Tíminn - 09.06.1968, Blaðsíða 1

Tíminn - 09.06.1968, Blaðsíða 1
Robert Kennedy hvílir við hlið bróður síns NTB-New York, laugardag. Róbert Kennedy verður í kvöld lagður til hinztu hvílu í heiðursgrafreitnum í Arlington við hlið bróður síns, John F. Kennedys. Hinn látni öldunga deildarhingmaður hefur legið á viðhafnarbörum í kirkju heil- ags Patreks síðan í gærmorg un. Rúmlega 100 þús. manns hafa vnttað Kennedy virðingu sfna með því að ganga fram hjá kistu hans. Á hádegi í dag var sungin sálumessa yfir líki Kennedys að viSstöddum öll- um helztu ráðamönnum Banda- rikjanna og erlendum sendi- mönnum. Yfir hundrað þúsund syrgj endur hafa gengið fram hjá kistu Kennedys síðam í gærmorgun. í giærkvöldi kl. 10, þegar átti að loka kirkjurmi var það ekki gerlegt, vegna hin® mikla fjölda, sem þá beið enn fyrir utan, svo að ákveðið var að hafa dómkirkjuna opna í alla nótt. Þúsundir manna stóðu í biðröð eftir því að fá að komast inn i kirkjuma, þrátt fyrir 30 stiga hita og rakt loft. í alla nótt streymdi mannfjöld inn gegnum kirkjuna, það voru svartklæddar nunnur, skeggjað ir „hippiar", stúlkur í „mini- pilsum“ og virðulegir verzlun- ar- og stjórnmálamenn, fólk úr öllum stéttum þjóðfélagsins. Margir létu sorg sína í Ijós og duldu ekki tárin, sem streymdu niður kinnarnar. Móðir Kenendys, hin 77 ára gamla Rose Kennedy, smaug gegnum mannþröngina í kirkj unni í gærmorgun meðan mann fjöldinn gekk fram hjá kistu sonar hennar. Var hún viðstödd morguntíðir ásamt tveim nunn um, sem voru í fylgd með henni. Bróðir hins látna, Edward, sem vakað haifði við li'kbör- urnar alla nóttina, yfirgaf kirkjuna rétt áður en móðir hans kom þangað. Til sálumessunnar í dag býð ur Kennedy-fjölskyldan 2500 manns, þar á meðal eru marg ir æðstu embættismenn Banda ríkjanna sem og erlendra ríkja. Johnson \'ar viðstaddur minningarathöfnina í dag en af örygigisástæðum var ekki til leynnt um brottför hans frá Washington fyrr en á síðustu stundu. Eftir siálumessuna verður líkbörum Kennedys ekið til Pe ns i 1 ka niu-j á mbrau tars töðviar innar í New York, en þaðan verður kista bans flutt með lest til Washington. Ferðin til Washington tekur fjpra tíma. Þegar lestin fer í gegnum bæi mun hún hægja ferðina vegna mannfjöldans, sem búizt er við að safnist saman á brautar- stöðvunum. Frá járntorautarstöðinni í Framhald á bls. 14. að smygla byssum til Sirhan! NTB-Los Angeles ,laugardag. 25 ára gömul kona reyndi að smygla þreniur skaninibyssum inn í fangelsið í Los Angeles, þar sem Sirhan Sirhan, sem ákærður hefur verið fyrir morðið á Róbert Kenn edy, er í haldi. Var stúlkan þegar handtekin, er öryggisverðir fang elsins fundu skammbyssurnar. Stúlkan, sem álitin var að hefði verið í slagtogi með Shhan Sirh- an, þegar hann myrti Kennedy, gaf sig fram við lögregluna í Los Angeles í gær. Stúlkan heltir Kathy Fulmer og er 10 ára. Lög reglustjórinn í Los Angeles lýsti því yfir að útlit ungfrú Fulm-er samsvaraði lýsingunni á konunni, sem sást hlaupa frá Amtoassador hótelinu eftir að skotið hafði verið á Kennedy. Lögreglan í Los Angeles lýsti eftir stúlkunni eftir að sjónai-vott ur hafði borið, að stúlka í hvít- doppóttum kjól hefði komið hlaup andi út úr Amfoassadorhótelinu og hrópað: „Við skutum Kennedy.“ Ungfrú Fulmer segist hins veg ar hafa verið gripin móðursýki af völdum skothríðarinnar. „Ég var hrædd, maðurinn sem stóð við hlið ina á mér hafði verið skotinn. Ég hljóp út og á leiðinni var einhver sem hrópaði: „Hvað gerðist“, ég hrópaði á móti, að Kennedy hefði verið skotinn, sagði Fulmer við yfirheyrsluna. Ungfrú Fúlmer neit aði algjörlega, að hafa hrópað: „Við skutum Kennedy." Hún sagði lögreglunni einnig, að hún hefði ekki gefið sig fram fyrr, af því Framhald á bls- 12. ;%■ •■ C,. ■„ ■■ ,!•„ V';, Sirhan Sirhan Róbert Kennedy vlð stóra mynd af John bróðir sínum nokkru fýrir morðið í Dallas. BYRJUÐU VEL íFRAKKLANDI KRISTJÁN ELDJÁRN Á KJÖRDÆMAMÚT Hsim.-laugardag. — Ólympíu mótið í bridge hófst í Deau- ville í Frakklandi í gærkvöldi og byrjaði íslenzka sveitin mjög vel. Blaðið náði tali af Jakobi Möllei, sem er áhorf- andi á mótinu, og sagði hann, að ísland hefði fyrst spilað við Portúgal og sigrað 19-1. í 2. umferð vann ísiand Sví- þjóð 16—4, en í kvöldleikmmi tapaði ísland fyrir Jamaiea með 8—12, en var eftir þessar þrjár umferðir í 4. sæti af 33 þjóðum, sem spila á mótinu. í undankeppninni eru aðeins spiluð 20 spil milli þjóða’' og hæsta vinningsstigatala, sem hægt er að hljóta er 20 stig. Þetta, er gert vegna hinna fáu spila, því jafnvel eitt sveiflu- spil getur gjörbreytt einum leik. Hins vegar eru einnig gefin mínusstig — þannig, að þjóð, sm tapar með 41 EBL- stigi fær einn í mínus og mest er hægt að fá 5 mínusstig í leik. sem þá eru dregin frá. í dig, laugardag átti keppn in að hefjast kl. 1,30 og verða spilaðir þrír leikir. ísland átti að spila við hollensku Antiliu eyjar, G-rikkland og Libanon. Fjórar ofstu þjóðirnar í undnn keppninni komast í úrslita- keppni um Ólympíu- og heims meistaratitil. Eft.ir 3. umferð var staða efstu þjóða þannig: 1. Holland 52; 2. Finnland 47; 3. Venezu ela 47; 4. ísland 43; 5. Frakk land 38; 6. Belgía 37; 7. Ítalía 37; 8. Chile 37 og 9. Banda- ríkin 34 stig. — Tvær' þjóðir, Pólland og Formósa liættu þátttöku á síðustu stundu, og þess rná geta, að tvær meðal sterkustu Evrópuþjóðirnar, England og Noregur, taka ekki þátt í mótinu. EJ-Reykjavík, laugardag. Blaðinu barst í dag fréttatil- kynning frá stuðningsmönnum Kristjáns Eldjárns, og er þar skýrt frá fundarhöldum þeirra út um Iand. Fer fréttatilkynningin hér á eftir : „Eins og komið hefur fram í fréttum, hefur dr. Kristján Eld- jáín verið hundinn við skyldu- störf fram til þessa. Kristján mun liins vegar hér eftir ?núa sér að fullu að kosningabaráttunni. I því sambandi hefur Kristján Eld- járn meðal annars ákveðið að efna til kjördæmamóta út um land Eflirgreindir fundir hafa þegar verið ákveðnir: 1. Á ísafirði þriðjudaginn 11. júní kl. 21,00 fyrir Vestfjarða- kjördæmi. 2. í Varmahlíð laugardaginn 15. júní kl. 15,00 fyrir Norður- landskjördæmi vestra. 3. Á Egilsstöðum föstudaginn 21. júní kl. 20,30 fyrir Austur- landskjördæmi. 4. Á Akureyri laugardaginn 22. júní kl. 15,00 fyrir Norður- landskjördæmi eystra. Fleiri fundir verða ábveðnir síðar. Fyrir hönd stuðningsmanna Krist.jáns Eldijárns, Ragnar Jónsson".

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.