Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 4

Alþýðublaðið - 04.01.1990, Page 4
4 Fimmtudagur 4. jan. 1990 Góðir kirkjugestir, ég óska ykkur gleðilegs árs. í dag heilsum við nýju ári vonglöð að vanda og kveðjum liðið ár. Við færum þakkir fyrir liðnar hamingjustundir og fyrir þann árangur sem náðst hefur í lífsins amstri. Við lítum eftirvænt- ingarfull fram á veginn og hugum að næsta áfanga, hvert skuli hald- ið og hvernig. Oll höfum við í raun sama markmiö í huga, að búa frjáls og farsæl í sjálfstæöu landi. Viö förum að vísu mismunandi triðir að þessu marki og okkur vegnar misvel á leiðinni. Sumir fara sér hægt en aðrir fara jafnvel of gpyst og verða fyrir ýmsum óhöppum. En um áramót reynum við gjarnan að hugleiða hvernig okkur hefur tekist förin á liðnu ári og hvers megi vænta ef við höld- um áfram á sömu braut eða spyrj- um hvort við þurfum að breyta um stefnu. * Ilífi okkar togast stöðugt á til- finningar og skynsemi, stund- um í andstæðar áttir. Allt sem við þekkjum fagurt og gott höfðar til eða eru tilfmningar svo sem ást- in og kærleikur, listir og náttúran í ljóðrænum litum og tónum. Skynsemin kallar á rökræna hugs- un, á vitræn svör viö spurningum tilverunnar, á þekkingu og leit nýrra leiða til að bæta líf manns- ins. Með hjálp skynseminnar og þróun vísinda og tækni hefur manninum tekist að auka hagsæld sína, skapa þægilegri lífsskilyrði og sigrast á fjölda sjúkdóma. Framfarir í tækni og vísindum eru „Áhrifamiklar eru kvikmyndir og virðast ofbeldismyndir eiga verulegan þátt í vaxandi ofbeldi í okkar eigin um hverfi hér i borg. Innflutningur á slíku efni kann að vera gróðavænlegur en hann er mannskemmandi," segir Sig mundur Guðbjarnason m.a. í hugleiðingu sinni. hverfur einnig Skeifan eða svæðið milli Suðurlandsbrautar og Miklu- brautar svo og önnur minni græn svæði. Eftir stendur Vatnsmýrin og Fossvogsdalur og er báðum ógnað. Hluti Vatnsmýrarinnar er og verður verndaður og vonandi hafa menn nægilega framsýni og stórhug til að vernda Fossvogsdal og gera hann að griðlandi framtíö- ar í hjarta höfuðborgarsvæðisins. Borgarbúar ættu að staldra við og styðja þá viðleitni að skapa þar friðland fyrir unga og aldna á komandi árum. * Atímum asa og örra þjóðfé- lagsbreytinga gleymum við oft náunganum og einkum þeim sem undir veröa í lífsbaráttunni. Við heillumst af hinum sterka sem sigrar í barátt- unni og hlýtur verðskuldaða umb- un erfiðis síns. En hvað um alla hina, þá sem ekki sigra, sem hlutu skertan arf, ræktuðu grýttan garö og uppskáru samkvæmt því. Hver er sinnar gæfu smiður, segir mál- tækið, en er það svo í lífinu í raun og veru? Eg held ekki og ég er ósammála skáldinu þegar hann segir „vilji er allt sem þarf", það er jú eðlilegt viðhorf hins unga og hrausta manns. Þetta viðhorf á við um þjóðina en ekki um einstakling- ana. Við hittum einmitt marga á lífsleiðinni sem svo gjarnan vilja en geta ekki, geta ekki látið draumana rætast. Mikilvægasti arfur hvers og eins er erfðaefnið sjáift sem hefur að geyma forskrift að eiginleikum okkar, hæfileikum og snilligáfu Erfiðleikar okkar að hluta til afleiðing úreltrar byggðastefnu nú meiri og hraðari en áður getur í sögunni, þróunin krefst stöðugt aðlögunar að nýjum og breyttum aöstæðum. Nú á tímum hraðfara breyt- inga í þjóðfélaginu, í al- þjóðaviðskiptum og vax- andi samkeppni er góð og almenn menntun áhrifamesta aflið til framfara og bættra lífskjara. I raun er mesta auðlind hverrar þjóðar fólgin í góðri menntun fólksins í landinu: Öflun þekkingar og hag- nýting hennar, hagnýting tækni og vísinda gerir okkur kleift að nýta betur auðlindirnar til lands og sjávar ef rétt er að verki staðiö. En menntunina þarf að byggja á breiðum og traustum grunni sem síðar og sífellt er unnt að byggja á og bæta við. Nú sem oft áður er fjárhagur þjóðarbúsins knappur og við því tilneydd til að hagræða og spara og eru þá velferðarmálin helst skorin niður. Niðurskurður á sameigin- legri þjónustu kemur víða við og nú skal sparað í menntun barnanna, einmitt þar sem styrkja þarf starfsemina og treysta grunninn. Margar vestræn- ar þjóðir sem telja sig vel mennt- aðar eru samt uggandi um gæði þeirrar menntunar sem til boða stendur eða krafist er. Er það eink- um menntun barna og unglinga sem þykir ábótavant. Hér er vand- inn jafnvel meiri, skóladagurinn styttri og kröfurnar minni en hjá þjóðum þeim sem við keppum við. Með skólastarfinu viljum við efla alhliða þroska barna og ungl- inga og veita þeim þann þekking- argrunn sem nauðsynlegur er fyr- ir líf og störf í tækniþjóðfélaginu^. Með breyttum heimi, kröfuharðari heimi þá breikkar og stækkar þessi þekkingargrunnur sem myndar undirstöðuna fyrir nútíma þjóðfélag. Það eru gerðar meiri og aðrar kröfur nú en áður um menntun, um þekkingu, tækni og leikni ýmisskonar en var hér á ár- um áöur, kröfur um meiri kunn- áttu í erlendum tungumálum og tölvutækni svo dæmi séu tekin. Það er því öfug þróun að skera niöur íramlög til menntamála og sérstaklega skaðlegt að skerða grunnskólann sem er þó einmitt styrktarþurfi. Fjarkennsla var hafin hér á landi fyrir skömmu og var markmiðið að veita frekari menntun hverjum þeim sem njóta vildi án tillits til búsetu, aidurs eða fyrri menntun- ar. Jafnframt var þetta tilraun til að styðja við skólastarfið, veita stuðningskennslu i ýmsum undir- stöðugreinum. Slík fjarkennsla tíökast víða um lönd og þykir ná tilætluðum árangri. Hér hefur þessi fjarkennsla ekki heppnast nógu vel, og sá tími dags sem valinn var fyrir sjónvarpsefn-, ið var óhentugur því fæstir nem- endur eða notendur voru komnir heim á þessum tíma. Fleira kemur til og er það mikill skaði að eigi skuli reynt í raun að efla þessa leið til menntunar og miðlunar þekk- ingar. Fjarkennsla getur orðið notadrjúg og ánægjuauki þeim fjölmörgu sem ekki eiga þess kost að afla sér frekari menntunar með hefðbundnum hætti. Eldri borgar- ar hafa einnig fundið, margir hverjir, að nú haía þeir loks tíma og næði tit að njóta nýrrar þekk- ingar og skilnings á þeim andlegu verðmætum sem hafa verið sköp- uð og skráð eða gerð okkur að- gengileg í litum, tónum og tali. Menntun á ekki að vera forrétt- indi unga fólksins, hún á að vera ölium aðgengileg þótt henni sé með ýmsum hætti miðlað. Mennt- un er lykill að framtíðinni og góð almenn menntun er forsenda þess að við getum nýtt eigin auðlindir. Umhverfismál verða mál málanna á næstu árum enda tímabært ef menn vilja forða frekari og enn alvarlegri Áramóta- hugleiöing Sigmundar Guöbjarnasonar háskólarektors flutt í Bústaöakirkju 1. janúar 1990 umhverfisslysum. Öll viljum við búa börnum okkar (og barnabörn- um) heilnæmt og fagurt umhverfi á heimilum okkar. En umhverfið er stærra, það er skólinn og vinnu- staðurinn, það er gatan, bærinn og borgin, já landið og jörðin öll. Umhverfisvernd er verndun gróð- urs og grænu svæðanna í bæjum og borginni, hún er verndun lofts og vatns, og jafnframt verndun dýralífs og óspilltrar náttúru. Um- hverfisvernd er raunar einnig verndun hins mannlega og and- lega umhverfis, sem við sköpum okkur og börnum okkar. Mengun þessa innra umhverfis fer einnig vaxandi og afleiðingarnar sýna sig með ýmsu móti m.a. í árásum og ofbeldi á strætum úti, í vaxandi eiturlyfjanotkun og neyslu ann- arra vímuefna sem haldið er að börnum okkar. Innræting verður með ýmsu móti og ýmist til góðs eða ills, meðvituð eða ómeðvituð. Barns- hugurinn er opinn og viðkvæmur, hann geymir boðin, góð eða slæm, hvort sem þau koma frá for- eldrum og systkinum á heimilinu, frá kennurum eða félögum í skól- anum, frá fjölmiðlum svo sem sjónvarpi og útvarpi eða þá af göt- unni. Áhrifamiklar eru kvikmynd- ir og virðast ofbeldismyndir eiga verulegan þátt í vaxandi ofbeldi í okkar eigin umhverfi hér í borg. Innflutningur á slíku efni kann að vera gróðavænlegur en hann er mannskemmandi. Fagurt mannlíf er það sem við keppum að en slíkt er erfitt að skapa nema í frið- sælu umhverfi. Við þekkjum mörg gróðursæla garða erlendra stór- borga þar sem íbúar geta eða gátu áður fyrr notið griðastunda í lífs- ins striði. Við upplifum nú hraðan vöxt höfuðborgarinnar og ná- grannabyggða og við sjáum grænu svæðin hverfa óðum undir byggingar og malbik. í Reykjavík hverfur óðum Laugardalurinn, þá eða ágöllum. Fer það eftir ýmsu hvernig arfurinn nýtist, bæði eftir umhverfi og atlæti. Vissulega ber okkur sem betur gengur aö að- stoða þá sem eru hjálpar þurfi. Mannúðar er ekki síður þörf nú en áður, samúð og hlýhugur yljar bæði gefanda og þiggjanda og vex því meir sem fleiri njóta. Niðurskurður á þjónustu við þá sem aðstoðar þarfnast leiðir hug- ann að ráðstöfun ríkistekna, hvernig fé úr sameiginlegum sjóð- um er varið, hvernig til hefur tek- ist við landstjórnina. rátt fyrir öra byggðaþróun hér á landi á undangengn- um áratugum þá krefjast nýjar aðstæður enn frekari breyt- inga á byggð og búskaparháttum. Erfiðleikar okkar í atvinnumálum og efnahagsvandi eru að hluta til afleiðing úreltrar byggðastefnu sem gerir ráð fyrir að í framtíðinni verði byggt og búið með sama hætti og tíðkast hefur. Tilfinninga- lega erum við bundin fortíðinni, æskuárunum og heimaslóðum sem við höldum kærast. Veruleik- inn og framtíðin kalla á nýja bú- skaparhætti. Við getum þrjóskast við enn um nokkur ár og sóað verðmætum tíma og þjóðartekj- um en erfiðar byggðabreytingar verða ekki umflúnar. Slíkar byggðabreytingar eiga sér stað nú þegar, en þær eru handahófs- kenndar, skipulagslaus flótti í stað markvissrar eflingar fjölmennari byggðakjarna með hagkvæmari atvinnurekstri og bættri þjónustu. Nauðsyn er einmitt að styrkja landsbyggðina, að efla sjálfstæði hennar, sjálfsvirðingu og sjálfs- traust svo landsbyggðamenn geti sjálfir haft frumkvæði og fram- takssemi til að móta þá byggð sem hentar best farsælu mannlifi í hverjum landshluta. Auðvelda mætti’ hagkvæma byggðaþróun með því að veita veiðiheimildir og framieiðsiurétt sem heimamenn Framh. á bls. 6.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.