Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 6
6 Föstudagur 12. jan. 1990 Sigurjón Jóhcmns son sýnir í Listasafni ASÍ Happdrætti Blindrafélagsins Dregið 6. janúar Vinningsnúmer eru: 8344, 5187, 7822, 11927, 9165, 11131, 11204, 1175, 1699, 1723, 6266, 6492, 7114, 7494, 8794, 9826, 10048, 11270, 4012, 11816. Blindrafélagið, samtök blindra og sjónskertra Hamrahlíð 17 Á laugardag kl. 14.00 verður opnuð sýning á verkum Sigur- jóns Jóhannssonar leikmynda- teiknara og málara í Listasafni ASI við Grensásveg. Sigurjón á að baki langan listferil, íyrst sem málari síöan sem leik- myndateiknari hjá Þjóðleikhúsinu en þar var hann í meira en 10 ára starfandi sem yfirleikmyndateikn- ari. Leikmyndirnar sem hann hefur gert fyrir Þjóðleikhúsið eru i dag meira en 50 auk leikmynda fyrir kvikmyndir m.a. Nonna og Manna. Sýningin sem hér kemur fyrir sjónir almennings er byggö á lífs- reynslu Sigurjóns sjálfs frá bensku- árunum en Sigurjón er fæddur og uppalinn á Siglufiröi. Sviðið sem lýst er í þessum mynd- um Sigurjóns er lifiö sjálft eins og það kom ungum dreng fyrir sjónir í athafnasömu síldarplássi. Aö lokinni sýningunni í Keykjavík fer sýning Sigurjóns sem LIST UM LANDIÐ á vegum Listasafns ASÍ til gömlu síldarplássanna og fleiri staða úti á landi. Sýningin er opin virka daga kl. 16—20, og um helgar kl. 14—20. Á sýningunni verður seld bókin Svartur sjór af síld (síldarævintýrin miklu á sjó og landi) eftir Birgi Sig- urösson, útgefandi Forlagið. Aögangur að sýningunni er ókeypis. TÍMINN ER MAKALAUS Við höldum að get„spekingar" Tlmans ættu að fá spámann Steingríms Hermannssonar að láni. Ekki er nóg með að Tíminn hafi orðið allra neðstur í haustkeppni íslenskra getrauna meðal fjöl- miðla, heldur tókst þeim að fá aðeins 1 réttan í fyrstu umferð vor- keppninnar! Byrjunin var annars róleg, fjölmiðlar yfirleitt með 4—5 rétta, Alþýðublaöið með 4. í annarri umferð er aðalspá Alþýðu- blaðsins: 2-1-1/1-1-1/1-2-2/1-X-1. FJÖLMIÐLASPÁ LEIKIR 13. JAN. ’90 J m 2 > Q TÍMINN Z z 3 > Q •o “J JX DAGUR RÍKISÚTVARPIÐ BYLGJAN STÖÐ2 Q Q < _i m Q Q •> JX < MIÐLUN SAMTALS 1 X 2 Charlton - Aston Villa 2 2 2 2 2 1 2 X 2 2 1 1 8 Coventry - C. Palace 1 1 X 1 1 X 1 1 1 1 8 2 0 Man. Utd. - Derby 1 1 2 X 1 2 1 1 1 X 6 2 2 Nott. For. - Millwall 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Q.P.R.-Norwich 1 1 X 2 2 X X 1 1 X 4 4 2 Southampton - Everton 1 X X 2 1 2 1 X 1 1 5 3 2 Tottenham - Man. City 1 1 1 1 1 1 1 1 1 1 10 0 0 Wimbledon - Arsenal 2 2 2 2 2 2 2 X 2 2 0 1 9 Blackburn - Leeds X 2 2 2 2 2 X 1 2 2 1 2 7 Ipswich - Sheff. Utd. X 1 2 X 2 X X X 1 X 2 6 2 Plymouth - West Ham 2 2 X X 2 2 2 X X 1 1 4 5 Swindon-Oldham X 1 1 1 X X 1 1 1 1 7 3 0 RAÐAUGLÝSINGAR Tilkynning til söluskattsgreiðenda Athygli söluskattsgreiöenda skal vakin á því, aö gjalddagi söluskatts fyrir desembermánuð er 15. janúar. Ber þá aö skila skattinum til innheimtumanna ríkis- sjóös ásamt söluskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráöuneytið. Tilkynning til launaskattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuöina nóvember og desember er 15. janúar nk. Launaskatt ber launþega að greiöa til innheimtu- manns ríkissjóös, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leiö launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráöuneytið. Kópavogur - Fundur um skólamál Viljið þiö breyta einhverju í skólanum? Komið hugmyndum ykkar á framfæri viö mennta- málaráðuneytiö þriöjudagskvöldiö 16. janúar kl. 20.30 í Félagsheimili Kópavogs, II. hæö. Menntamálaráðuneytiö. Menntamálaráðuneytið Laus staða Fyrirhugaö er aö stofna í menntamálaráðuneytinu sérstaka skrifstofu er nefnist almenn skrifstofa og er ætlað aö sinna verkefnum er varöa rekstur ráöu- neytisins og ýmsa sameiginlega þjónustu. Staöa skrifstofustjóra almennrar skrifstofu menntamánaráöuneytisins er hér meö auglýst laus til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfs- manna ríkisins. Umsóknir meö upplýsingum um námsferil og stórf skulu hafa borist menntamálaráöuneytinu, 150 Reykjavík, fyrir 2. febrúar nk. Menntamálaráöuneytið, 8. janúar 1990. AÐALFUNDUR Alþýðubrauögerðarinnar veröur haldinn föstudag- inn 26. janúar kl. 17.00 í IÐNÓ, uppi. Fundarefni: 1. Venjuleg aöalfundarstörf 2. Lagabreytingar Athugið Vegna flokksstjórnarfundar, er stjórnarfundi S.U.J., sem vera átti laugardaginn 13. janúar, aflýst. Stjórnin. Aríðandi fundur Alþýöuflokksfélag Kópavogs boöar til áríöandi fundar mánudaginn 15. janúar kl. 20.30 í Hamraborg 14a. Dagskrá: 1. Framboðsmál 2. Bæjarmál 3. Önnur mál Stjórnin. Flokksstjórn Alþýðuflokksins Flokksstjórnarfundur veröur haldinn laugardaginn 13. janúar nk. kl. 10.30 í Borgartúni 6. Dagskrá: 1. Stjórnmál í upphafi árs. Sveit- arstjórnarkosningar. Framsaga. Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráö- herra og formaður Alþýöu- flokksins. 2. Helstu verkefni vorþings. Framsaga: Eiður Guðnason, form. þingflokks Alþýöu- flokksins. 3. Önnur mál. ALÞÝÐUFLOKKURINN Bæjarmálaráð Alþýðuflokksins í Hafnarfirði heldur fund í Alþýöuhúsinu Strandgötu 32, mánu- daginn 15. jan. kl. 20.30. Fundarefni: Húsnæöismálin. ,, ,, Bæjarmalarað. Alþýðuflokkurinn h / hlustar Málstofa um utanríkismál verö- ur haldin mánudaginn 22. janúar í félagsmiðstöð jafnaöarmanna, Hverfisgötu 8-10, kl. 20.30. Hópstjóri er Guömundur Ein- arsson. Umræðuefni: 1. Veröa hernaöarbandalög horfin fyrir aldamót? 2. Er hernaðarlegt mikilvægi ís- lands aö breytast? 3. Er hugmyndin um kjarnorku- vopnalaus svæöi á Noröur- löndum úrelt? Notiö tækifæriö til aö hafa bein áhrif á stefnu og starfsemi Al- þýðuflokksins.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.