Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.01.1990, Blaðsíða 8
AiinnuiD Föstudagur 12. jan. 1990 Sjálfstœdisflokkurinn í Reykjavík ekki meö prófkjör: Vill Davíð sjálfur velja arftakann? Prófkjör heföi ekki snúist um hverjir sœtu í borgarstjórn meö Davíö heldur hver tœki viö af honum. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hefur ákveð- ið að borgarbúar fái ekki að hafa áhrif á skipan framboðslista flokksins í næstu borgarstjórnar- kosningum. A fundi full- trúaráðs Sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík á miðvikudagskvöldið var því hafnað að haldið skyldi prófkjör um val frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins við komandi borgarstjórn- arkosningar. Davíð Oddsson hefur verið óskoraður leiðtogi sjálfstæðismanna í borg- inni, ræður því sem hann ráða vill, og því mat margra að það skipti litlu hverjir með honum veljist á list- ann. Engu að síður vill stór hluti fulltrúaráðs flokksins viðhafa prófkjör. Ber að skoða það m.a. í Ijósi þess að allar líkur benda til að Davíð dragi sig út úr borg- arpólitíkinni á næsta kjör- tímabili og hverfi á vit landsmálapólitíkurinnar enda kjörinn varaformaður flokksins á síðast lands- fundi. Prófkjör hefði því fyrst og fremst gefið vís- bendingu um hver skuli verða arftaki Davíðs og borgarstjórakandídat hverfi hann úr því embætti. 40% vildu prófkjör Arni Sigurðsson bar fram tillögu um að viðhafa opið prófkjör. Hún hlaut stuðn- ing um 40% fulltrúa eða 90 atkvæði en á móti voru 136. Með þessu er Davíð nánast gefið sjálfdæmi um hverjir skipi listann með honum og hver verði arf- taki hans því erfitt verður fyrir fulltrúaráðið að hunsa vilja hans. Einn viðmælandi Al- þýðublaðsins lét þess getið að hér væri verið að gefa tóninn fyrir það sem koma skal í næstu alþingiskosn- ingum. Það yrði erfitt fyrir Davíð að fara nú í prófkjör, síðan borgarstjórnarkosn- ingar í vor og svo aftur skömmu síðar í prófkjör fyrir aiþingiskosningar. Þá væri betra að láta fulltrúa- ráðið fara með þessi mál. Eins og fram hefur komið var töluverður hópur innan fulltrúaráðs Sjálfstæðis- flokksins í borginni hlynnt- ur því að haldið yrði próf- kjör. Það er því eðlilegt að menn velti vöngum yfir því hvers vegna ekki var orðið við óskum um opið próf- kjör nú þrátt fyrir að margir væru því fylgjandi. Davíð hafði í sjálfu sér ekkert að óttast en ýmsir telja að aðr- ir borgarfulltrúar flokksins hefðu getað átt erfitt upp- dráttar enda flestir lítt þekktir nema ef vera skyldi vegna einstaka hneykslis- mála. Tæpt hjá Davíð 1982 Þess er skemmst að minnast að Davíð Oddsson náði þeirri stöðu sem hann nú er í eftir harðan próf- kjörsslag fyrir kosningarn- ar 1982. Að vísu var próf- kjörið þá bundið við flokks- bundna sjálfstæðismenn eingöngu en náði ekki til annarra stuðningsmanna eins og verið hafði áður. I því prófkjöri fékk Davíð að- eins 23 fleiri atkvæði en Markús Örn Antonsson, núverandi útvarpsstjóri, og rétt rúmlega 100 atkvæð- um meira en Albert Guð- mundsson stofnandi Borg- araflokksins. Það voru því ekki mörg atkvæði þá sem skáru úr um það að Davíð hefur leitt flokkinn í Reykjavík síðan. I kjölfar þess prófkjörs spunnust miklar og illvígar deilur innan Sjálfstæðis- flokksins um hvernig skyldi skipa listann og áhöld um hvort Albert tæki sæti á honum. Albert var mjög ósáttur við að þátttaka í prófkjörinu var aðeins bundin við flokksmenn en það var mat flestra að hefði það verið opið, hefði Albert farið með sigur af hólmi og þá væntanlega orðið borg- arstjóri. Þegar þeir innan Sjálf- stæðisflokksins sem tala um misjafna reynslu af prófkjörum og illvíga bar- áttu manna á milli er þeim eflaust hugsað til prófkjörs- ins fyrir kosningarnar árið 1982. Þá voru það aðeins flokksbundnir sem fengu að kjósa en þó stóð það tæpt að vilji manna úr innsta hring Sjálfstæðis- flokksins næði fram að ganga. Því hefur nú verið svo búið um hnútana að það verður fámennur hóp- ur úr innsta hring flokksins sem velur arftaka Davíðs, þ.e. fulltrúaráð Sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík. Fréttaskýring: Tryggvi Harðarson Taliö er að Davíð hafi haft Albert i próf kjörsslagnum fyrir borgarstjórnarkosningarnar 1982 með þvi að takmarka þátttakendur við flokksbundna. Alþýöuflokkurinn Hafnarfiröi meö opiö prófkjör: „Engum datt í hug að standa gegn því" „Það er orðin hefð fyrir því að halda opið prófkjör hjá okkur krötum í Firðin- um og engum datt í hug að standa gegn því þegar fram komu óskir þar um,“ sagði Guðmundur Arni Stefánsson, bæjarstjóri í Hafnarfirði, sem skipaði VEDRIÐ ÍDAG Noröan og vestanátt, víða hvöss austanlands en mun hægari vestan til. Snjókoma á Norðaustur- og Austurlandi. Él vestan til á Norðurlandi og á Vest- fjörðum en sumsstaðar léttskýjað syðra. Vægt frost. fyrsta sæti lista Alþýðu- flokksins við síðustu bæj- arstjórnarkosningar. Fulltrúaráð Alþýðuflokks- félaganna í Hafnarfirði hefur ákveðið að viðhafa opið próf- kjör um val frambjóðenda á lista flokksins fyrir bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Það var samþykkt samhljóða á fundi fulltrúaráðsins á þriðjudagskvöldið. Nokkrar umræður áttu sér stað á fundinum hvort halda skyldi opið prófkjör eða velja frambjóðendur í þrengri hóp. Þegar fram komu óskir um að prófkjör skyldi haldið, opið alþýðuflokksfélögum og öðr- um stuðningsmönnum ílokksins, vildi enginn standa gegn því og vísað til hefðar og réttar einstaklinga bæði til að hafa áhrif á skipan listans og til að bjóða sig fram. Ákveðið var að prófkjörið fari fram helgina 24. og 25. febrúar en frestur til að til- kynna þátttöku í prófkjörinu renni út 3. febrúar. Til þess að gefa kost á sér í prófkjörinu þurfa þátttakendur meðmæli 10—50 flokksbundinna fé- laga. Fólk I Austfjarðaprófasts- dæmi hefur verið ákveð- ið að í Djúpavogspresta- kalli muni á næstunni taka við af séra Sigurdi Ægissyni hin nývígða séra Sjofn Jóhannesdótt- ir. Svo skemmtilega vill til að presturinn í næsta prestakalli, að Heydölum, er eiginmaður Sjafnar, séra Gunnlaugur Stefáns- son, sem flestum krötum er kunnur, enda þing- maður flokksins um skeið eftir byltinguna 1978. Séra Sjöfn lauk guðfræði- prófi 1987, var vígð haustið 1988 og hefur að undanförnu þjónað Bjarnarnesprestakalli í námsleyfi prestsins þar. ★ í gær var Jón Balduin Hannibalsson utanríkis- ráðherra á ferð í Vest- mannaeyjum, þar sem hann hélt upplýsingafund um efnahagssvæði Evr- ópu. í gær gerðist það einnig að Suauar Gests- son menntamálaráðherra stormaði til Eyja og verð- ur þar einnig i dag. Svav- ar heimsótti ýmsar stofn- anir í gær og hélt fund um nefndarálit nokkurt um innra starf framhalds- skóla, en í dag á hann fund með framhalds- skólanemum og skoðar fleiri stofnanir. ★ Unglingadeild leikfé- lags Hafnarfjarðar er hópur 25 krakka úr 7.-9. bekk grunnskóla bæjar- ins. Undir stjórn Gudjóns Sigualdasonar sýndi hóp- urinn fyrir ári leikritið „Þetta er allt vitleysa Snjólfur", en nú er komið að nýju verki sem ber ekki síður lokkandi nafn: ,,Þú ert í blóma lífsins fífl- ið þitt“, undir stjórn Dau- íds Þórs Jónssonar. Það fjallar á skoplegan hátt um ævi einstaklings á ís- landi frá getnaði til stúd- entsprófs frá sjónarhóli unglings. Frumsýnt verð- ur í Bæjarbíói á laugar- dag. ★ 1 Vestfirska fréttablað- inu skrifar Hlynur Þór Magnússon leiðara um upptöku virðisauka- skattsins og fagnar hon- um si svona mátulega. „Við í prentinu erum á meðal þeirra fyrstu sem njóta góðs af tilkomu hans: Elstu menn muna ekki annað eins pappírsflóð gegnum vél- arnar." Á tímum sam- dráttar fagnar Hlynur því að helmingur þjóðarinn- ar fái vinnu vegna skatts- ins. „Skítt veri með loðn- una og þorskinn. Nú er Guð búinn að gefa okkur virðisaukaskattinn."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.