Alþýðublaðið - 09.01.1990, Síða 2
2
Þriðjudagur 9. jan. 1990
íLi>yinip>iíiiii)
Ármúli 36 Simi 681866
Útgefandi: Blað hf.
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Ritstjóri: Ingólfur Margeirsson
Fréttastjóri: Kristján Þorvaldsson
Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson
Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36
Prentun: Blaðaprent hf.
Áskriftarsíminn er 681866
Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið.
FÉLAGSHYGGJAN OG
ALÞÝÐUFLOKKURINN
Jóhanna Sigurðardóttirfélagasmálaráðherra og varaformað-
ur Alþýðuflokksins segir meðal annars í ítarlegu viðtali við Al-
þýðublaðið sem birtist síðastliðinn laugardag, að Alþýðu-
flokkurinn þurfi að sinna félagshyggjunni betur en gert sé. Al-
þýðuflokkurinn hafi verið um skeið í nokkurri lægð. Jóhanna
telur ástæðuna einkum vera þá, að málefnum jafnaðarmanna
hafi ekki verið fylgt nógu vel eftir. Orðrétt segir varaformaður
Alþýðuflokksins: „Við þurfum að fylgja betur eftir okkar bar-
áttumálum og stefnu jafnaðarmanna. Gerum við það, er ég
sannfærð um að flokkurinn eykur fylgi sitt. Mér finnst töluvert
vanta á, að áherslur flokksins séu réttar og mér finnst að við
þurfum að leggja meiri þunga á félagshyggjuna í þessum
flokki. Ef við gerum það, er ég óhrædd."
Núverandi ríkisstjórnarseta Alþýðuflokksins hófst árið
1987. Samsteypustjórnir Þorsteins Pálssonar og Stein-
gríms Hermannssonar hafa barist við erfið ytri skilyrði
þegar góðæri breyttist í harðæri og samdráttur og erfið-
leikar í atvinnumálum urðu tröllauknir. Forystuleysi og
slæm verkstjórn ríkisstjórnar Þorsteins Pálssonar gerði
mönnum erfitt að samhæfa og framkvæma skipulagðar
aðgerðir og þegar Sjálfstæðisflokkurinn hrökklaöist úr
ríkisstjórn á haustdögum 1988 blasti algjört gjaldþrot
atvinnuveganna við. Við þessu ástandi fann Sjálfstæðis-
flokkurinn engin ráð nema kollsteypu í gengismálum,
sem aðeins hefði þýtt deyfingu í bili áður en ný hol-
skefla, stærri og verri en þær fyrri, hefði riðið yfir á nýjan
leik og fleytt þjóðarskútunni en nær brimgarði verð-
bólgu, verðhækkana, kjararýrnunar og gjaldþrota og at-
vinnuleysis. Ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar hef-
ur stöðvað þessa óheillaþróun og haldiö atvinnumálum
í jafnvægi þrátt fyrir afar erfið skilyrði. Björgunaraðgerð-
ir ríkisstjórnarinnar hafa verið umdeildar, einkum efling
og aukning sjóðakerfisins. En getur nokkur maður fullyrt
í dag með fullri sanngirni að aðrar leiðir hefðu reynst far-
sælli?
Alþýðuflokkurinn hefur verið meginafl í báðum þess-
um ríkisstjórnum og er sem fyrr driffjöður í síðari ríkis-
stjórn Steingríms Hermannssonar. Þrátt fyrirflókið ríkis-
stjórnarsamstarf og erfið vaxtarskilyrði hefur flokkurinn
náð að koma fram fjölmörgum framfaramálum. Nefna
má húsnæöisbyltinguna í kjölfar kaupleigukerfisins og
húsbréfakerfisins. Opnun hins lokaða markaðs — og
hagkerfis með vandaðri undirbúningsvinnu utanríkis-
ráðherra og formanns Alþýðuflokksins í viðræðum
EFTA og EB. Og nú síðast áform iðnaðar — og viðskipta-
ráðherra um byggingu nýrra álvera á íslandi sem myndu
á skömmum tíma gjörbreyta efnahagslífi þjóðarinnar og
stuðla að miklum hagvexti og auka breiddina í atvinnu-
málum þjóðarinnar.
I hinu mikla samdráttarskeiði á undanförnum árum hef-
ur ríkissjóður þurft að draga saman útgjöld sín sem aðrir.
Það bitnar að sjálfsögðu á hinni félagslegu þjónustu.
Viðvörunarorð varaformanns Alþýðuflokksins eru því
rétt: Alþýðuflokkurinn hefur í ríkisstjórnartíð sinni ekki
staðið nógu dyggan vörð um uppbyggingu félagslegra
mála í rimmunni um útgjaldalið ríkissjóðs. Jafnaðar-
menn verða hins vegar að gera meiri kröfu til sín en til
annarra í þessum efnum. Alþýðuflokkurinn hefur að öllu
leyti fylgt þeirri stefnu lýðræðislegra jafnaðarmanna að
stuðla að því að skapa hagstætt umhverfi og aðstæður
fyrir uppbyggingu atvinnulífsins. Hins vegar hefur nokk-
uð skort á, að Alþýðuflokkurinn hafi sinnt af fullri reisn
þeirri ábyrgð sinni sem jafnaðarmannaflokkur að
tryggja jöfnuð og réttlæti og efla félagslega þjónustu;
styrkja og slá skjaldborg um hið mannúðlega þjóðfélag.
Ur því verður að bæta.
ÖNNUR SJÓNARMIÐ
ert B. Sch’ram og hann skrifar eftir-
íarandi í leiðara í gær um jarð-
gangagerð Davíðs, flokksfsróður
síns:
„Erfitt er að sjá eða skilja hvað
það er sem knýr á um gerð jarð-
ganga og margfaldrar bíla-
brautar í gegnum Kópavoginn
eða undir hann til þess eins að
skapa sams konar umferðaröng-
þveiti þar sem þessum jarðgöng-
um lýkur. Kalla ekki jarðgöngin
á aðrar eins framkvæmdir vest-
an þeirra, þar sem bílarnir þurfa
að komast leiðar sinnar annars
staðar en eftir þröngum ein-
stefnugötum gamla bæjarins?
Og er ekki verið að tala um að
færa byggðina yfir á Korpúlfs-
staðaland og jafnvel Vatnsenda-
land í framtíðinni?
Svo virðist sem Davíð fái ekki full-
an stuðning hægripressunnar leng-
ur. Oðruvísi okkur öllum brá.
Ellert: Setur spurningarmerki við
jarðgóng Davíðs.
OAGATAL
Framhaldsþœttirnir um stööina
Framhaldsþátturinn um Stiið 2
heldur áfram og er orðinn miklu
æsilegri en viiltustu þættirnir i
Dallas eða Dynasty. Fyrir þá aðdá-
endur mína sem ekki hafa fylgst
með fyrri framhaldsþáttum mín-
um af Stöð 2, skal hér það helsta
rifjað upp.
Við hófum að fygjast með fyrsta
þætti þegar aðaleigendur Stöðvar-
innar komust að því að þeir stóðu
andspænis gjaldþroti þrátt fyrir
svimandi hagnað á fyrra ári. Á
sania tíma komust eigendur og
stjórnendur Verslunarbankans að
sama sannleik. Nú voru góð ráð
dýr. Forstjóri Stöðvarinnar greip
þá til þess ráðs að hringja í vin
Stöðvarinnar, utanrikisráðherr-
ann og biðja hann um að biðja
franska sjónvarpsstöðvareigendur
um að kaupa hlut í Stöðinni og
bjarga þeim frá gjaldþroti. Svar
Frakkanna var hins vegar „Non,
merei."
l'.n eigendurnir dóu ekki ráða-
lausir. Þar sem þeir höfðu ekki lagt
neitt eigið fé í Stöðina svo talist
gæti en stofnað tii skulda sem
námu rúmlega einum milljarði,
voru þeir því að glata stórfé. Þeir
ákváðu því að hringja í vin sinn
forsætisráöherrann og biðja um
ríkistryggingu upp á litlar 400
millur fyrir erlendu láni. Forsætis-
ráðherra tók vel i málið enda Stöð-
in búin að flytja margar íréttir af
ríkisstjórninni á árinu og kominn
tími til að þakka fyrir sig. í æsi-
spennandi þætti fylgdumst við
með því hvernig forsætisráðherra
reyndi að koma málinu gegnum
ríkisstjórn en var felldur við mark-
línuna. Svar ríkisstjórnarinnar var
því: ,, Nei, því miöur.” Fjölmiðla-
heimurinn íslenski stóð á öndinni
þessa dagana nema fréttastofa
Stöðvarinnar sem hafði ekki tíma
til aö fjalla um máliö, enda hafði
hún öðru aö sinna. Aöalæsifrétta-
maöurinmn Olafur slátrari var í
óða önn að klippa saman níðannál
um rikisstjórnina og hafði ekki
tíma til aö sinna svona smámáli.
Forstjóri Stöðvarinnar kom hins
vegar fram í þægilegu spjalli við
fréttastjórann í fréttaauka þar sem
hann las svörin af lesskjá. Þar
sagði forstjórinn aö ekkert væri aö
óttast og flutti mjög áþekka ræðu
og Ceaucescu á svölunum daginn
áður en hann féll.
I næsta þætti framhaldsþáttanna
um Stöðina fylgdumst viö meö
æsispennandi taugastríði banka-
stjóra Verslunarbankans og ttlvon-
andi nýrra eigenda Stöðvarinnar.
Því stríði lauk með sigri bankans
sem keypti skuldirnar af sjálfum
sér mecí því aö eignast meirihlut-
ann í Stöðinni. Bankinn breytti svo
skuldunum í eignir með því aö
skella þeim inn í nýtt eignarhalds-
félag. Og réöi sjónvarpsstjórann i
fasta stöðu í þrjú ár. Vinum okkar
á Stöðinni var hins vegar gert að
kaupa nýjan hlut í Stöðinni upp á
150 milljónir eða falla út úr Stöð-
inni ella. Þeir lofuðu að koma með
peningana eftir helgi og sögðu
þetta ekkert mál. Enn einu sinni
stóð fjölmiölaheimurinn á önd-
inni. I þetta skipti var Stöðin aldrei
þessu vant á staðnum. Bæði
bankastjórinn og sjónvarpsstjór-
inn grétu saman í beinni útsend-
ingu á Stöðinni á gamlársdag og
Stöðvarstjórinn sagði að þetta
væru bestu áramót í lífi sínu.
Þessi framhaldsþáttur endaði á
því að fréttastofa Stöðvarinnar
birti athyglisverða fréttaskýringu
um streitu.
Við höldum hér áfram sem frá
var horfið: Nú voru góð ráð dýr
eina ferðina enn. Enn þegar neyð-
in er stærst er hjálpin næst. Land-
eigandi sem er giftur konu sem
vinnur á Stöð 2 selur borgarstjóra
jörðina á 170 milljónir. Að vísu á
Kópavogur forkaupsrétt. Mun
Kópavogur nýta sér réttinn? Og
hvers vegna er Davíð að kaupa
uppblásinn skika fyrir ofan snjó-
línu á sprungusvæði Rauðavats-
landsins? Er borgarstjóra að förl-
ast? Eða eru djúp klókindi aö
baki? Eigendur Stöövarinnar
munu samkvæmt fréttum DV fá
þessa peninga til að borga nýja
hlut sinn í Stöðinni. Nú vantar æsi-
fréttamann til aö sanna samheng-
ið í lóðarkaupum Davíðs og björg-
unaraðgerðum Stöövareigend-
anna. Hvar er Olafur slátrari? Enn
að klippa saman níðbálk um ríkis-
stjórnina?
Nú er um aö gera að fylgjast
með framhaldsþáttunum um Stöð
2. Hvað gerir Eignarhaldsfélag
bankans við nýju eignina? Verður
hluturinn seldur? Mun bankinn
breyta eign í skuld? Hverjir verða
nýju kaupendurnir? Munu gömlu
eigendurnir kaupa hlut eignarfé-
lagsins einnig? Verður ráðhúsið
selt í þeirri lotu?
Æsifréttaspurningarnar hrann-
ast upp. Og í fréttatíma Stöðvar-
innar verður fjallað um blóma-
rækt.
STJÓRNARANDSTAÐAN hefur
átt erfitt uppdráttar á Alþingi. Hinn
eilífi stjórnarandstööuflokkur,
Kvennalistinn viröist hins vegar
sætta sig illa viö að vera ekki Iengur
drottningin i stjórnarandstöðunni
eins og áður. Eftir að þingmenn
Sjálfstæöisflokksins settust á stjórn-
arandstöðubekk, urðu Kvennalista-
konur að leika aðra íiölu sinfóníu
stjórnarandstöðunnar.
Þessi óánægja kemur vel fram í
viötali við Kristínu Einarsdóttur þing-
flokksformann Kvennalistans sem
birtist í l'ímanum um helgina.
Þar segir Kristín meðal annars:
„Þegar ég kom fyrst inn á þing
vorum við í stjórnarandstöðu
ineð Alþýðubandalaginu og
Borgaraflokknum. Það var ekk-
ert auðveldara að vera í stjórn-
arandstöðu með þeim, nema að
einu leyti. Núna erum við stjórn-
arandstöðu með mjög stórum
flokki. Þegar við vorum í stjórn-
arandstöðu með hinum tveimur
flokkunum, vorum við svipaðar
að stærð og þeir, þannig að þeg-
ar verið var að spyrja um álit
stjórnarandstöðunnar vorum
við ekki settar sjálfkrafa til hlið-
ar. Nú er hins vegar rík tilhneig-
ing til að setja Kvennalistann til
hliðar án þess að spyrja okkur
álits á nokkru. Sjálfstæðisflokk-
urinn er stjórnarandstaðan, að
mati flestra fjölmiðlanna. Þetta
gerir okkur erfitt fyrir, miklu
frekar en það að eiga samstarf
við sjáifstæðismenn í baráttunni
gegn slæmum málum stjórnar-
innar."
Kristin: I skugga fálkans.
Þaö er nógu erfitt að vera í stjórn-
arandstöðu þótt ekki sé setiö í
stjórnarandstöðu í skugga Sjálf-
stæðisflokksins!
ALÞÝÐUBLAÐIÐ sagöi fyrstur
allra fréttamiðla frá fyrirhuguðum
jarðgöngum undir Kópavog sem
lausn í Fossvogsdalsdéilunni. I)V
„stal” fréttinni samdægurs enda
hagvanir í þeim efnum eins og
fréttaskýring í blaöinu í dag staö-
festir. En leiðarahöfundur DV er alls
ekki hrifinn af þessari lausn og ekki
sérstaklega hrifinn af framgöngu
Davíðs Oddssonar borgarstjóra í
máli þessu. Leiðarahöfundur er Ell-