Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 3

Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 3
26. maí 1968. TIMINN 15 Suðurumnesin brókin náði niönnum upp und- ir hendur og að auki voru þeir í siðum stakkj og sjóskóm úr skinni. Þetta var mikill bold- angsbúningur, en ekki liðleg- ur að sama skapi. Skinnið í fötunum var af sauðum, en sá galli fylgdli, að það vildi gegn- blotna 'þar sem menn sátu umdir færunum og slitu sprikl- andi fiskinn af krókunum í fangi sér. Þess vegna voru fötin æ.vinlega rnökuð vandlcga með grúti, eða upp úr lifu~ áður en farið var i róður. Nó-gu voru skinnklæðin ókræsileg fyr ir, en þegar þau höfðu verið smurð, tók út yfir. Svo sagði mér Guðmundur á Bala, að þegar hann fann lyktina af sjóklæðunum, áður en far- ið var, hafi hann strax farið að fimna til sjósótt'ar. Stund- um voru brækurnar þó gerðar úr 'hrosshúð og hélt sú gerið miklu 'betur. Sjálf.gefið er, að oft þurftu menn að viðra ótætið úr skinn klæðunum, þvi ekki dugði ein- föld spúlun, eins og menn gera hvorir öðrum nú til dags í stökkunum. Skinnbrækurn- ar voru þá spíttar á kvislum, sem stungið var niður i Kvisi arhól að húsabaki á eystri Stafnesbænum. Annars er þessi hóll ekki annað en ævaforn öskuhaúgur. Eitthvað hefur ver ið krukkað í hann, en ekkert markvert fundizt. Þarna hefur verið undarleg fánabong til að sjá. Innsiglingin um Stafnessund eða Álsund, eins og það mun heita með réttu, er tiltölulega hrein. Sagt er, að ef ekki sé hægt að taka sundið, sé þrauta lending um Hamarssund (inn í Sandgerðishöfn) og sé það einnig ófært, þurfi ekki að hugsa til landtöku á Miðnesi. Frammi fyrir sundinu er J- slitinn brimgarður, jafnvel í logni, nema þar sem sundið opnast til hafs. Þama er Staf- nesrif, langt og illúðlegt og Bóndarif. Milli þeirra er hyl- dýpi og þar utan við blindsker nefnt Rolaflúð. Það kemur ekki upp úr nema rétt á fjöru. Á þess'ari flúð strandaði Jón forseti árið 1928, eða þremur Á flötinni milii rústanna var Skiptivöllur Stafnesinga árum eftir að vitinn var byggð ur. Um það strand er til skil- merkileg frásögn Frimanns Helgasonar íþróttafréttamanns í sjómannablaðinu Víkingi fyr- ir nokikrum árum. Hann var einn þeirra, sem af komust. Á hinn bóginn varð cngri björgun við komið árið 1913, er brezki togarinn Admiral Toco strandaði á Kolaflúð í föráttuveðri og haugabrimi. Þar fórust allir men,n. Um skip in er það að segja, að þau féllu af flúðinni niður í hyl- d.vpið og liggja þar á fast að 30 metrum. Aldrei rekur neitt úr skipum, sem þar leggjast til hvíldar. Sund'kjafturinn er varðaður tveim boðucn, sem heita Staf- ur og Hólmaflaga. Þóttu þair hrimskiptir við skip og menn. nema í vestan áhlaupum, að þeir féllu saman í sundið og þá var þar engu skipi fsart. Og ekki hafa fyrrnefndir tog arar einir farizt undan Staf- nesi. Skipsskaðar á þessurn slóðum verða sjálfsagit aldrei tíundaðir til fulls. í kirkjubók- um og annálum má þó rekja slóðina eftir hin ægilegu ill- viðri, sem gerir í Míðnessió. Svo segir í Suðurnesjaannáii séra Sigurðar B. Sívertssen á Útskálum: ,,1685. Mannskaðavetur. Ski tapar ógurlegir á Góuþræin- um. Sjö á Stafnesi.“ Einu Stafnesskipi mun hafa tekizt að hleypa inn Hamars- sund. Svo heldur Útskálaklerk ur áfram: „Þann 11. marz voru 42 menn jarðsettir við Útskála- kirkjiu, en daginn eftir rak 47 upp, er einnig voru grafnir þar, í aknennin'gi að kórbaki. Reiknaðist svo til, að i allt hafi drukknað 156 cnanns. . . .“ Þannig hefur Stafnes átt fuU an þriðjung allra þeirra, sem fórust nóttina þá. Útgerð var frá Stafnesi allt til ársins 1947. Seinni árin réru þó einungis litlir vélbat- ar. Nokikrar menjar má sjá eftir þessa seinni tíma útgerð. Reynt hefur verið að steypa bryggjugólf fram eftir klöpp- uoum að lendingunni. Það stóð stutt við og sér nú ekki nema rétt efsta spottann. Hitt ei bókstaflega horfið. Og norður í urðina upp af S»ndhúsavik- inu sér enn fyrir nokkrum vör- um, þar sem bátar hafa brýnt stefni að Sandhúsum, fornu býli er stóð á grasnefi upp af vikinu. Þar er enn greinileg tótt. Upp frá vörunum upp á grasið er meira en mannhæð- arhár, snarbrattur bakki. Enn róa tvær heimatrillur frá Stafnesi og eiga sér legu í Sandhúsavikinu. Vitinn á Stafnesi hefur ver- ið sjómönnum ómetanlegur styrkur í næstum hálfa öld. Þari og þang tii eldiviðar var þurrkað á svona görðum. Nýlenda í Hvalneshverfi. Rúst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.