Tíminn - 01.06.1968, Page 2
14
TIMINN
LAUGAKDAGUR 1. júní 1968.
master
15% lækkun vegna hagstæöra innkaupa
HVÍTMÁLUÐ MEÐ PLASTHÚÐ. SÉRLEGA
VÖNDUÐ. — EFLIÐ ÍSLENZKAN IÐNAÐ.
Áður kr. 16.500,00
Nú kr. 14.025,00
með dýnum.
SKEIFAN
KJÓIJGA R-ÐI SÍMI, 18580-16975
Bændur
15 ára drengur óskar eftir
starfi. Vanur sveitavinnu.
Sími 92-1987, fyrir hádegi
og eftir kl. 4.
Auglýsið í Tímanum
LIÐSFLUTNINGAR
Framhald af bls. 1.
og gegndi þar um langt skeið
ýmsum mikilvægum emibættum.
í hópi fjámálam'anna í Paris eru
margir sem álíba að Murville muni
takast að halda betur á fjármál-
unum en fyrirrennana hans, Mic-
hel Debré. Debré var fyrsti for-
sætisráðtoerrann í stjórn de Gaulle
og hélt stöðunni til 1962, er hann
gerðist fjármálaráðtoerra í þriðja
stjórnarráðuneyti Pompidous ár-
ið 1966.
Viðtorögð stjórnarandstöðunnar
og verkalýðsfélaga við stjórnar-
breytingunni hafa verið. á þann
veg, að þau snúa sér í æ rikari
mæli að því að undirbua þing-
kosningarnar, sem haldnar skulu
23. júní. Yfirlýsing hins risastóra
fagfélags, CGT, en þar ha’lda
kommúnistar um • valdataumana,
þess efnis, að það myndi ekki
beita sér fyrir óeirðum í samtoiandi
við þingkosningarnar, hefur vakið
vonir um að ástandið geti aftur
orðið nær eðlilegt í Frakklandi.
Verkamenn í mörgurn minni
fyrirtækjum Frakklands sneru
aftur til vinnu sinnar í dag, en
flest stórfyrirtækjanna eru enn
lömuð vegna verkfallanna og enn
er gífurlegur fjöldi fólks í verk
föllum.
í hinni örlagaríku sjónvarps-
ræðu í gær sagði de Gaulle, að
þingkosningarnar yrðu ekki haldn
ar nema að ástandið í Frakklandi
kæmist í eðlilegt horf, ef svo
færi ekki, ,gæti hann neyðst til
þess að grípa til „annarra úr-
ræða" til þess að tryggja öryggi
lýðveldisins.
Það getur gefið svolitla bend-
ingu um, hvað de Gaulle átti við
með þessum orðum, að fullvíst
er nú, að „hvarf" hans frá París
á miðvikudaginn var vegna skyndi
fundar við yfirmann hins 60 þús.
manna herafla Frakka í Vestur-
Þýzkalandi í námunda við Baden-
Baden. Þar ræddi hann um mögu
leikana á skyndiflutningi herafla
frá Þýzkalandi til ófriðarsvæða í
Frakklandi, og fullvissaði sig um
hoHustu hersins.
Vart hafur orðið liðsflutninga
á landamærum Frakklands og
Þýzkalands og einnig hefur tala
hermanna og hergagna aukist
verulega kringum París.
Talsmaður vestur-þýzka innan-
rikisráðuneytisins í Bonn fullyrti
að minnsta kosti 20.000 franskir
hermenn væru til taks og reiðu
búnir tol framgöngu á frönsku
landamærunum nálægt Speyer og
Weingarten.
Upp komu raddir um það að
30 þús. hermenn yrðu kvaddir til
Frakklands á næstunni frá Þýzka
landi, en það var í dag borið til
baka af hálfu Frakka. í útjaðri
Parísar varð í nótt sem leið vart
ferða fótgönguliðssveitar og
stríðsvagnalestan Allt bendir til
að ríkisstjórnin ætli að kveðja
saman nokkpð heriið í nágrenni
Parísar til þess að hafa það til
taks, ef á þyrfti að halda.
Franska stjórnin hefur gert ráð
stafanir til þess að forða frank-
anum frá gengisfellingu, en gjald
miðill Frakka hefur mjög veikzt
út á við vegna ófremdarástandsiljs
heima fyrir. Hefur ferðamanna-
gjaldeyrir verið takmarkaður við
þúsund franka á ári og ákveðið
hefur verið að draga stórlega úr
fjárfestingu erlendis.
KVIKMYNDAKLÚBBUR
Framhald ai bls 3
og heitir L'Atalante, gerð árið
1034. Höfundur er Jean Vigö,
f ráði er að gefa út tvær sið-
ur í fo'rmi blaðs um hverja mynd
sem sýnd verður í kiúbbnum. Um
fyrstu myndina sem sýnd er seg-
ir m.a.
Á seinni árum hafa tékknesk-
ar kvikmyndir vakið heimsathygli
og það að verðleikum. Tvenn Osc
arverðlaun hafa á þrem árum far
ið til Tékkóslóvakíu og mæitu
stærri þjóðir vel við una. Ung'r
og kraftmiklir' leikstjórar hafa
komið fram hver af Öðrum o?
margir þeirra eldri likt og end
urfæðst. „Nýja bylgjan" tékk-
neska er þannig ekki eins hrein-
ræktað kynslóðaskiptafyrirbæri
og „hýbylgjan" franska var á sín
um tíma. Sú skarpa gagnrýni, sem
víða er augljós í þessum verkum.
og gjarna beinist gegn takmörk-
unum hins sósíalíska velferðarnk
is er undirstrikuð með nákvæmri
en lifandi umhverfislýsingu.
HVort sem það stafar af því að
Tékkar eru smáþjóð eins og við
íslendingar eða einhverjum öðr
um skyldleika þá virðast þessar
lýsingar einhvem veginn standa
nær okkur en jafnvel skandi-
navískar samfélagslýsingar seinni
ára — eða hver kannast ekki hér
og nú við hæfileikamanninn, sem
Passer lýsir þennan sem grotnar
niður í þröngu umhverfi og legg
ur sál sína í bílinn og húsið —
eða þessi samtöl, sem öll annað
hvort hefjast ellegar enda á setn
ingum eins og „síðan við fórum
að byggja".
Um höfundana:
Ivan Passer (f. 1933) hefur ver
ið samstarfsmaður Milos Forman
vi'ð samningu allra hans kvik-
myndahandrita. Frumraun hans
við kvikmyndastjórn, stutt kvik-
mynd eftir siögu Hrabals „Drunga
legt síðdegi", hlaut verðlaum á
bvikmyndahátíðinni í Mannheim
sama árið og hún var gerð, 1965.
Það er þó varla fyrr en með ann-
ari mynd hans, þeirri sem við nú
sjáum, að í Ijós koma sjálfstæð
ir og í rauninni einstakir hæfi-
leikar hans. Patric Carey er höf-
undur aukamyndarinnar, Yeats
Oountry, sem hlotið hefur Oscar-
verðlaun og ótalmargar aðrar við
urkenningar á alþjöðavettvangi.
Þetta er fyrsta mynd Careys eft-
ir að hann sneri heim til írlands,
en hann var um árabil meðal
fremstu myndatökumanna hjá
National Film Board af Canada
Carey vinnur nú að þáttum fyrir
litsjónvarp á vegum írska sjón
vanpsin'S.
HREINSUNARHERFERÐ
Framhald af bls. 3.
taka: Arkitektafélags fs-
lands, HÚsmæðrafélags
Reykjavíkur, Garðyrkjufé-
lags íslands og Hiúseigenda-
félags Reykjavíkur, og svo
þrír full'trúar Reykjavíkur-
borgar, þeir Gunnar Helga-
son, borgarfulltrúi, Gísli B.
Björnsson, auglýsingateikn-
ari, og Hafliði Jónsson,
garðyrkjustjóri borgarinnar,
sem jafnframt verður fram-
kvæmdastjóri nefndarinnar.
Um fegrunarframkvæmdir
á vegum borgarinnar í sum-
ar sagði borgarstjóri, að
borgin yrði að ganga á und-
an með góðu fordæmi. Af
einstökum framkvæmdum
nefndi hann, að væntanlega
yrði gengið frá Miklatúni
og unnið að garðinum um-
hverfis Höfða, en þar á að
verða einn af almennings-
görðum borgarinnar.
SJÓNVARPIÐ
Laugardagur 1. 6. 1968,
17.00 Úrslitaleikur bikarkeppnl
enska knattspyrnusambandsins;
Everton og West Bromwich
Albion lcika.
19.00 Hlé.
20.00 Fréttlr.
2025 Ungt fólk og gamlir meist-
arar.
Hljómsveit Tónllstarskólans i
Reykjavík leikur undir stjórn
Björns Ólafssonar.
Hljómsveltln lelkur tvð verk:
1. FlSlukonsert eftir Mozart K-
218, allegro. Einleikari: Unnur
Marfa Ingólfsdóttlr.
2. Konsert fyrir fagot og
Séra Jakob Jónsson
Kór Hallgrímskirkju í Rvik.
Organleikari: Páll Halldórsson.
18.15 Stundin okkar
Efni:
1. Valli víkingur — myndasaga
eftir Ragnar Lár og Gunnar
Gunnarsson.
2. Rannveig og krummi stinga
saman nefjum.
3. Blásarafjölskyldan — leik-
sýning eftir Herbert H. Ágústs
son.
Flytjendur: Blásaradelld Tón-
listarskólans I Keflavík ásamt
börnum úr Barnaskóla Kefla-
vfkur.
Leikstjóri: Jón Júliusson.
Hljómsveitarstjóri; Herbert H.
Ágústsson.
Umsjón: Hinrik Bjarnason.
Mánudagur 3. 6. 1968
20.00 Fréttir
20.30 The Christy Minstrels
syngja
Flokkurinn syngur bandarísk
þjóðlög og lög úr kvikmyndum.
20.55 Gullöld Grikkja.
Mynd þessi lýsir Grikklandi
hinu forna á gullöld þess,
fimmtu öld f. Kr„ þegar Hstir
og menning stóðu þar með
mestum blóma og lýðræðið var
f hávegum haft.
Þýðandl og þulur: Bergsteinn
Jónsson.
21.45 Samlelkur á tvö píanó.
Gísli Magnússon og Stefán
Edolstein leika á tvö pfanó
„Tilbrigði um stef eftir J.
Haydn" eftir J. Brahms.
22.00 Harðjaxlinn — Málaliðarnlr
og strengi eftir Beril Philips. Aðalhlutverk: Patrick Mc
Einleikari: Hafsteinn Guð- 19.00 Hlé Coohan.
mundsson. 20.00 Fréttir íslenzkur texti: Þórður Örn
20.40 Pabbi 20.20 Brynjólfskirkja f Skálholti Slgurösson.
ASalhlutverk; Leon Ames og Hörður Ágústsson fjallar um Ekki ætluð börnum.
Lurene Tuttle. kirkju þá í Skálholti sem kennd 22.50 Dagskrárlok.
fslenzkur texti: Briet Héðlns- er við Brynjólf biskup Sveins
dóttir. son.
21.05 Þvi timinn það er fugl sem 20.50 Sumar er í sveitum Þriðjudagur 4. 6. 1968
flýgur hratt. Kammerkór Ruth Magnússon 20.00 Fréttir
Elstncsk mynd án orða um Iff syngur nokkur íslenzk lög. 20.30 Erlend málefni
ið og tilveruna, æskuna, ástina og Einnig koma fram félagar úr Umsjón: Markús Örn Antonss.
sól 1 grænu laufi. Þjóðdansafélagi Reykjavíkur — 20.50 Denni dæmalausi
(Sovézka sjónvarpið). og Skotta. ísl. texti: Ellert Sigurbjörnss.
21.35 Innan vlð múrvegglnn. 21.21.15 Páfinn og Vatikanið 21.15 Kísilgúrvinnsla á fslandi
Leikrlt eftir Henri Nathensen Mynd þessi lýsir Páfagarði og Baldur Líndal, verkfræðingur,
ASalhlutverk: Paul Reumert skipulagi þar Innan dyra og skýrir frá vinnslu kísilgúrs á
o. fl. fslenzkur texti: Halldór utan. íslandi, eiginleikum lians og
Þorsteinsson. 22.05 Kvöldgestirnir notkun.
(Nordvision — Danska sjónvarp (Les vistiteurs du soir) 21.45 Glímukeppni sjónvarpsins
Ið). Frönsk kvikmynd gerð af (2. hluti)
23.45 Dagskrárlok. Marchel Carné árið 1942. Vestfirðingaf jórðungur og
Aðalhlutverk: Jules Berry, Austfirðingafjórðungur keppa.
Sunnudagur 2. 6. 1968 Arie Déa og Arletty. Umsjón: Sigurður Sigurðsson.
Hvítasunnudagur íslenzkur texti: Rafn Júlíuss. 22.15 íþróttir.
17.30 Hátíðarmessa 23,55 Dagskrlok. 23.00 Dagskrárlok.