Alþýðublaðið - 31.01.1990, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 31.01.1990, Qupperneq 3
Miðvikudagur 31. jan. 1990 3 Lars-Áke Engblom, forstööumaður Norrænahússins og Guðrún Magnúsdóttir bökasafnsvörður kynntu dagskrá Nor- rænahússins á útmánuðum. Nýtt starfsár hjá Norræna húsinu: Lágkúra Oft hefur risið ó pólitiskri um- ræðu hér á landi verið lágt og stundum hefur þakið verið alveg flatt, en nú upp á siðkastið er kominn niðurfailshalli á hana. Slík pólitísk lágkúra sem veður uppi þessa dagana hlýtur að vekja andúð flestra og þá ekki sízt þeirra sem áhuga hafa á stjórnmálum. Einn daginn líkir Þorsteinn Svav- ari og Ólafi Ragnari við Stalín, Ólaf- ur telur Davíð samstofna í huga og gerðum við Ceausescu og einhver Birtingur lepur upp ósómann á síð- um DV. Davíð „depúterar" sem varaformaður á Selfossi með per- sónulegu skítkasti út um allt og forð- ast að ræða málefni, og þannig mætti lengur telja. Hverjum verður næst líkt við fúlmenni á borð við Hitler, Eichmann eða Pbl Pbt og af hverjum? Undangengin ár hefur pólitík að verulegu leyti snúist um að segja eitt í gær, gera annað í dag og gleyma svo hvorutveggja á morgun. En nú skal vitræn umræða kaffærð með persónulegum svívirðingum. Rón- arnir eru sagðir hafa komið óorði á brennivínið en slíkt er þó hégómi miðað við það óorð sem sumir stjórnmálamenn hafa komið á stjórnmálin. Megi þjóðin losna sem fyrst undan slíkri óværu. Magnús Jónsson veðurfræðingur Fjölbreytt dagskrá framundan — /77.0. Bellmanhátíd, listsýningar, fyrirlestra og bókamarkaöur Skjöldur Þorgrímsson: Lífeyrissjóður fyrir alla Það kennir ýmissa grasa í dag- skrá Norræna hússins á nýju starfsári. Haldin verður sérstðk Bellman-hátíð í Norræna húsinu um næstu helgi af því tilefni að nú eru 250 ár liðin frá fæðingu þessa sænska skálds. Þá verður sérstök dagskrá á vegum Nor- ræna hússins ■ tengslum við þing Norðurlandaráðs sem að þessu sinni verður haldið í Reykjavík. Þar verða afhent bók- menntaverðlaun og tónlistar- verðlaun Norðurlandaráðs og verður fólki gefinn kostur á að kynnast báðum verðlaunahöf- undunum. Söngvar Bellmans ættu að vera mörgum kunnir en Bellman orti til að mynda vísuna um Gamla Nóa. Það eru þeir Alex Falk vísnasöngv- ari og Bengt Magnusson sem skemmta gestum með söngvum Bellmans. Dagskráin var frumflutt í óperuhúsinu í Umelá í nóvember síðastliðnum fékk mikið lof gagn- rýnenda. Reiknað er með um 800 gestum í tengslum við þing Norðurlanda- ráðs. Dagskrá Norræna hússins meðan á þinginu stendur hefst sunnudaginn 25. febrúar með því að Ólafur Kvaran listfræðingur kynnir Aurora III sýninguna í Norræna hús- inu. Aurora er samsýning 20 ungra norrænna listamanna. Dagskránni lýkur 2. mars með fyrirlestri Ingi- bjargar Hafstað um konuna í ís- lensku þjóðfélagi. Þess má geta að bæði Bellman-dagskráin og Aurora III sýningin munu síðan halda áfram til Færeyja, en fyrst mun „Bellman“ gera stutt stopp á Akureyri. Forstöðumaður Norrænahússins, Lars-Áke Engblom sagði það sértakt hlutverk stofnunarinnar að kynna ísland og íslenska menningu á hin- um Norðurlöndunum. Hann vildi leggja sérstaka áherslu á þennan þátt starfseminnar og benti á að skortur væri á upplýsingum um ís- land á Norðurlandamálum. Guðrún Magnúsdóttir, bókasafns- vörður Norræna hússins sagði að mikið magn bóka hefði safnast upp í gegnum tíðina sem ekki ættu með réttu heima á safninu. Vegna pláss- leysis hefði því verið ákveðið að gefa fólki tækifæri á að kaupa þess- ar bækur. Guðrún sagði að hér væri um nokkur hundruð bækur að ræða en flestar væru þær skáldsögur sem þýddar hefðu verið á Norðurlanda- mál. Lífeyrissjódur fyrir alla landsmenn hefur verið á stefnuskrá Alþýðuflokksins í 40 ár. Undirritaður hefur verið félagi í Alþýðuflokknum allt sitt líf og mig langar til að setja hér fram í blaði okkar tillögu. Það er tillaga sem Einar heit- inn Magnússon, fyrrum rektor Menntaskólans setti fram á fundi um lífeyrismál sem hald- inn var í Iðnó fyrir mörgum ár- um. Tillagan var afar einföld og ég sé nú hve Einar hefur verið framsýnn um lífeyrismál, því tillagan var gerð fyrir 30 árum. Einar Magnús- son lagði til, aö liver einstaklingur byrjaði að greiða lífeyri er hann næði 16 ára aldri. Greiðslan væri innt til ríkissjóðs og gjaldtakan ákveðin af Alþingi. Þegar einstakl- ingar næðu 67 ára aldri, endur- greiddi ríkið honum lífeyri sem næmi árlega hæsta taxta Dags- brúnar. Sá lífeyrir ætti að vera við- unandi verðtrygging enda taldi Einar Magnússon aö Dagsbrún myndi sjá um sína umbjóðendur hvað eðlilegar kauphækkanir varöaði. Af hverju þessi leidi? * frásögnum mér eldri, er hvergi minnst á að þeim hafi leiðst á dögum baðstofulífs, þegar vetur tók bæ í snjófaðm, söng hon- um vindsöngva og sló fingrum á grasstrengi hörpunnar til undir- spils. Ég held endilega að hver dagur þessa fólks hafi verið þægilegt undur meir en skelfing, vinnan gleðileg þörf og dúttlið í hverskon- ar viðhaldi bara ljúft. Fólkið þjapp- aði sér saman þegar það átti frí og var ekki að dúttla, það lagðist í stó- iskri ró undir heysátu að láta sér líða í brjóst og hrossagaukurinn sem féll af himnum var vekjara- klukka þess tíma. Þessu fólki leiddist ekki. Það hafði ekkert Alþýðublað, ekkert útvarp, ekkert sjónvarp. Það sótti kannski ball einu sinni á sumri en best hittist það í ung- mennafélagsvinnunni, þegar ein- hver bóndi í dalnum keypti vinnu- kraftinn af félaginu og allir sem vettlingi gátu valdið fóru á sunnu- degi til bónda og karlmenn slógu með orfi og ljá, konurnar fylgdu fast á eftir og rökuðu í garða. Um kvöldið var dansað á hlaðinu og hundarnir fengu að vera á svona balli og skemmtu sér konunglega. allir sungu danslögin, allir voru heitir og rjóðir og svellandi, því það var svo gaman að lifa. Hver fann upp leiðann? Góðvinur minn, bóndi fyrir norðan, í litlum dal, varð að skera allt sitt fé fyrir tveimur árum. Hann stóð bara einn morgun í tómu fjárhúsi og horfði á langt ævistarf orðið að engu. Bóndi nánast með eitt verk- efni eftir; að lifa. Kýrnar hans sjö fóru fyrir all löngu í langt sumarfrí og eru ekki komnar enn og koma víst ekkert, en senda fallega prent- aðar mjólkurhyrnur til að minna á sig. Ég hringdi í bóndann fyrir tveimur árum Jsegar ég las um nið- urskurðinn. Eg bjóst við niður- brotnum manni í simanum en hann var rólegur, vantaði ögn í meðfæddan kímnitón, en hann sagði mér að lífið héldi áfram. Leiðist honum, spurði ég. Honum leiddist ekki, frekar en fyrri daginn. Lífið hélt áfram í dalnum. Þegar ég heimsótti hann sumarið eftir að fá heimabakað brauð og saltreið úr ánni, var hann kominn með tíu káifa í túninu heima. Maður verður að hafa eitthvað fyrir stafni, sagði hann. Er ekki hundleiðinlegt að hafa bara kálfa að hugsa um, vildi ég vita. Hann sagði að sér leiddist ekki, á meðan hreyfigetan væri í lagi. Ég úðaði í mig heimabökuðu hveitibrauði með saltreið og kveið því að fara þaðan suður og byrja aftur í leiðanum. Við röbbuðum dálítið um leið- ann. Hann fannst ekki þarna í dalnum og alls ekki í gamla daga, fyrir Alþýðublaðið og útvarpið. Þegar gestur kom á bæ veturinn '31, var setið og spjaliað og sungið án undirleiks. Það þráir enginn það sem hann þekkir ekki, sagði hann og tuggði strá eins og kálf- arnir í túninu sem urðu sextán áð- ur en varði. Fólk hafði alltaf einhver ráð framhjá leiðanum. Einn vetur var ís á ánni óvenju lengi og menn fóru yfir á ís í heimsóknir og þótti gömlum bónda alveg nóg um og sagði að það veitti ekki af að ísinn hyrfi af ánni, því fólkið væri að verða vitlaust. Honum þótti illa farið með annars góðan tíma, fólk væri bara ekki vant svona bæjar- rölti. Honum leiddist ekki, að þrasa. Ung nútíma bóndakona sem kynntist leiðanum í borg- inni vetrarpart, finnur stundum til þess að sálin ringlast, tekur þá hest sinn og ríður alein til fjalia, stefnulaust, upp, upp, uns þögnin stendur á hól. Þar stígur stúlka af baki og situr með þögn- inni lengi dags. Þögnin á erfitt uppdráttar í nú- tímanum. Hún var fundin upp af Guði, maðurinn óttaðist hana og reyndi að kæfa hana í hávaða hvers nútíma og kallað fjör. Fólk þyrpist á dansstaði um helgar til að losna við leiðann, það reynir að dansa hann frá sér, drekka hann frá sér, dufla hann frá sér, fer síðan heim og þar situr leiðinn. ✓ sumar ætla ég að fara norður til að sitja í grasi og horfa á kálfa í túni. A bæ vinar míns, bóndans sem missti allan sinn bú- stofn, finnst enginn leiði. Þar hef- ur allt einn tilgang; lifa í sátt við dauðann og tyggja strá með kálf- unum og hlusta þegar áin flytur vatnasvítur fyrir óðinshana og sil- ung, lesa morgundaginn í skýjun- um og roða himins. Þarna í dalnum er Alþýðublaðið ekki lesið né hlustað á útvarp svona yfirleitt. Enda leiðist eng- um. Hver fann upp leiðann? Jónas Jónasson

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.