Tíminn - 11.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.05.1968, Blaðsíða 3
LAUGARDAGUR 11. maf 1968 Tala um efnahagsástand Bandaríkjanna og áhrif þess á gjaldeyris- og peningamál heimsins Dr. Paul W. McCracken, próf essor í hagfræði við framhalds deild Miohigan-Mskóla, flytur fyrirlestur á vegurn Hagfræða- félags íslandis. En hingað kem ur fyrirlesarinn á vegum Upp- lýsin gaiþj ón ust u B a nd arí kj an n a. Efni fyrirlestrarins er: Áhrif efnahagsástands Bandaríkjanna á gjaldeyris- og peningamál heimsins. Hafa þau mál verið í brennidepli umræðna um efnahagsmiál í heiminum á und anförnum árum, og aldrei meir en nú á síðustu mánuðum. Er lausn gjaldeyrismála og fjár- máila Bandarákjanna enn í deiglunni, en á lausn þeirra veltur mjög, hvernig til tekst um hina nýju -skipan gjaideyris mála í heiminum. Prófessor McCracken hefur mjög víðfeðma rrfnslu af þess um málum. Auk fræðimanns- ferils síns starfaði hann í efna- hagsráði Bandaríkjaforseta 1956—59, var í sérstakri nefnd, er skilaði áliti til Kennedys forseta árið 1961 um efnahags ástandið og greiðslujöfnuðinn og í fleiri nefndum af því tagi. Fyrirlesturinn er öllum opinn. Afmælismót blandaðra kóra. EJ-Reykjavík, föstudag. 30 ára afmælissöngmót Landssambands blandaðra kóra verður haldið í Háskólabíó á morgun, laugardag kl. 3 e.h. Síðdegisskemmtun leikara á Sögu GÞE-Reykjavik, föstudag. Á sunnudaginn n.k. efna leik arar til síðdegisskemmtunar á Hótel Sögu, til fjáröflunar fyr ir Styrktarsjóð Félags ísl. leik ara. Er skemmtun þessi m.a. fólgin í allforvitnilegri tízku- sýningu, og eru sýndir búning ar úr leikritum, sem flutt hafa verið í vetur. f tízkusýningu þessari taka þátt m.a. Brynjólf ur Jóhannesson, Sigríður Haga lín, Jón Sigurbjörnsson, Val- gerður Dan, Jón Aðils o.fl. Einnig verður til skemmtun' ar kynning á leikritum þeim, sem leikhúsin hafa sýnt í vet- ur ,m.a. Indíánaleik, Þrettánda kvöldi, Koppalogni og íslands- klukkunni. Að lokum munu óperusöngvaraarnir Stina Britta Melander og Ólafur Jóns son syngja úr óperunni Bros- andi land. Skemmtunin hefst kl. 3, en aðgöngumiðar eru seldir á Hót el Sögu á laugardag k 1.3—5 og frá kl. 2 á sunnudag. Sýning á verkum barna í Myndlistarskólanum GÞE-Reykjavík, föstudag. Á morgun kl. 3, opnar Mynd listarskólinn sýningu á verkum yngri nemenda sinna. Eru þar 20 vatnslitamyndir, 50 blýants teikningar, 27 mosaik-keramik myndir, en þar af eru tvær stórar myndir, sem heilir bekk ir hafa unnið að eftir frum- drögum tveggja 12 ára gamalla barna, Ólafíu Jónsdóttur og Sigurðar Júlíussonar. Þá eru á sýningunni fjölmargar leir- myndir og munir eftir börnin. Sýningin er opin á morgun frá kl. 3—10, en frá 2—10 á sunnu dag, og á þeim tíma einnig aðra helgi, en hún er ekki opin virka daga. Svo sem fyrr segir er þetta sýning á verkum yngri nem- enda einvörðungu, en í haust verður efnt til sams konar sýn ingar á verkum nemenda í eldri deildum. Bamadeildirnar skiptast í 5 bekki. í þremur er kennt kera mik og mósaik, þá eru 10 börn í teiknideild og 10 börn 5—-7 ára í barnadeild. f sumar verður efnt til högg myndasýningar á auða svæðinu fyrir framan Ásmundarsal. Er myndhöggvurum boðin þátt- taka í sýningunni, og eru þeir beðnir að láta Myndlistarskól- ann vita hið fyrsta, hafi þeir hug á þátttöiku. Ók á dreng og stakk af OÓ-Reykjavík, föstudag. í gær var ekið á pilt, sem var á litlu vélhjóli, og ók síð- an maðurinn sem olli árekstrin um burtu, án þess að huga að piltinum, sem meiddist á fæti. Klukkan 18,30 í gær ók ung ur piltur á litlu vél'hjóli norð- ur Suðurgötu. Þegar hann kom að vegamótum vegarins, sem liggur milli Suðurgötu og Haga torgs var ljósbláum Saaib-bíl ekið inn á Suðurgötuna og á hlið vélhjólsins. Þarna er Suð- urgata aðalbr. Pilturinn féll ekki í götuna, en hann slasað- ist á fæti og hjólið skemmdist. Ökumaðurinn í ljósbláa Saab- bílnum stanzaði aðeins, en fór ekki út úr bílnum og talaði ekki við drenginn, heldur hélt áfram án þess að sinna um slysið sem hann var valdur að. Pilturinn var miður sín eftir áreksturinn og náði ekki núm eri bílsins. Rannsóknarlögreglan hefur enn ekki haft upp á ökumanni Saab-bílsins, en skorar á hann að gefa sig fram og láta það ekki dragast. Þá var í gær ekið á tvo mannlausa bíla á bílastæðinu á móts við Bergstaðastræti 9. Voru þeir báðir skemmdir og annar mun meira. Er greinilegt að sami bíllinn hefur ekið á báða mwnlausu bílana. og ökumaðurinn siðan komið sér hið bráðasta á brott. / FerSamála- ráðstefna, Á s.l. þremur árum hefur Ferðamálaráð haft forgöngu um að efna til ferðamálaráð- stefnu. Að þessu sinni er ákveð ið að ferðamálaráðstefnan 1968 verði haldin að Höfn í Hornafirði, dagana 18. og 19. þ.m. TÍMINN Nokkrir af leikurunum úr Leynimei 13. „LEYNIMELUR 13" HJÁ LR. FRUMSÝNING N.K. FIMMTUDAG EKIH-Reykjavik, föstudag. Næstkomandi fimmtudag frum- sýnir Leikfélag Reykjavíkur skop leikinn Leynimel 13 eftir Þrí- dramg í Iðnó. Miðaldra borgarar í Reykja- vfk muna áreiðanlega eftir sýn- ingum Fjailarkattarins á Leyni- miel 13 veturinm 1943. Leikurinn var þá sýndur í fyrsta skipti og vakti mikl'a kátínu og gekk lengi. Nafn höfundarins þótti löngum einikennilegt og virtist. jafmvel 'benda til, að ekki hefði einn þar um vélt, heldur ættu þrír hlut að máli. Seinna hefur svo síazt út, að höífundannir væru hinir þekktu leikhúsmenn, Emil Thoroddsen, Indriði Waage og Haraldur Á. Sig urðsson. „Leynimelur 13“ hefur verið sýndur víða um land, en þetta er í fyrsta skipti, sem hann hefur verið tekinn til meðferð'ar í Reykjavík síðan Fjaiakötturinn var og hét. Leikurinn er niú flutt- ur töluivert stiyttur og hefur verið ÆTLAR NÚ AÐ FARA AÐ MÁLA SJÁLFUR GÞE-Reykjavík, föstudag. Á morgun lýkur 28. námsári Myndlista -og handiðaskólans, og jafnframt lœtur hinn vinsæli skólastjóri, Kurt Zier, af störfum við hann eftir langt og ötult starf. Hann stofnaði skólann ásamt Lúðvíki Guðmundssyni, fyrsta skólastjóra hans, starfaði við hann í 10 ár, en þá hvarf hann til heimalands síns, Þýzkalands. Er Lúðvik Guðmundsson lét af störfum við skólann vegna heilsu brests, kom Zier hingað á ný, og tók við merki hans. Á fundi með fréttamönnum í dag, skýrði hann frá iþví, að það væri sumpart vegna heilsuleysis og sumpart vegna fjölskylduástæðna, sem hann léti nú af störfum við skól- ann. Hann langaði til að dvelja með fjölskyldu sinni, sem ekki hefði getað verið hér. Hins veg- ar yrði hann enn í nánum tengsl um við skólann, og ætlunin væri sú, að hann kæmi hingað næstu vetur og annaðist námskeið. Ekki hverfur Zier til annarra starfa, en aðspurður tjáði hann frétta- mönnum, að hann ætlaði nú að mála öll þau málverk, sem hann hefði lengi ætlað sér. Á morgun opnar jafnframt sýn ing á verkum nemenda við Mynd- lista- og handíðaskólann, þar sem fólki gefst kostur á að kynna sér hvað þar er unnið. Verður sýning in opin frá kl. 3—10 til næsta miðvikudagskvölds. Zier greindi fréttamönnum frá binni ört vaxandi starfsemi skól- ans, en vegna þrengsla í blaðinu er ekki unnt að skýra frá því að sinni. færður í það horfið, að hann er nú nær okkar tímum en áður. Þesis Skal getið, að „Leynimelur 13“ er ekki revía, heldur ærsla- fenginn skopleikur farsi. Leikstjóri sýningarinmar nú er Bjami Steingrímsson, en hann hefur áður stjórnað tveim verk- efnum hjá L.R. Aðalblutverkin er í höndum Jóns Sigurbjörnssonar og Guðmundar Pálsonar, en auk þeirra eru þrjú þeirra, sem lébu með í sýningunni 1943, þau Áróra Hialldórsdóttir, Emelía Jónaisdótt- ir og Jón Aðils, og eru þau nú í sömu gervum og áður. Með smærri hlutverk fara, Sigríður Hagalín, Margrét Ólafsdóttir, Sig urður KarQsson, Guðrún Asmunds dóttir, Borgar Garðarsson, Pé‘ur Einarsson, Kjartan Ragnarssom og Anna Kristln Armgrímisdóttir. Leikmy.nd gerði Jón Þórisson, ungur maður, sem um þriggja ára skeið hefur verið í læri hjá Stein þóri Sigurðssyni, leiktjaldamálara L.R., og er þetta fyrsta sjálfsfæða ■verkefni Jóns hjá Leikfélaginu. Frumsýningin á „Leynimelur 13“ er 7. frumsýning L.R í vetur, en alls hafa 8 verkefni verið tek- in til meðferðar. Má segja, að leikárið hafi verið hið þjóðlegasta því af þessum 8 sýningum voru 6 íslenzk verk, fjögur ný, en tvö eldri. Prósent tala ísl. verkefna hjá L.R. hefur aldrei verið hærri. Og emn skal haldið áfram með það íslenzka, þvi að ákveðið er, að fyrsta verkefni Leikfélagsins á mæsta leikári verði „Maður og kona“ eftir Jón Thoroddsen. Leik stjóri verður Jón Sigurbjörnsson og að sjálfsögðu fer Brynjólfur með Mutverk Sigvalda prests, enda gamalreyndur í því hlut verki, og eins og allir muna túlk- aði hann Sigvalda með afbrigðum skemmtilega, er hann las söguna Manm og konu í útvarpið í vetur. SVEITAVINNA ÓSKAST Tvær stúlkur 16 ára óska eftir vinnu í sveit í sumar. Vanar sveitavinnu. Upplýs ingar í síma 35799 og 81047

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.