og minjar og Öræfa-
þáttinn. Ólafur Gaukur og félag
ar hans hafa ótvirætt verið vin
sælastir þeirra, sem komið hafa
fram í sjónvarpinu í vetur, og
þeir halda stöðugt sínu striki
og gera sifellt betri og beiri
hluti. Eins og gull af eiri bera
þeir af öðrum skemmtikröftum
með hugkvæmni sinni, prýði-
legri framkomu og góðri tón-
list. Spurningakeppnin á páska
dag gekk ágætlega fyrir sig, en
varla var um neina spenna að
ræða, þar sém annað liðið náði
þegar forystunni og hélt henni
með heiðri og sóma allan tím
ánn. Það verður gaman að
vita, hver fer með sigur af
hólmi í síðustu úrslitakeppn-
inni, en hún verður innan
skamms. Þættir þessir hafa
tekizt það vel í vetur, að mér
finnst full ástæða til, að peir
verði teknir upp aftur næsta
vétur. Svo sem ertdra nær var
þátturinn Munir og minjar
ágætur- Fjallað var um herra
Quðbrand biskup Þorláksson
Qg .ýmsa list'múni, ' sém hann
gerð.i á .sinum tíma, eða voru
í eigu hans, en óg er ekki frá
því, að það héfði verið skemmti
legra ef umsjónarmaður þáttar
_*_____* *__________. __/____
ins hefði greint meira frá ævi
þessa merka biskups, sem grip
ina gjörði, og drepið á sum af
þeim stórræðum, sem hann
stóð í um dagana, en þetta er
auðvitað smekksatriði.
Síðari Öræfaþátturinn í um-
sjá Magnúsar Bjarnfreðssonar
var jafnvel enn betri en sá
fyrri, sem sýndur var hér á
dögunum og yfirleitt var þátt
urinn ágætlega unninn.
Að lokum ætla ég að skamm
ast svolítið út af þessu stór-
skrítna atriði með Þjóðleikhús
kórnum, sem kallað var Til
sólarlanda. Það hefur greini-
lega verði ætlunin að hafa
þetta voða sniðugt, en það mis
tókst því miður hrapallega.
Uppbyggingin var aíveg út í
hött og þetta gamalkunna efni
um íslenzka bóndann, sem fer
út í heim, er orðið svo útjask
að og slitið, að það þolir ekki
meiri notkun. Úr því að þáttur
inn var látinn gerast í hinum
svokölluðu sólarlöndum, hefði
verið miklu sniðugra að sýna,
hvernig íslendingar verja yfir
leitt timanum þar, og bauna
dálítið á þetta ógurlega verzl
unaræði, sem er orðið að miklu
sterkari þjóðareinkenni en nef
tóbak og íslenzkur búningur.
Á hinn bóginn var söngur
kórsins ágætur og mörg lögin
voru jafnvel prýðileg hjá hon
um, svo að hann verðskuidaði
miklu betri umgjörð en hann
féfck.
Guðrún Egilson.
p UMFERÐARNEFND REYKJAViKUR
II L'ÖGREGLAN í REYKJAViK
ÞÚ GETUR STUDLAD AD
ÚRUGGRIUMFERÐARBREYTINGU
- með því að gerast umferðarvörður
Leitað hefur verið til al-
mennings um að gegna sjálf-
boöaliðastörfum við umferðar-
vörzlu á H-daginn, 26. maí —
2. júní. Umferðarverðir geta
ailir orðið sem eru 15 ára og
eldri. Gert er ráð fyrir. að um
1600 sjálfboðaliða þurfi til
starfa á öllu landinu, þar af
um 1450 á höfuðborgarsvæð-
inu svonefnda, Reykjavík
Hafnarfirði, Garðahreppi, Kópa
vogi, Seltjarnarnesi og Mos-
fellssveit. í Reykjavík verður
umferöarvarzla á um 100 stöð-
um, og mun til þeirra starfa
þurfa 1000 sjálfboðaliða. í
Reykjavík annast Umferðar
nefnd Reykjavíkur útvegun
umferðarvarða og fyrir hönd
hennar Fræðslu- og. upplýs-
ingaskrifstofa Umferðarnefnd
ar Reykjavíkur, sem safnar og
skráir sjálfboðaliða. í öðrum
byggðarlögum er slíkt í hönd-
um löggæzluyfirvalda. Lögregl
an hefur yfirumsjón með fram
kvæmd umferðarvörzlunnar.
Umsjóm með framkvæmd
umferðarvörzlunnar á hverj
um stað hefur flokksstjóri, og
er hann tengiliður lögreglu og
umferðarvarð’anna sjál'fra. Þá
hefur hann og umsjón með
vaktaskiptum umferðarvarða
og er ábyrgur fyrir hópnum.
Flokksstjórar, sem einnig eru
sjálfboðaliðar, verða m.a. úr
slysavarna- og hjálparsveitum,
svo og frá íþróttafélögum
Starf umferðarvarða er
fólgið í því að veita gangandi
vegfarendum aðstoð, leiðbeina
þeim og stjórna umferð
þeirra. Umferðarvörður hef-
ur engin afskipti af umferð
ökutækja. Umferðarvörður
verður búinn hvítum ermahlíf-
um. Hann verður staðsett-
ur þar, sem umiferð gangandi
vegfarenda er mest, og beimir
umferð þeirra yfir akbrautina
á einn stað. Til merkis um að
umferðin á akbrautinni leyfi
að gangandi vegfarendur fari
yfir ak'brautina hefur hann
hendur niður með síðum, en
gefur merki um að umferðin
á akbrautinni leyfi ekki um-
ferð gangandi yfir akbrautina
með því að halda höndum út
frá öxlum.
Umferðarverðir í Reykjavík
munu fá sérstaka þjálfun lög-
reglunnar, sem mun hafa stutt
námskeið fyrir al'la umferðar-
verði. Þá munu og þeir, sem
skrá sig til umferðarvarða-
’starfa, fá sent upplýsingarit
um starfið.
Lögreglan í Reykjavík hefur
gert athugun á því, á hve
UMFERÐARVÖRÐUR
mörgum stöðum í borginni um
ferðarvarzla verður. Sam-
kvæmt þeirri athugun verður
umferðarvarzla á 100 stöðum í
borginni. Stöðurvum er skipt í
tvo hópa eftir þörf staðanna
fyrir umferðarvörzlu. í fyrsta
lagi er um að ræða staði, þar
sem stöðug umferðarvarzla
verður á tímunum frá 08.30—
18.30 dag hvern, en í öðru
lagi eru staðir, þar sem um-
ferðarvarzla verður á þeim
tíma, er umferð gangandi er
mest, svo sem er fólk fer 'ir
og í vinnu, við kvikmyndahús.
sjúkrahús o.fí. ’
Efnt er til happ'drættis með-
al umferðarvarða um allt land.
Vinningar eru 10; fimm eru
vikudvöl í Bandaríkjunum i
boði Loftleiða, en fimm eru
vikudvöl í skíðaskálanum í
Kenlimgarfjöl'lum.
Eins og áður segir annast
Fræðslu- og upplýsingaskrif-
stofa Umferðarnefndar Reykja
víkur útvegun og skróningu
sjálfboðaliða. Fer skráning
fram daglega í síma 83320.
Upplýsingarit um starf um
ferðarvarða liggur frammi
pósthúsum, lögreglustöðvum
og víðar.
Með því að gerast umferðar
vörður, verður auðveldara fyr-
ir þig að aðlagast breyttum
akstursháttiun með tdlkomu
hægri umferðar.