Alþýðublaðið - 31.01.1990, Síða 2

Alþýðublaðið - 31.01.1990, Síða 2
2 Miðvikudagur 31. jan. 1990 mWffllBUHH Ármúli 36 Sími 681866 Útgefandi: Blað hf. Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson Ritstjórar: Ingólfur Margeirsson Fréttastjóri: Jón Birgir Pétursson Auglýsingastjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson Dreifingarstjóri: Sigurður Jónsson Setning og umbrot: Leturval, Ármúla 36 Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftarsíminn er 681866 Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 75 kr. eintakið. EVRÓPA OG JAFNAÐARSTEFNAN Ríki Austur- og Mið-Evrópu hafa öðlast frelsi undan oki komm- únismans og þróunin bendir til þess að þau séu að þróast í lýð- ræðisleg þjóðfélög í anda jafnaðarstefnunnar. Það er athyglis- vert, að á sama tíma og vindar jafnaðarstefnunnar blása yfir löndin sem áður voru nýlenduríki Moskvu fyrir austan járntjald, styrkist staða jafnaðarmanna einnig jafnt og þétt í Vestur-Evr- ópu. Hinn mikli kosningasigur vestur-þýskra jafnaðarmanna í fylkis- kosningunum í Saar, bendir til þess að staða flokksins sé orðin mjög sterk á landsvísu í V-Þýskalandi. Forsætisráðherrann í Saar, Oskar Lafontaine, er orðinn nær öruggur sem kanslaraefni jafn- aðarmanna í næstu þingkosningum í Vestur-Þýskalandi sem haldnar verða í desembermánuði í ár. Samkvæmt síðustu skoð- anakönnunum hafa ríkisstjórnarflokkarnir; Kristilegir demókratar og Frjálsir demókratar enn nauman meirihluta en sigur jafnaðar- manna í Saarlandi hefur þó afgerandi sálfræðilega þýðingu sem efalítið á eftir að færa jafnaðarmönnum sigur á landsvisu. Þær fréttir berast nú frá Noregi eftir rúmlega hundrað daga valdasetu minnihlutastjórnar borgaralegu flokkanna með Jan P. Syse forsætisráðherra og formann Hægriflokksins í broddi fylk- ingar, að atvinnuleysið hafi aldrei verið meira og staða ríkisstjórn- arinnar gerist æ óstyrkari. Þegar Syse tók við völdum um miðjan október í fyrra voru atvinnulausir um 80 þúsund en tala atvinnu- lausra hefur nú aukist í 105 þúsund og virðist fara vaxandi. Sam- starf Hægriflokksins, Miðflokksins og Kristilega þjóðarflokksins hefur ennfremur verið mjög stirt. Minnihlutastjórn Syses hefur verið starfhæf vegna hlutleysis Framfaraflokksins, hins dökkbláa frjálshyggjuflokks sem fékk tuttugu og tvo menn kjörna á þing í haust. Líf íhaldsstjórnar Syses hefur verið í höndum f rjálshyggju- postula Framfaraflokksins. Við afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins fyrir jól þurfti forsætisráðherrann að semja sérstaklega við Carl I. Hagen formann Framfaraflokksins til að koma á málamiðlun. Á sama tíma og hin múlbundna íhaldsstjórn riðartil falls eftir að- eins rúmlega hundrað daga, hefur Verkamannaflokkurinn styrkt stöðu sína með málefnalegri stjórnarandstöðu. Líkt og í Vest- ur-Þýskalandi virðist það aðeins vera spurning um tíma hvenær norskir jafnaðarmenn taki við völdum á ný. Yfir til Bretlands: íhaldsstjórn Thatchers verður æ óvinsælli. Bretar hafa fengið sig fullsadda af dekri járnfrúarinnar við pen- ingaöflin og forréttindastéttirnar á kostnað almennrar velferðar í landinu. Nýfrjálshyggjan hefur beöið skipbrot í Bretlandi, dregið úr öryggi og velferð Breta og skapað óvissu í efnahags- og at- vinnulífi. Skoðanakannanir sýna vaxandi fylgi Verkamanna- flokksins. í Bretlandi blása einnig vindar jafnaðarstefnunnar. Sömu sögu má segja um flest önnur ríki Vestur-Evrópu: Annað hvort eru jafnaðarmenn við völd eða þeir standa í dyragættinni. Hrun kommúnismans í Austur- og Mið-Evrópu opnar einnig fyrir nýjar lendur jafnaðarstefnunnar. Á sama tíma er Evrópa að sam- einast í sameiginlegt efnahagssvæði; hin evrópska heimsálfa er á góðri leið að verða sterkari og öflugri og sameinaðri en nokkru sinni fyrr. Alþýðublaðið hefur margoft bent á það í forystugrein- um, að aðstæðurnar í Evrópu séu kjörnar til að efla íslenska jafn- aðarmenn: Þjappa þeim saman í stóran flokk og stórefla mál- efnastöðu og lausnir jafnaðarstefnunnar. Það er hins vegar mikið vandaverk og mörg Ijón í veginum. En ef íslenskir jafnaðarmenn eiga ekki að glutra niður hinu stóra og sögulega tækifæri sem nú býðst þeim óvænt með breyttum aðstæðum í Evrópu, er hætta á að þeir missi af lestinni. Það væri mikil sorgarsaga. ONNUR SJONARMIÐ KALDA stríðs umræðan er nú kom- in á fullt eftir að kommúnistastjórn- irnar féllu í Austur-Evrópu. Hin dæmigerða íslenska delluumræða í kjölfar mikilla heimsatburða er oft á tíðum ansi spaugileg. Einn þeirra sem hefur auga fyrir vitleysunni er Árni Bergmann rit- stjóri á Þjóðviljanum enda sjálfur þurft að hlusta á marga misvitra ræðuna um málefni Sovétkommún- ismans. Árni skrifar nokkrar línur um kalda stríðið í leiðara í blaði sínu í gær: Ceausescu hinn rúmenski er töluvert í umræðunni eins og menn verða varir við. Sumt af því er í anda gróinnar íslenskrar deiluhefðar sem felst í því að líkja heldur meinlausum ís- lenskum foringjum við hina verstu menn úti í heimi. Þeir sem muna blómaskeið þeirra Jónas- ar frá Hriflu, Ólafs Thors og Ein- ars Olgeirssonar þurfa ekki að kippa sér sérstaklega upp við það, þótt Þorsteinn Pálsson líki þeim Svavari Gestssyni og Ólafu Ragnari Grímssyni við Ceau- sescu og Ólafur Ragnar svari með því að spyrða Davíð Odds- son saman við þann illa Drakúla sem enginn vill nú þekkt hafa. Það hlálegasta í þeim saman- burðarfræðum er reyndar við- leitni dálkahöfunda Tímans til að koma róttækum íslenskum rithöfundum upp í sæng hjá Nic- olae og Elenu Ceausescu, og er margt skrýtið í kýrhausnum.“ MARGT er sannarlega skrýtið í kýr- hausum kommúnista. Einn af full- trúum þjóðlegra einangrunarsinna sem kenna sig við sósíalisma, Starri í Garði, ritar formanni sínum opið bréf í Þjóðviljanum í gær. Við þann lestur geta menn komist í raun um við hvaða afturhaldsöfl Ólafur Ragnar er að stríða í flokki sínum: „Sósíalistar töldu frumskil- yrði þess að svo mætti verða, að Margir félagar í Alþyðubandalaginu hangsa enn í steinrunnu tré stalín- ismans ef marka má Starra í Garði og opið hótunarbréf hans í Þjóðviljanum til formanns síns. kapítalismanum, auðvalds- skipulaginu væri komið fyrir kattarnef. Aðeins þannig yrði markinu náð. Kratar hinsvegar, jafnaðarmenn einsog þið fóst- bræður viljið kalla ykkur, hafa fyrir löngu sæst við auðvaldið, lofað því að hafa lyklavöldin í grundvallaratriðum og það þótt kratisminn hefði meirihluta á þjóðþingum, mynduðu einir rík- isstjórn. Jöfnuðurinn hefir þá orðið eftir því, í skötulíki. Þetta er nú í stórum dráttum sá grund- vallarstefnumunur, sem er á milli A-flokkanna íslensku. Það breytir engu um það þótt þeir í austrinu hafi klúðrað hörmu- lega sínum sósíalisma. Merkið stendur þótt maðurinn falli. Þetta veistu nú auðvitað allt, Ól- afur, enda ertu ekki prófessor í stjórnvísindum út á ekki neitt. Samt talar þú svona. Það sæmir þér ekki, konungur, mundi Sig- hvatur sagt hafa.“ Það er greinilegt að „merkið stendur" enn hátt í Alþýðubanda- laginu? Hversu lengi ætla jafnaðar- menn í Alþýðubandalaginu að standa undir merki gömlu stalínist- anna? OLAFUR Ragnar fær beina hótun í grein Starra í Garði: Ef þú bætir ekki ráð þitt og færir flokkinn aftur á bak til stalínismans, verður þér varpað fyrir borð: „Ég enda svo mína bersögli eins og Sighvatur forðum, með því að vara þig við. Nú er slíkur kurr í liði bænda, að allt stefnir til samblásturs gegn konungi. Haldir þú uppteknum hætti ger- ist annað tveggja: Að þú verðir afhrópaður sem konungur, eða að ríki þitt liðist í sundur. Eitt er víst: Þú kemst aldrei með ríki þitt í heilu lagi inn í kompaní ykkar fóstbræðra. Nú er bara að sjá hvort þú bregst við bersögl- inni á saman hátt og Magnús hinn góði, og hlýtur þá að laun- um auknefnið Ólafur hinn góði, eða Ólafur helgi. Það mun sýna sig á þessu nýja EINIM MEÐ KAFFINU Geðlæknirinn við sjúkling- inn: — Hvers vegna hættirðu hjá starfsbróður mínum? Sjúklingurinn: — Þeim heimska geðlækni? Vegna þess að hann sagði að ég væri haldinn ofsóknarbrjálsemi! Sem er alrangt! Þú getur bara spurt fólkið sem er sífellt á hælunum á mér! DAGATAL Háskarxótt Víkingasveitarinnar Vaskleg framganga Víkingasveit- arinnar í fyrrinótt hefur enn einu sinni komið þessum öguðu og æfðu lögreglumönnum á forsíður dagblaðanna. Eg á fraenda sem er i Vikinga- sveitinni. Ég hringdi i hann til að forvitnast betur um ævintýri næt- urinnar. Frændi var nývaknaður um kaffi- leytið enda nóttin búin að vera strembin. — Sæll frændi, sagði ég. Var ég að vekja þig? spurði ég. — Maður er svona að ná sér nið- ur eftir nóttina, svaraði frændi. — Mig langaði einmitt að spyrja þig um það, sagði ég. Var þetta ekki erfitt verkefni? — Jú, þetta var ansi snúið og beinlínis lífshættulegt. En sem betur fer erum við þjálfaðir að lenda í svona aðstæðum, þannig að ekkert fór úrskeiðis, sagði frændi og geispaði. — Hvað gerðist eiginlega? spurði ég. Frændi ræskti sig áður en hann svaraði. — Við vorum kallaðir út um miönættið vegna einhvers manns sem var að freta með haglabyssu inn í versluninni hjá sér. — Var maðurinn hættulegur, var hann að skjóta á annað fólk eða svoleiðis? — Nei, nei, sagði frændi. Maður- inn var bara búinn að fá sér í glas og orðinn leiður á þessu drasli sem hann selur. Hann ætlaði greinilega að rýma til á lagernum með hagla- byssunni. — Af hverju var þá Víkingasveit- in kölluð út? spurði ég. — Það hefur verið lítið um æf- ingar að undanförnu, skilurðu, og þetta var svona tilvalið tækifæri að æfa strákana, svaraði frændi. Eg stakk upp í mig kexköku og bað frænda að lýsa atburðarrás- inni áfram. — Já, svo við söfnuðumst sam- an eftir að við vorum farnir í dress- ið, sagði frændi. — Dressið? spurði ég. — Já, já, stríðsgallann með skammbyssunum, skotfærabelt- inu, senditækjunum, skothelda vestinu og hettunni að ógleymdri vélbyssunni og minnisblokkinni, svaraði frændi. — Hvað voruð þið margir sem mættuð á staðinn svona þung- vopnaðir? spurði ég. — Við höfum verið svona tíu, tuttugu, ég man það ekki, svaraði frændi. — Og svo? — Við hlupum að húsinu í svo- nefndu gæsahlaupi, þar sem hver skýlir öðrum. Svo skiptum við liði og fórum i gaffal; tveir dekka tvo og einn að baki. Síðan notuðum við bak og snúning, setjum bakið að veggnum með byssuna upp og hraðsnúum okkur niður , leggj- umst á gólfið með gleiðar fætur og höldum vélbyssunni að líkaman- um en miðum aðeins fyrir ofan höfuðið á manninum. — Var maðurinn orðinn sýnileg- ur? spurði ég. — Nei, nei, en þetta er svona rútína, sagði frændi. Og hélt áfram: — Svo tókum við kengúrustökk- ið að byggingunni, fórum fjóra kollhnisa og enduðum í langri svif- dýfu, lent með fætur saman en handleggir gleiðir. Þarna fórum við í krækju við dyrrnar, sex menn í bakvörn, fjórir gengu á höndum fyrir framan og tveir menn fremst á stökki á hnjánum. Síðan tveir og tveir sitt hvorum megin við hurð- ina, henni sparkað inn með Ram- bó-hnykk, fjórir menn á gólfið og tveir þustú framhjá með vélbyss- urnar á lofti, sagði frændi. — Og maðurinn, hvar var hann? spurði ég spenntur. — Hann var nú eiginlega sofn- aður ofan á bókhaldsbókunum. Svo við drógum hann út á sokka- leistunum og skelltum honum á malbikið, sex vélbyssur að höfði hans og síðan notað lömunaröskr- ið, sagði frændi. — Lömunaröskrið? hváði ég. — Já, þú veist: „Upp með hend- ur, upp með hendur!“ En það var náttúrlega dálítið erfitt fyrir manninn, af því hann lá á magan- um á malbikinu hálfsofandi og þar að auki var búið að handjárna- hann með hendur fyrir aftan bak, sagði frændi. En þetta var svona meiri rútína, skilurðu?

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.