Tíminn - 20.04.1968, Blaðsíða 13
LAUGARDAGUR 20. apríl 1968
rÍMINN ÍÞRÓTTIR
13
Á vítateigi
í sunnudagsblaðinu
i en sjálfur páfinn
í Tímanum á föstudaginn birtist Uppsalabréf frá Lárusi Jónssyni um Suður-Afríku
og Olympíuleikana. Þessu bréfi verður svarað í þættinum „Á vítateigi" í blaðinu
á morgun .
GuSmundur Gíslason — 2 met
Handknattleiksvertíðinni lýkur um helgina:
Fram yetur
iS 5 mót af 7!
Alf-Re;,kjavík. — Handknattleiks
vertíðinni lýkur á sunnudaginn.
Þá fara fram úrslitaleildr í flest-
um flokkum. Athygli vekur, að
Fram hefur möguleika á að sigra
í 5 af 7 flokkum. Félagið hefur
þegar sigrað í 1. deild karla, 1. og
2. flokki kvenna, en leikur til úr-
slita í 1. og 2. flokki karla. Þá
lék Fram úrslitaleik í 3. flokki
Tvö íslands
met í sundi
Á sundmóti KR, sem haldið var
í Sundhöllinni í fyrrakvöld, voru
sett tvö ný íslandsmet, en auk
þess náðist góður árangur í öðrum
greinum, t. d- í 100 metra bringu-
sundi karla. Guðmundur Gíslason
setti nýtt met í 200 metra fjór-
sundi, synti á 2:20,2 mínútum. Þá
setti sveit Ármanns met í 4x100
metra skriðsundi, synti á 4:03,7
Litla bikar-
hefst í dag
Litla bikarkeppnin í knatt-
spyrnu hefst í dag. f Keflavík
leika heimamenn gegn Breiðabliki
úr Kópavogi og hefst leikurinn kl.
3 (ekki kl. 2,15 eins og sagt var
frá í gær). Þá leika á Akranesi
heimamenn gegn Hafnfirðingum
og hefst sá leikur kl. 3,15.
mínútum, bætti gamla metið um
tæpar 10 sekúndur.
Sveit Ármainns skipuðu þeir
Guðmundur Gíslason, Gísii Þor-
steinsson, Gunnar Kristjánsson Og
Kári Geirlaugsson. Svo einkenni-
lega vill til, að allir þessir sund-
menn, sem settu metið í nafni Ár-
manns, eru nýlega gengnir yfir í
Ánnann, en þeir syntu áður fyrir
önnur félög.
Þrátt fyrir þessi met í fyrra-
kvöld, vakti samt mesta athygli
árangur Leiknis Jónssonar, Ár-
manni, í 100 metra bringusundi.
Hann synti vegalengdina á 1:11,2
mínútum, sem er aðeins sekúndu-
broti lakari tími en íslandsmet
Harðar B. Finnssonar. Verður
þess varla langt að bíða, að Leikn-
ir, þessi efnilegi sundmaður, bæti
íslandsmetið í greininni.
Ekki tókst Hrafnhildi Guðtnunds
dóttur að bæta met sitt í 100 m.
skriðsundi, en hún synti á 1:04,2
mínútum. í 100 metra flugsundi
sigraði nafna hennar Kristjánsdótt
ir á 1:14.0. yfirburðarsigur.
WBA áfram eftir
sigur gegn Liverpool
VVBA og Liverpool mættust
í þriðja sinn í ensku bikar-
keppninni i fyrrakvöld og að
þessu sinni fór leikurinn fram
í Manchester á Ieikvelli City.
Úrslit urðu þau, að VVBA
sigraði 2:1. Leikurinn þótti
nokkuð harður og urðu talsverð
ólæti á vellinum. Astle skoraði
fyrsta mark leiksins fyrir VVBA
á 7. mínútu, en Hateley jafn
aði fyrir Liverpool á 39. mín
útu. Clark skoraði svo sigur
markið fyrir WBA á 15. mín-
útu síðari hálfleiks.
í undanúrslitum mætir VVBA
Birmingham, en i hinum leikn
um mætast Leeds og Everton.
Leikirnir fara fram laugardag
inn 27. aprfl.
karla og tapaði þar naumlega fyr-
ir Víking. í meistaraflokki kvenna
hlaut Fram 3. sæti, svo árangur
félagsins í þessu íslandsmóti er
mjög góður.
Kepipnin á s-unnudag hefst kl.
2. Fyrst fer fram úrslitaleikur í
1. flokki karla og leika Fram og
Árrnann til .úrslita. Þá fer fram
úrslitaleikur í 2. flokki karla á
milli Fram og FH. Að því búnu
fer fram úrslitaleikurinn í meist-
araflokki kvenna á milli Vals og
Ármanns. Nægir Valsstúlkunum
jafntefli, þar sem þær hafa unn-
ið aflla sína leiki til þessa, en
Ármann gert eitt jafntefli. Loks
fer fram úrslitaleikurinn í 2. deild
karla og mætast þar ÍR og Ár-
manri. ÍR hefur einu stigi meira
en Ármann og nægir því jafntefli.
Um kvöldið verður keppninni
haldið áfram. Kl. 17,15 mætast í
1. deild Valur og Víkingur, en
strax á eftir mætast erfðafénd-
urnir, Fram og FH. ■ í þetta sirtn
verður ek-ki um úrslitaleik móts-
ins að ræða, þar sem Fram hefur
Orðsend-
ing til
sjónvarps
Mikill áhugamaður um enska
knattspyrnu hefur beðið íþrótta
síðuna að koma eftirfarandi orð
sendingu á framfæri:
„Ég hef fylgzt með ensku
knattspyrnunni í sjónvarpinu
mér til óblandinnar ánægju.
Þá þykir mér gott að fá úr-
slitin i laugardagsleikjunum
strax. En sá er gallinn á, að
úrslitin eru ekki lesin nema
einu sinni. Er ekki möguleik á
því, að þau verð tvilesin, í
seinna skiptið t. d. í lok íþrótta
þáttarins?
Þá væri gaman að fá að sjá
stöðu neðstu liðanna einstaka
sinnum. Spennan er ekki síður
á „botninum“ en „toppinum“.
Vrona ég, að sjónvarpið taki
þetta til athugunar.“
þegar tryggt sér sigur. En víst er
um það, að hart verður barizt,
eins og fyrri daginn, þegar Fram
og FH mætast. FH-ingar keppa
að því að hljóta silfurverðlaun í
mótinu og hljóta þau þvi aðeins,
að þeir sigri í leiknum. Fram hef-
ur hug á að sýha og sanna, að
liðið sé verðugur íslándsmeistari.
Verður eflaust um skemmtilega
keppni að ræða á sunnudaginn.
Haukar og
FH keppa
um silfrið
Hafnarfjarðar-liðin Haukar og
FH. keppa um silfurverðlaun í 1.
deildar keppninni í handknattleik.
Staða Ilauka er betri í augnabli'k-
iinu, því að þeir hafa hlotið 14 stig
eftir mjög nauman sigur gegn KR
í fyrrairvöld, 21:20. FH-ingar hafa
aftur á móti hlotið 12 stig og geta
hlotið 14 stig með því að sigra
Fram í síðasta leik mótsins, sem
háður verður annað kvöld. FH
nægir að vinna Fram með ei-ns
marks mun til að hljóta silfurverð
launin, þar sem liðið hefur 21
mark í plús, en Haukar 17 mörk.
Auk leiks Hauka og KR í fyrra
kvöld léku FH og Valur. Til að
byrja með veittu Valsmenn FH-
ingum harða keppni og höfðu
tveggja marka forskot í hálfleik,
13:11. En í síðari hálfleik sneru
FH-ingar taflinu við og náðu
snemma öruggri forystu, sem
þeir héidu til loka. Urðu lokatöl-
ur 27:21
Eusebio — fjögur mörk
í fullu
fjon..
— EFTIR VEIKINDIN
Hin fræga portúgalska knatt-
spyrnuhetja, Eusebio, hefur ver
ið frá keppni undanfarnar vikur
vegna veikinda, en í síðustu viku
byrjaði hann að leika aftur með
Benefica. Og Eusebio var í fullu
fjöri eftir veikindin og skoraði
hvorW meira né minna en fjögur
mörk. Benefica vann leikinn, sem
var gegn Sanjoanense, með 6:0.
Mótinu slit-
ið á SÖGU
Eftir leikina i handknattleik
annað kvöld, sunnudagskvöld, verð
ur efnt til lokadansleiks hand-
knattieiksmanna að Sögu. Verða
mótsslit þar og verðlaun afhent.
Víðavangshlaup
i Hafnarfírði
Víðavangshlaup Hafnarfjarðar,
hið 10. í röðinni, verður háð á
sumardaginn fyrsta, 25. apríl n.
k. og hefst við Barnaskóla Hafn
arfjarðar við Skólabraut kl. 2.
Keppt verður í 5 flokkum, 3
flokkum drengja og 2 flokkum
stúlkna. Hlaupavegalengdir verða
þær sömu og undanfarin ár.
Lúðrasveit Hafnarfjarðar leikur
í hálftíma áður en keppnin hefst
undir stjórn Hans Franssonar.
Þátttöku skal tilkynna í verzl. ;
Valdimars Long á mánudag eða
þriðjudag.
Leeds í
undanúrslit
Leeds er komið í undanúr-
slit í Borgarkeppni Evrópu eftir
sigur gegn Glasgow Rangers í síð
ari leik liðanna, sem fram fór í
Leeds nýlega. Lauk leiknum 2:0.
Johnny Giles skoraði fyrra mark
Leeds úr vítaspyrnu á 24. mínútu
og Peter Lorimer bætti öðru við
Fyrri leik liðanna, sem fór fram
í Glasgow, lauk með jafntefli.
Leeds mætir Dundee, Skotlandi. í
undanúrslitum, en Bolonga, Ítalíu
og Ferenevaros, Ungverjalandi.
mætast í hinum undanúrslitaleikn.
um.