Alþýðublaðið - 09.02.1990, Side 8

Alþýðublaðið - 09.02.1990, Side 8
MMMBLOIII Föstudagur 9. febr. 1990 Mistök borgarskipulags og borgarverkfrœdings í Rimahverfi: Einbýlishúsum ætlaður staður í mýrarfeninu — þar er allt að 6,5 metrar niður á fastan grunn Borgaryfirvðld neydd- ust nýlega til að láta end- urskipuleggja nýsam- þykkt deiliskipulag fyrir Rimahverfi í Borgarholti I norðan við Grafarvogs- hverfið. I Ijós kom að undir væntanlegum ein- býlishúsum, a.m.k sum- um hverjum, reyndist dýpi jarðvegs vera allt að 6,5 metrar. Gerð hafði verið könnun á dýpt jarðvegsins í hverf- inu, en svo er að sjá að hún hafi verið einum of lausleg. Deiliskipulag hverfisins byggðist á upplýsingum þessarar „könnunar". Gissur Símonarson, full- trúi Alþýðuflokksins í bygg- inganefnd borgarinnar sagði Alþýðublaðinu i gær aö óvanalega langt hefði verið á milli prufuhola sem gerðar voru á svæðinu, ár- angurinn væri sá að taka þyrfti deiliskipulagið til endurskoðunar með til- heyrandi kostnaði. ,,Það er áreiðanlega eins- dæmi, alla vega þekki ég ekki til þess á síðustu ára- tugum að endurvinna þurfi deiliskipulag af ástæðum sem þessum", sagði Gissur. ,,Það er afar brýnt að kom- ið verði í veg fyrir að mis- tök sem þessi endurtaki sig“. Minnihluti bygginga- nefndar kom fram með til- lögu á fundi nefndarinnar í gær þar sem því er beint til borgarverkfræðings og for- stöðumanns borgarskipu- lags að vinnubrögð í þess- um efnum verði bætt. Var þeirri tillögu vísað áfram til umsagnar réttra aðila. Blaðamannafundur- ur með aðstoð gervihnattar Islenskir blaðamenn áttu í gær blaðamanna- fund um gervihnött með John H. Hawes, fuiltrúa Bandarísku ríkisstjórnar- innar. Asamt íslendingum tóku fjögur önnur Evrópu- ríki þátt í þessum óvana- legu fundarhöldum, Frakkland, Þýskaland, Belgía og Finnland. Blaða- mennirnir sátu hver í sínu landi og báru fram spurn- ingar sínar við Hawes, sem svaraði um hæl á sjón- varpsskjánum. Fundir sem þessir eru orðn- ir nokkuð tíðir og þykja mjög áhrifaríkir til að koma á fram- færi ólíkum skoðunum og sjónarhornum. Það er hins vegar ekki alltaf sem Islend- ingum gefst kostur á að taka þátt í alþjóðlegum blaða- mannafundum sem þessum. Fundurinn var boðaður í tilefni af fundi utanrikisráð- herra NATO- og Varsjár- bandalagsrikja í næstu viku, 12 til 28 febrúar. Þar verða ræddar tillögur Bush, Banda- ríkjaforseta sem nefndar hafa verið „open skies," eða opn- un lofthelgi. í þeim er lagt til að ríkjum austurs og vesturs verði heimilað gagnkvæmt könnunarflug yfir landsvæði hvors annars. Talið er að slikt gagnkvæmt eftirlit muni efla alþjóðlega samvinnu og stuðla að alþjóðlegu öryggi og stöðugleika. Menn í ólíkum heimshlutum ræðast við. Ráöh úsbygging: Borgin semur við ístak — allir helstu uerkþœttir veröa þó boönir út Davíð Oddsson borgar- stjóri og Páll Sigurjónsson for- stjóri Istaks hf. hafa undirrit- að samning um áframhald- andi framkvæmdir við Ráð- hús Reykjavíkur. ístak verður aðalverktaki eða eftirlits- verktaki, en borgin mun sjálf leggja fram nokkra stóra verkþætti auk þess sem allir helstu verkþættir verða boðnir út til undirverktaka. Hefur þegar verið auglýst eft- ir verktökum sem vilja koma til greina í forvali, sem fram fer. Næstu verkþættir eru raf- lagnir, pipulagnir, loftræsti- kerfi og múrverk, allt verður þetta boðið út í lokuðum út- boðum að loknu forvalinu. Hitastig í nokkrum landshlutum kl. 12 í dag VEÐRIÐ í DAG Norð-vestanátt um mest allt land stinningskaldi norðanlands og austan en mun hægari suð-vestantil. Él um mest allt land. Hiti viðast nálægt frostmarki. Fer að kólna norðanlands þegar líður á nóttina. ÍSLAND Hitastig borgum Evrópu kl. 12 í gær að islenskum tima. Fólk Birgir Arnason, aðstoðar- maður viðskipta- og iðn- aðarráðherra hefur verið ráðinn til starfa hjá hag- fræðideild aðalstöðva Frí- verslunarsamtaka Evr- ópu- EFTA — í Genf og hefur störf þar síðari hluta marsmánaðar. Þar mun hann starfa að samn- ingaviðræðum EFTA og EB um myndun sameigin- legs evrópsks efnahags- svæðis, sérstaklega varð- andi samruna fjármagns- markaða og aukið frjáls- ræði í viðskiptum með fjármálaþjónusu milli landa. ★ Jóhann Heidar Jóhanns- son, læknir vinnur að því meðfram læknisstörfum sínum að safna svokölluð- um íorðum í sambandi við læknisfræði. Lækna- blaðið reynir alltaf að nota íslensk fagorð sé þess nokkur kostur, en talsvert mun vanta á að blaðið sé enn „hreint" af latínuslettum, og á sjúkrahúsum talar starfs- fólk „már sem sjúkling- um er gjörsamlega óskilj- anlegt. Jóhann Heiðar brýnir lækna í síðasta Læknablaði og hvetur þá til að skrifa sér, hringja i sig — og þá einungis á venjulegum umsömdum vinnutíma ríkisstarfs- manna, en frábiður sér aö læknar hrópi á sig og kalli á götum úti þótt þeir lumi á góðu orði, eða hringi í sig að næturlagi! ★ Jóhanna Thorsteinson, fóstra í Kópavogi sem sagt var frá í blaðinu á miðvikudag segir okkur að hún hafi alls ekki skipt um flokk, hún sé í Sjálf- stæðisflokknum eftir sem áður. Hún hafi tekið að sér nefndarstörf á vegum Borgaraflokksins, „af fag- legum ástæðum ein- göngu“. Mannval Borgar- anna virðist því ekki mik- ið, úr því þeir þurfa að séilast inn í raðir sjálf- stæðismanna eins og hér gerðist. ★ Birgir Porgilsson, ferða- málastjóri, maður með áratuga langa reynslu í ferðamálastarfsemi, fyrst sem yfirmaður milji- landaflugs Flugfélags ís- lands, hefur orðið við ósk samgönguráðherra að taka að sér sérstök verk- efni fyrir ráðherrann á sviði íerða- og flugmála, einkum með tilliti til við- ræðna við EFTA og EB. Birgir mun einnig verða formaður Flugeftirlits- nefndar, sem hefur eftirlit með þjónustu flugrek- enda. Birgir verður í árs- .leyfi frá starfi ferðamála- stjóra frá 15. mars að telja.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.