Tíminn - 26.05.1968, Blaðsíða 12
iMffiMM?!
UndirbÚRiingur H-umferðar á Akureyrii
- FÆRRI AÐ EN VILDU
SEM UMFERÐARVERÐIR
EKH-Reykjavík, laugardag. | Akurcyri staðiS fyrir marghátt-
Undanfarið liefur lögreglan ájaðri nmferðarfræðslu í sambandi
HVERNIG LEGGST
DAGURINN Í ÞIG?
GÞE-SJ-Reykjavík, laugardag.
Eftir klukkan sex í fyrramálið verður ekki aftur snúið til
vinstri umferðar á íslandi. Margir hafa eflaust kviðið þessum
degi vegna óvana við að víkja til hægri. Hins vegar mun fólk
óhikað halda út í umferðina. En H-dagurinn lcggst misjafnlega
í fólk. Tíminn sneri sér til fjögurra bifreiðarstjúra varðandi
þetta atriði. Þeir svöruðu allir greiðlega og voru livergi bangnir,
þótt sumir þeirra væru á móti hreytingunni. Þannig mun þetta
vera um alla bílstjóra. Þeir bíta á jaxlinn og taka því sem að
höndum ber, ákveðnir í að láta breytinguna fara vel úr hendi.
Kjartan Pálsson, strætis-
vagnastjóri
Ja, þetta leggst bara nokkuö
vel í mig. Maður fer bara strax
að keyra og eltir h.ina og senmi
lega elta aðrir mig. Ég sé ekki
ástæðu til að ætla að þetta fari
illa.
Það er auðvitað ýmislegt,
sem manni finnst athugavert
við, ýmsar beygjumar eru
býsna knappar fyrir strætis-
vagna, til að mynda beygjan
Hverfisgata Kalkofnsvegur, og
fleiri, en úr þessu verður sj'álf
sagt bætt, þegar frá líður og
reynsla komin á. Og svo lázt
mér ekkert glæsílega á þe.tta
Hverfisgötu—iSnorrabrautar-
ævintýri, og hræddur er ég
um, að þar eigi eftir að vera
ærið mikið öngþveiti á mestu
umferð’artímunum, svo sem í
hádeginu, þegar u. þ. b. tvö
þúsund bílar eiga þarna leið.
Sem strætisvagnastjóra lízt
mér auðvitað illa á hraðatak-
markanimar. Ég reyndi eitt
sinn að kvöldlagi að aka mína
leið á 35 km. hraða og enda
þótt farþegar hefðu verið fáir,
og umferð mjiög lítil, var mjótt
á mununucn að ég héldi áætlun.
Það má vísf fastlega gera ráð
fyrir, að kerfið fari eitthvað úr
skórðum, og ég skil ek'ki, hvers
végna þvi var ekki breytt.
Hægri umferðin og hrað'atak-
markanir hefðu verið tilvalin
tækifæri. til að breyta ýmsu.
sem þar fer aflaga.
Annars held ég að mér sé
Kiartan Pálsson
Magnús Norðdahl
óh.ætt að fullyrða, að strætis-
vagnastjórar séu vel undir
breytinguna búnir, við höfum
kynnt okkur þetta rækilega,
mest upp á eindæmi. og flestir
erum við bjartsýnir. Við höf-
um reynt nýju strætisvagnana,
og þeir virt'U'st vera ágætir.
GuSmundur Jónasson,
langferSabílstjóri
Ég get ekki sagt, að ég hafi
neinar áhyggjur út af þessu.
Maður verður að taka þessari
breytingu eins og svo mörgu
öðru, taka henni skynsamlega
og fara hægt í sakirnar til að
byrja með.
Hlvað vegirta úti á landi
snertir mættu þeir vera I lætra
ástandi fyrir breytinguna. Þeir
eru mjög slæmir mún,a, einkan-
1e.ga þar sem ofaníburöur er
óharpaður, en það er liann
mjög víða. Ilins vegar get ég
ekki séð, að það sé rétt, sem
Svíinn segir, að vegirnir úti á
landi mjióikki, þegar hægri um-
ferð verður tekin upp. Ég
mundi segja að þeir væru ná-
kvæmlega jafnbreiðir og í
vinstri umferð.
Einhvers staðar segir svo i
reglum um hægri umferð, að
enginn þurfi að bíða neitt tjón
á breytingunni. Ég fæ ekki
annað séð en að við sérleyfis
hafar verðum fyrir allmiklu
tjóni, enda þótt það sé ekk.
reiknað í beinhörðum pening-
um. Við þurfum að kosta upp á
hreytingu á bílunum og gel.um
að sjólfsögðu ekki notað þá
meðan h.ún stendur yfir. Þá
hafa hraðatakmarkanirnar það
að verkuin, að við verðum
miklu lengur í ferðum en ella,
og hver og einm getur séð, að
það verður bagalegt fyrir okk-
ur.
En eins og ég sagði áðan, er
ekki uni annað að ræða en taka
þessari breytingu, og því sem
hcnni fylgir. Ég vona, að allir
sjái sóma sinn í því að gera
sem bezt og létta þannig undir
með lögreglun.ni. Hún hefur
ærið nóg að síarfa, og aðstaða
hennar er erfið, þar sem
ástandið er þvdlíkt núna, að
við þurfum að losna við um 10
þúsund bilreiðir til að hafa
vegi fyrir hinar.
Alvar Óskarsson,
sendibílstjóri
Breytingin leggst nokkuð vel
í mig.
Eg er raunar ein,n af þeim,
sem voru á móti breytingunni
I hægri umferð á sínuim tíma,
sérstaklega vegna þess bvern-
ig fjármálum þjóðarinuar hef-
ur verið háttað að undanförnu.
En ég hel/d, að þeir, sem að
U'ndirbúningi brey t i n gari n n a r
vinna hafi gert sitt tili þess
að hún geti orðið örugg og
slysalaus að minnsta kosti í
þéttbýlinu. Hins vegar hef ég
heyrt, að nokkuð skorti á, að
umferðarmerki úti á þjóðveg
unum séu komin í fullnægjandi
horf.
Alvar Óskarsson
Það er von mín, að þessi
breytlng fari algerlega slysa-
laust fram, og ég er viss um
að lögregla og umferðarverðir
munu gera allt, sem í þeirra
valdd stendur til að draga úr
slysahættu.
Ég geri ráð fyrir að fara
snemma morguns af stað til
vinnu þann 26., og ég ber eng-
an kviíðboga fyrir að aka í
hægri umferð. Ég hef atJhugað
eftir ágætu korti, sem hefur
verið sent í hvert hús, bvaða
leið ég teldi heppilegasta að
faiia og það reyndist vera sú
sama og áður í vinstri umferð.
Aðalat.riðið til öryggis eftir
breytingU'ii.a er að mínu viti
að fara nógu hægt.
Guð'mundur Jónasson
Magnús Norðdahl, leigubíl-
stjóri á Hreyfli
Persónulega er ég á móti
breytingunni og tel hana ó-
þarfa. En þar sem hún er orð-
in að lögum og ekki verður aft-
ur sn-úið, vil ég skora á alla
að fara vel og dyggilega eftir
öllum leiðbeiningum og fyrir
mælum, og stuðla að því, að um
ferðabreytingin fari sem bezt
fram.
Að mínu áliti mæltu sárafá
og Mtilfjörleg rök með því að
við ísiendingar tækjum upp
hægri umferð. Vegakerfi okk-
ar var og er engan veginn í því
ástiandi að breytingin væri tim-a
bær, og ek'ki var hú,n heldur
aðkallandi vegna nágranna-
þjóða. Við virðumst hafa
gleymt því að við eigum heima
ú útskeri. Á meðan Bretar
lireyta efeki í hægri umferð,
hefði okkur einnig verið élhætt
að láta breytinguna dragast.
Lj'ósabiinaður voru einu vara
hlutirnir, sem við höfum not-
að sérstaklega gerða ryrir
vinstri umferð, og hann hefð-
um við getað fengið frá Bret-
um áfram meðan þeir enn ekki
framkvæma umferðarbreytingu
hjá sór.
Þaö var fjarslæða að leggja
út í þe.ssa breytingu í því fjár
málaöngþveiti, sem hér ríkir
Þvi fé, sem varið er til um-
ferðarbreytingarinnar, hefði
verið betur eytt til að bæta
vegakerfið. Þær umbætur
hefði mátl gera með tilliti til
Framhald á bls 23.
við H-breytinguna á morgun. Um
síðustu helgi kom út vandaður, lit
prcntaður uppdráttur af Akureyri
á vegum Umferðaröryggisnefndar
Akureyrar. Sýnir uppdrátturinn,
sem nú hefur verið borinn í hvert
hús á Akureyri og nágrenni, allar
götur bæjarins, akstursstefnur og
aðalbrautir eins og þær verða eftir
H-dag. Líkiega er breytingin á
skipulagi umferðakerfis Akureyr-
ar sú umfangsmesta, sem gerð er
í bæjum landsins.
Mest er breytingin í miðbæn-
um, þar snýst einstefnuakstur við
og einstefnua'kstursgötum fjölgar
auk þess, sem nokkrar götur
missa aðalbrautarréttindi: Brefeku
gata, Gránuiféliagsgata og Helga-
magrastræti fá einstefnu og ein-
stefnan á „rúntinum“ svokallaða
í miðbænum snýst við.
Nú fyrir stuttu var lokið við
tengingu aðalumferðaræðarmnar
um bæinin., sem tengi.r þjóðvegina
til Suður- og Austurlands, en til
þess þurfti að gera töluverða upp
fylilingu við höfnina. Skal aðkomu
mönnum sérstaklega á það bent
hér, að kynna sér þenn>an bækl-
ing áður en þeir leggja í öku-
ferð um Akureyri í sumar, en
bækMngurinn liggiur frammi á lög
reglustöðinni.
Samkvæmt upplýsingum Gísl?
Ólafssonar, ytfirlögregluþjóns á
Akureyri, hefur undirbúningur
H-umferðar gengið mjög vel á
Akureyri, og segist hann hafa orð
ið var mi'kils áhuga nú síðustu
daga hjiá Akureyringum á þ\d að
kynnia sér umferðarkortið og aðra
bæklinga um H-umferð sem bezt.
Umferðarverðir verða milli 70 og
80 á Akureyri á morgun, og að
sögn Gísla komust færri að en
vildu í þetta þegnskiaparstarf, og
þurfti lögreglan ekfei að hvetja
menn til starfans, sfeátar, uniglin’g
ar og töluvert af fullorðnu fólki
gáfu sig fnam um leið og farið
var að impra á þörfinni fyrir tm-
ferðarverði. Undanfarið hefur
farið fram fræðsla fyrir umferðar
verði og lögreglulþjóna í salar-
kynnum nýju lögTeglustöðvarinn-
ar á Akureyri, en þangað hefur nú
yfirlögreglulþjónninn flutt starf-
semi sína, þó að annað starfslið
sé að mestu á gamla staðnum.
Gísli kvað það vera hugmynd
lögreglunnar, að fólk gæti leitað
sér upplýsinga á H-dag og eftir
hann jöfnum höndum í nýju qs
gömlu lögreglustöðinni, en síðar
væri ætlunin að koma upp fastri
fræðslumiðstöð um umferð fyrir
smáhópa og einstakMnga í hinum
nýja aðsetursstað lögreglunnar.
Fjölgað hefur verið í lögreglu-
liði Akureyrar og verður það skip
að 28 mönnum á H-dag, c)g eru
það héraðslögreglumenn og sumar
menn, sem bætzt hafa við. Bílar
á vegum lögreglunmar verða á
ferðinni á helztu akbrautum í
Eyjafirði í nótt og á morgun til
þess að gæta fyrirskipaðs aksturs
banns og til aðstoðar, þegar H-
umferðin hefst. Allmargir bilar
hafa þó undanþágu til afesturs fsá
kl. 3—6 í nótt og eru það helzt
mjólkurbílar og bílar vegagerðar-
innar auk annarra, sem nauðsyn
lega þurfa að komast leiðar sinn-
ar.
Lögreglumenn og slökkviliðs-
menn hafa undanfarið æft sig í
smáhópum í H-akstri á gamalli
flugbraut inn á Melgerðismelum
í Eyjafirði. og hafa þær æfingar
gengið vel.
Gísli yfirlögregluþjónn á von
á mikilli umferð og mannfjölda
i bæmim á morgun. Sagðist bann
Framhahl á l»Is. 23.