Alþýðublaðið - 17.02.1990, Side 6
6
Laugardagur 17. febr. 1990
Góða hefgi! Góða hefgi! Góða helgi! Góða helgi!
Málverka-
sýningar
í Gallerí Borg Pósthússtræti 9
stendur sýning á gömlum „abst-
raktionum" Eiríks Smith. Á sýn-
ingunni eru 12 stórar olíumyndir
sem allar eru til sölu.
Sýningin er opin laugardag og
sunnudag frá kl. 14.00—18.00,
en henni lýkur þriöjudaginn 20.
feb.
Laugardaginn 17. febrúar
opnar Gunnar Örn sýningu í
listasalnum Nýhöfn, Hafnar-
stræti 18.
Gunnar Örn er fæddur 1946 í
Reykjavík. Hann er sjálfmennt-
aður listamaöur og hélt sína
fyrstu einkasýningu 1970 og
hefur síðan haldiö 22 einkasýn-
ingar. Þar af 18 á íslandi, 2 í
Kaupmannahöfn og 2 í New
York. Verkin á sýningunni eru
einþrykk og skúlptúrar.
Sýningin er opin virka daga
frá kl. 10—18 og frá kl. 14—18
um helgar, en henni lýkur
7.mars.
Leikritið
Endurbyggingin í
Þjóleikhúsinu
í gærkvöldi, 16.febrúar kl.
20.00, var frumsýnt nýjasta verk
Václavs Havel, ENDURBYGG-
MÓTUN
ATVINNUSTEFNU
Ríkisstjórnin boðar í næstu viku til þriggja funda um mótun atvinnustefnu. Á fundinum verða
flutt stutt framsöguerindi og síðan eru pallborðsumræður.
VESTFJARÐAKJÖRDÆMI
Fundurfyrir Vestfjarðakjördæmi verður haldinn í
Stjórnsýsluhúsi ísafjarðar, þriðjudaginn 20.
febrúar, klukkan 20:30.
Framsöguerindi flytja: Jón Baldvin Hannibalsson,
utanríkisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra Hag-
stofu, Áslaug Alfreðsdóttir, hótelstjóri og Einar
Hreinsson, sjávarútvegsfræðingur. Auk þeirra
taka þátt í pallborðsumræðum Eiríkur Böðvars-
son, framkvæmdastjóri, Jón Páll Halldórsson,
framkvæmdastjóri, JónasÓlafsson,sveitarstjóriá
Þingeyri, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í
Bolungarvík og Pétur Sigurðsson, formaður
Alþýðusambands Vestfjarða.
Fundarstjóri verður Haraldur L. Haraldsson,
bæjarstjóri á ísafirði.
Oddur Már Sigríður Sigurður K. Sigurður Ó.
Þórir N. Karl
SUÐURLANDSKJÖRDÆMI
Fundur fyrir Suðurlandskjördæmi verður haldinn
á Hótel Selfossi miðvikudaginn 21. febrúar,
klukkan 20:30.
Framsöguerindi flytja: Steingrímur Hermanns-
son, forsætisráðherra, Júlíus Sólnes, ráðherra
Hagstofu, Óli Þ. Guðbjartsson, dómsmálaráð-
herr#, Einar Sigurðsson, útgerðarmaður og odd-
viti Ölfushrepps, Oddur Már Gunnarsson, iðnráð-
gjafi Suðurlands, Sigríður Ólafsdóttir, formaður
atvinnumálanefndar Selfoss, Sigurður Kristjáns-
son, kaupfélagsstjóri K.Á. á Selfossi, Sigurður
Oskarsson, formaður Alþýðusambands Suður-
lands, og Þórir N. Kjartansson, framkvæmdastjóri
Víkurprjóns, Vík.
Fundarstjóri verður Karl Björnsson, bæjarstjóri á
Selfossi.
Júlfus Steingrímur J. Arnbjörg Hörður
Sigurður Sr
AUSTURLANDSKJÖRDÆMI
Fundurfyrir Austurlandskjördæmi verður haldinn
á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum,fimmtudaginn
22. febrúar, klukkan 20:30.
Framsöguerindi flytja: Júlíus Sólnes, ráðherra
Hagstofu,Steingrímur J.Sigfússon, landbúnaðar-
og samgönguráðherra, Arnbjörg Sveinsdóttir,
bæjarfulltrúi, Seyðisfirði, Hörður Þórhallsson,
sveitarstjóri, Reyðarfirði, Jörundur Ragnarsson,
kaupfélagsstjóri, Egilsstöðum, Finnbogi Jónsson,
framkvæmdastjóri, Neskaupstað og Sigurður
Ingvarsson, formaður Alþýðusambands Austur-
lands. Auk þeirra tekur Einar Rafn Haraldsson,
formaðuratvinnumálanefndará Egilsstöðum þátt
í pallborðsumræðum.
Fundarstjóri verður Sigurður Símonarson,
bæjarstjóri á Egilsstöðum.
■ Atvinnumál framtíðarinnar varða alla. Fólk er því hvatt til þess að mæta á fundina og láta skoðanir sínar í Ijós.
Góða helgil Góð
INGIN. í dag veröur sérstök há-
tíðarsýning þar sem höfundur
verksins verður viðstaddur, en
hann er nú forseti Tékkóslóv-
akíu.
Leikstjóri er Brynja Benedikts-
dóttir. Meö aðalhlutverk fara Er-
lingurGíslason, Helga Jónsdótt-
ir, Jóhann Sigurðarson og fleiri
þekktir leikarar. Leikritið segir frá
starfsfólki teikni- og skipulags-
stöðvar. Hlutverk þeirra er að
undirbúa endurskipulagningu
og rif húsa á staðnum. Mikil tog-
streita myndast á milli verndun-
arsjónarmiða og sjónarmiða
valdhafa.
Næsta sýning er þriðjudaginn
20. feb. 20.00.
Nú um þessar mundir sýnir
leikfélag M.H. gríska harmleik-
inn Antigonu, sem er einn af þe-
buleikjum Sófóklesar í þýðingu
Jóns Gíslasonar. Leikstjóri er
Þorvarður Helgasson.
Sýningar verða nú um helgina
laugardaginn og sunnudaginn
kl. 21.00.
Erindi í Neskirkju
Tvo næstu sunnudaga 18. og
25. febrúar, mun Dr. Gunnlaugur
A. Jónsson guðfræðingur flytja
erindi í safnaðarheimili Nes-
kirkju.
Fyrra erindið fjallar um þýð-
ingu Haralds Níelssonar á
Gamla testamentinu um síðustu
aldamót. Ýmsir voru ekki hrifnir
af þýðingunni og brugðust nei-
kvætt við henni.
Síðara erindið fjallar upphaf
sögulegra biblíurannsókna hér á
landi.
Erindin hefjast að lokinni
guðsþjónustu kl. 15.15 og veit-
ingar verða á boðstólnum.
Rýmingarsala í
Norræna húsinu
Laugardaginn 17. febrúar
verður haldin rýmingarsala á
bókum.
Þar verða fyrst og fremst seldar
bækur, einkum skáldsögur úr
bókasafni Norræna hússins,
bækur sem verið hafa til útlána
en þurfa nú að víkja fyrir nýjum
bókum. Einnig er nokkuð um
ónotaðar bækur, sem hafa bor-
ist safninu í gegnum árin, vegna
þess að þær samræmast ekki
markmiði safnsins. Salan verður
frá kl. 10.00 til 18.00 í anddyri
hússins og jafnframt verða
sýndar norrænar kvikmyndir af
myndbandi í samkomusal húss-
ins, bæði fyrir unga fólkið og það
fullorðna.
Tónleikar á
Selfossi og á
Flúðum
Nú um helgina munu þau Kol-