Tíminn - 20.04.1968, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.04.1968, Blaðsíða 9
LATJGARDAGUR 20. apríl 1968 TIMINN 9 Útgefandi: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FramkvaBmdaistjóri: Kristján Benediktssoii. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson. Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsscra, Áug- lýsingastjóri: Steingriímur Gíslason. Ritstj .skrifetofur í Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skritstofur: Banikastræti 7. Af- greiðsiusdmi: 12323. Auglýsingasími; 19523. Aðrar skrifstofur, sími 18300. Ásikriftargja’M kr. 120.00 á mán. innanlands — í iausasödu kr. 7.00 eint. — Prenibsmdðjna EDDA h. f. Rekstursfjárskorturínn í ræðu sinni í eldhúsdagsumræðunum í fyrrakvöld ræddi Einar Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokks ins, m. a. um rekstursfjárskortinn og hver hemill hann væri á eðlilegan hagvöxt og betri afkomu í atvinnu- rekstri landsmanna. Fyrirtækin eru rekin af vanefnum og þannig verður allur rekstur dýrari og óhagkvæmari. Þetta er afleiðing af stefnu ríkisstjórnarinnar í peninga- málum, sem minnkað hefur endurkaup afurðavíxla og dregið úr ráðstöfunarfé viðskiptabankanna. Endurkaupin hafa aðeins tvöfaldast meðan útflutningur hefur meira en fimmfaldast og í stað þess að áður lagði Seðlabankinn viðskiptabönkunum til verulegt fjármagn en nú lætur hann viðskiptabankana leggja inn til sín. Þá sagði Einar Ágústsson: Emil Jónsson sagði að Framsóknarmönnum væri illa við gjaldeyrissjóðinn og vildu umfram allt eyða honum í alls konar óþarfa inn- flutning. Mjög er þetta nú málum blandað hjá hæstv. ráðherra, eins og fleira í hans fræðum. En við höfum stundum varpað fram spurningum um það, hverju það hefði getað breytt um viðskiptajöfnuðinn, ef innlendir atvinnuvegir hefðu búið við skaplegan kost. Hvað hefði til dæmis blómlegur, íslenzkur iðnaður get- að sparað mikinn innflutning og komið í veg fyrir mikl- ar greiðslur úr gjaldeyrissjóðnum? Hefði ekki verið hagkvæmara fyrir okkur að verja einhverju af því fé, sem legið hefur óarðbært í erlendum bönkum, til þess að gera iðnrekendum kleift að nota þann vélakost, sem til er í landinu og skapa hundruðum manna atvinnu, 1 stað þess að loka verksmiðjunum og senda fólkið heim? Hvað hefðu nýir, velbúnir togarar, sem tryggður væri arðbær rekstrargrundvöllur, getað aukið útflutninginn mikið og þar með tekjur gjaldeyrissjóðsins? Verðum við íslendingar ekki að ha-fa samkeppnisfær atvinnutæki við aðrar þjóðir til fiskveiða á fjarlægum miðum, ef við eigum að halda okkar hlut? Hvað hefðu hraðfrystihúsin getað skilað miklu meiri gjaldeyristekjum, ef eitthvað af bundna fénu hefði verið notað til að auka hagræðingu þeirra. Hefði ekki verið skynsamlegra að styðja við bakið á þessum þýðingarihiklu framleiðslufyrirtækjum í stað þess að hafa þau lokuð langtímum saman? Hvað væri hægt að afla mikilla nýrra tekna 1 gjald- eyrissjóðinn, ef til dæmis hefðu verið teknar upp nýjar verkunaraðferðir sjávarafurða? Væri ekki skynsamlegt að aðstoða framkvæmdamenn við að koma slíkum nýj- ungum á laggirnar? Slíkar spurningar eru óteljandi, en þær virðast ekki angra hæstvirta ráðherra. Þeir hafa annað land fyrir stafni. Þeirra úrræði eru að ganga í erlend bandalög og fela útlendingum hinar stærri framkvæmdir hér. Ólafur Björnsson, háttv. 12. þingmaður Reykvikinga, minnist hér fyrr í umræðunum á hugarfar selstöðukaupmanna. Það er kannski ekki nema von að sá hugsunarháttur sé ofar- lega í þeim mönnum, sem hafa þá yfirlýsta stefnu að binda litlu kænuna okkar aftan í stóra hafskipið. Og hvernig er þá ástatt með þennan margrómaða gjaldeyrissjóð? Því er fljótsvarað. Um s. 1. áramót var þessi sjóður 845 mill. kr. Þá voru stutt erlend vörukaupa lán 743 millj. kr. eða mismunurinn á þessu tvennu 100 millj. kr. í árslok 1958 áttu bankarnir inni erlendis 228 millj. kr. og frá þeirri tölu þarf ekkert að draga — stutt erlend vörukaupalán voru þá engin. Heildargjaldeyris- staðan er hins vegar þannig, að í árslok 1958, þegar vinstri stjórnin fór frá — voru skuldirnar 1999 millj. Nú — eftir 10 ára viðreisn — eru þær komnar upp í 4891 millj. kr. Þarna hafa menn árangurinn. ......— .............----------------- Grein úr „The Economist". Landbúnaðarmálin skapa Efna- hagshandalaginu mikinn vanda Stefnt verður að því að fækka hinum mörgu smábúum. SAMKOMULAG hefir náðzt um með hverjum hsetti eigi að afl-a fjiáx til framkvæmda á stefnu Efnahagisibandalagsins í landibúnaðarmálum og búið er að áikveða verðið í höfuðdrátt um. Er e-kki lítið afrek hjá ráð herrum efnahagsbandalagsríkj anna að komast svo langt, sem raun er á orðin. f júlí í sum ar var samræmt verð í banda- lagsríkjunum á korni og fræi til olíuframieiðslu og jafnframt var fellt niður gjald aif verzlun milli aðildarríkjanna með ali fugla, egg og svín. Verð á hrísgrjónum var sam ræmt í september. Samræmt verð mjólkur og mjólkurafurða, nautakjöts og kélfakjöts átti að koma til framkvæmda með apríl, og síðar átti verðsamræm ingin að ná til tóbaiks, blóma, j-urta, humals og fiskafurða, og loks víns þegar tímar liðu. Ver ið er og að ræða samræmingu verðs á kartöflum, vefjargarni og kindakjöti. Nú fyrst er verið að taka endanlega saman, hvað kostað hefir saimkomulagið sem náðst hefir, eins og kom fram í hinni hörð-u deilu um offramleiðslu mjólkur og smjörs. DR. MANSHOLT, sem er varaformaður samtakanna og fer m-eð landbúnaðarmiál, gerði mönn-um ærið bylt við fyrir skömmu þegar hann sagði og ítrekaði, að hið umsamda verð nægði ekki. Enda þótt að játa bæri að tekjur af landbún aði væru lágar, þá væri ekki unnt að hækka verðið, og stefna, sem aðeins næði til verðs og sölu „gæti ekki tryg-gt starfsmönnum við landbúnað viðunandd tekjur á sóm-asam- lega skömmum tíma, eins og gert er ráð fyrir í sáttmálan- u-m (Rómarsáttmálanum).“ Áheyrendur Mansholts brugð ust við á tvennan hátt. Annars vegar var sagt, að a-uðíséð hefði verið í upphafi, að stefnan í landbúnaðarmálum væri röng og yfirlýsing Mansholts væri í raun og veru ekki annað en viðurkenning mistaka. Hins vegar var dr. Mansholt óskað tii hamin-gju með kænlega hern aðaraðferð, og nú, þegar búið væri að afgreiða hið tiltölulega lítilvæga verðlagningarmál, gæti bandalagið 1-oksins snúið sér að hinum raunverulega vanda, eða að ákveða rekstur landbúnaðarins og raða honum niður. Og þarna mun á málin litið frá sama sjónarhorni og dr. Mansholt gekk út frá. Meinið er, hve miklu auð- veldara er að koma sér saman um hátt verð en að endurskipu leggja rekstur landbúnaðarins á heilu meginlandi. Hjá því varð naumast komizt að verð ið, sem f-ulltrúum sex ríkja tæk ist að koma sér saman um, yrði það verð, sem framleiðendur dýrus-tu afurðanna í banda-lags löndun-um þyrftu til að skrimmta, þar sem búið var að á-kveða sem meginreglu, að beinn styrkur til verst settu bændanna kæmi ekki til mála. Fulltrúar banda-lagsþjóðanna sex hafa því samþykkt hæsta búvöruverð, sem þekkist í þró uðu lönd-um, en þrátt fyrir það verða meðaltekjur af bún aði fjórðungi eða jafnvel þriðj ungi lægri en tekjur þeirra, sem lifa af annarri atvinnu. BÚVÖRUVERÐIÐ yili banda lagsríkjunum ekki sérlega miki um erfiðleikum ef búvörufram leiðsla bandalagsþjóðanna sjálfra væri hlutfallslega lítil og matvara keypt frá öðrum löndum í miklum mæli. Raunin er hins vegar sú, að bandalags þjóðirnar fullnægja sjálfar þörf um sinu-m að níu tíu-ndu hlut- um. Kornframleiðslan er 85% af neyzlunni, kjötframleiðslan 94% og smjörframleiðslan er tveimur hundraðshlutum meiri en neyzlan eða 102% miðað við han-a. Ólikiegt er að neyzla auk izt að mun innan bandalagsins, m-eðai annars vegna hins há-a verðs, en auk þess er líklegt, að bændur auki framleiðs-luna og til verði óþægilegar um- frambirgðir. Erfiðleikarnir vegna offram- leiðslu mjólkur og smjörs sýna, hvað rangt er við stefnuna, sem fylgt er. Smjörbirgðirnar í bandalagsrikjunum voru 150 þús. smál. 1. aprfl og gert er ráð fyrir, að þær aukist um 90 þús. smálestir á næstu 12 mánuðum, ef dæma má eftir ríkjandi hnei-gð í framleiðslu og neyzlu. Verði engin breyting á stefnunni gera tölfræðingar Efnahagsbandalagsins ráð fyr- ir, að smjörbirgðimar verði komnar upp í 750 þús. smálest ir í marzlok 1972. En vert er að gera sér grein fyrir, hvað þetta vörumagn táknar fjárhagslega: Búizt er við, að 1968—69 feosti sem sv-ar ar 45,5 milljörðum króna að 081011 mjólJkurverðinu, saman borið við um 20 milljarða króna á yfirstandandi fram- leiðsluári 1967—68, (en þá gilti ekki mjólkurverðið, sem nú er búið að ákveða). ÞESSAR tölur eru skelfiieg- ar, en þó ekki nægilega ógn- vefcjandi — eins og dr. Mans holt komst að raun um — til þess að koma í veg fyrir, að landbúnaðarráðherrar aðildar- ríikjan-na sex andmæltu hástöf um, þegar hann stakk upp á að lækka um 2,5% verðið, sem ákveðið hafði verið að gilda dkyldi frá 1. apríl. Ráðherrarn ir létu ekki hrífast af úrræðun um, sem dr. Mansholt bauð upp á, en þar á meðal voru áform um „rekstrarbreytin-gaáhrif“, að fó bændur til þess að hætta mjólkurframleiðslu með því að heita 14250 króna u-ppbótum fyrir hverja mjólkurkú, sem lögð væri inn til slátrunar, og þar að auki 7500—11400 krón- um fyrir hverja þrjá kálfa. sem bændur keyptu og aldir væru til slátrunar. Sennileg-a hefir dr. Mansholt gert sér vonir um að fjármála- ráðherrunum ofbyði þegar þeir sæju kostnaðartöiurnar og þröngvuðu starfsbræðrum sín- u-m landbúnaðarráðherrunum til þess að sýna skynsemi. En lækkun mjóikurverðs þýddi beina tekjus-kerðingu margra bænda, sem við mjólkurfram- leiðslu fást, og það hefði ó- hemjumikla stjórnmálaerfið- lei'ka í för með sér. Landbún aðarráðherrarnir sex voru M ek-ki einu sinni fáan-legir til n að sa-mlþykkja hömlur á mjólk fi urverðinu í fjögur ár og dr. 1 Mans-holt er því horfinn frá fi uppástungu sinni um verðlækk unina. VANDINN, sem við blasir, er öllum auðsær, en samt sem áður heyrist lítið um það rætt opinberlega í bandaiagsríkjun- um að gera ráðstafanir til beinna áhrifa á framleiðsluna- Sumir hverjir treysta á 3—4% árle-ga verðbólgu, (verðhækkun á öðrum vörum en búvörum), sem ylli hlutfailslegri verð- læbkun búsafurða m-eð tíman- um, en þetta væri sein-virk hrossal-ækning. Einn af starfs mönnum bandalagsins ritaðd fyrir sikömmu í bók um kosti kerfisbundinna ákvarðana um heimilað sölumagn, sem auð- velt væri að beita tii áhrifa á sykurrófnarækt. En ekki væri a-uðvelt að beita slík-um aðferð- um in-nan þess k-erfis, sem frem ur byggir á verðstuðningi en beinum styrkjum. Hinn torleysi vandi er að finna einhverja færa leið til að lækka almenna verðið, eða að koma í minn-sta kosti í veg fyr ir að það hækiki, án þess að þrengja lífsfcjör bænda. Þetta getur einun-gis auðnazt með því að fin-na 1-eiðir tii að lækka tilkostnað bænd-a, og allir vita, hvað það þýðir og hversu tor sótt og einfœr er leiðin að þvi marki. Fé er handbært, eða rúml. 16 milijarðar króna á ári, til þess að greiða smábænd um fyrir að hætta, endurbæta dreifin.gu og aðstoða við um- bætu-r á tilteknum svæðum. f aðildarríkjum Bfnahags- bandalagsins eru 6 milljónir bænda, sem hafa til umráða m-eira en 2% ekru, en einung is 3% þeirra hafa 125 ekrur og 70% hafa minna en 25 ekr ur -en sum þessarra búa kunna að vera rekin í hjáveikum). Lágmark er að g-eta sér þess til» að bændur séu 3 milljónum fleiri en þörf væri á, ef land- búnaðurinn væri vel rekinn. Til samanburðar má nefna, að í Bretlandi eru 400 þús. bænda býla, en bændur, sem hafa þú- skap einan að atvinnu, eru ekki nema 200 þús. Ef til vill er helmingur búanna of smár miðað við nútíma aðstæður, og í Bretlandi er því rætt um að fækka þeim úr 110 þúsund u-m í 50 þú-sund, eða um 60 þúsund. Kostnaður verulegs á R Framhald á b)*. I?.. § -----------*

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.