Alþýðublaðið - 04.01.1990, Síða 8
Fimmtudagur 4. jan. 1990
Deilan á Eskifiröi:
Engin lausn fundin
Starfsfólk Hraðfrysti-
hússins á Eskifirði mætti
til vinnu sinnar í gær-
morgun, þrátt fyrir að
því bærist uppsagnar-
bréf í fyrradag, þar sem
öllum var sagt upp án
fyrirvara í skjóli laga
sem forsvarsmenn fyrir-
tækisins telja heimila
slíkt vegna ófyrirsjáan-
legs hráefnisskorts. Þar
sem engin verkstjóri var
á staðnum til að setja
fólk til vinnu, þá hélt það
fund um stöðuna.
Hrafnkell A. Jónsson, for-
maður Verkalýðsfélagsins
Arvakurs á Eskifirði sagði
við Alþýðublaðið í gær að
verkalýösfélagið viður-
kenndi ekki lögmæti þess-
ara uppsagna og á fundi
starfsfólksins í gær var
ákveðið að verkalýðsfélag-
ið fylgdi því eftir aö íá upp-
sagnirnar lýstar ólögmæt-
ar.
Áhafnir togaranna
Hólmatinds og Hólmaness,
sem Hraðfrystihús Eski-
fjaröar gerir út, hafa neitað
að sigla vegna ágreinings
við útgerðarmanninn um
fiskverð. Það þýöir að ekk-
ert hráefni kemur að landi.
Deilt er um hversu hátt
hlutfall aflans sem sjó-
mennirnir koma aö landi
með eigi að greiöast á því
veröi sem fæst fyrir hann á
fiskmörkuöum.
Á íundi landverkafólks-
ins lýsti útgeröarmaöurinn
því yfir að hann væri tilbú-
inn að ræða fiskverðið við
sjómenn. Sá fundur hófst
kl. 16.00 síðdegis i gær.
Hrafnkell A. Jónsson sagði
viö Alþýðublaöiö eftir
fundinn að þar heföu menn
rætt i fullri vinsemd um
stööu deilunnar en engin
markverð niðurstaöa feng-
ist.
Grídarlegt tjón á Akureyri:
Krossanesverksmiðjan eldi að bráð
Mörg hundruð milljón
króna tjón varð að öllum
líkindum þegar Krossa-
nesverksmiðjan á Akur-
eyri brann að morgni
gamlársdags. Tjónið hefur
enn ekki verið metið en
fulltrúar tryggingarfélag-
anna hafa skoðað um-
merkin. Fram hefur komið
að brunavarnir voru ófull-
nægjandi í verksmiðjunni.
enda var hluti hennar ný-
byggður og þar hafði ekki
verið komið upp viðeig-
andi brunavörnum.
Níu verkamenn missa at-
vinnu sína við þetta, þar sem
þeir höfuð aðeins atvinnu
fram .til enda loðnuvertíöar,
en fyrirséð er aö ekki veröur
nein loðna brædd í nánustu
framtíð í verksmiöjunni. Elds-
voðinn er einn sá mesti sem
Slökkviliö Akureyrar hefur
fengist við í 20 ár, og kom
glögglega í Ijós að Slökkviliö-
ið hefur ónógan búnað til að
fást við eld af þessu tagi.
Slökkviliö Reykjavíkur:
854 útköll
Slökkvilið Reykjavíkur
var 854 sinnum kallað út á
nýliðnu ári, sem er nánast
óbreyttur fjöldi útkalla frá
árinu áður. Þetta á við um
öll útköll, en þar sem
slökkva þurfti eld var um
335 útköll að ræða, en 447
árið áður.
Langflest útköll urðu í apr-
ílmánuði eða 125, en fæst í
ágúst eða 47. Athyglisvert má
telja að þegar viðvörunar-
kerfi fóru í gang var í 174 til-
fellum áf 193 ekki um eld að
ræða.
Sjúkraflutningar voru alls
10.421, sem er lítið eitt meira
en árið áöur. Þar af voru
2.982 útköll vegna slysa eða
annarra neyöarflutninga.
hefur fjöldi sjúkraflutninga
haldist svo til óbreyttur frá ár-
inu 1973 eða rúmlega 10 þús-
und á ári. Á hinn bóginn tek-
ur hver flutningur æ lengri
tíma vegna vaxandi umferö-
ar og lengri vegalengda. Eng-
inn lést af völdum eldsvoða á
nýliðnu ári, en einn áriö áöur.
Jón Baldvin Hannibalsson:
Frestar för til Israel
Sjúkrasamlögin lögð niður
Jón Baldvin Hannibalsson
utanríkisráðherra hefur sent
stjórn ísraels þau skilaboð að
hann hafi tekiö þá ákvöröun
að fresta fyrirhugaðri opin-
berri heimsókn sinni til
landsins. Að því er segir í
fréttatilkynningu frá utanrík-
isráðuneytinu er ástæöan
það óvissuástand sem í land-
inu ríkir. Hin opinbera heim-
sókn utanríkisráöherra átti
að hefjast í gær, 3. janúar.
Nú um áramótin tóku gildi lög, þar sem gömlu sjúkrasamlögin eru lögð niður og starfsemi
þeírra færð inn i Tryggingastofnun ríkisins í Reykjayík en til sýslumanna og fógeta utan
Reykjavíkur. Alls voru lögð niður 40 sjúkrasamlög. í Reykjavík verða höfuöstöðvarnar að
Laugavegi og Tryggvagötu 28. Um tíma var rætt um kaup á fasteign Brunabótafélagsins
gegnt Tryggingastofnuninni, en frá því mun vera horfið. Enn mun vera óleyst deilan sem upp
kom um launakjör þeirra starfsmanna sjúkrasamlaga sveitarfélaganna sem gerast
ríkisstarfsmenn við breytinguna. A-mynd/E.ÓI.
VEÐRIÐ
í DAG
Suðaustanátt, stinnings-
kaldi með rigningu austan
til á landinu fram eftir degi
en léttir síðan til norðan
og norðaustanlands. Um
sunnan og vestanvert
landið verður sunnan gola
eða kaldi og skúrir.
Fólk
Yfirstjórn Arnarflugs
hefur tekið tímabundn-
um breytingum. Kristinn
Sigtryggsson fram-
kvæmdastjóri flugfélags-
ins mun á næstu 3 mán-
uöum sinna sérstökum
verkefnum hvað fjármál-
in varöar og framtíöar-
skipulag. Á sama tíma
munu annast daglega
framkvæmdarstjórn þeir
Gunnar Porualdsson,
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri, Magnús
Bjarnason aðstoðarfram-
kvæmdastjóri og Magnús
Oddsson svæöisstjóri.
Þeir mynda saman fram-
kvæmdastjórn sem
Gunnar stýrir. Þetta er
sannkölluð krísustjórn,
en sem kunnugt er hefur
Arnarflug misst aðra flug-
vél sína í hendur ríkisins
vegna skulda og hin flug-
vélin var stöðvuö rétt fyr-
ir brottför nýlega og
henni þröngvað í skoðun.
Félagið tekur aðra vél á
leigu í millitíðinni, en
augljóst er að mjög hefur
harðnað á dalnum hjá fé-
laginu.
★
Hinn góðkunni krati,
Þorlákur Helgason, hefur
fengið launalaust leyfi frá
kennslu á Selfossi. Þannig
hagar nefnilega til að
Þorlákur hefur verið ráð-
inn um fjögurra mánaða
skeið til utanríkisráðu-
neytisins sem upplýsinga-
fulltrúi um málefni EFTA
og EB. Það verður vænt-
anlega nóg að gera hjá
Þorláki þótt Jón Balduin
Hannibalsson sé ekki
lengur formaður ráð-
herraráðs EFTA, því nú er
ballið rétt að byrja fyrir
alvöru, ef svo má að orði
komast.
★
Árleg kirkju- og nýárs-
ferð Útvistar verður
sunnudaginn 7. janúar.
Farið verður í Breiðabóls-
stað í Fljótshlíð og gengið
um Krappann með Jóni ú
Árgilsstödum. í kirkjunni
að Breiðabólsstað stend-
ur séra Sváfnir Svein-
bjarnarson fyrir stuttri
helgistund og segir sögu
staðarins. Brottför verður
frá Umferðarmiðstöö-
inni, bensínsölu, kl. 11.
★
Bókaútgáfan Letur hef-
ur sent frá sér- bókina
„Hvað er að gerast?” eftir
Jón Þorleifsson. Jón hóf
ritstörf hálfsjötugur en þó
er þetta 12 bók hans og
hefur hann komið víða
við, í ljóðum, leikritum og
sögum. í þessari bók rek-
ur Jón stöðu íslands sem
sjálfstæðs ríkis síðustu
áratugina og færir m.a.
rök fyrir þvi að sjálfstæö-
ið sé oft meira í orði en á
borði.