Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 2

Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 2
2 Fimmtudagur 4. jan. 1990 fimnntiiiiiii Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blaö hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson Dreifingarstjóri: Siguröur Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. BORNIN I VINNU- ÞREYTTU ÞJÓÐFÉLAGI Vinnusemi hefur löngum veriö talin til mikilla mannkosta á ís- landi og víst er aö þorri þjóðarinnar vinnur baki brotnu viö aö færa björg í bú. Þessi vinnusama þjóö hefur sem betur fer verið laus viö stórfellt atvinnuleysi, þótt sú illræmda vofa hafi barið aö dyrum síöustu misseri. Vinnusemi íslendinga hefur því sannar- lega fengiö útrás. Mörgum þykir jafnvel aö dugnaöurinn til vinnu skipi veglegri sess í þjóðarvitundinni en æskilegt getur talist. Viö þurfum a.m.k. ekki annaö en líta til grannþjóöa okkar til aö kynn- ast öörum viðhorfum til vinnunnar. * I ágætu áramótaávarpi minnti Vigdís Finnbogadóttir forseti ís- lands okkur á ýmsar hliðarverkanir vinnuseminnar: „Búum viö ekki viö það lán aö öll börn fá aö boröa á íslandi og enginn gengur klæðlaus? Vonandi er þaö rétt. Þó er þaö nú svo að mörgum er hagur barna í þessu vinnuþreytta þjóöfélagi mikiö áhyggjuefni og greinilega er nauösynlegt aö finna leiðir til lausnar. Viö verö- um aö játa það fyrir okkur sjálfum aö börn okkar eru afskipt. Viö höfum verið svo ánægö með allt það frelsi sem okkur hefur áskotnast og gengiö svo áköf til vinnu til aö aö afla verðmæt- anna, án þess að láta þar á móti koma öruggan umhyggju- og uppeldisstað fyrir börnin, skóla og námsstofnanir, aö viö höfum gengiö svo langt aö láta börnin ganga sjálfala." Hérvekurforseti íslandsmálsá meinsemd í þjóðfélaginu. Meini sem viö höfum ekki borið gæfu til að fjalla opinskátt um fram til þessa. Getur þaö virkilega veriö aö við höfum gleymt hag barn- anna í „ okkar vinnuþreytta þjóöfélagi'? Þaö eru vissulega mörg teikn á lofti um þaö. Opinberar tölur um vinnutíma fólks færa okkur og heim sanninn um, aö mörg börn njóti einungis nálægö- ar foreldra sinna á stórhátíðum og hugsanlega í sumarleyfum. Samfélagiö hefur einnig brugðist þessum börnum, aö veita ann- aö í staðinn, til leiðsagnar og uppeldis. Vigdís forseti segir enn- fremur: „ Og öll börn eiga heimtingu á uppeldi til þess aö veröa manneskjur í einu og öllu, til þess aö njóta samvista viö aöra en óttast þá ekki. Ekkert okkar fær í vöggugjöf skemmdarfýsn eöa kunnáttu til ofbeldisverka. Ekkert barn á skiliö aö alast upp til slíkrar hegðunar.' Þessi tímamótaræöa Vigdísar Finnbogadóttur forseta íslands krefst þess aö viö hlustum. Umræöuefniö er svo knýjandi aö það hlýtur aö vekja spurningar hjá stjórnmálaflokkum, aöilum vinnu- markaöarins og öllum þeim sem skapa samfélaginu umgjörð. Til hvers er barist, ef ekki er fyrir bættum hag barnanna og komandi kynslóöa? Til hvers erum við að þræla okkur út fyrir veraldlega hluti sem við höfum aldrei tíma til aö njóta? Það eru vissulega margir fletir á þessu máli og einhverjir til aö verja vítahring vinnuþrældómsins. Auövitaö má færa haldbær rök fyrir því að þjóöin þurfi mest af öllu á auknum hagvexti aö halda, sem kosti vinnu og aftur vinnu. Þaö er rétt í sjálfu sér, en segir ekki alla söguna. Aukin afköst felast ekki bara í endalausri vinnu. Viö höfum nærtæk dæmi sem afsanna þá kenningu. Eftir yfirvinnuþann nokkurra aöildarfélaga innan ASÍ áriö 1977 sýndu atvinnurekendur fram á aö framleiðslan heföi haldist óbreytt þrátt fyrir mun styttri vinnudag. Því miður hafa aöilar vinnumark- aðarins ekki ennþá dregiö lærdóm af þessu. ÖNNUR SJÓNARMIÐ ÞAÐ er dálítið skemmtilei<t hvad margir vilja vera jafnaðarmenn á þessum síöustu oí> miklu upplausn- artímum kommúnismans i austri. Sjálfstæöismenn hafa alltaf taliö sig vera hálfgerða jafnaöarmenn oi> skírskotaö til þess aö vera flokkur allra stétta. Framsóknarmenn hafa hent á samvinnuhreyfini>una oi< tal- iö sig jafnaöarmenn til sveita, ekki síst nú þei>ar Sambandsveldiö nötr- ar og titrar líkt og stalínisminn i austurvegi. Kvennalistinn telur sig jafnaðar- mannaflokk fyrir annaö kyniö en Frjálslyndir hægri menn er sam- kvæmt skilgreiningu jafnaöar- mannaflokkur íyrir hitt kyniö. ALLRA mestu jafnaöarmennirnir nú til dags eru þó kommúnistarnir í Alþýöuhandalaginu. Segja má aö kommarnir hafi veriö aö breytast gegnum tíöina eins og hækkandi sól. Fyrst voru þeir bolsar í Komm- únistaflokknum, síöar uröu þeir kommúnískir sósialistar í Sósíalista- flokknum og loks menntakommar i Alþýöubandalaginu. A siöustu og verstu tímum þegar kommúnisminn er aöeins fornleifar og hefur veriö hrópaöur niöur í sjálfri Moskvu, er úr vöndu aö ráða fyrir íslenska komma. Olafur Ragn- ar er þó maöur snöggra sviptinga sem setur ekki fyrir sig einhver flokksbönd, gömul eöa ný. „Skattmann” brá sér í nýtt gervi um áramótin og lýsti því blákalt yfir i áramótahugleiðingu sinni að nú skyldi allur lenínismi geröur burt- rækur úr röðum allabaíla. Félagar i Alþýöubandalaginu væru hérmeö orönir jafnaöarmenn og kratar. Reyndar til aö halda smásjálfsvirö- Ólafur H. Torfason: Boðar „feröatil- hogun jafnaðarmanna um Íandslag möguleikanna." En fá allaballar óheft ferðafrelsi? ingu taldi formaöur Alþýöubanda- lagsins vissast aö leggja niöur hug- tiikin „kommar" og „kratar.” Hvaöa sameiginlega hugtak kemur i staðinn veit enginn, en væntan- lega finnur Ólafur Ragnar einhvern pólitískan sósujafnara til aö gera soöninguna ætilega. RITSTJÓRAR Þjóöviljans hafa greinilega fengið ordrur frá æöri stöðum aö hampa þessum stóra- sannleik. Þess mátti strax sjá merki í gær, þar sem Olafur H. Torfason reit leiöara um „feröatilhögun jafnaöar- manna" þar sem megináhersla var lögö á nú hafi allir jafnaöarmenn hugsaö ráö sitt og undirbúi nú mikiö feröalag um „landslag möguleik- anna." Þaö veröur nú aldeilis veisla í farangrinum. Reyndar stendur leiöarinn beint undir eikunnarorö- unum „málgagn sósíalisma, þjóð- frelsis og verkalýðshreyfingar. Kn þar sem sósíalisminn er dauöur „per definition" formannsins og þjóöfrelsiö úrelt hugtak þegar öllum er oröið sama um herinn og verka- lýöshreyfingin gengnir í bankakapí- taliö nýja; já, þá eru einkunnarorö Þjóðviljans orðin úrelt einnig. Kn viö á Alþýöublaöinu vonum svo sannarlega aö félagar okkar á Þjóð- viljanum hafi rétt fyrir sér og aö hiö mikla feröalag jafnaðarmanna fari aö hefjast. Þaö er bara aö vona aö félagar okkar, nýkratarnir í Alþýöu- bandalaginu fái fullt feröafrelsi. Viö stingum því upp á nýjum ein- kunnaroröum: „Þjóðviljinn — mál- gagn endurheimts kratisma, feröa- frelsis og vaxandi hreyfingar." EINN MEÐ KAFFINU Svo voru einu sinni tvær mannætur aö tala saman og önnur sagöi viö hina: „Þú verö- ur að fyrirgefa en mér líkar ekki vel viö tengdamömmu þína." „Mér þykir þaö leiðinlegt," sagði hinn, „en geturðu þá ekki boröaö svolítiö meira af græn- metinu í staðinn?" DAGATAL Sundraöir föllum vér (Sameinaðir hörkum vér) Sameining er mál málanna í dag. íslandsbanki er hiö dæmigeröa sameiningarfyrirtæki þar sem fjórum bönkum var skellt i einn. Og nú á aö sameina Landsbank- ann og Samvinnubankann þótt aö menn segi sig úr Sambandinu í mótmælaskyni og bankaráös- fundirnir séu aö verða eins og við- burðarríkur dagur i Beirút. Kn þaö breytir ekki boðorði timanna: Sameining (snj)allra hagur. Af hverju er verið aö sameina allt? Svariö er ofureinfalt. Það er vegna þess aö komið hefur i Ijós aö einkakapítaliö hefur því miöur misreiknað sig. íslenskir fésýslu- menn hafa haldiö hingað til að það væri enginn vandi að reka fyr- irtæki. Þeir hafa tekið mikil bankalán, byggt hallir undir starf- semi fyrirtækjanna, ákveðið há laun fyrir eigendur og starfsfólk í stjórnunarstööum og tekið rándýr námskeid í Time Manager. Svo kom raunveruleikinn í Ijós. íslenski raunveruleikinn er sá, að hér á landi búa aðeins 250 þúsund sálir. Það er að segja ennþá. Um aldamót verður sennilega meiri- parturinn fluttur úr landi. Það gef- ur auga leið að svona fáir neytend- ur standa ekki undir mikilli einka- starfsemi og fjölbreyttu fyrirtækja- kerfi. Því miður. Og þá fara fyrirtækin hvert af öðru á hausinn. Það er að segja fyrst fara þau fyrirtæki á hausinn sem ekki hafa neina tengingu viö flokkakerfið í landinu. Þrátt fyrir Hlutafjársjóð, Atvinnutrygginga- sjóð, Þróunarfélagið, Kvikmynda- sjóð, Byggðastofnun, Iðnlánasjóð og Menningarsjóð fara mörg fyrir- tæki og einstaklingar samt á haus- inn. Sum fyrirtæki eru svo heppin aö vera búin aö plata lánastofnan- ir upp úr skónum, eins og Stöö 2, þannig að bankinn verður aö bjarga fyrirtækjunum til að bjarga sjálfum sér. Það er hin viðskipta- lega útlegging á hinu guðlega boð- orði: Guð hjálpar þeim sem hjálpa sér sjálfir. En fyrirtækin eiga líka annan leik þegar gjaldþrotið er yfirvofandi. Það er sameiningin. Þá finnur eitt nær gjaldþrota fyrirtæki annað sem eins er ástatt fyrir, og svo koll af kolli þangaö til að hópur von- lausra fyrirtækja sameinast í eitt stórt og viðamikið, vonlaust fyrir- tæki. Fólki er sagt upp, rekstrinum „hagrætt" og fyrirtækið býður upp á „fjölbreyttari og betri þjón- ustu." Það ert einmitt þetta sem hefur verið að gerast í þjóðfélag- inu að undanförnu. Sameining bankanna í íslandsbanka hefur farið mjög giftusamlega fram. Opnað var í gær með lúðraþyti, rjúkandi kaffi, smákökum og Op- alpökkum í íslandsbankaumbúö- um. Helstu kapítalistar landsins voru viðstaddir opnunina eins og forseti ASÍ. Nú liggur beint viö að spyrja, hverjir verða næstir til að samein- ast? Hvað með Hagvirkja, Aðal- verktaka, Landsvirkjun og G-sam- tökin? Kr ekki augljóst að mikil hagræðing væri fyrir Háskóla ís- lands, Tjarnarskóla, Háskóla Ak- ureyrar og Menntaskólann á ísa- firði að sameinast? Kða að Kringl- an, verslanir í gamla miöbænum og Fiskbúð Lúlla myndu samein- ast? Hvað með sameiningu Þjóð- leikhússins, Þjóðminjasafnsins og Þjóðarbókhlöðunnar? Kða sam- einingu íslensku Óperunnar, Slát- urfélags Suðurlands og Kjöt(mið)stöðvarinnar? Köa sam- eining Sambandsins, íslenskrar getspár, HSÍ, og Bændasamtak- anna? Kf einhverjum finnast þetta geggjaðar hugmyndir, þá biðið bara þegar nýtt ár er á enda runn- ið. Þá hafa miklu ótrúlegri fyrir- tæki sameinast. Til dæmis verður Lögbirtingablaðið orðið slíkt út- gáfuveldi að það mun sameinast bæði Morgunblaðinu og DV. Og enn fleiri þingmenn munu sameinast en nú þegar hefur gerst.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.